Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983
Besti árangur í sundi 1982 Fyrri hluti
Spitz væri enn
sá þriðji besti!
Árið 1972 var viðburðaríkt í
sögu sundíþróttarinnar og
skildi eftir sig djúp spor. Þar
bar hæst sundkeppnina á
Ólympíuleikunum í Munchen
en þá blómstruðu
sérstaklega tvö ungmenni.
Hinn 22 ára gamli
Bandaríkjamaður Mark Spitz
sem náði þeim einstaka
árangri að vinna til sjö
gullverðlauna, og ástralska
stúlkan Shane Gould, sem
aðeins 15 ára gömul komst
fimm sinnum á
verðlaunapall.
í bók Steinars J. Lúðvíkssonar,
Ólympíubókin 1972, segir m.a.:
„Hin glæsilega sundlaug í Miinc-
hen, sem margir töldu fegursta Ól-
ympíumannvirkið, var verðugur
rammi utan um þau stórafrek sem
unnin voru í keppninni. Aldrei
áður í sögunni hafa önnur eins
afrek verið unnin í sundi - Ólym-
píumetin stóðu ekki nema í nokkr-
ar mínútur, og það heyrði til
undantekninga ef heimsmetin féllu
ekki áður en yfir lauk.
Þegar keppninni lauk, höfðu
verið skráð ný heimsmet í 23 grein-
um af þeim 29 sem voru á keppnis-
skrá leikanna, og í sumum greinum
höfðu metin reyndar verið bætt
mörgum sinnum. Og oftsinnis voru
eldri heimsmetin bætt verulega."
Frá árinu 1972 hefur mikið vatn
runnið til sjávar, (eða í laugar), og
heimsmetin frækilegu öll löngu
fallin. Framfarir hafa verið gífur-
legar í flestum greinum og metin
sjaldan langlíf, með undantekning-
um þó. Við höfum tekið saman
besta heimsárangurinn árið 1982
og birtum lista yfir tíu fremstu í
hverri grein. Gildandi heimsmet
eru tekin fram og síðast en ekki
síst, gerður rækilegur samanburð-
ur við keppnina á Ólympíuleikun-
um í Múnchen 1982.
Keppnisgreinarnar eru á fjórða
tug að fjölda og ekki viðlit að birta
allar í einu. Við skiptum þessu því í
tvennt, í dag koma karlagreinarnar
en kvennagreinarnar fylgja fljót-
lega, jafnvel um næstu helgi. Og þá
syndum við af stað.
Karlar
50 m skriðsund .
Peng Siong Ang, Singapore.....22,60
Jorg Woithe, A.Þýskalandi.....22,74
Rowdy Gaines, USA.............22,78
Bruce Stahl, USA..............22,81
Tom Jager, USA................22,86
Robin Leamy, USA..............22,90
Art Griffith, USA.............22,98
Chris Cavanaugh, USA..........23,03
Rick DeMont, USA..............23,09
David McCagg, USA.............23,11
Heimsmetið er í höndum Robin
Leamy en það er 22,54 sekúndur,
sett árið 1981.
100 m skriðsund sck.
Jorg Woithe, A.Þýskalandi...49,60
Rowdy Gaines, USA...........49,96
Chris Cavanaugh, USA........49,99
Per Johanson, Svíþjóð.......50,19
Sergei Smiriagin, Sovét.....50,22
David McCagg, USA...........50,28
Robin Leamy, USA............50,48
Dirk Richter, A.Þýskalandi..50,58
Pelle Holmertz, Svíþjóð.....50,66
Mike Heath, USA.............50,70
Rowdy Gaines á núgildandi heim-
smet, hann synti á 49,36 sekúndum
árið 1981.
Undramaðurinn bandaríski,
Mark Spitz, setti heimsmet í Munc-
hen 1972, 51,22 sekúndur, en sá
árangur, frábær á þeim tíma, hefði
aðeins skilaði honum í 22. sætið á
heimslistanum fyrir árið 1982.
200 m skriðsund
mín.
Rowdy Gaines, USA............1:48,93
(heimsmet)
Michael Gross, V.Þýskalandi 1:49,55
Rich Saeger, USA.............1:50,53
Jorg Woithe, A.Þýskalandi.... 1:50,53
Aleksei Foionov, Sovét.......1:50,88
MikeHeath, USA...............1:50,92
David Larson, USA............1:51,20
Steve Wood, USA..............1:51,28
Joge Fernandes, Brasilíu.....1:51,33
Kyle Miller, USA.............1:51,45
Mark Spitz setti einnig heimsmet
í þessari grein í Mnchen 1972,
1:52,78 mínútur, en hann hefði
ekki komist í lista yfir þá þrjátíu
bestu með þann tíma 1982.
