Þjóðviljinn - 19.02.1983, Page 29
Helgin 19.-20. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29
sjonvar p
Bein útsetning
í sjónvarpi:
Áfram
ísland!
Föstudaginn 25. febrúar kl. 18
verður vafalítið þétt setinn bekkur-
inn við sjónvarpstækin víða um
land. Þá verður í fyrsta skipti sjón-
varpað beint frá íþróttakeppni er-
lendis þar sem íslenskt íþróttafólk
á í hlut; nefnilega hinum þýðingar-
mikla leik íslendinga og Spánverja
í B-keppninni í handknattleik.
Eins og flestir vita sjálfsagt nú
þegar, fer B-keppnin fram í Hol-
landi og umræddur leikur í borg-
inni Breda. Spánverjar eru afar
sterkir, taldir meðal bestu hand-
knattleiksþjóða Evrópu, og þar
með heimsins, um þessar mundir.
Þeir hafa dvalið við æfingar og
keppni í Danmörku um hálfs mán-
aðar skeið og sigrað Danina tvíveg-
is í landsleikjum, og lentu Danir þó
í fjórða sæti í síðustu heimsmeist-
arakeppni. Róðurinn verður þung-
ur, en Island þarf að vinna annað-
hvort Spán eða Sviss til að halda
örugglega sæti sínu í B-keppninni.
Fjórða þjóðin í riðlinum eru Belg-
ar, og það þarf meiriháttar slys, ef á
að tapa leiknum gegn þeim.
Alfrcð Gíslason og félagar í landsliðinu eiga við erfiða andstæðinga að etja þar sem eru Spánverjar.
Mynd:-eik
Sem sagt, allir við imbann, og stemmning víða heima í stofu á milli daginn 25. febrúar. Afram ísiand!
það verður örugglega gífurleg klukkan 18 og rúmlega 19 föstu- -VS
Af tónleikum
hinna Rúllandi
steina:
Vinnur
ekki
tímans
tönn
Sjónvarpið sýnir á miðvikudags-
kvöld svipmyndir frá hljómleikum
bresku hljómsveitarinnar Rúllandi
steinar í Gautaborg í júní 1982.
Gamanið hefst kl. 22.20 um
kvöldið.
Tónleikarnir voru haldnir 19. og
20. júní, og samtals greiddu
112.187 sænskir aðgöngumiða. Sæ-
var Guðbjörnsson hét einn þeirra
fslendinga sem voru svo lánsamir
að sjá goðin með eigin augum. Sæ-
var sendi Þjóðviljanum iýsingu á
dýrðinni, og fer hluti hennar hér á
eftir:
„Satisfaction, eldflaugasýning
og blöðrur voru hluti af ævintýra-
utYarp
laugardagur
7.00 Veðurfegnir. Fréttir. Bæn Tón-
leikar. Þulur velur og kynnir.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Rafn Hjaltalín talar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns-
dóttir kynnir.
11.20 Hrímgrund — Útvarp barnanna.
Blandaður þáttur fyrir krakka. Stjórn-
andi: Sólveig Halldórsdóttir.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. íþróttaþáttur Umsjónar-
maður: Hermann Gunnarsson. Helg-
arvaktin Umsjónarmenn: Arnþrúður
Karlsdóttir og Hróbjartur Jónatansson.
15.10 í dægurlandi Svavar Gestsson rifjar
upp tónlist áranna 1930-60.
16.20 Þá, nú og á næstunni Fjallað um sitt-
hvað aíf því sem er á boðstólum til afþrey-
ingar fyrir börn og unglinga. Stjórn-
andi: Hildur Hermóðsdóttir.
16.40 íslenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson
sér um þáttinn.
17.00 Síödegistónleikar: Tónlist eftir Max
Brach Flytjendur: Martin Berkofsky,
' David Hagan og Sinfóníuhljómsveit
Berlínar; Lutz Herbig stj. a. Fantasía
op. 11. b. Sænskir dansar op. 63. c.
Konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit
op. 88. - Kynnir: Guðmundur Gilsson.
18.00 „Hugleiðingar varðandi stöðu
málau, Ijóð eftir Pjetur Hafstein Lárus-
son Höfundur les.
19.35 Á tali Umsjón: Helga Thorberg og
Edda Björgvinsdóttir.
20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Ðjarni
Marteinsson.
20.30 Kvöldvaka a. „Gömul kynni“ Þórður
Tómasson rifjar upp kynni sín af Sveini
Tómassyni og Arnlaugu Tómasdóttur.
b. „Fyrirgefning“, smásaga eftir Elísa-
betu Helgadóttur Höfundur les. c.
