Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983 Tómas Gunnarsson lögmaður skrifar:_____ Hugleiðingar vegna tiUagna um stjórnarskrárbreytingar Brýnastað auðvelda stjórnarskrár- breytingar í framtíðinni Lögð hefur verið fram skýrsla Stjórnarskrárnefndar, sem felur í sér tillögur um breytingar á stjórnarskrá landsins. (slendingum hlýtur að vera það nýmæli að fá í hendur margar ogathyglisverðartillögurum breytingar á stjórnarskránni. Langt er síðan hún var færð okkur að gjöf eða nálægt eitt hundrað og níu ár, og hefur hún lítið breyst síðan. íslendingar hafa oft verið drjúgirlagasmiðirog mánefna um það mörg dæmi. Sum þessara löggjafarstarfa varða okkur miklu. Skulu aðeins nefnd störf, sem varða sjálfstæði þjóðarinnar og störf að gerð alþjóðlega hafréttarsáttmálans. Fjölmiðlar hafa kynnt ýtarlega efni tillagna, sem þegar liggja fyrirum stjórnarskrárbreytingar, en þeim virðist fremur fálega tekið af almenningi, ef undan eru skildar breytingar á ákvæðum um kjör til Alþingis. Heyrist alloftnúað stjórnarskrárbreytingarnar hefði þurft að vinna betur þótt það kosti nokkur ár að koma þeimíframkvæmd. Þessi afstaða almennings, ef henni er rétt lýst, er góður vitnisburðurfyrir réttarkerfi okkar og þjóðlíf. Og nú tala stjórnmálamenn tæpast um aðrar stjórnarskrárbreytingar, enbreytingará kosningafyrirkomulagi. Verði það niðurstaðan gæti orðið langt að bíða eftir næsta knýjandi tilefni stjórnarskrár- breytinga. Eru stjórnarskrár- ákvœði nauðsynleg? Langur tími án umtalsverðra breytinga á stjórnarskránni og áhugaleysi almennings og lítið vægi stjórnarskrárákvæða í dómsmálum vekja spurningar um nauðsyn þeirra og breytinga á þeim. Til svars skal bent á að þarfir og skipti manna eru afar margvísleg og því fremur sem þjóðfélög eru talin þró- aðri. Við lifum í ósýnilegum skógi, sennilega þó fremur framskógi, margvíslegustu reglna. Við erum svo vön sumum reglum að við veit- um því ekki athygli að við fylgjum þeim. Aðrar reglur minna á sig við ákveðin tækifæri, svo sem skatta- reglur, en margar reglur eru þess eðlis að til þeirra þarf ekki að grípa nema einstöku sinrium eða fyrir einstaka menn. Ef öllum reglum væri veitt sama vægi, er víst að rétt- arágreiningur yrði slíkur að ekki yrði við unað. Þess vegna verður að flokka reglur eftir mikilvægi þeirra. í stjórnarskrám ríkja eru þau ákvæði, sem mikilvægust eru talin í reglúm samfélagsins. Þar eru jafnan þau ákvæði, sem mestu varða um réttindi þegnanna. Ráunar eru fyrirferðarmikil ákvæði í stjórnarskrám um skipu- lag ríkja og æðstu stjórn, sem helg- ast af því að þau eru forsenda þess að réttindi manna eru óhjákvæmi- leg og nauðsyn í samfélagi og slík- um reglum er rétt að veita forgang þannig að aðrar reglur víki fyrir þeim. Þess vegna eru stjórnar- skrárákvæði eða önnur sambærileg forgangsákvæði nauðsynleg. Breytingar á stjórnarskrárá- kvæðum geta verið mjög brýnar á tímum örra þjóðlífsbreytinga. Hver er þáttur stjórnarskrár í þjóðlífinu nú? Ekki er vitað að gerð hafi verið könnun á hlut eða þýðingu núgild- andi