Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN . Helgin 5. - 6. mars 1983 sunnudagspistill Forsætisráðherrann, skáldið og utanríkisstefnan Arni Bergmann skrifar Fy.rirjólgaf Matthías Johannessen út stóra bók semhann nefnirFélagiorð og hefur að geyma greinar, viðtöl og Ijóð. Þar kennir margragrasa. En fyrsti hluti bókarinnarfjallarum Bjarna Benediktsson forsætisráðherraog leiðtoga Sjálfstæðisflokksins- þetta er blanda úr greinum og viðtölum frá árunum 1967 til 1974. Tilgangur Matthíasar er augljós: þessi hluti bókarinnar er lof um Bjarna Benediktsson og málsvörn fyrir hann, einkum fyrir stefnu hans í sjálfstæðismálum íslendinga. Og þar með fylgir málsvörn fyrir því hlutverki sem Bjarni tók að sér-að gerast einn helsti áhrifamaður um að ísland gekk í Nató og að herinn kom aftur 1951. Eins og jafnan þegar Matthías Johannessen er hrifinn af leiðtogum er ekki verið að klípa utan af staðhæfingum. Á einum stað segir hann: „Ég held ekki að á neinn sé hallað, þótt fullyrt sé að forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, hafi ótrauðastir staðið vörðinn og tryggt algjört sjálfstæði íslands" (bls. 29-30). Hérer verið að tala um lýðveldisstofnunina og aðdraganda hennar. Síðar segir: „stefna Bjarna Benediktssonar í utanríkismálum hefur reynst þjóð okkar vel og tryggt henni það sem er öllu dýrmætast: Frelsi, lýðræði, sjálfstæði." Sögu- skilningur Samtölin við Bjarna Bene- diktsson eiga sér stað um þær mundir sem heimsmynd kalda stríðsins hefur látið mjög á sjá. En hún var, eins og menn muna, fólgin í því, að Nató og þarmeð aðild íslands að því hernaðar- bandalagi væri nauðsynleg til að hefta útþenslustefnu Staiíns sem tók granna sína í austanverðri álf- unni undir sitt vald án allrar misk- unnar. Þeim fræðimönnum og stjórnmálaskoðurum hafði fjölg- að verulega, sem minntu á, að samráðsfundir bandamanna í Jalta hefðu gert ráð fyrir ein- hverri slíkri þróun. Auk þess var minnt á, að á þessum árum höfðu Vesturveldin mikla yfirburði í hertækni - á sjó, í lofti og í atóm- vígbúnaði. Samkvæmt þessu gátu Sovétríki Stalíns ekki verið í raun það skrímsli, sem þau voru talin þegar smalað var í Nató. Enn síð- ur voru þau háskaleg í stríðslok um það leyti að Bandaríkjamenn hófu róður sinn fyrir því að fá herstöðvar á íslandi til langs tíma. Sérstæð þögn Það er athyglisvert, að í viðræðum þeirra Bjarna og Matt- híasar er aldrei minnst á þessa hluti. Það er heldur aldrei minnst á það, að Bandaríkjamenn hafi beitt íslendinga þrýstingi, eða að viðskiptahagsmunir hafi ráðið nokkru um ákvarðanir leiðtoga Sjálfstæðisflokksins - hvorki þeg- ar Keflavíkursamningur var á döfinni né síðar. Er þó Ijóst t.d. af samantekt Þórs Whiteheads („Lýðveldi og herstöðvar", Skírnir 1976) að áhyggjur af fisk- „Ekki mundi sonur Benedikts Sveinssonar hafa búist við að þurfa að kalla hingað erlent lið „á friðartímum" til að tryggja sjálf- stæði okkar, eftir að við vorum lausir við Dani“. Hann minnir líka á það, að 1940 - eftir hernám Danmerkur, er Bjarni enn þeirrar skoðunar að hlutleysi, sé eina stefnan sem ísland getur fylgt. „Hún (hlutleysisstefnan) er sverð okkar og skjöldur á þessari skálmöld. Ef frá henni er vikið er eina stoð