„Lcikir að fornu og nýju“ Helga Ágústs-
dóttir les síðustu frásögu Ragnheiðar
Helgu Þórarinsdóttur (5). d. „Stefja-
þankar“ Rósa Gísladóttir frá Krossgerði
les ljóð eftir Ottó Guðmundsson. e.
„Þórdís spákona“ Rafnhildur Björk
Eiríksdóttir les viðburðarsögu úr
Þjóðsagnabók Sigurðar Nordal.
21.30 Gamlar plötur og góðir tónar Har-
aldur Sigurðsson sér um tónlistarþátt
(RÚVAK).
22.40 Kynlegir kvistir VIII. áttur - „Á ell-
eftu stundu” Ævar R. Kvaran flytur frá-
söguþátt um Árna lögmann Oddsson.
23.10 Laugardagssyrpa - Páll Þorsteinsson
og Þorgeir Ástvaldsson.
sunnudagur
8.00 Morgunandakt Séra Robert Jack,
prófastur Tjörn á Vatnsnesi, flytur ritn-
ingarorð og bæn.
8.35 Morguntónleikar a. Strengjakvartett
í Es-dúr eftir Franz Schubert. Fílharm-
oníukvartettinn í Vínarborg leikur. b.
Hornkonsert í F-dúr op. 86 eftir Robert
Schumann. Georges Barboteu, Michel
Berges, Daniel Dubar og Gilbert Cours-
ier leika með Kammersveitinni í Saar;
Karl Ristenpart stj. c. Rapsódía op. 43
fyrir píanó og hljómsveit eftir Sergej
Rakhmaninoff um stef eftir Paganini.
Julius Katchen og Fílharmoníusveit
Lundúna leika; Sir Adrian Boult stj. d.
Gosbrunnar Rómaborgar, hljómsveit-
arverk eftir Ottorino Respighi. Sinfóní-
uhljómsveit Lundúna leikur; Lamberto
Gardelli stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls
Jónssonar.
11.00 Messa í Dómkirkjunni Prestur: Séra
Agnes Sigurðardóttir. Organleikari:
Marteinn H. Friðriksson. Hádegistón-
leikar.
13.10 Frá liðinni viku Umsjónarmaður:
Páll Heiðar Jónsson.
14.00 „Meðal mannapa og hausaveiðara“-
dagskrá í hundrað ára minningu ævin-
týramannsins Björgúlfs Ólafssonar.
Stjórnandi: Jón Björgvinsson. Flytjend-
ur: Harald G. Haraldsson, Pálmi Gests-
son og Edda Þórarinsdóttir.
15.00 Richard Wagner - I. þáttur „Frá
æsku til ögunar“ Umsjón: Haraldur G.
Blöndal. fþættinum er vikið sérstaklega
að píanótónlist eftir Wagner og óperun-
um „Hollendingnum fljúgandi“ og
„Tannháuser“.
16.20 Stjórnarskrármálið Hannes H. Giss-
urarson flytur fyrra sunnudagserindi
sitt.
17.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsyeitar Is-
lands í Háskólabíói 17. þ.m.; Týríri hl.
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Ein-
leikarar: Guðný Guðmundsdottir og
Nina Flyer. a. „La Muse et le Poéte“ op.
132 eftir Camille Saint-Saéns. b. Sin-
fónía nr. 25 í g-moll K. 183 eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart. - Kynnir: Jón
Múli Árnason.
18.00 Það var og...Umsjón: Þráinn Bert-
elsson.
19.25 Veistu svarið? - Spurningaþáttur út-
varpsins á sunnudagskvöldi Stjórnandi:
Guðmundur Heiðar Frímannsson.
Dómari: Gísli Jónsson, menntaskóla-
kennari. Til aðstoðar: Þórey Aðal-
steinsdóttir (RÚVAK).
20.00 Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga
fólksins Guðrún Birgisdóttir stjórnar
20.45 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörns-
son kynnir.
21.00 Kynni mín af Kína Ragnar Baldurs-
son segir frá.
22.40 Kynlegir kvistir IX. þáttur - „Karl-
mannsþáttur í konuklæðum“ Ævar R.
Kvaran flytur frásöguþátt um Kristínu
Pálsdóttur bónda og sjómann.
23.05 Kvöldstrengir Umsjón: Helga Alice
Jóhanns. Aðstoðarmaður: Snorri
Guðvarðsson (RÚVAK).
mánudagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra
Sigurður Helgi Guðmundsson flytur
(a.v.d.v.). Gull í mund. - Stefán Jón
Hafstein - Sigríður Árnadóttir - Hildur
Eiríksdóttir. 7.25 Leikfimi. Umsjón:
Jónína Benediktsdóttir.
