Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 4
i -u
SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. mars 1983
hdaarsyrpa
Langdvalir í fangelsi
fyrir skoðanir
Nazim Hikmet, ég nefndi hann í síðustu
Helgarsyrpu minni. Þar var vantalið þegar
ég sagði hann hafa verið heilan áratug í
fangelsi. Þegar ég hugsaði málið betur
mundi ég að Pablo Neruda skáldmæringur
Suðurameríku víkur að þessu í þeirri töfr-
andi æviminningabók, hugrenningum um
lífshlaup sitt: Confieso che he vivido, Ég
játa að hafa lifað. Hann er að tala um bras-;
ílskan stjómmálamann, kommúnista-
leiðtogannLuisCarlos Prestes sem hafi ver-
ið sleppt eftir meira en tíu ár f fangelsi.
Reyndar hafi brasílska einveldisstjórnin af-
hent Gestapó eiginkonu Prestes sem hafi
verið þýzk. í höndum böðlanna ól hún
bam. Ömmunni tókst með harðfylgi að
heimta barnið til Brasilíu; nasistar drápu
móðurina. í framhaldi af því sem Neruda
segir um langa fangavist Prestes og þær
raunir sem hann mátti þola skrifar hann:
Svona langvinnar fangelsisdvalir em ekki
óvenjulegar í „hinum frjálsa heimi.“ Og
segir enn: „Félagi minn, skáldið Nazim
Hikmet, var þrettán eða fjórtán ár í fangelsi
í Tyrklandi.“
Onnur heimild mín telur árin samtals
sautján sem Hikmet sat í fangelsi. Sjálfur
segir hann frá því að hann hafi verið sam-
fleytt þrettán ár í fangelsi.
Hefnt Tyrkjaráns
í Tyrkjasvæfu segir Magnús prestur:
Víti og kvöl þeim veki
vafadjöfullinn seki
ragi rugli og reki;
rýmda og límda hreki;
sökkvi dökkvum sigluhún
sólginn bólginn dreki, .
sjávars jöfurs ybbin brún,
svo undan skundi fleki...
Ekki mun hafa reynt á töframátt þessarr-
ar seiðþulu. Nema það sé nú að koma fram
á Tyrkjum hve heitt og kunnustusamlega
þeim var formælt á íslandi, þegar íslending-
ar voru allslausir og áttu ekki vopn önnur
en íþrótt skáldskaparins. Enn dugir þetta
vel; ekki bara til að bjarga sálu sinni í nauð;
og kannski einni og einni auk. Heldur til
þjóðþrifa eins og reyndist um árið þegar
Jakobína skáldkona í Garði í Mývatnssveit
sundraði herskipaflota Nató sem ætlaði að
fara að æfa sig við íslandsstrendur í her-
skap; en hún orti á þá storm með kvæði.
Nú er okkur Ijóst að við þurfum ekki að
hatast við Tyrki, nema stjórnvöldin þar,
fyrir að vera fasistar.
Eitt sinn fyrir mörgum árum var ég stadd-
ur í París með nokkrum löndum, og vorum
að koma úr höfðinglegri veizlu hjá Hendrik
Sv. Björnssyni sem nú er sendiherra og
Gígju konu hans. Við komum við á krá nær
Signubökkum, og leið að morgni. Þá varð
fyrir okkur alsírskur belghnetusali með lit-
skrúðuga kollhúfu á hvirfli og bauð vöru
sína króknefjaður munnsmár með vara-
slapa og gull í tönn undir stubbbursta-
skeggi, sambrýndur yfir fuglsaugum djúp-
lægum en grunnum, hrjúfur að sjá um
kjamma af skeggrót sprottinni: Kekkevit,
Kekkevit, kvað sá.
Sigurður Sigurðsson listmálari er sögu-
fróður vel og flóðmælskur maður; ört geð
hans þjóðhollustu þrungið. Honum svall nú ,
móður og neytti málsnilli til að skamma
Alsírmanninn fyrir Tyrkjaránið. Hinn vissi
ekki hvaðan á sig stóð veðrið í bókstaflegri
merkingu, muldraði: Oui Monsieur; og
maldaði eitthvað í móinn á frönsku, án þess
að vita hvað væri til sín talað á svo máttugri
tungu sem hann vissi ekki hver væri, -
kannski tyrkneska. Og gekk lítt saman með
þeim né sundur, sökum tungumálaófæru.