okkar úr sögunni“, segir hann í blaðagrein frá þeim tíma. Það kemur vel fram í ívitnun- um af þessu tagi, að herstöðvar á íslandi eru afar langt frá þeim hugmyndum um sjálfstætt ísland sem aldamótamenn, fullveldis- kynslóð og svo síðar á framtíðarástand. Á einum stað minnir hann á að hægt sé að segja þeim samningi upp og samt að vera í Nató (bls.21). - Þetta er reyndar opinber afstaða ýmissa Framsóknarmanna - en nú er svo komið að hún þykir bera vott um sviksemi við vestrænt samstarf. í framhaldi af þessu er fróðlegt að skoða frásögn Matthíasar af sam- tali um hugsanlega aðild íslands að Efnahagsbandalaginu - sem fram fór á heimili Bjarna. Þáver- andi forsætisráðherra telur ber- sýnilega að það geti verið enn erf- iðara að komast út úr EBE- samningi en „varnarsáttmálan- um“ við Bandaríkin: „Bjarni benti á að í varnarsátt- málanum væru margir fyrirvarar um sérstöðu íslands og fullveldi Benedikt: „Ekki mundi sonur Benedikts Sveinssonar hafa búist við þvi að þurfa að kalla hingað erlent herlið á friðartlmum“... Bjarni: „Einhver viðstaddra gagnrýndi þessi orð og taldiþau jafnvel tilfinningasemi“ sölu hafa haft meiri áhrif á valda- menn Sjálfstæðisflokksins um það bil sem eftirstríðsstefnan í utanríkismálum var í mótun en nokkur rússagrýla. En sem sagt: á þetta er ekki minnst í samtölum Bjarna Bene- diktssonar og Matthíasar. Það er látið við það sitja að ítreka á- minningar um „heimsvaldastefnu kommúnismans". Þeir félagar hafa bersýnilega svo miklar mætur á Stalínsþættinum í sög- uskýringum sínum að annað kemst ekki að. Nú vill svo til, að í textanum má einnig finna vísi að skýringu á því hvemig á þessu stendur. Ekki sjálfsagður hlutur Það kemur nefnilega fram, að því fer fjarri að það hafi verið sjálfsagður hlutur hjá Bjama Benediktsssyni, að taka upp her- stöðvastefnu. Matthías minnir oftar en ekki á uppeldi Bjarna, á Benedikt Sveinsson sem var svo kröfuharður í sjálfstæðismálum að hann var ósáttur við fullveld- issáttmálann 1918. Eða eins og Matthías segir á einum stað: lýðveldiskynslóð gerðu sér um framtíðina. Og það er líklega þessvegna sem það verður í reynd bannhelgi á því í samskiptum Matthíasar og Bjama Benedikts- sonar að minnast á „hversdags- lega“ hluti, eins og viðskipta- hagsmuni, ótta við að „styggja Bandaríkjamenn“ hótanir af þeirra hálfu, dulbúnarog ódul- búnar (sbr. grein Þórs Whitehe- ads). Það er blygðunarefni að minnast á slíkt. Aðeins ein á- stæða fyrir því að„okkar einu stoð“ var hafnað, má koma á dag- skrá - það er óttinn. Skrímsli verður að vera. Stalín er nauð- synlegur til að réttlæta þá banda- rísku áætlun um ísland sem þegar var af stað farin fyrir stríðslok þegar bandamenn vom elsku vin- ir og bræður gegn Hitler. Tilfinninga- semi? Uppeldi Bjarna Benedikts- sonar í síðustu kynslóð sjálf- stæðisbaráttu við Dani mun að líkindum ráða nokkru um það, að hann hefur bersýnilega þörf fyrir að leggja nokkra áherslu á að herstöðvasamningur við Banda- ríkin sé neyðarráðstöfun, skammtímafyrirbæri, ekki ávísun þess tryggt. Við getum sagt upp samningnum hvenær sem er, sagði hann. Þannig á þetta að vera. Að öðmm kosti höfum við ekki nógu sterka aðstöðu. Við megum aldrei láta fullveldið af hendi. Það verður minnsta kosti ekki gert meðan ég hef einhver áhrif. Faðir minn barðist fyrir sjálfstæði íslands og fullveldi og ég ætla að standa vörð um hvoru- tveggja. Ég er hræddur við aðild að EBE eins og nú er. Einhver viðstaddra gagnrýndi þessi orð og taldi þau jafnvel til- finningasemi.