Þjóðviljinn - 19.02.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983 DJÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. IRitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigrlður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Biistjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333, Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ritstjórnargrcin úr aimanakínu Skoðanakannanir • Nú í vikunni hafa verið birtar niðurstöður skoðana- kannana um fylgi flokkanna, önnur í DV og hin í Helg- arpósti. Eins og oft hefur verið tekið fram er fram- kvæmd þessara kannana gölluð, og er það sjálfsagt ein helsta ástæðan fyrir því að um helmingur kjósenda neitar að svara - það er í engu samræmi við þá miklu þátttöku sem er hér alla jafna í kosningum. Helgar- póstsskoðanakönnunin er til dæmis að sumu leyti betri og viðameiri en könnun DV en hefur þó þann stóra galla, að sveitahreppir eru ekki teknir með. Eað þarf því enginn að undrast það, þótt einn helsti munurinn á niðurstöðum DV og Helgarpóstsins sé sá að Framsókn- arflokkurinn kemur sýnu ver út úr þeirri síðarnefndu. • Skoðanakannanirnar eru gallaðar, en þær gefa þó vísbendingar. Að því er varðar Alþýðubandalagið, þá getur það, af reynslunni að dæma, gert ráð fyrir þó nokkru meira fylgi í kosningum en skoðanakannanir sýna. Samkvæmt Helgarpóstskönnuninni er flokkurinn með um 16% „atkvæða til skipta“ eins og það heitir og getur að því leyti sæmilega við stöðuna unað, að Al- þýðubandalagið er að sækja í sig veðrið miðað við þær skoðanakannanir sem næst á undan eru gengnar. • En það sem er sameiginlegt báðum könnununum og einna fróðlegast við þær er þetta þrennt: í fyrsta lagi kemur Sjálfstæðisflokkurinn allmiklu lakar út núna en í næstliðnum könnunum -hefur þó sterka stöðu. í annan stað hefur fylgi Alþýðuflokksins hrunið um næstum því helming - útkoman er meira að segja svo dapurleg í Reykjavík, að samkvæmt Helgarpóstskönnun á hann í miklum erfiðleikum með að fá mann kjörinn og gæti setið uppi með einn kjörinn þingmann af Vestfjörðum sem móðurskip. 1 þriðja lagi virðist Bandalag jafnaðar- manna ætla að fá verulegt fylgi, einkum á suðvestur- horninu og Vilmundur þar með fara langt upp fyrir sinn gamla flokk. • Fylgi sitt sýnist Vilmundur sækja fyrst og fremst til Alþýðuflokksins en einnig í þann hóp sem hefur hallast að Sjálfstæðisflokknum. Kannski mætti segja sem svo, að Vilmundur væri nú að fara aftur með það lið sem hann færði Alþýðuflokknum árið 1978 með fjöl- miðlaspili sem vakti þá nokkra athygli. Eins og menn muna vann Alþýðuflokkurinn þá sinn mesta kosninga- sigur um aldarfjórðung eða meir. En sigurvegararnir hlupu skömmu síðar úr vinstristjórn með brauki og bramli og gerðu yfirleitt flest það sem þeir gátu til að reka frá sér það fylgi, sem þeir höfðu fengið út á fyrir- heit um endursköpun og nýjungar innan flokks sem utan. • í leiðurum Dagblaðsins-Vísis og víðar hefur verið látið að því liggja, að skoðanakannanir nú bendi til þess að „gömlu“ flokkarnir séu mjög komnir að fótum fram, flokkakerfið sé að hrynja og þar fram eftir göt- um. Ekki er það víst. Það er vitanlega ómótmælanlegt, að vissrar pólitískrar þreytu hefur alllengi gætt hér á landi, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hún birtist í því, að ný framboð af ýmsu tagi - ýmist á vegum Samtaka frjálslyndra, kvenna eða þá Vilmundar núna - ellegar framboð sem sýnast vera með nýjum svip eins og „bandalag prófkjörssigurvegara“ undir fána Alþýðu- flokksins 1978, geta fært til um 10% atkvæða. Það er svo líka ljóst af fyrri reynslu, að í þessi framboð hefur vantað þá samloðun efnisins, þann samnefnara til- frambúðar, sem gæti orðið upphaf að áhrifasterkri hreyfingu: næstu kosningar eftir fyrstu velgengni hafa jafnan leitt til ósigurs og hruns. -áb. Til þessa hefur verið nóg að nefna kreppuárin þá vita allir við hvaða árabil er átt. Nú kann þetta að vera að breytast vegna þess að mér og öðrum íslendingum er sagt að nú sé kreppa. Vegna þess að ég var ekki fæddur þegar kreppuárin fyrri liðu hjá og man því ekki þá tíma, þá þekki ég ekki aðra kreppu en þá sem nú er. Aftur á móti hefur margt fólk sem lifði kreppuárin fyrri, sagt mér frá því hvernig ástandið var. Ég hef einnig lesið allmikið um það á bókum og ég hef líka átt þess kost sem blaðamaður að eiga viðtöl við fólk um þetta tíma- bil, kreppuárin uppúr 1930. Hvað er kreppa? Vegna alls þessa hef ég gert mér nokkra mynd í huganum af því hvernig mannlíf var hér á landi á þessum árum. Þess