Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 21
Helgin 5. - 6. mars 1983 ÞJÓÐVJLJINN - SÍÐA 21 Elsta bílaverkstæði landsins: Þar er nú Stúdíó Fjóla Á baklóðum milli Framnes- vegar, Holtsgötu og Sólvalla- götu í Vesturbænum í Reykja- vík var fyrr á árum aðsetur og athafnasvæði Steindórs bfla- kóngs. Þar er enn uppistandandi húsið sem var fyrsta bifreiðaverk- stæði landsins, reist fyrir eða um 1930. Nú hefur hópur ungra manna og kvenna keypt þetta hús og er að innrétta það sem stúdíó fyrir margs konar starfsemi. Þetta er Stúdíó Fjóla að Framnes- vegi 31b. Blaðamaður Þjóðvilj- ans leit þangað inn um daginn og tók nokkra af eigendum þess tali til að forvitnast um fyrirtækið. Þeir sem voru við þá stundina voru Garðar Hansen hljóðupp- tökumaður, Þór Elís Pálsson myndlistarmaður, Kristján Ingi Einarsson ljósmyndari og Bragi Sigurðsson smiður. Auk þeirra standa að stúdíóinu Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður, Fríða Júlíusdóttir ljósmyndari og Sævar Guðbjörnsson blaðamað- ur. Einnig taka makar ofan- greindra þátt í starfseminni, þannig að alls er um að ræða 13 manns. Og við spyrjum fyrst hvers konar starfsemi á að rúmast í Stúdíó Fjólu. - Við höfum þegar innréttað sal, um 90 fermetra stóran, og hann er í fyrsta lagi ætlaður sem myndver til útleigu fyrir hvers konar myndatöku, í öðru lagi fyrir lifandi hljóðupptöku t.d. á kórsöng eða kammertónlist svo að dæmi sé tekið og í þriðja lagi fyrir hvers konar önnur not. Þar má nefna að hann er nú þegar notaður tvisvar í viku sem leikfimisalur og e>nn'g er hér ágæt aðstaða fyrir leikstarfsemi. - Þið segið að hér verði aðstaða fyrir hljóðupptökur. - Já, við erum að innrétta her- bergi til stjórnunar á hljóð- og vídeóupptökum í tengslum við salinn. í honum er frábær hljóm- burður en þetta verður ekki venj- ulegt stúdíó heldur fyrst og fremst fyrir „life“-upptökur. Húsið er byggt með ákaflega sver- Alfrún Gunnlaugs- dóttir flytur fyrirlestur: Parcevals saga Álfrún Gunnlaugsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði, heldur fyrirlestur laugardaginn 5. mars í stofu 201 í Árnagarði. Nefnist fyrir- lesturinn Parcevals saga og hefst kl. 14.00 Heimspekideild Háskóla íslands gengst fyrir sjö opinberum fyrir- lestrum nú á vormisseri til að kynna almenningi rannsóknir, sem deildarfólk er að vinna að. Fyrir- lestrarnir verða fluttir nú í mars og í apríl og verða ávallt á laugardögum í Árnagarði, stofu 201. Fyrirlestur Álfrúnar Gunnlaugsdóttur er hinn fyrsti í röðinni. ast Tveir af Fjólumönnum í stúdíóinu: Garðar Hansen hljóðupptökumaður t.v. og Þór Pálsson myndlistarmaður t.h. Ljósm.:eik. um steinveggjum svo að lítið heyrist út og truflar þar af leiðandi ekki nágrannana og við höfum hljóðeinangrað loftið. - Var húsið illa farið þegar þið keyptuð það? - Já, það var orðið mjög hrör- legt og mikið verk að koma því í gott horf. - Og þið bjóðið upp á frekari aðstöðu fyrir þá sem vilja notfæra sér salinn? - Já, í honum er fastur bak- grunnur fyrir myndatökur, 6 metrar á breidd og fjórir á hæð, lýsing og einnig fylgja salnum snyrting, förðunar-, búnings- og kaffiaðstaða. Einnig höfum við hugsað okkur að koma upp leikherbergi fyrir börn. - Og hér í viðbyggingum verða svo einnig vinnustofur? - Já, við erum einnig að koma okkur upp eigin vinnustofum t.d. fyrir ljósmyndun, myndlist, smíðar o.fl. - En hvernig stendur á þessu samstarfi ykkar? - Þetta er gamall draumur. Kjarninn í hópnum hefur þekkst allt frá barnaskólaaldri. Við erum Vesturbæingar og æskufé- lagar. Við vorum búnir að sjá- þetta hús lengi, lítt notað og hrör- legt, og drifum því í að kaupa það. - Að lokum. Hvernig stendur á þessu nafni, Stúdíó Fjóla? - Það er nú eiginlega svolítið leyndarmál. Við kölluðum þetta Fjólu til að byrja með og svo þeg- ar við stóðum frammi fyrir því að gefa stúdíóinu formlegt nafn fundum við ekkert betra. Við óskum þessu unga og hressa fólki til hamingju með fram- takið og vonum að vel gangi. - GFr Böka mark aðurinn Góöar bækur Gamalt verö vO-'T' ,r4& i'f*' Bókamarkaóurinn HÚSGAGNAHÖLLINNI, ÁRTÚNSHÖFÐA TÖLVUINNSKRIFT Setjari óskast til vinnu við innskriftarborð. Unnið er á tvískiptum vöktum. Góð vélritun- ar- og íslenskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 81333. SÁÁ Velkomin í Mennmgarmíbstöðína vib Geröuberg.... Reykvíkingar hafa eignast nýja félags- og menningarmiðstöð í Fella- og Hólahverfi sem nú hefur tekið til starfa. f þessu glæsilega húsi er hentug aðstaða fyrirfélagslíf Breiðholtsbúa, menningarstarf og margskonar listviðburði í þágu allra borgarbúa. Áhersla verður lögð á fjölþætt starf, er höfði til allra aldurshópa. Reykjavíkurborg þakkar Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar gott samstarf um byggingu hússins. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg verður almenningi til sýnis um þessa helgi og þá næstu frá kl. 14 —19. Verið velkomin borgarstjóri Veitingabúð Fundur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.