9.05 Morgunstund barnanna
9.20 Leikflmi. 1 ilkynmngar. lónleikar.
9.45 Landbúnaðarmál Umsjónarmaður:
Óttar Geirsson.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum
árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stef-
ánsson
11.30 Lystauki Þáttur um lífið og tilveruna
í umsjá Hermanns Arasonar
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Mánudagssyrpa - ólafur
Þórðarson.
14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán
Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (6).
15.00 Miðdegistónleikar Eva Knardahl og
Kjell íngebretsen leika fjórhent á píanó
Norska dansaop.35 eftir Edvard Grieg/
Tony Ponet, Giséle Vivarelli, Colette
Lorand o.fl. syngja atriði úr „Ævintýr-
um Hoffmanns“ eftir Jacques Offen-
bach með kór og hljómsveit; Robert
Wagner stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Vissirðu það? Þáttur í léttum dúr
fyrir börn á öllum aldri. Umsjónarmað-
ur: Guðbjörg Þórisdóttir. Lesari Árni
Blandon. (Áður útv. 1980).
16.50 Að súpa seyðið. Þáttur um vímuefni.
Umsjón: Halldór Gunnarsson.
17.40 Hildur - Dönskukennsla 5. kafli -
„Individ og organisation*4; fyrri hluti.
17.55 Skákþáttur Umsjón: Guðmundur
Arnlaugsson.
19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur
þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Árni Reynis-
son talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þórður Magnús-
son kynnir.
20.40 Kvöldtónleikar a. Píanósónata í c-
moll eftir Joseph Haydn. Charles Rosen
leikur. b. Sex þýsk ljóð op. 103 fyrir
sópran, klarinettu og píanó eftir Louis
Spohr. Anneliese Rothenberger syng-
ur, Gerd Starke leikur á klarinettu og
Gúnther Weissenborn á píanó. c. Klar-
inettutríó í Es-dúr K. 498 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Gervase de Peyer og
félagar í Melos-kvartettinum leika.
21.40 Útvarpssagan: „Sonur himins og
jarðar“ etir Káre Holt Sigurður Gunn-
arsson les þýðingu sína (19).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Lestur Passíusálmana
(19). Lesari: Kristinn Hallsson.
:22.40 „Dóttir skógarins“, Ijóð e. Edith Sö-
dcrgran Vésteinn Lúðvíksson les þýð-
ingu sína.
23.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands í Hskólabíói 17. þ.m.; síðari hl.
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Ein-
leikarar: Guðný Guðmundsdóttir og
Nina Flyer Konsert í a-moll op. 102 fyrir
fiðlu, selló og hljómsveit eftir Johannes
Brahms. - Kynnir: Jón Múli Árnason.
sjónvarp
laugardagur________________________
16.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.00 Hildur. Fimmti þáttur. Dönsku-
kennsla í tíu þáttum.
48.25 Steini og Olli. Konuríki Skopmynda-
syrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy.
18.45 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Löður. Lokaþáttur. Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
21.00 Loftfarið Zeppelin. (Zeppelin).
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1971.
Leikstjóri Etienne Perier. Aðalhlut-
verk: Michael York, Elke Sommer, Pet-
er Carsten og Marius Goring. í fyrri
heimsstyrjöld er breskum liðsforingja af
þýskum ættum falið að útvega upplýs-
ingar um loftför Þjóðverja. Hann verð-
ur leiðsögumaður um borð í Zeppelin-
loftfari í ránsferð til Skotlands. Þýðandi
Björn Baldursson.
22.40 Taglhnýtingurinn. (II conformista)
Endursýnd. ítölsk bíómynd frá 1970
gerð eftir skáldsögu Albertos Moravia.
Handrit og leikstjórn: Bernardo Bertol-
ucci. Aðalhlutverk Jean Louis Trintign-
ant. Sagan gerist skömmu fyrir síðari
heimsstyrjöld. Ungur heimspekikenn-
ari er sendur til Parísar í erindagerðum
fasistaflokksins. Myndin er ekki við hæfi
barna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir.
Áður sýnd í Sjónvarpinu 16. desember
1978.
00.30 Dagskrárlok.
sunnudagur_______________________
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Jón
Bjarman flytur.
16.10 Húsið á sléttunni. Hlöðubruninn.
Bandarískur framhaldsflokkur. Þýð-
andi Óskar Ingimarsson.
17.00 Listbyltingin mikla. 6. Horft af brún-
inni. í þessum þætti fjallar Robert Hug-
hes einkum um expressionismann í mál-
aralist. Þýðandi Hrafnhildur Schram.
Þulur Þorsteinn Helgason.