Ekki rann Sigurði að heldur þjóðhefndar-
móðurinn, heldur tók í stað að beita þeirri
íþrótt sinni sem nú hlyti bezt að duga, og
brá á að skamma manninn með teikningum
fyrir Tyrkjaránið 1627.
íslendingar gleyma aldrei, sögðu Danir.
Hróðurinn heitir Svæfa,
því mun hún vondum hœfa
og svo yfirgnœfa
áform þeirra að kæfa;
orðagnóttar rætist rót
réttan mátt að æfa,
þar sé ekkert hót né meðal í mót
nema miskunn og friðar gœfa.
(Tyrkjasvtefa)
Fjalakötturinn og
Skandinaivitetur
Mikil þjóðþrifastofnun er sögð í þann
mund að leggja upp laupana, vegna skulda.
Það er Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbbur
á vegum framhaldsskólanna. Éignir eru þó
Félagarnir og skáldin Pablo Neruda frá
Chile og Nazim Hikmet frá Tyrklandi.
taldar duga á móti skuldum, þar á meðal ;
dýr og vönduð sýningartæki.
Unnendur kvikmyndalistar hafa í hugan- :
um margblessað það unga hugsjónafólk
sem hefur rekið þennan klúbb, oft af stór-
hug með glæsibrag, og löngum veitt góða
næringu og holla. Og hefur átt stóran þátt ef
ekki meginþáttinn í að ala upp fólk sem
skynjar og metur list kvikmynda og gerir
kröfur en unir ekki vesöldinni sem ríkir í ]
kvikmyndahúsunum hér.
Það er ekki nóg að hafa kvikmyndahátíð í
tíu tólf daga einu sinni á ári; þó það sé
guðsblessun.
Væri ekki vitið meira að bjarga þessarri
menningarstarfsemi frá dauða en að ausa
ómældum fúlgum í marklaust tildur, em-
bættismannatilhald og veizluflangs eins og
mun verið hafa undir forsögninni Scandina-
via Today, þar sem listamenn eru mjög '
sniðgengnir, þótt stundum væri einkafram-
tak þeirra með eðlilegum takmörkunum
þolað til að yrkja í eyður og bæta fyrir
trassaskap tómlæti og fákænsku hinna á-
byrgu embættismanna; sem hafa vonandi
haft því meiri gleði af glysinu fyrir sig og
sína.
Hin þýðingarlausa sveit embættisfjöl-
skyldna rakst víst víða um Bandaríkin og
bar sín ósögulegu andlit milli hanastélanna
frá borg til borgar og hefur vonandi hitt
frasafestufólk við hæfi sem kann sig vel í
slíkum færum að skiptast á almæltum
tíðindum.
Svo allt megi verða við að sama og var,
nema miður væri fremur en meira yrði.
Á slíkum fundum telst kannski ekki kurt-
eisin bezt að tala til að reyna að segja
eitthvað né spyrja til að fá að vita eitthvað;
eins og enn þykir sóma vel með Þingeying-
um, og helzt vonandi þrátt fyrir svonefnt
video.
Mér hafa sagt ferðamenn sem var mál
skylt að stritsamt hafi reynzt að finna ýmsar
sýningamar sem gumað var af heima merkt-
ar þessu skandínavabardúsi,- og jafnvel
starfsmenn í sýningarhöllunum sjálfum
komið af fjöllum þegar spurt var til vegar út
í þá útkima safna sem hýstu þetta framlag
okkar. Hefur kannski ekki verið búizt við
öðrum en skyldugestum með límúsínum
sendiráða og stofnana og öðrum vanda-
bundnum sem réðu yfir starfsliði til að leita
uppi útskotið, ef ekki væri runnið á þyt í
opnunarlúðri; minnsta kosti bílstjóra með
kaskeiti.
Ásamt flutningi nýrra tónverka skilst mér
af umsögnum og frásögnum gesta að bezt
hafi tekizt sýningin á verkum eftir myndlist-
armennina landa okkar sem búa nú og
starfa í Amsterdam og voru valdir af sænska
alþjóðamanninum Pontius Hultén sem var
of pontifíkal eða státinn til að gera sér rellu
af að koma til íslands og litast um. Sá sagði
reyndar við blaðamenn að Skandínavar
væru svo mjög afturúr að ekki tæki því að
sýna þá.
Aulalegt var að reyna ekki þó væri ekki
annað að nýta betur tækifærin sem fengust
við að forseti okkar sló í gegn þar vestra, og
kynna listmenningu okkar nú.
