Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 15
Helgin 5.-6. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 svœAtð frá 1 mánudegi , föstudags. f Afhendum ' vöruna á 1 byggingarst vióskipta ) mönnum aó kostnaðar lausu. Hagkvcemt \ og greiðslus Aörnr f ramlciösluvöni r ^tiipueinangrun skrúfbútar notað 09 nýtt Þil getur gjörbreytt fieimili pinu með sMrmrmm, fumáiðum og skápum jrá ÁrfeíR fif. ÁRFELLS skilrúm, handriö og skápar eru sérhönnuö fyrir yður. . . . með breytanlegum styttukössum og hillum. . . . meö skápum f. hljóm- flutningstæki, bókaskápum, blómakössum og Ijósa- köppum. . . . framleidd úr stööluðu, varanlegu, vönduöu efni. . . . Framleiðslan öll er hönnuö af Árfell hf. ÁRFELLS-þjónusta . . . . . . viö komum og mælum, gerum teikningar og verötilboð á staönum, yður aö kostnaðar- lausu. ... við biðjum yöur aö hafa sam- band tímanlega. . . . komið með yöar hugmyndir. ., . Greiðsluskilmálar. . . . . . allt aö 6 mánuðir. BJÓÐUM EINNIG VALIN ÍSLENSK HÚSGÖGN SÝNINGARSALUR ÁRMÚLA 20 - SÍMAR: 84630 OG 84635 Þeir sem panta strax fá afgreitt fyrir páska Opið laugardag frá kl. 9 Fræðslustund á íslensku heimili Þorlákur káti skrlfar Faðir og sonur sitja í stofunni heima hjá sér og spjalla saman eftir að kastljósið frá sjónvarpinu er slokknað í gluggatjöldunum. Sonurinn er forvitinn og vill fá að vita hvað gerist á bak við tjöldin. Hann spyr og spyr. Faðirinn svarar eftir bestu getu. Sonur: Heyrðu pabbi, hvers vegna er álverið í Straumsvík kall- að íslenska álfélagið? Faðir: Af því að það er sviss- neskt, sonur sæll. S.: Hvers vegna vilja Svisslend- ingarnir stækka álverið, pabbi? F.: Það er af því að þeir tapa svo mikið á því núna. S.: En hvers vegna tapa þeir svona mikið? F.: Það er af því að íslendingar selja þeim svo dýrt rafmagn. S.: Er það þess vegna sem þeir ætla að segja upp 70 starfsmönn- um? F.: Nei, það er af því að þeir ætla að stækka álverið. S.: Hvers vegna lét Alusuisse verðið á súrálinu hækka í hafi, pabbi? F.: Hvaða vitleysa er þetta í þér, barn, hvaðan hefur þú þennan á- róður? S.: Af hverju sögðu Kúpers og Læbrand þá að súrálið hefði hækk- að í hafi? F.: Það var af því að þeir fengu enga kommisjón frá Alusuisse. S.: Heyrðupabbi, hvað erkom- misjón? F.: Það er lokað umslag með pappír í sem Paul Muller og Ragn- ar Halldórsson láta nokkra menn fá á hverjum mánuði. S.: Segðu mér, er hann Ragnar Halldórsson ofsa klár maður, pabbi? F.: Já, hann er sko klár. Annars myndi hann ekki fá að vinna fyrir Svisslendinga og skrifa í Moggann eins og hann gerir. S.: Er það þess vegna sem kaupmennirnir gerðu hann að for- manni í Verslunarráðinu? F.: Nei, það er vegna þess hvað hann er duglegur í bókhaldi. S.: Er það satt, pabbi, að ís- lenska álfélagið hafi svikið undan skatti? F.: Þetta er bara áróður úr hon- um Hjörleifi, sonur sæll. F.: Af því að við töpum svo mik- ið á rafmagnssölunni til Svisslend- inga, sonur