Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983 bókmenntii* Engin leið önnur? Árni Bergmann skrifar Faith McNulty. Rúmið brennur. Elísabet Gunnarsdóttir þýddi. Mál og menning. Fyrir fimm árum var bandarísk kona, Francine Hughes, ákærð fyrir að brenna mann sinn til bana. Málið vakti mikla athygli - ekki síst eftir að verjanda kon- unnar tókst að fá hana sýknaða af ákæru um morð að yfirlögðu ráði: svo margt hafði komið fram um gegndarlaust ofbeldi og mis- þyrmingar sem Francine hafði sætt árum saman, að kviðdómur taldi ekki ástæðu til að refsa henni. Faith McNulty heitir konan sem hefur samið þá ýtarlegu skýrslu um Francine og mann hennar Mickey sem kom út hjá Máli og menningu rétt fyrir jól í ágætri þýðingu Elísabetar Gunn- arsdóttir. í formála segir, að bókarhöfundur og sögukonan hafi verið sammála um að það skipti mestu að leiða fram sann- leikann um þennan harmleik og því hafi verið sneitt hjá öllum til- brigðum til skáldskapar. Líklega er hér valin rétt leið, ef svo má að orði komast: atvikin tala sínu máli án bókmenntalegrar bragðvísi og þar með gegnir text- inn best erindi sínu: að veita fólki innsýn inn í það helvíti sem allt bendir til að sé lygilega útbreitt: ofbeldi innan fjölskyldunnar, misþyrmingar á eiginkonum. Sem er um leið það helvíti sem fáir hafa viljað lýsa innan frá. Þetta er greinargóð skýrsla og hlýtur að verða eftirminnileg hverjum þeim sem les. Það er að sönnu ekki alveg ljóst, hve ýtar- leg ævisaga Francine Hughes þarf að vera til að saga hennar skiljist - en varla mun lesandinn kvarta yfir óþörfum upplýsingum. Það sem einna áhrifamest verður er hjálparleysi konunnar, skilning- ur sem lesandinn eignast á því, að henni eru allar bjargir bannaðar, enginn mun koma henni til að- stoðar, hvorki ættingjar, vinir né yfirvöld. Þegar svo „rúmið brennur" hafa örvæntingarvið- brögð konunnar við sívaxandi of- beldi komist á stig einskonar óumflýjanleika. Og samt er það líka rétt, sem bókarhöfundur segir í formála - að „það er ekki hægt að lýsa reynslu Francine til fullnustu". Skrásetjarinn, miðill- inn, kemst ekki alla leið með les- andann. En hann kemst samt furðu langt. Faith McNulty getur þess einn- ig, að enginn mæli í bókinni fyrir munn eiginmanns Francine. Eng- inn mun komast að því hvað hann hugsaði. Og því miður er hætt við því, að það reynist mörgum . nokkur freisting að álykta sem svo, að Mickey Hughes hafi verið brjálaður maður. Því miður segi ég - vegna þess að þar með er málinu eins og ýtt til hliðar. Undir lok bókarinnar er vitnað í sérfróða menn sem hafa aðrar skoðanir. Einn segir: „Á sumum menningarsvæðum er það svo algengt að konur séu barðar að það þykir eðlilegt. Mickey kemur úr umhverfi þar sem ofbeldi karl- manna er ekki aðeins viðurkennt heldur þykir það aðdáunarvert". Við þessu er þvf svo bætt, að Mickey hafi haft „illa þroskaðan persónuleika" eins og það heitir. Einhversstaðar í samspili þessara tveggja skýringa er svo skilnings á lánlitlu lífi Mickey Hughes að leita. En sem fyrr segir: hann þegir sjálfur, eins og svo ótal- margir aðrir úr þeim flokki manna sem gera sig seka um óút- skýrða grimmd -grimmd sem við freistumst of oft til að telja óút- skýranlega. áb Bókin um Ragnar í Smára:__ Örlæti hins Ragnar í Smára. Ingólfur Margcirsson skráði. Listasafn ASI, Lögberg 1982. Bókin um Ragnar í Smára er í senn samtalsbók og listaverka- bók. Þar eru myndir af ágætum málverkum sem Ragnar gaf til að stofnað yrði Listasafn alþýðu, og þar eru birt samtöl Ingólfs Margeirssonar við fjórtán vini Ragnars og samtíðarmenn. Hér verður vikið nokkrum orðum að þeim þætti bókarinnar. Ingólfur Margéirsson er ágæt- ur samtalamaður eins og lesend- ur þessa blaðs vita vel. Og eins og við má búast fær hann margt fróðlegt og skemmtilegt upp úr viðmælendum sínum. Samtalið við Halldór Laxness er til að mynda alveg prýðilegt. Við les- um í þessum hluta bókarinnar mörg ágæt dæmi sem lýsa kapp- semi Ragnars, örlæti og aðlað- andi „óútreiknanleika". Samt er ekki fyrir það að synja að lesandi veltir því líka fyrir sér, hvort ekki hefði verið ráð að nota samtölin sem efnivið í bók um Ragnar sem væri öðruvísi upp byggð. Að vísu vakna þá strax mótbárur í þá veru að með þeirri aðferð gæti týnst Ragnar Jónsson sitthvað