400 m skriðsund
min:
Vladimir Salnikov, Sovét......3:49,57
Sviatosi Semenov, Sovét.......3:51,43
Sven Lodziewski, A.Þýskal.....3:51,84
Darjan Petric, Júgóslavíu.....3:52,55
Borut Petric, Júgóslavíu......3:52,95
Alex Chaev, Sovét.............3:53,13
Bruce Hayes, USA..............3:53,19
Andrew Astbury, Bretlandi ...3:53,29
Peter Szmidt, Kanada..........3:53,74
George DiCarlo, USA...........3:54,07
Þegar Bradford Cooper frá Ás-
tralíu hlaut olympíugull í Múnchen
synti hann á 4:00,27 mínútum. Sig-
urvegarinn þar, Rick DeMont
synti á 4:00,26 en var dæmdur úr
leik vegna lyfjanotkunar. Banda-
rtkjamaðurinn ungi, 17 ára, var þó
aðeins að nota lyf sem var honum
nauðsynlegt vegna asmasjúkdóms
og vakti málið mikla athygli á sín-
um tíma.
1500 m skriðsund
Vladimir Salnikov, Sovét.....14:56,35
(heimsmet)
Sviatosi Semenov, Sovét......15:05,54
Darjan Petric, Júgóslavíu....15:10,20
Sven Lodziewski, A.Þýsk......15:12,96
Jeff Kostoff, USA............15:17,77
George DiCarlo, USA..........15:17,81
Bruce Hayes, USA.............15:19,11
Rafael Escalas, Spáni........15:20,75
Rainer Henkel, V.Þýskal......15:21,00
Max Metzker, Ástralíu........15:23,94
Þarna setti Michael Burton frá
Bandaríkjunum glæsilegt heim-
smet í Múnchen, en tími hans,
15:52,58 mínútur þætti ekki boð-
legur á stórmótum í dag. Þetta sýn-
ir best hinar gífurlegu framfarir í
sundinu á undanförnum tíu árum.
Salvikov er kominn næstum því
mínútu á undan Burton.
100 m baksund .
Dirk Richter, A.Þýskalandi ......55,95
Rick Carey, USA...............56,04
Viktor Kuznetsov, Sovét.......56,38
Vladimir Shemetov, Sovét......56,39
Dave Bottom, USA..............56,60
Frank Baltrusch, A.Þýskalandi 56,79
Sandor Wladar, Ungverjalandi 56,85
Mike West, Kanada...........56,88
Mark Rhodenbaugh, USA......56,90'
Vladimir Dolgov, Sovét......57,16
Hið glæsilega heimsmet Nabers
frá Bandaríkjunum, 55,49 sekúnd-
ur, sett árið 1976, hefur enn ekki
verið bætt og met hans í 100 og
200m baksundi eru langlífustu
heimsmetin innan sundíþróttarinn-
ar sem enn eru gildandi.
Það er athyglisvert að Roland
Matthes, baksundskóngurinn
mikli frá Austur-Þýskalandi, væri
enn í fremstu röð í dag með heims-
met sitt, 56,58 sekúndur, sem
hann setti í Munchen 1972.
200 m baksund
Rick Carey, USA..............2:00,72
Sergei Zabotlnov, Sovét......2:01,14
Sandor Wladar, Ungverjal.....2:01,31
Frank Baltrusch, A.Þýskal....2:01,47
Vladimir Shemetov, Sovét.....2:01,65
Steve Barnicoat, USA.........2:01,80
Oleg Gavrilenko, Sovét.......2:02,73
Cam Henning, Kanada..........2:02,88
Djan Madruga, Brasilíu.......2:03,09
Dirk Richter, A.Þýskalandi... 2:03,24
Enginn ógnaði heimsmeti Na-
bers hins bandaríska, 1:59,19 mín-
útur, frá árinu 1976, verulega á ný-
liðnu ári og það gæti hæglega feng-
ið að standa um tíma enn.
Þarna væri Roland Matthes
einnig enn framarlega í flokki. Á
árinu 1972 var heimsmet hans
2:02,82 mínútur, tími sem hann
kæmist á í áttunda sætið á listanum
að ofan.
100 m bringusund
mín.