vegna hef ég komist að þeirri niður- stöðu, að annað hvort er allt ýkt eða jafnvel ósatt, sem fólk hefur sagt um kreppuárin uppúr 1930, ellegar þá að menn eru að skrökva að okkur núna að það sé kreppa. Ég hef lagt þann skilning í orðið kreppa að þá skorti flest. Vinna sé sama og engin, þar af leiði skort hjá almenningi, jafn- vel hungur og vond og lítil klæði. Kulda í húsum sökum þess að ekki eru til peningar til að kaupa það sem þarf til að ylja upp hús. í kreppu byggja menn ekki glæsi- legt íbúðarhúsnæði, þeir ferðast ekki til útlanda og þeir kaupa sér ekki bíla, eða þetta hélt ég sökum lýsinga þeirra sem lifðu árin upp- úr 1930. Nú kann vel að vera að til séu fleiri en ein útgáfa af kreppu. Það má vel vera að kreppan okkar nú sé góð kreppa, en sú fyrri hafi verið vond. Um það skal ég ekki dæma vegna þess að ég þekki ekki þá fyrri af eigin raun. Ef ekki er til nema ein út- gáfa af kreppu, þá annað hvort segir gamla fólkið ósatt frá þeirri fyrri ellegar okkar tíma fólk frá þeirri sem nú er. Ef hinsvegar eru til fleiri en ein útgáfa af kreppu, þá hygg ég að við lifum nú góða kreppu. skrifar Vond kreppa og góð kreppa Húsnœði Nýverið sat ég fréttamannafund hjá Fasteignamati ríkisins. Þar var okkur sagt og raunar sýnt það skjalfast að við lslendingar byggj- um í stærra og betra húsnæði en aðrar þjóðir. Við höfum til umráða fyrir hvern einstakan ís- lending um 38 fermetra af íbúðar- húsnæði. Enn eru menn að byggja og ekki minnkar pláss Sigurdór Sigurdórsso hvers og eins. Menn tala um hrikalegan skort á lóðum. Þegar svo margir vilja byggja, svona stórt húsnæði, þá hlýtur að vera góð kreppa. Allir vita að við byggjum sterk- ar íbúðir á íslandi, betur járn- bundnar og einangraðar en flest- ar aðrar þjóðir gera.. Við teppa- leggjum íbúðimar okkar út í hvert horn og ekki telst vera um boð- legt bað að ræða nema flísalagt sé í hólf og gólf. Svona geta menn aðeins látið í góðum kreppum. Bílar í opinberum skýrslum stendur að við höfum flutt inn fleiri bif- reiðar á ári síðastliðin tvö til þrjú ár en dæmi eru um áður. í skýrsl- unum stendur líka að nú sé svo komið, að á íslandi sé ein bifreið á hverja 2,8 íbúa eða svo. Mun bifreiðaeign manna ekki vera meiri annarsstaðar í veröldinni nema ef vera skyldi í landi bílsins, Bandaríkjunum. Nú er ég í sjálfu sér ekki að lasta það að menn geti eignast bíl, ég á sjálfur bíl og vildi ekki án hans vera. Ég er hinsvegar viss um að hverjar sem langanir manna hefðu verið í fyrri krepp- unni, þá hefðu þeir ekki getað leyft sér þann munað að hverjir þrír landar væru saman um eina bifreið. Þarna skýrist enn munurinn á góðri kreppu og vondri kreppu. Ferðalög Þá er manni einnig sagt í opin- berum skýrslum síðasta árs frá því að íslendingar hafi ferðast meira til útlanda á því ári en dæmi eru um áður. Ferðalög eru vissu- lega öllum holl og þroskandi, og seint myndi ég taka undir með mönnum sem hafa á móti ferða- lögum manna. Hinsvegar eru ferðalög frá íslandi dýr, sökum fjarlægðar landsins við megin- lönd og það þarf peninga til þess að fara í sumarfrí til útlanda. í vondu kreppunni hefðu menn sjálfsagt ekki hugsað um það að leggjast í ferðalög, þótt þau hefðu verið auðveldari en raun var á í þá daga. Nú aftur á móti í góðu kreppunni virðist hver sem löngum hefur til, geta veitt sér þá ánægju sem ferðalög veita. Að kasta peningum í hafið í vondu kreppunni voru menn svo nýtnir, að hver sá hlutur sem taldist einhvers virði var hirtur og nýttur. Þá höfðu sjómenn á tog- urum lítið annað kaup en það sem fékkst fyrir þá lifur sem kom innan úr þeim fiskum sem um borð voru dregnir. Nú til dags, í góðu kreppunni eru sjómenn og útgerðarmenn svo ríkir að þeir hafa efni á að kasta nær allri lifur í sjóinn. Og ekki bara það heldur kasta togaramenn öllum hrogn- um líka og öllu slógi, sem þó er verðmæti eftir að farið var að nýta það í slógmeltu, sem gefin er búpeningi og sögð jafnvel betri en annar fóðurbætir. Einhversstaðar segir að dýrt sé að vera fátækur, en þegar svona er farið með verðmæti mætti sannarlega snúa þessu við og segja að dýrt sé að vera svo ríkur að hafa efni á að kasta í hafið öllu þessu verðmæti, og ekki bara verðmæti, heldur mat líka á meðan helmingur mannkyns sveltur. Vegna alls þessa legg ég til að þegar menn tala um kreppu okk- ar tíma þá aðgreini þeir þessar tvær kreppur sem maður þekkir og kalli þær þá vondu og þá góðu. Með því móti verður auðveldara að átta sig á því sem átt er við hverju sinni. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.