persónulegt og sérstætt úr þeim frásögnum sem hafðar eru eftir hverjum hinna fjórtán vina Menningarvitans. En þar á móti kæmi, að forðast mætti endurtekningar um einstök ævi- atriði, athafnir eða þá jeppann sögufræga. Með því að láta á- kveðin æviskeið og tiltekin við- Vísur úr heföardölum Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Dalavísur. Ljóðhús 1982. Ég er ekki frá því, að þeim fari fjölgandi Ijóðasmiðum sem ríma og stuðla sér til hugarhægðar eða frægðarvonar. Slík áherslu- breyting er hvorki góð né vond í sjálfu sér - þó er því ekki að leyna, að einhver söguleg við- kvæmni gerir það að verkum, að lesanda finnst mörgu öðru for- vitnilegra að fylgjast með því hvernig gamalli íþrótt reiðir af - ekki síst þegar ljóðið óbundna hefur löngu smíðað sér klisjusafn og fasta hryggjarliði á við hvern hagyrðing. Ragnar Ingi er á hefðarslóðum í fjórðu ljóðabók sinni eins og stundum áður. Miðbálkur henn- ar heitir Tileinkun og ber vitni þeirri algengu freistingu að færa heilræði og vangaveltur í mjög al- mennan búning, svo almennan að orðsending sú sem var lesand- anum ætluð eins og fellur mátt- vana niður á miðri leið: Oft var hált ungum manni greiðum á gleðibrautum.... Meira bragð er að öðrum hlutum bókarinnar. Þar fer tals- vert fyrir heimsósómakvæðum og á Bakkus konungur mikla aðild að málum - hvort sem huld- ukona í kletti harmar drykkju- skap draumaprinsins, móðir grætur son sinn í alkóhólnum eða „fyrrum yngismær" rekur sögu sína á leið í ástandið með viðkomu hjá stertimenni að sunnan, sem reyndist því miður bæði „dóni og fylliraftur". Þessar sögur, allbólgnar af viðkvæmni sumar hverjar, draga reyndar ekki nema hálfa leið til eftir- Ragnar Ingi minnilegs skáldskapar. Best gengur höfundi þegar hann stundar „sjálfsbrestakönnun". með ívið háðskum tón, eða beitir þeim sama tón á gamla og há- dramatíska sögu (Eyvindur og Halla) eða þá á kjarabaráttuna. En þannig hefst kvæði Ragnars Inga um Fyrsta maí 1979: Æ hafdu lágt við litla gluggann hans sem lcetur sig nú dreyma um betri tíma. Formennirnir sitja og tala í síma og semja þar um laun og kjarabœtur. En verkamanninn dreymir dimmar nœtur um dásamlegar tekjur flugstjórans.... áb. eignaglaða fangsefni (bókaútgáfu, tónleika- hald osfv.) ráða gerð bókarinnar. En þetta er búið og gert og ekki um að fást og árangurinn oftast viðfelldinn. Innan þessarar bókar sem utan hafa menn borið mikið lof á Ragnar í Smára, sem einn ágætur gestur úr Unuhúsi heiðraði reyndar með því eitt sinn að kalla hann „eina siðaða manninn í Sjálfstæðisflokknum". Allt er það lof maklegt - og engum manni hafa t.d. sósíalistar átt eins auðvelt með að fyrirgefa einka- framtakstal um ágæti „eignagleð- innar“. „Eignagleði" Ragnars hafði nefnilega þá afskaplega sjald- gæfu eiginleika, að hann barði upp á hjá forseta ASÍ einn góðan veðurdag og vildi gefa „íslensk- um erfiðismönnum" mikið og gott málverkasafn. Björn Th. Björnsson rekur í ágætu viðtali í þessari bók, hvernig skilja megi þetta örlæti sem beint framhald af því sem Ragnar hafði afrekað í bókaútgáfu og tónlistarskipu- lagningu. Hann minnir líka á það, að Ragnar og fleiri mætir menn höfðu uppi mjög glæsilegar hugmyndir um safnið og þá pen- inga sem gætu komið inn fyrir ís- lenska listasögu eftir Björn, sem Ragnar bætti ofaná málverka- gjöfina. Ragnar skrifar Bimi þá um það, að „við eigum kost á afskap- lega góðri lóð, réttara sagt mikilli landareign, framtíðarsvæði fyrir byggingar, skógræktarsvæði, bátahöfn, baðströnd og bygging- ar fyrir starfsfólk og annað... Ég vil fá hvern meðlim til að leggja fram nokkur dagsverk og láta fólkið reisa allt sjálft, nota féð eingöngu fyrir efni eða sem næst.. Allt verður þetta að vera komið í fullan gang eftir 2-4 ár því við bíðum ekki frammí annað líf eftir að ljúka einhverjum smá- hégóma...“ Þó þessi áform hafi ekki ræst er Listasafnið nú í ágætum húsa- kynnum og hefur gert margt þarft. En því er vitnað í þetta bréf Ragnars, að það er einmitt áhugi og örlæti manna af hans tagi sem ætti að vera öðrum ögrun til svara, undirtekta, til þátttöku í íslensku menningarlífi, sem mun alltaf þurfa á því að halda að eiga von á virkum stuðningi úr miklu fleiri stöðum en opinberum sjóðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.