Steve Lundquist, USA.........1:02,53
(heimsmet)
Victor Davis, Kanada.........1:02,82
Adrian Moorhouse, Brctlandi 1:02,93
John Moffet, USA.............1:03,13
Peter Evans, Ástralíu........1:03,48
Bill Barrett, USA............1:03,78
Dimitri Volkov, Sovét........1:03,80
Pablo Restrepo, Kólombíu .... 1:03,92
Yuri Kis, Sovét..............1:03,92
Gennadi Utenkov, Sovét.......1:04,00
I 100 m bringusundinu í Múnc-
hen sigraði Nobuta Taquhi frá Jap-
an á nýju heimsmeti, 1:04,94 mín-
útur. Engum lartda hans tókst að
halda uppi merkinu á árinu 1982,
■besti sundmaðurinn frá Japan,
Takahashi, var í 22. sæti í 200 m
baksundi.
200 m bringusund
min.
Victor Davis, Kanada........2:14,77
(heimsmet)
Robertas Shulpa, Svoét......2:15,59
John Moffet, USA............2:17,46
Timur Podmarev, Sovét.......2:17,51
Gennadi Utenkov, Svoét......2:17,82
Glenn Beringen, Astralíu....2:18,22
Steve Lundquist, USA........2:18,42
Dimitri Kuzmin, Sovét.......2:18,54
Alex Dubrovin, Sovét........2:18,62
Glenn Mills, USA...........2:18,76'
Ricardo Prado frá Brasilíu setti
glæsilegt heimsmet í 400 m fjór-
sundi á síðasta ári en flugsund er
hans sterkasta hlið.
Heimsmet var sett í Múnchen í
þessari grein, Bandaríkjamaður-
inn John Hencken synti á 2:21,55
mfnútum en Bretinn kunni, David
Wilkie, varð annar á 2:23,67.
Henken hefði ekki komist á meðal
25 bestu á árinu 1982 þótt litlu
hefðu munað. í 25. sætinu erítal-
inn Avagnano með tímann
2:21,32.
100 m flugsund
B sek.
Matt Gribble, USA.............53,88
Michael Gross, V.Þýskalandi...54,00
Dave Cowell, USA..............54,40
AlexMarkovski, Sovét..........54,40
Bill Paulus, USA..............54,44
Bengt Baron, Svfþjóð..........54,47
Vestur-Þjóðverjinn Michael er sá
næstbesti í heiminum í þremur
greinum, en sérgrein hans er flug-
sundið.
Brad Hering, USA..............54,52
Chris Rives, USA..............54,59
Dan Thompson, Kanada..........54,71
Per Ardidsson, Svíþjóð........54,86
Bill Paulus heldur heimsmeti
sínu frá 1981, 53,81 sekúndur, en
landi hans, Gribble hjó nálægt því.
Mark Spitz væri svo sannarlega í
góðum félagsskap á þessum lista
enn þann dag í dag. í Múnchen
setti hann nýtt heimsmet, 54,27,
sem hefði verið þriðji besti árangur
ársins 1982. Silfurverðlaunahafinn
þar, Bruce Robertson frá Kanada,
væri hins vegar ekki meðal hinna
25 bestu með tímann 55,56 sek-
úndur.
200 m flugsund
min.
Craig Beardsley, USA.........1:58,14
Michael Gross, V. Þýskal.....1:58,85
Sergei Fesenko, Sovét........1:58,96
Ricardo Prado, Brasilíu.....2:00,301
Sergei Korotaev, Sovét.......2:00,50
JeffFloat, USA...............2:00,66
Stephen Poulter, Bretiandi...2:00,75
Robert Patten, USA...........2:00,83
Roger Vonjouannc, USA........2:00,84
Phil Hubble, Bretlandi.......2:00,98
Beardsley tókst ekki að bæta
eigið heimsmet frá árinu áður,
1:58,01 mín.
Hér væri Mark Spitz einnig fram-
arlega í flokki með heimsmet sitt
frá Múnchen, 2:00,70 mínútur.
200 m fjórsund
mín.
Alex Baumann, Kanada........2:02,25
(heimsmet)
Alex Sidorenko, Sovét.......2:02,85
Steve Lindquist, USA........2:03,47
Bill Barrett, USA ..........2:03,49
Giovanni Franceschi, Ítalíu.2:04,65
Ricardo Prado, Brasilíu.....2:04,91
Jens P. Berndt, A.Þýskal....2:05,19
ChrisCavanaugh, USA.........2:05,41
SandorWladar, Ungverjalandi 2:05,50
Andreas Reichcl, A.Þýskal...2:05,52
Gunnar Larsson frá Svíþjóð setti
heimsmet í Múnchen, synti á
2:07,17 mínútum. Sá árangur hefði
verið sá 24. besti í heiminum á ný-
liðnu ári.
