Þjóðviljinn - 19.02.1983, Síða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983
„Deputerað” í
A usturbœjarbíói
Austurbæjarbíó er einn af
þessum föstu punktum í tilveru
Reykvíkinga. Með elstu endur-
minningum mínum er 3-bíó á
þeim stað og Roy Roggers á tjald-
inu. A undan og eftir sýningu og í
hléi var líflegur markaður við bíó-
• ið. Þar var höndlað með svo-
kölluð hasarblöð, svo sem Lone
Rangers, Skipper Skræk og
Mikka mús. Kaupsýsluhæfileikar
margra af núverandi máttarstólp-
um þjóðfélagsins komu þar fyrst í
ljós. Ég reyndist prangari undir
meðallagi og var oft plataður.
Svo fór maður á „cabarett“-
kvöld og sjónhverfingasýningar
með pabba og mömmu í Austur-
bæjarbíó. Það var löngu fyrir
daga sjónvarpsins og maður hafði
aldrei séð annað eins. Seinna fór
ég með stóru systur og kærastan-
um hennar á skemmtikvöld með
Finni Eydal og Helenu Eyjólfs-
dóttur í bíóið. Kærastinn var frá
Akureyri og hafði hina megnustu
fyrirlitningu á sunnlenskum
skemmtikröftum. Ég er búinn að
gleyma hvort þau voru þvinguð
til að hafa mig með eða ég tróðst
með þeim. Mér þótti nærvera
mín sjálfsögð. Fjórtán ára fór ég
einn á tónleika með Nínu og Frið-
rik og þótti merkilegt að sjá og
heyra þessa skæru stjörnur úr út-
varpinu og dönsku blöðunum í
eigin persónu. Mér rann bókstaf-
lega kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Þau eru víst gleymd og
grafin nú. Ennfremur fór ég
stundum á karlakórstónleika
með pabba í bíóið og heyrði Stef-
án íslandi syngja. Það þótti mér
ekki eins merkilegt.
Svo óx ég úr grasi og var kom-
inn í menntaskóla og náttúran fór
að segja til sín þó að ég væri
seinþroska. Eitt fyrsta afreksverk
mitt á sviði kvennamála var að
bjóða stelpu í Austurbæjarbíó.
Shirley MacLaine var á tjaldinu
og ég var að hugsa um það allan
tímann í myrkrinu hvort ég ætti
að þora að halda í höndina á sess-
unaut mínum. Einhvern veginn
varð ekkert úr framkvæmdum en
þegar ég kvaddi að lokinni sýn-
ingu hafði ég mig upp í að kyssa
hana einu sinni á munninn. Hún
vildi hvorki heyra mig né sjá næst
þegar ég hitti hana og ég var í
ástarsorg í hálft ár. Svona getur
eitt bíó verið mikill örlagastaður.
Eitthvert virðulegasta félagið í
allri Reykjavík og þótt víðar væri
leitað er Tónlistarfélagið. Tón-
leikar þess eru jafnan í Austur-
bæjarbíói og þar hafa margir
kynnst heimslistinni í fyrsta sinn.
Og þar hafa líka ungir listamenn
„deputerað". Einn slíkur „deput-
eraði“ í gömlum stíl á þriðjudag-
inn var kl. 19 stundvíslega. Þar
var ég.
Þessi ungi maður heitir Þor-
steinn Gauti Sigurðsson og er
aðeins 22 ára. Hann hefur verið í
læri hjá gömlum rússneskum snill-
ingi í New York, Sascha Goro-
dnitzki, og lítur út eins og hann
væri kominn úr skáldsögu eftir
Dostojefski, skarpleitur, skap-
heitur og fölur virtuós.
Hann kann ekki bara tæknina
heldur spilar með ofsa eða blíðu
eftir því sem við á, grúfir sig
stundum ofan í nótnaborðið eins
og hann sé djöfullinn sjálfur að
efla seið úr hljóðfærinu eða þá að
hann réttir úr sér með sveiflu svo
að langt og slétt hárið slæst út á
vangann og fingurnir líða leiftur-
hratt um nóturnar.
Og Áusturbæjarbíó stendur
enn á sínum stað.
- Guðjón
Skíðaganga
íBláfjöllum
Ferðafélagið Útivist gengst
fyrir skfðagönguferð í Bláfjöllum
síðdegis á sunnudag. Lagt verður
af stað frá Umferðamiðstöðinni í
Rvík kl. 13.00.
Gengið verður f kringum
Stóra-Kóngsfell og Drottning-
arnar tvær. Skráningarspjöld
verða afhent fyrir þáttöku í nor-
rænu landskeppninni. Byrjendur
fá tilsögn í göngu, en fararstjóri
verður Sveinn Viðar Guðmunds-
son.
Á sama tíma á sunnudag verð-
ur einnig ferð að Miðdal í Ell-
iðakoti. Gengið verður upp á
Miðdalsheiði sem er eitt falleg-
asta og fjölbreyttasta heiðaland
hérlendis. Farið verður merkilegt
vatnasvæði, meðfram Myrku-
tjörn, Gleraugnatjörn, Selvatni
og endað við Nátthagavatn. Far-
arstjóri verður Einar Egilsson.
Sýning á
miöviku-
dag fellur
niður
Ungmennafélag Biskups-
tungna frumsýnir á morgun,
sunnudag gamanleikinn Járnhau-
sinn eftir þá bræður Jón Múla og
Jónas Árnasyni. Sýning sem vera
átti í Árnesi á miðvikudagskvöld
fellur hins vegar niður af
óviðráðanlegum orsökum.
Yfir 20 manns leika í leikritinu
auk 3ja hljóðfæraleikara en alls
hafa 30 - 40 manns unnið að
uppsetningunni. Leikstjóri er
Jón Júlíusson.
sunnudagskrossgátan
Nr. 359
/ 2 3 4 3' Z~ 7 (p t 9 )0 S // 12
)D y 13 8 22 n )3 12 )S )(? 13 )/ 22 n
)8 22 /9 20 12 22 2 /ÍT b> )(c> 20 8 V 2/ 1*?
22 22 13 )0 b> 7 22 IV 12 '4 S IV 22 2 20
12 •4 22 /3 12 )(s> 11 12 V 1 v \4 II 12
% 3t> r 22 18 Ji 13 )S y 17 12 )S 22 22
22 4 2b 17- )2 )4 22 )2 2.4 18 W~ 22 i U
12 13 12 )2 12 Xs 12 13 3 2? 28 13
is 3o )(? )2 U )(? 2o i2 22 10 )? íT-
12 /4 29 11? 22 II 3 12 2o )2 14 14- 22
ll 2 9 2o rsr V 2l 4 IV- r y 22 2S 12 I 1S s 4
3 14 22 12 28 11 ? 22 2 22 1S 8 J4 )/
22 11 24 12 /3 2 u 2*1 22 12 rsr V 2 14
AÁBDDEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUClVXYÝÞÆÖ
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þrír mynda þá karlmanns-
nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síðumúlaó, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 359“. Skilafrestur er
þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
25 22 23 )3 15 2V- 2 /p
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp,
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
Verðlauriin
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
355 hlaut Erlendur
Steinþórsson, Þingholts-
stræti 25, Rvík. Þau eru í
verum eftir Theódór Frið-
riksson. Lausnarorðið var
Stórhöfði.
Verðlaunin að þessu sinni er
Freud fyrir byrjendur sem
bókaútgáfan Svart á hvítu
gaf út fyrir jólin.