sæll. S.: Af hverju var síðasti raf- magnsreikningurinn okkar svona hár, pabbi? F.: Af því að reikningurinn sem þeir sendu okkur í fyrra var allt of lágur. S.: Er það satt, pabbi, að við borgum fyrir rafmagnið til Alu- suisse? F.: Nei, það eru Landsvirkj un og Jóhannes Nordal sem borga fyrir rafmagnið, sonur sæll. S.: Hvers vegna eru Steingrímur og Jóhannes á móti Hjörleifi, pabbi? F.: Af því að hann vill brjóta samninginn sem þeir gerðu 1975. S.: Vill Hjörleifur hækka raf- magnið, pabbi? F.: Hefurðu ekki lesið það í Mogganum drengur, að Hjörleifur vill ekki semja? S.: Hvað vill Hjörleifur ekki semja um? F.: Hvers konar spurningar eru þetta drengur. Þú verður bara rugl- aður á þessu. Kveikjum heldur á vídeóinu og gáum hvort Vídeóson er ekki með eitthvað skemmtilegt á skjánum... Á skjánum birtist hin æðislega tryllingsmynd „Ástir svissnesku blóðsugunnar og seðlabankastjór- ans“ með Denna dæmalausa, Nonna flekkalausa og Ragga blanka í aðalhlutverkunum. Leik- stjóri er Paul Muller og fram- leiðandi Mayer Productions Ltd. Tryllingslegir logaglampar fara um gluggatjöldin og stjarft augna- ráð feðganna límist við skerminn. Þorlákur káti. Hvers vegna er álverið í Straumsvík kallað Islenska álfé- lagið? S.: Er það rétt, pabbi, að hann Hjörleifur sé klikkaður? F.: Auðvitað, sá maður hlýtur að vera klikkaður, sem fer að gramsa í bókhaldinu hjá Alusuisse án þess að fá kommisjón. S.: Eru Jóhannes og Steingrímur líka klikkaðir? F.: Nei, þeir vilja bara semja, en ekki gramsa. S.: Hvers vegna eru þeir svona æstir í að semja, pabbi? F.: Af því að þeir gerðu svo góða samninga við Alusuisse 1975. S.: Hvers vegna vilja Jóhannes og Steingrímur semja um að selja Alusuisse meira rafmagn, pabbi? Ð dagheimilið 'W Rauðagerði í Vestmannaeyjum, eru lausar stöður fyrir þroskaþjálfa (um- sóknarfrestur 1. júní og fóstru (umsóknarfrestur 1. maí). Báðum þessum starfsmönnum er gefinn kostur á nánu samstarfi við sálfræðing bæjarins. Bæjarfélagið er í mikilli uppbyggingu á sviði félagsmála og heilsugæslu, ný sundhöll og íþróttahús, sjúkrahús og 77 félagasamtök, svo eitthvað sé nefnt. Atvinnumöguleikar eru góðir. Bæjarfélagið mun útvega húsnæði. Upplýsingar gefur forstöðukona, Þorgerður Jóhannsdóttir í síma (98) 1097 eða sál- fræðingur, Mikael Mikaelsson í síma (98) 1088. kj>rr> HÍK ORLOFSHÚS Bandalag haskólamanna minnirfélagsmenn sína á, að frestur til að sækja um orlofsdvöl næsta sumar í orlofshúsum bandalagsins að Brekku í Biskupstungum rennur út 8. apríl. Frestur til að sækja um oriofshús um pásk- ana er til 11. mars. Frestir til að sækja um dvöl í orlofshúsum Hins íslenska kennarafélags eru hinir sömu og hjá BHM. Skrifstofur BHM og HÍK eru í Lágmúla 7. Símanúmer hjá BHM eru 82090 og 82112 og hjá HÍK 31117. Bandalag háskólamanna. Hið íslenska kennarafélag. Bofgarnctij iimi93 7370 ^ kvöld og hclgardmi 93 7355

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.