Kanadamaðurinn Victor Davis -
heimsmethafi í 200 m bringusundi.
400 m fjórsund
mín.
Ricardo Prado, Brasilíu......4:19,78
(heimsmet)
Jens P. Berndt, A. Þýskal....4:23,02
Sergei Fesenko, Sovét........4:23,29
JeffFloat, USA..............4:23,36.
Alex Baumann, Kanada.........4:23,53
Giovanni Franceschi, Italíu..4:24,89
Bruce Hayes, USA.............4:25,42
Jeff Kostoff, USA............4:26,37
Andreas Reichel, V. Þýskal...4:26,70
Stephen Poulter, Bretlandi...4:27,09
í Múnchen var háð eitt
„dramatískasta" einvígi í sögu
sundsins. Með gífurlegum enda-
spretti náði Gunnar Larsson frá
Svíþjóð að vinna upp mikið forskot
keppinautanna og hann og Tim
McKee frá Bandaríkjunum komu í
mark á sama tíma, 4:31,98. Dóm-
arar treystu sér ekki til að úrskurða
um sigurvegara og ljósmyndir
sýndu þá jafna en sjálfvirk tíma-
taka úrskurðaði Larsson sigurveg-
ara á 2/1000 úr sekúndu betri tíma
en McKee. Þeir væru langt frá
heimsmælikvarða nú með þann ár-
angur.
4x100 m fjórsund
mín.
Bandaríkin................ 3:40,84
(heimsmet)
Sovétríkin..................3:42,86
Austur-Þýskaland.............3:44,65
Vestur-Þýskaland........... 3:44,78
Kanada.......................3:46,08
MissViejo “A“, Bandaríkj.....3:46,96
Ástralía.....................3:47,34
Florida Aq, Bandaríkj........3:47,59
Svíþjóð......................3:47,71
East A, Bandaríkj............3:48,15
Sigursveit Bandaríkjamanna í
Múnchen setti þar nýtt heimsmet,
3:48,16 minútur. í henni voru
Mark Spitz, Mike Stamm, Tom
Bruce og Jerry Heidenreich. Hún
hefði verið í 11. sæti árið 1982.
4x100 m boðsund
mín.
Bandaríkin..................3:19,26
(heimsmet)
Sovétríkin..................3:21,78
MissViejo A, Bandaríkj......3:21,78
Svíþjóð.....................3:22,15
Florida, Aq, Bandaríkj......3:23,28
Austur-Þýskal...............3:23,63
Vestur-Þýskal...............3:23,77
Ítalía......................3:24,10
Ástralía....................3:24,17
Kharkov, Sovétríkjunum......3:26,34
Bandaríkjamenn hafa löngum
verið einráðir í boðsundunum og í
Múnchen sigruðu þeir á 3:26,42
mínútum. Þar væri 11. sætið einnig
hlutskipti þeirrar sveitar í dag.
Mark Spitz, Dave Edgar, John
Murphy og Jerry Heidenreich
tryggðu gullið, án þess að þurfa
heimsmet til.
4x200 m boðsund
mín.
Bandaríkin...................7:21,09
Sovétríkin...................7:24,91
Vestur-Þýskaland.............7:25,46
Ástralía.....................7:28,81
MissViejo A, Bandaríkj.......7:29,14
Florida Aq, Bandríkj.........7:29,24
Ítalía.......................7:29,31
Svíþjóð......................7:29,56
England......................7:30,00
Holland......................7:30,75
Sveit Bandaríkjanna frá árinu
1978 heldur enn heimsmetinu á
þessari vegalengd, 7:20,82 mín-
útur.
Þeir bandarísku sigruðu í Múnc-
hen á nýju heimsmeti, 7:35,48 mín-
útum, og höfðu mikla yfirburði.
Fjórtán sveitir í heiminum syntu á
skemmri tíma á árinu 1982.
- VS.
Vladimir Salnikov frá Sovétríkjunum er fremstur í heiminum á lengri
vegalengdum skriðsundsins um þessar mundir. Á árinu 1982 setti
hann heimsmet bæði í 400 og 1500 m skriðsundi.