Þjóðviljinn - 05.03.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Side 7
Ný sérhæfð tölvuþjónusta Verzlunarbankans: HAGKVÆM HÚSFÉLÖG Þið ákveðið húsgjöldin - bankinn sér um framhaldið. Steinþrykk eftir Jóhönnu Bogadóttur. Jóhanna Bogadóttir í Norrœna húsinu I dag, laugardag kl. 15 opnar Jó- hanna Bogadóttir málari og svart- listakona sýningu á um 70 málverk- um, teikningum og grafíkmyndum í Norræna húsinu í Reykjavík. Jóhanna hefur haldið fjölmargar ■Sýningar heima og erlendis og hafa verk hennar verið keypt af mörg- um opinberum söfnum erlendis. Síðast sýndi Jóhanna svartlist í San Fransisco í boði World Print Co- uncil, og seldi hún þar m.a. myndir til Nútímalistasafnsins í New York. Myndirnar sem Jóhanna sýnir í Norræna húsinu eru unnar á síð- ustu þrem árum, og mun sýningin standa til 20. mars n.k. Sýningin verður opin daglega frá kl. 15-22. Þjóðviljinn árið 1957: Helgin 5. - 6. mars 1983ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 UŒZlUNfiRBflNKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferðamidstöðinni Vatnsnesvegi 13, Keflavík Arnarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Pverholti, Mosfellssveit Rokkið mun brátt dvína Laugardaginn 2. mars 1957 birti Þjóðviljinn frétt á baksíðu undir fyrirsögninni „Mikil sókn í rokk- plötur í hljómplötuverslunum“. Var þar m.a. haft eftir verslunar- stjóra í hljómplötudeild Fálkans að hann tcldi að rokkið mundi trúlega brátt dvína og eitthvað nýtt taka við. Fréttin var svona: „Það var mikið um að vera í hljómplötuverslunum í gær og í fyrradag því komin var ný sending af rokkplötum og unglingar þyrpt- ust í verslanirnar til að kaupa, hlusta og jafnvel til að dansa. Þannig hefur verið stöðugur straumur æskufólks í hljómplötu- deild Fálkans því komnar eru 5 nýj- ar plötur með Elvis Presley og 3 með annarri stjörnu á rokkhimnin- um, Gene Vincent að nafni. Met- sölulagið var „Dont be cruel“, sungið af Presley. Ólafur Guð- mundsson forstöðumaður hljóm- plötudeildar Fálkans sagði að nú væru til um 30 rokklög á plötum. Hann sagðist álíta að rokkið væri fyrirbrigði, líkt og Boggie-woggie hefði verið á sínum tíma, og það mundi trúlega brátt dvína og eitthvað nýtt taka við. Um 300 pantanir af rokklögum hefðu undanfarið borist utan af landi. Elvis: Var farinn að slaga hátt upp í Hauk Morthens og Erlu Þorsteins- dóttur árið 1957. Síðastliðið ár voru 5 söluhæstu plöturnar þessar: 1. Hljóðaklettar og Heimþrá: Erla Þorsteinsdóttir. 2. Við gengum tvö: Ingibjörg Smith. 3. Gunnarpóstur: Haukur Mort- hens. 4. Sextán tonn: Tennisse Ernie. 5. Plötur sungnar af Guðrúnu Á. Símonar. Mesta mánaðarsalan .var á plötum með Guðrúnu Á. Símonar, en þær komu í byrjun desember- mánaðar. Mest var keypt af plötum yfir árið með Hauk Morthens, Erlu Þorsteinsdóttur og svo Elvis Presley". Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar Mótmælir hækkun á orkuverði Almennur fundur haidinn í Verkalýðsfélagi Reyðarfjarðar hefur mótmælt hinum gegndar- lausu hækkunum á opinberri þjónustu, einkum raforku, sem hækkað hefur um tugi prósenta á mjög skömmum tíma, á sama tíma eru verðbætur á laun ekki greiddar nema að litlum hluta til að mæta þessum hækkunum. Segir í frétt frá Verkalýðsfé- laginu að allir hljóti að sjá, að það stefni í gjaldþrot heimilanna, ef svo haldi áfram, enda sé nú svo komið að tvær fyrirvinnur dugi vart til að meðal fjölskylda nái endum saman. Síðan segir: „Mótmælum við einnig fram- komnu frumvarpi á lengingu á vlsi- tölutímabilinu, úr 3 mán. í 4 mán. og einnig, að teknir séu út úr vísitöl- unni þeir liðir sem einna mest hafa áhrif á afkomu heimilanna á hverj- um tíma, eftir því sem stjórnvöld- um þykir henta.“ Verzlunarbankinn býður nú, fyrstur banka, tölvuþjónustu við húsfélög sem gerir allan rekstur auðveldari og öruggari, einkum hjá stórum húsfélögum. Þessi þjónusta kostar lítið meira en andvirði c-gíróseðils, á hverja íbúð. Helstu þjónustuþættir eru þessir: Bankinn annast mánaðarlega tölvuútskrift á gíróseðli á hvern greiðanda húsgjalds. Á gíróseðlinum eru þau gjöld sundurliðuð sem greiða þarf til húsfélagsins. Þau gjöld sem húsfélagið þarf að greiða, færir bankinn af viðskiptareikningi og sendir til viðkomandi á umsömdum tíma. Bankinn útvegar greiðsluyfirlit sem sýnir stöðu hvers húsráðanda gagnvart húsfélaginu, hvenær sem þess er óskað. Auk þess liggur fyrir í lok hvers mánaðar yfirlit sem sýnir sundurliðaðar hreyfingar, er mynda grunn rekstrarbókhalds og í árslok heildarhreyfingar ársins. Tölvan getur breytt upphæð húsgjalda í samræmi við vísitölu og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Leitið nánari upplýsinga í aðalbanka eða útibúum okkar, hringið eða komið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.