Andrei Tarkovskí: Einn af mestu filmurum
samtímans.
Svo aftur sé horfið að helför Fjalakattar-
ins sem verður að hindra, - mætti ekki taka
af söluskattinum sem greiddur er af kvik-
myndasýningum til að bjarga þessu uppeld-
isstarfi og mannrækt?
Ennþá ögn um
Tarkovskí
Sú var tíðin að ekki þótti annað fremur
sæta tíðindum í kvikmyndalist en það sem
var að gerast í Sovétríkjunum á blóma- j
skeiðinu sem varð skömmu eftir byltinguna
á tíma þöglu kvikmyndanna( og stóð með
einstökum höfundum áfram eftir að talið
kom til sögunnar, þá á ég einkum við Eisen-
stein sem lengst naut snilli sinnar, þrátt fyrir
pólitískt misvindi og moldþoku. Hinir sem
gnæfðu uppúr voru Púdofkín, sem gerði ,
Móðurina eftir sögu Gorky, og Arftaka
Genghis Khan sem líka hefur verið kölluð
Stormur yfir Asíu; Dziga Vertov sem fræg-
ur varð fyrir kvikmyndaaugað sem allt átti
að geta séð og sýnt sem skipti máli, Kínó-
augað: og Dovsénko sem gerði hið ódauð-
lega filmljóð: Jörð. Þessir menn þróuðu
nýtt mál kvikmyndalistar, það sem var kall-
að montage: myndbygging. Það var mest
þakkað þessum mönnum, þótt þeir hafi
notið hollra áhrifa frá Griffith sem ég hef
fyrr vikið að, hinum ameríska snillingi sem
virkastur var á árunum fyrir og framyfir
Heimsstyrjöldina fyrri; unz honum var
kastað út á hjarnið eins og fleiri snilldar-
mönnum þeirrar listgreinar sem er svo
grimmilega háð félagslegu valdi hvort sem
er auðvaldið eða skriffinnskuveldi í
miðstýrðum samfélögum. En sú saga verð-
ur ekki rakin hér. Eisenstein einn mesti
snillingur sem þessi listgrein hefur átt varð
fyrir barðinu á báðum þessum listfjandsam-
legu öflum, sem frægt er. Skömmu fyrir
andlát hans bönnuðu stjórnvöld annan
hlutann af kvikmynd hans um fvan
grimma,- sem átti að verða þríleikur; fyrsti
hlutinn hafði fengið Stalínverðlaunin.
Síðan hefur oltið á ýmsu í sovézkri kvik-
myndagerð, og stundum hefur hún gengið
gegnum mikla niðurlægingu og mátt á köfl-
um sæta aðhlátri eða vorkunn þegar for-
skriftarfólska pólitískra skriffinna hefur gert ,
sem mestan usla þar undir merkjum sósíal-
realisma og djöflast gegn svonefndum
formalisma.
Nú eru hinir miklu frumherjar Sovét-
kvikmynda sem ég nefndi allir látnir; sem
eitt sinn voru meðal mestu frömuða
heimsins í þessari listgrein.
Enn starfar í Sovétríkjunum einn af
mestu filmurum samtímans Tarkovskí, og
sætir ekki síður tortryggni hinna listblindu
valdþjóna kerfisins en hinir miklu fyrir-
rennarar hans. Með höppum og glöppum
fást myndir eftir hann frá Sovétríkjunum,
og þarf stundum að bíða lengi og prútta til
að fá að sjá þær á Vesturlöndum þar sem
hann er talinn eitt mestu filmskálda sem nú
lifa. Og þegar þær fást á kvikmyndahátíð-
irnar stóru er þeim sjaldnast teflt fram til
verðlaunakeppni af hálfu Sovétmanna,
Meira frá Tyrkjum,
Tarkovskíogfleira
Thor_______" y
Vilhjálmsson
skrifar Æfi
hversu mikla hrifningu sem þær eiga vísa
meðal listdómara og listnjótenda.
Kennari Tarkovskí á kvikmyndaskólan-
um var Mikhail Romm, vandaður og
heiðarlegur kvikmyndahöfundur sem
aldrei lagðist í lágkúru; og var sagður hafa
átt meginþátt í því að Tarkovskí fékk inn-
göngu í kvikmyndaskólann sem var engan
veginn auðvelt þar sem hann vakti tor-
tryggni vegna uppruna síns, kominn út af
menningarvitum en ekki öreigastétt eða
skriffinnskuaðli. Faðir hans var ljóðskáld,
eins og víða kemur fram í kvikmyndum
hans, þar sem faðirinn flytur stundum ljóð
sín, svo sem bæði í Speglinum og Stalker.