stjórnarskrár í þjóðlífinu. Sjálfsagt yrði mat á því erfitt. Full- yrða má þó að hann er alltof lítill. Við rekstur mála er sjaldan byggt á stjórnarskrárákvæðum og sára- sjaldgæft er að úrslit mála ákvarð- ist af stjórnarskrárákvæði. Þess ut- an eru mörg mikilsverð fyrirbæri í þjóðlífinu sem stjórnarskráin virðist lítið eða ekkert segja um eða menn telja að ekki svari kostn- aði að láta reyna á, hvort svo sé. Nefnd skulu nokkur af fjölmörg- um álitaefnum: Misrétti karla og kvenna er verulegt og völd stjórn- málaflokka yfir fjölmiðlum og skoðananmyndun er ógnvekjandi. Fámenn stéttarfélög geta stöðvað þjóðlffið að nokkru með verkföll- um, til að knýja fram kröfur sínar. Erlendir aðilar stunda atvinnustarfsemi í landinu við betri aðstæður en íslendingar. Fóstur- eyðingar eru framkvæmdar án þess forsendur þeirra eða réttmæti hafi verið borið undir dómstóla. Staða barna er mjög háð stöðu foreldra eða foreldris. Ekki er tekið nægj- anlegt tillit til misjafnrar getu manna og réttur og möguleikar aldraðra, þroskaheftra, sjúkra og fatlaðra er stundum skertur óhæfi- lega. Staða sakborninga í refsimál- um er oft mjög ótrygg og veruleg hætta á réttarspjöllum. Árlega deyja tugir manna og hundruð bíða heilsutjón vegna gáleysisverka samferðarmanna. Nefnd atriði eru til upplýsinga um að stjórnarskráin er ekki það áhrifamikla tæki sem hún þyrfti að vera. Hverjar eru ástæður fyrir því, ef rétt er lýst? Vafalaust geta þær verið margar. Þrjár skulu nefndar. Ein er sú að breytingar á stjórnar- skránni hafa ekki fylgt breytingum á þjóðlífinu nema að nokkru leyti, þau tæpu eitt hundrað og níu ár síðan hún var sett. Önnur ástæða er sú, að dómsvaldið sem átt hefur að stuðla að og helst tryggja góða túlkun og góða framkvæmd stjórn- arskrárákvæða hefur verið mjög ósjálfstætt gagnvart hinum þáttum allsherjarvaldsins, löggjafar- og framkvæmdavaldi. Nægir að benda á að stundum hefur verið talið að helsti kostur umsækjanda um dóm- araembætti væri flokksleg tengsl við dómsmálaráðherra. Fjárveit- ingarvaldið ræður og miklu um mannafla og búnað réttarkerfisins. Loks skal nefnt að breytingar á aldagömlu réttarkerfinu hafa verið hægar og heppnast misvel. Hvers má vœnta afgóðri stjórnarskrá? Svarið er tvíþætt. Annars vegar reglur um efnisatriði, sem mikil- verðust eru talin. Koma þar fyrst reglur um réttindi þegnanna gagn- vart hverjum öðrum og samfé- laginu, einnig reglur um skipan æðstu landstjórnar og aðra mikil- væga þætti þjóðlífsins. Mat manna á því hvaða efnisreglur skuli setja í stjórnarskrá er misjafnt, enda mjög háð tíma og aðstæðum í þjóðlífinu. Höfuðatriði er að stjórnarskráin taki tillit til margvís- legra þarfa manna, stuðli að vel- ferð og tryggi möguleika þeirra til sem víðtækastrar þátttöku í þjóðlífinu. Hinn hluti ákvæðanna, sem vera þarf í stjórnarskrá, svo vel sé, eru ákvæði sem stuðla að því að tryggja framkvæmd efnisákvæðanna. Þessi þáttur er alveg jafnmikilsverður og efnisákvæðin sjálf. Það er því rétt að stjórnarskráin sjálf geymi einnig ákvæði sem stuðli sem best að