Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 31
Helgin 19.-20. febrúar 1983 ÞJOÐVÍLJINN — SÍÐA 31 Endurskoðun samninga milli Islands og Alusuisse 1975 Skattalækkunin át upp raforkuhækkun Þjóðviljinn birtir hér að neðan tvær töflur sem vísað er til á forsíðu og sýna þær annarsvegar hvernig sú hækkun á raforkuverði sem samið var um við Alusuisse 1975 hefur étist upp til 1982 vegna breytinga, sem einnig var samið um 1975, á fram- leiðslugjaldi og sem hafa þýtt veru- lega lækkun skattgreiðslna ISALS til ríkisins frá því sem verið hefði að óbreyttum samningum. Auk þess sem íslensku samning- amennirnir féllust á kröfur Alu- suisse um að öllum hækkunum á raf- orkuverði yrði mætt með samsvar- andi lækkun skattgreiðslna ísal urðu þeir við ýmsum öðrum óskum Alu- suisse án þess að nokkuð kæmi á móti. Hér er um að ræða mjög veru- legar fjárhæðir, sem draga verður frá þeim ávinningi sem fólst í hækk- un raforkuverðsins. Jóhannes Steingrfmur Islensku samninga- mennirnir urðu vid ýmsum öðrum óskum Alusuisse án þess að nokkud kæmi á móti Kaupbætir í fimm liðum til Alusuisse Verulegar fjárhœðir Yfirlit yfir eftirgjafir viö kröfum Alusuisse í samningunum 1975 og lauslegt mat á þeim upphæðum sem þar var um að ræða. Upp- hæðir (lauslegt mat). Miljón Miljón tJSD ísl. kr. Atriði: 1. Leiðréttingu Coopers and Lybrand á skatt- skyldum hagnaði ísal 1974 að upphæð 3,2 miljón dalir ásamt tilsvarandi skattahækkun að upphæð 550 þús. dalir var stungið undir stól. 0.5 10,6 2. Þveröfugt við skýlaus álit lögfræðinga samn- inganefndarinnar var fallist á eignarrétt Alu- suisse á skattinnistæðu ísal að upphæð 4,4 miljón bandaríkjadala. 4,4 84,5 3. Jafnframt var faliist á að vextir af nefndri skattainnistæðu yrðu þeir sömu og Seðlabank- avextir í Bandaríkjunum í stað fastra 5% vaxta. Jafngildir þetta mjög verulegri vaxta- hækkun, sem nemur u.þ.b. 1,6 miljón banda- ríkjadölum á tímabilinu 1976-1982. 1.6 30,7 4. Þá var ísal heimilað að leggja allt að 20% hagnaðar í skattfrjálsan varasjóð. Getur þessi heimild, skipt mjög miklu um skattgreiðslur ísal, eða nálægt 2,8 miljón bandaríkjadölum á tímabilinu 1976-1982. 2,8 53,8 5. Ennfremur var fallist á, að Alusuisse yrði af- hent aukin raforka á lágu verði, sem nægði til að stækka álverið í Straumsvík um því sem næst 15%. Framleiðslukostnaður þcssarar orku frá Hrauneyjarfossvirkjun er hins vegar miklu hærri en þau 6,5 mill/kWh sem ísal nú greiðir og nemur mismunurinn nálægt 2,3 miljón bandaríkjadölum á ári. 2,3 4,41 (árlega) (árlega) Raforkuhækkun en skattalækkun Gefið og tekið Töluleg áhrif breytinga á skattaákvæðum og raforkuverði ísal (að teknu tilliti til endurskoðunar Coopers & Lybrand) árin 1975 - 1982. 1. Skattar (framleiðslugjald) Milj. USD Milj. ísl.kr. Skv. óbreyttum samningi 1966/69..................... 43.3 831.4 Skv. breyttum saningi 1975 ......................... 16.6 318.7 Mismunur -í- 26.7 512.7 2. Raforka Skv. óbreyttum sanmingi 1966/69 Skv. breyttumsaningi 1975 Milj. USD 23.2 49.4 Milj.ísl.kr. 445.4 948.5 Mismunur + 26.2 503.3 Heildarútkoma endurskoðunar 1975 árin 1975-1982. Skattar(framleiðslugjald) Raforka Milj. USD 26.7 26.2 Milj.ísl.kr. 512.7 503.3 Mismunur + 0.5 9.4 Ath. Upplýsingar um skatta (framleiðslugjald) eru fengnar frá Ríkisend- urskoðun, en um raforkuverð frá Landsvirkjun. Iðnaðarrádherra um skattaskeytiö frá Sviss A lusuisse tvístígandi Höfum margsinnis áskilið okkur allan rétt ef til gerðardóms kæmi Iðnaðarráðuneytinu hefur borist telex-skeyti frá Alu- suisse vegna endurákvörðunar skatta 1976-1980. í skeytinu segist Alusuisse ekki eiga um neitt annað að velja en að hefja undirbúning að því að leggja deiluna um skatta fyrir alþjóðlegan gerðardóm. Af þessu tilefni náði Þjóðviljinn tali af Hjörleifi Guttormssyni, iðnaðarráðherra, sem nú dvelst í kjördæmi sínu á Austfjörðum. Hjörleifur kvað skeyti Alusuisse ekki koma á óvart. í aðalsamningi væri gert ráð fyrir því, að ágreiningi aðila um skattgreiðslur Isal yrði vísað til slíks gerðardóms, ef ekki semdist um hann með öðrum hætti. Hefði Alusuisse ítrekað verið bent á þennan möguleika til lausnar deilunni um skattgreiðslur fsal. At- hyglisvert væri á hinn bóginn, að Alusuisse væri enn tvístígandi í mál- inu. Fyrirtækið væri ekki vissara í sinni sök en svo, að það treysti sér ekki til að segja afdráttarlaust að það ætlaði að skjóta málinu í gerðardóm. Einungis væri nú sagt, að fyrirtækið hyggðist undirbúa slíka málafylgju. Aðspurður kvað Hjörleifur ís- lendinga þess albúna að verja mál- stað sinn fyrir alþjóðlegum gerðar- dómi. Vakti hann athygli á því, að við hefðum margsinnis áskilið okk- ur allan rétt til að auka kröfugerð Hjörleifur Guttormsson: Erum þess albúnir að verja málstað ís- lands fyrir alþjóðlegum gerðar- dómi. okkar, ef til gerðardóms kæmi. Minnti hann í því sambandi á, að niðurstöður Coopers & Lybrand hefðu verið mjög varfærnar og aðrir alþjóðlegir sérfræðingar á vegum iðnaðarráðuneytisins hefðu talið yfirverð á súráli og forskaut- um á umræddu tímabili miklu1 hærri. Að sjálfsögðu yrði haldið uppi ítrustu kröfum fyrir íslands hönd fyrir alþjóðlegum gerðar- dómi bæði hvað yfirverð á hráefn- um og önnur atriði snerti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.