Móðir hans er líka vel menntuð kona sem
lifði og hrærðist í bókum og list: þau skildu
þegar Tarkovskí var barn. Hann ólst upp
meðal listamanna og menningarfólks; sem
löngum hefur verið tortryggt þar í landi, og
raunar víðar af stjórnmálamönnum og
varðsveinum þeirra. Tarkovskí vakti at-
hygli Romms með gáfum sínum. Romm
þurfti að beita sér mjög til að telja aðra
ráðamenn á kvikmyndskólanum á að sam-
þykkja að taka við Tarkovskí-, þeir töldu
hann of tómlátan um viðteknar þjóðfélags-
skoðanir.Það var á miðjum 6. áratugnum.'
Spegillinn mun vera mjög sjálfsævisögu-
leg. Ég sá hana í París; og linnti ekki látum
fyrr en ég fékk samþykkt að reyna að fá
hana á kvikmyndahátíð; en fékkst ekki frá
Sovétríkjunum. Hún var svo sýnd í Fjala-
kettinum um sama leyti og næsta
kvikmyndahátíð var hér, og fékkst þá frá
Englandi.
Launamál listamanna
í umkvörtunarbréfi Njarðar Njarðvík
undan Þorgeiri Þorgeirssyni í síðasta Helg-
arblaði Þjóðviljans segir formaður Rit-
höfundasambands íslands, í framhaldi af
því sem hann lætur getið að einu sinni hafi
Launasjóður rithöfunda ekki verið til:
„Ekki virðist neinum detta í hug að þakka
fyrir að nú skuli úthlutað tæpum 400 mán-
aðarlaunum til rithöfunda," segir hirð-
stjórinn.
Þetta þykja mér fréttir ef satt er. Mér er
reyndar málið skylt. Ég hef ástæðu til að
trúa að það hafi á sínum tíma riðið
baggamuninn að við tókum höndum saman
á bak við tjöldin að koma málinu gegnum
þingið þrír, Einar Bragi, Matthías Johann-
essen og ég, og fórum hamförum í góðri trú
að það mætti verða lyftistöng fyrir bók-
menntasköpun á íslandi. Þá voru á Alþingi
samþykkt fyrirmæli til ríkisstjórnarinnar að
endurgreiða til rithöfunda sem næmi sölu-
skatti af bókum. Að vísu mun langur vegur
frá því að þetta standist á.
Samkvæmt tölum Njarðar formanns ætti
að fara að verða lífvænt fyrir rithöfunda á
íslandi að því tilskildu að launagreiðslur
þessar séu miðaðar við þeirra hag sem raun-
verulega helga sig þessu starfi.
Samkvæmt minni reynslu hefur skort alla
festu í þessum launagreiðslum. Vitanlega
ættu þeir sem hafa tekið þá áhættu að hafa
bókmenntasköpun að atvinnu og hafa
sannað erindi sitt að sitja fyrir um launin.
Tekjur slíkra manna eru mjög ótryggar svo
ekki sé meira sagt.
Sé þetta rétt hjá formanninum ætti loks-
ins að vera í sjónmáli það sem atvinnuhöf-
unda hefur dreymt að eiga tryggt kaup fyrir
vinnu sína, eins og allt annað vinnandi fólk í
landinu.
Mætti hugsa sér ýmsar leiðir til að tryggja
að þetta fé þjóni bókmenntasköpun. Til
dæmis mætti veita 20 höfundum föst árs-
laun, og skipta svo hinu. Nú gilda þær regl-
ur að ekki megi veita neinum meira árlega
en meðgöngutímalaun, það er að segja níu
mánuði. Væri því fylgt mætti veita 20
mönnum 9 mánuði hverjum, öðrum 20
mönnum 6 mánuði, og 25 mönnum laun í 4
mánuði. Fengju þá 65 menn skáldalaun og
ætti að vera feyki nóg. Varla skipta fleiri
hverju sinni máli á þessu sviði. Og fáir
þeirra meginmáli. O.s.frv.
Nú veit enginn hvar hann stendur,frá ári
til árs. Hvernig sem hann vinnur.