“ (bls. 41). Pá og nú Klausa af þessu tagi segir svo- fellda sögu: Hvað sem um kynslóð Bjama Benediktssonar má segja, þá er ljóst, að hún var heldur treg til að stíga þau skref sem negldu ísland fast upp við risaveldi í hertafli. Henni er ó- rótt, hún hefur þörf fyrir að minna sjálfa sig á, að hægt sé að losna úr nauðung aðstæðna. En þegar hún „hefur ékki lengur áhrif“ svo orðum Bjarna sé hagrætt, þá kemur það á daginn sem skáldið segir: „Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra“. Nú um stundir dettur varla nokkrum atkvæða- Matthías: Ólafur og Bjarni stóðu vörðinn ótrauðastir... manni Sjálfstæðisflokksins í hug að minnast á það - ekki einu sinni sem möguleika - að herinn bandaríski gæti farið. Vangavelt- ur af því tagi sem áðan var getið (hægt að senda herinn burt en vera samt í Nató) - líka þær eru nú taldar varasamar og jafnvel heigulslegar af þeim sem móta utanríkispólitísk viðhorf Sjálf- stæðismanna. Menn þykjast góðir meðan þeir komast hjá því að aronskan verði opinber stefna þess flokks. Það væri reyndar gaman að vita hvar sá er nú niðurkominn, sem taldi það „tilfinningasemi“ hjá Bjarna Benediktssyni að ótt- ast Efnahagsbandalagið. Skyldi hann ekki hafa þar verið nær staddur jafnan sem samið var við ÍSAL, betlað um fé í flugstöðvar- byggingu eða eitthvað annað það gert sem töffarastrákar frjáls- hyggjunnar telja sér til ágætis - þessir strákar sem telja þjóðern- isstefnu ekki aðeins heimskulega „tilfinningasemi“ heldur systur sjálfs höfuðandskotans - sósíal- ismans? Kynslóðir Vel á minnst: álhringurinn. í síðasta hefti tímaritsins Réttur eru rifjaðar upp umræður um ál- samninginn á alþingi árið 1966. Einar Olgeirsson sneri sér þá til Bjama Benediktssonar og sagði, að nú þegar væm í Sjálfstæðis- flokknum menn sem væru miklu „ógætnari" en hann í viðskiptum við erlent vald og hér erlent auð- magn. Eftir svosem tíu ár, sagði Einar „þá em e.t.v. teknir við í Sjálfstæðisflokknum menn, sem eru af þeirri kynslóð sem hefur ekki samskonar uppeldi og erfð í sínu blóði og okkar kynslóð hefur haft, - sem ekki hefur lifað á ís- landi undir dönsku flaggi, sem ekki hefur þá tilfinningu fyrir okkar sjálfstæði sem okkar kyn- slóð hefur haft, menn sem hugsa svo að segja alþjóðlega hvað það snertir að auðmagn sé hlutur sem sé góður, hvaðan sem auðmagnið kemur og það sé hégómi að vera hræddur við slíkt... Og það geta þá verið slíkir menn sem ekki hafa þessa erfð í sínu blóði sem séu teknir við og hafi það voldug- an bakhjarl hér, þar sem þessi auðhringur er og máske þá fleiri, sem væru komnir í hans kjölfar, að þær hugsanir sem við núna látum í ljós, finni ekki lengur hljómgrunn hjá meirihluta þjóð- arinnar“... En Bjarni Benediktsson hafði rétt áður svarað viðvörunum Ein- ars á þá leið, að íslendingar hefðu rétt til að taka álverið í sínar hendur ef þjóðarþörf krefði. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.