18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður
Bryndís Schram. Upptöku stjórnar Við-
ar Víkingsson.
18.55 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjónar-
maður Guðmundur Ingi Kristjánsson.
20.50 Glugginn. Þáttur um listir, menning-
armál og fleira. Umsjónarmaður
Sveinbjörn I. Baldvinsson.
50.30 Eldeyjarleiðangur 1982. Þessi kvik-
mynd er sú fyrsta sem gerð hefur verið
um Eldey út af Reykjanesi. Sjónvarpið
lét taka hana þegar Árni Johnsen fór
með leiðangur í eyna, m.a. skipaðan
bjargmönnum úr Vestmannaeyjum.
Leyfi Náttúruverndarráðs þurfti til að
klífa eyna þar sem hún er friðlýst. Þar er
ein allramesta súlubyggð í heimi og
eyjan sjálf merkilegt náttúruundur,
þverhnípt 70 metra hátt standberg. Til-
gangurinn fararinnar var auk kvikmynd-
unar vísindalegs eðlis. Tekin voru
jarðvegssýni og fjöldi súluunga mer-
ktur. Arni Johnsen samdi texta og er
þulur. Kvikmyndun: Páll Reynisson.
Hljóð: Jón Arason. Umsjón og stjórn:
Örn Harðarson.
22.10 Kvöldstund með Agöthu Christie. 6.
Jane í atvinnuleit. Aðalhlutverk Eliza-
beth Garvie og Andrew Bicknell. Ungri
stúlku býðst ævintýralegt starf og svim-
há laun enda reynast vera maðkar í mys-
unni. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.05 Dagskrárlok.
mánudagur
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Tommi og Jenni
20.40 íþróttir Umsjónarmaður Steingrím-
ur Sigfússon.
21.15 Já, ráðhcrra Priðji þáttur. Niður-
skurur Breskur gamanmyndaflokkur.
Aðalhlutverk: Paul Eddington, Nigel
Hawthorne og Derek Fowlds. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
21.45 Framlcngdur leikur (Förlángd tid)
Finnsk sjónvarpsmynd. Efnið er sótt i
sögu eftir Hellevi Salminen. Leikstjóri
Hannu Kahakorpi. Aðalhlutverk:
Heikki Paavilainen og Pekka Valkee-
jarvi. Myndin lýsir þrotlausum æfing-
um, kappleikjum og framavonum
tveggja ólíkra pilta í sigursælu körfu-
knattleiksliði. Pýðandi: Kristín Mán-
tylá. (Nordvision - Finnska sjónvarpið)
22.50 Dagskrárlok
Mick Jagger er maður á besta aldri
og lætur hvergi deigan síga í rokk-
inu, enda hefur hann sungið lagið
„Time is on my Side“ - eða Tíminn
vinnur með mér - hátt á þriðja ára-
tug. (Ljósm. Rune Myhre).
legum tónleikum Rolling Stones í
Gautaborg 19. júní. 60 þúsund
aðdáendur voru mættir til að hlýða
á goðin sem hafa staðið í fremstu
röð rokksins í 20 ár. Eftirvæntingin
var mikil þegar fyrstu gítartónar
lagsins „Under my Thumb" svifu
yfir áheyrendur. Fyrir flesta var
þetta eins og draumur sem fæstir
hefðu trúað að ætti eftir að rætast.
...Stones-tónleikar anno 1982 eru
ekki bara rokk, heldur ekki minnst
stórkostleg „sýning". Meðan Ston-
es léku „Best of Burden" lyftust.
Ron Wood og Mick Jagger hátt
upp yfir fjöldann í risastórum lyft-
ara. Sviðið var mörg hundruð
metra breitt og náði þvert yfir
annan endann á leikvellinum með
„hlaupabrautum" til beggja hliða.
Það tók 70 manns 4 daga að reisa
sviðið. Hátalarakerfið var hulið
með risastórum tjöldum sem öll
voru skreytt. Mitt íþessu öllu stóðu
svo fimm miðaldra menn sem áttu
að sjá um að 60 þúsund áheyrend-
ur, sem voru komnir víðs vegar að,
allt frá Tromsö í norður Noregi að
Munchen í Þýskalandi, færu ekki
vonsviknir heim“.
Þannig var einkunn Sævars
Guðbjörnssonar, en óhætt er að
segja að hann hafi verið hrifinn af
tónleikunum. En í þættinum á
miðvikudagskvöldið verða einnig
rifjuð upp gömul og vinsæl lög
hljómsveitarinnar og rætt við Bill
Wyman, bassaleikara, Peter Wolf
og fleiri.
Sem sé: Bráðnauðsynlegur
þáttur.
-ast
t