Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 31
Helgin 5. - 6. mars 1983 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 31 Greinilega var stundum kátt á hjalla á aðalfundi Bandalags kvenna, eins og vera ber þegar um 170 konur koma saman til fundar. (Ljósm. -eik-) Aöalfundur Bandalags kvenna:__ Styðjum Kvennaathvarfið Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík var haldinn dagana 26. og 27. febrúar sl. og sóttu hann milli 160 og 170 konur frá þeim 30 félögum, sem aðild eiga að Banda- laginu. Bandalag kvenna var stofn- að árið 1917 og hefur starfað ó- sleitilega að málefnum kvenna og barna æ síðan. Unnur Ágústsdóttir, formaður Bandalagsins, tjáði okkur, að fundurinn hefði farið vel fram og voru teknar fyrir skýrslur fastan- efnda og þær ræddar og samdar á- lyktanir. Meðal fastanefnda Bandalagsins eru mæðraheimilis- nefnd, barnagæslunefnd, orlofs- nefnd, umhverfismálanefnd, upp- eldis- og skólamálanefnd og neyt- endamálanefnd. Ályktanir aðalf- undarins verða birtar hér síðar, þegar gengið hefur verið frá þeim. Unnur kvað mikið hafa verið rætt um Kvennaathvarfið nýstofn- aða á fundinum og komið hefði fram mikill stuðningsvilji frá kon- unum. Ákveðið var að gefa Kvennaathvarfínu 50 þúsund krón- ur og sömuleiðis var samþykkt að skora á ríki og Reykjavíkurborg að styðja athvarfið fjárhagslega. Þá voru aðildarfélög Bandalags kvenna hvött tii að styðja Kvenna- athvarfið. Aðalfundarstörfum Bandalags kvenna lauk mánudaginn 28. febr- úar með kaffiboði í Höfða, sem borgarstjórn Reykjavíkur efndi til, en slík kaffiboð eru föst venja í kringum aðalfundinn. ast Sementsverksmiðjan Batnandi afkoma Flest ríkisfyrirtæki rekin með tapi í fyrra — Langmestur hallinn varð á Járnblendiverk- smiðjunni Töluverð umskipti til hins betra hafa orðið í afkomu Sementsverk- smiðju ríkisins á undanförnu ári. Er reiknað með að lítill sem enginn I halli verði á rekstri verksmiðjunn- ar árið 1982. Árið 1981 varð hins vegar halli á rekstrinum upp á lið- lega 10 miljónir kr. Nú í sumar er áformað að taka upp kolabrennslu við Sementsverksmiðjuna í stað brennslu á olíu. Er áætlað að það bæti hag verksmiðjunnar stórlega. Þó ber þess að geta, að þær áætlan- ir voru gerðar áður en olía tók að lækka, þannig að dæmið kann að hafa skekkst eitthvað. í svari Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, við fyrirspurn um afkomu ríkisfyrirtækja, kom fram að afkoma þeirra er mjög mis- jöfn. Best var útkoman hjá Ála- fossi og Sementsverksmiðjunni, en í þeim fyrirtækjum er reiknað með að niðurstaðan 1982 verði öðru hvoru megin við núllið. Lang mest er -rekstrartapið í Járnblendiverksmiðjunni á Grund- artanga, sem ríkissjóður á rétt rúman helming í. Þar er reiknað með að tapið árið 1982 hafi orðið um 170 miljónir, til viðbótar 64 miljóna kr. tapi árið 1981. Járnblendiverksmiðjan hefur verið rekin með sívaxandi tapi frá upphafi, en nú þykjast aðstand- endur verksmiðjunnar sjá betri tíð framundan, með hærra verði og meiri sölu. Er því áformað að setja annan ofn verksmiðjunnar í gang á næstunni, en að undanförnu hefur aðeins verið unnið með hálfum af- köstum á Grundartanga. Tap Kísiliðjunnar er áætlað 6 milj. kr. á sl. ári, og svipað árið áður. Siglósíld var einnig rekin með verulégum halla á sl. ári. Þá var áburðarverksmiðjan rek- in með miklum halla bæði 1981 og 1982, og munar þar m.a. mikið um fjármagnskostnað af dollaralánum til rekstrar. Gróflega gengið árétt bæjarins Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar nýlega var gerð sam- hljóða samþykkt, þar sem mót- mælt er harðlega „sífelldu órétt- læti ríkisvaldsins hvað varðar hlutdeild Hafnarfjarðar í fram- leiðslugjaldi álversins í Straumsvík“ eins og segir í sam- þykktinni. Sérstaklega er vakin athygli á þeirri aðför að ákveða einhliða að Hafnarfjörður skyldi taka þátt í greiðslu kostnaðar vegna athug- unar á starfsemi ÍSAL án þess að bærinn kæmi þar á nokkurn hátt við sögu. Þá er sú krafa ítrekuð að nú þegar verði gengið til samninga við Hafnarfjarðarbæ um endur- skoðun hlutdeildar bæjarins í framleiðslugjaldi ÍSAL, en til slíkra samninga er skylt að ganga samkvæmt samningi milli iðnað- arráðuneytisins og bæjarstjórnar frá maí 1976. „Á þennan rétt Hafnarfjarðar hefur gróflega ver- ið gengið með því að. sinna í litlu sem engu kröfum um viðræður þar um“, segir í samþykkt bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. -*g- Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, laugardaginn 12. mars 1983 og hefst kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í aðalbankanum, Bankastræti 7, dagana 9.-11. mars, - svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf. xfc RÍKISSPÍTALARNIR ttM lausar stöður KÓPAVOGSHÆLI SJÚKRAÞJÁLFARAR óskast nú þegar eöa eftir sam- komulagi viö Kópavogshæli. Upplýsingar veitir yfir- læknir í síma 41500. UMSJÓNARMAÐUR lóða óskast viö Kópavogshæli. Menntun í garðyrkju æskileg. Umsóknir er greini ald- ur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítal- annafyrir 18. mars. Upplýsingarveitirforstöðumaðurí síma 41500. STARFSMAÐUR óskast til starfa á deild. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41500. STARFSMAÐUR óskast til ræstinga við Kópavogs- hæli. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 41500. BLÓÐBANKINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til eins árs frá 15. apríl n.k. eða eftir samkomulagi. Möguleiki á framhalds- ráðningu um annað ár. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 4. apríl n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir blóðbankans í síma 29000. LÍFFRÆÐINGUR eða meinatæknir óskast sem fyrst í fullt starf við blóðónæmisfræðirannsóknir. Þátttaka í gæsluvöktum áskilin. Upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 29000. VÍFILSSTAÐASPÍTALI SJÚKRAÞJÁLFARI óskast frá 1. apríl eða eftir sam- komulagi. Húsnæði í boði. Einnig óskast SJÚKRA- ÞJÁLFARI til afleysinga. Upplýsingar veitir yfirsjúkra- þjálfari í síma 42800. GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALANNA HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á deild II. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til næturvakta á deild XIII, Flókagötu 29. STARFSMAÐUR óskast til ræstinga á geðdeild Landspítala og á Kleppsspítala. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri Kleppsspítala í síma 38160. RÍKISSPÍT ALAR Reykjavík, 6. mars 1983. VlffR VELARIEINN ALDA: þvottavél og þurrkari 0TRÚLEGA GOTT VERÐ — 3000 VÉLAR í NOTKUNN — TEKUR HEITT OG KALT VATN — 800 SNÚN- INGA VINDUHRAÐI — FULLKOMINN ÞURRKARI — 14 ÞVOTTAKERFI — INNBYGGÐ HJÓL UNDIR VÉLINNI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.