góðri framkvæmd hennar. Má raunar segja að ákvæðin sem tryggja góða framkvæmd stjórnar- skrarákvæða og raunar ýmissa ann- arra ákvæða séu að nokkru for- senda þess að verið sé að leggja vinnu í tillögur um ákvæði stjórnar- skrár. Raunar er það svo að í stjórnar- skrám eru jafnan orð og ákvæði sem eru mjög vandtúlkuð. Má nefna í núgildandi stjórnarskrá: friðheilagt, atvinnufrelsi, almenn- ingsheill, uppfræðing. Og í til- lögum að nýjum ákvæðum, réttlát meðferð mála fyrir dómstólum, frelsi, mannhelgi, jafnrétti. Það kemur væntanlega í hlut dómstóla að túlka þessi og fleiri orð og ákvæði stjórnarskrárinnar. Auk þess hafa dómstólar jafnan síðasta orð í málum, sem ágreiningur er um og vísað er til þeirra. Með ákvæðum í stjórnarskrá, sem stuðla að sem bestri tryggingu framkvæmdar efnisákvæða er átt við ákvæði um víðtæka málsaðild þegnanna um mál sem þá getur varðað svo og reglur um störf við og fyrir æðsta eða æðstu dómstól- um landsins. í flestum tilvikum er Hæstiréttur íslands æðsti dómstóll landsins. Hér er því um að ræða reglur um störf fyrir Hæstarétti og öðrum dómstólum, sem eru síðustu dómstig mál^. Brýnt er að stjórnarskrá komist í virka og góða framkvæmd og hún sjálf hafi að geyma ákvæði þar um. Ei átt við ýtarleg ákvæði um skipu- lag æðsta eða æðstu dómstóla landsins, ákvæði um starfsréttindi og starfsskyldur dómenda við dóm- stólinn, um stöðu málsaðila fyrir dómstólum, um alla þætti máls- meðferðar, ákvæði um samningu dóma og birtingu þeirra, ákvæði sem tryggja að unnt sé að upplýsa um það eftir á hvað hafi verið gert í og fyrir dómnum og loks ákvæði um hvernig skuli við brugðist ef ekki hefur verið fylgt réttum starfs- reglum við störf fyrir eða í dóm- stólnum. Ef slík ákvæði sem tryggðu góða framkvæmd stjórnar- skrár yrðu sett í hana mundi það jafnframt hafa mjög ákvarðandi áhrif á aðra lagaframkvæmd og á þjóðlífið allt. Er vart unnt að stíga stærri skref í átt til góðs réttarríkis en á þennan hátt. Hvað felst í tillögum um breytingar á stjórnarskránni, ef samþykktar verða? Nefnd skulu þrjú meginatriði: 1. í tillögunum felast ýmis athyglisverð nýmæli, sem gera má ráð fyrir að geti komist fljótlega í framkvæmd. Breytingar á kosning- um til Alþingis, á kosningarétti manna, breytingar á rétti ríkis- stjórnar til að gefa út bráðabirgða- lög, ákvæði um að Alþingi skuli starfa í einni málstofu, réttur fjórðungs alþingiskjósenda til að krefjast ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu, ákvæði um ármann og fleira. Önnur ákvæði vekja eftirvæntingu, hvernig túlkuð verði, svo sem ákvæði 65. gr. til- lagnanna þar sem segir, að allir skuli hljóta réttláta meðferð mála sinna fyrir dómstólum. Nú fer stær- sti þáttur í rekstri opinbers máls, sem er upplýsing málsins, fram í lögreglustofnun, þ.e. Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Jafnvel þótt ekki næðist annað fram með stjórnarskrárbreytingunni en það, að upplýsing opinberra mála fari raunverulega fram fyrir dómstól- um, væri eitt það vel þess virði að réttlæta stjórnarskrárbreytingu. í greinargerð fyrir 65. gr. tillagn- anna virðist gæta misskilnings um . þetta atriði. Einnig eru ákvæði í ! tillögum Stjórnarskrárnefndar, sem stinga í augu. Furðulegt er ákvæði 2. mgr. 77. gr. tillagnanna, þar sem segir: „Óheimilt er eftir mitt ár að setja lög sem leiða til hækkunar skatta á tekjum liðins árs eða eignir í lok liðins árs.“ Vandalítið er að kom- ast hjá ákvæði sem þessu, enjjað er . óhjákvæmilegt í réttarríki. Utilok- að er að valdhafar geti komið til ! þegnanna einu og hálfu ári eftir að atvik gerðist og sagt að eitthvað sé skattskylt, sem ekki var það þegar atvikið gerðist. Ef þetta ákvæði á . að standa er rétt að breyta ákvæðum 1. og 2. mgr. 25. gr. tillagnanna einnig, þannig að sam- ræmi sé í málum, en í þeim segir: „Birta skal lög. Lög öðlast ekki gildi fyrr en þau hafa verið birt.“ Ákvæði 2. mgr. 31. gr. tillagn- anna þarf að breyta svo að hæstaréttardómarar og ríkissak- sóknari séu ekki sviptir sjálfsögðum mannréttindum, þ.e. kjörgengi. Breyta þarf ákvæði 73. gr. tillagn- anna um félaglega aðstoð vegna sjúkleika, örorku, elli eða af öðr- um ástæðum eftir því sem ákveðið er í lögum. Meginatriði þessa ákvæðis þarf að binda í stjórnar- skrá án tilvísunar í almenn lög. Með nýja ákvæðinu gæti verið um afturför að ræða miðað við núgild- andi stjórnarskrárákvæði. Stjórn- arskrá hefur mesta þýðingu fyrir þá þegna, sem ekki geta leyst úr mál- um sínum sjálfir, sem eru börn, sjúkir, vangefnir, aldraðir svo og þegnar sem sæta réttarskerðingu. Þegar um þá er að ræða verður stjórnarskráin að vera annað og meira en tilvísun í almenn lög. Aðalgalli á tillögunum er þó sá að ákvæðin um breytingar á stjórn- arskránni duga ekki til lausnar á þeim mikla vanda sem verið hefur við lagfæringar á stjórnarskránni. Verður vikið að honum síðar. Þessi atriði sem hér að framan hafa verið nefnd eru í hópi vanda- sömustu atriða í stjórnarskrártil- lögum. Er því ráð að fara hægt í beinar breytingar nema samstaða sé nokkuð góð. Ef auðveldaðar verða breytingar á stjórnarskránni ætti að verða léttara að bæta úr síðar. Annað meginatriði sem felst í til- lögunum er margvíslegar lagfær- ingar á ýmsum efnisákvæðum stjórnarskrárinnar, þar sem lýst er betur en áður hefur verið gert helstu atriðum í stjórnskipan ís- lendinga og grundvallarréttindum þeirra. { fæstum tilvikum verður talið að veigamiklar breytingar verði gerðar með samþykkt tillagn- anna. En óneitanlega eru breyting- ar eins og þær, sem felast t.d. í breytingum á 1. gr. til þess fallnar að skýra mál. Þriðja meginatriði breytingatil- lagnanna vil ég telja ákvæði í V. kafla um dómstóla og réttarfar. Áður hefur verið sagt að dómstólar hafi síðustu orð í stjórnarskrármál- um sem öðrum, sem til þeirra er vísað. Áberandi er hve ákvæði V. kafla eru rýr. En manni bregður þegar komið er að 54. gr. tillagn- anna, en þar segir: „Dómstólar eiga úrskurðarvald um réttará- greining, með þeim undantekning- um, sem ákveðnar eru í lögum.“ Hvernig kemur þetta heim og við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.