Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJóÐVILJINN Helgin 5. - 6. mars 1983 Uppeldi til friðar Á morgun, fyrsta sunnudaginn í mars, er árleguræskulýðsdagur þjóðkirkjunnará íslandi. ( þetta sinnberhann yfirskriftina „Uppeldi til friðar“ og verður lagt út af henni á prédikunarstólum landsins. Það er ekki úr vegi að minna á, að Prestastefnan 1982 samþykkti ályktun, sem m.a. innihélt hvatn- ingu til söfnuða landsins um að leggja áherslu á uppeldi til friðar. Ég vil birta hér þann kafla úr á- lyktuninni, sem fjallaði um þetta mál: „Við hvetjum söfnuði landsins til þess að leggja aukna áherslu á uppeldi til friðar með því að: a) ástunda slíkt uppeldi innan • fjölskyldunnar sjálfrar og í sam- skipum milli heimila á þann hátt m.a. að sýna sáttfýsi, sanngirni, hógværð og umburðarlyndi, b) vekja menn til vitundar um skaðsemi ofbeldis í fjölmiðlum, myndböndum, leikföngum og á fleiri sviðum, c) vekja til umhugsunar um sáttaleiðir í deilumálum, stórum og smáum og minnast gildis hins fórnandi kærleika, d) byggja upp gagnkvæmt traust milli einstaklinga og hópa og vinna gegn fordómum með því að hvetja menn til þess að virða skoðanir annarra. Vér bendum söfnuðum lands- ins á eftirfarandi leiðir til þess að vinna að uppeldi til friðar: a) Með því að leggja rækt við guðsþjónustu safnaðarins og biðja fyrir friði, b) með því að efna til umræðu- funda í kirkjum og safnaðar- heimilum um málefni friðar og afvopnunar.“ Framlag þjóðkirkjunnar til þeirrar umræðu um frið og afnám vopnabúnaðar, sem nú stendur yfir víða í þjóðfélaginu, hefur verið verulegt. Við viljum t.d. minna á, að fyrir utan innra starf í söfnuðunum, hefur kirkjan beinlínis gengið fram fyrir skjöldu í þessum málum - þannig hefur biskup íslands hvatt al- þingismenn til þess að samþykkja frumvarp til laga um bann við of- beldiskvikmyndum, sem nú liggur fyrir - og vill raunar ganga lengra en frumvarpið og banna allar ofbeldiskvikmyndir, list- rænar eða ólistrænar. Fyrir jólin stóð Þjóðkirkjan að því ásamt mörgum félögum að hvetja fólk til þess að gefa börnum sínum þarfari leikföng en byssur í jólagjöf. Þannig má áfram telja, en látum þetta duga. ast Friðarhreyfmg kvenna senn stofnuð Það eru fleiri en Þjóðkirkjan, Samtök herstöðvaandstæðinga eða Hópur áhugafólks um friðar- mál og afvopnun, sem hafa áhuga á friði. Konur landsins ætla að efna til mikillar ráðstefnu n.k. þriðjudag þar sem kannaður vérður áhugi á því að stofna ís- lcnska kvennafriðarhreyfingu. Það eru Kvenfélagasamband íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélag íslands, sem til fundarins boða og verður hann haldinn að Hall- veigarstöðum, 8. mars klukkan hálfníu. Á fundinum verður . kynnf ávarp og erindi frá Friðarhópi kvenna, þar sem hvatt er til um- ræðna um friðar- og afvopnun- armál. Framsögukonur verða: Elín Pálmadóttir, blaðamaður og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur. Fundarboðendur hvetja alla þá sem áhuga hafa á stofnun ís- lenskrar kvennahreyfingar til eflingar friði í heiminum að sækj a þennan fund og koma á framfæri hugmyndum um framtíðarstarf friðarhreyfingarinnar. ast ritstjórnargrein Hvers vegna einhliða aðgerðir? Fjölmargir viðræðufundir um hækkun raforku hafa engan árangur borið, enda hefur Alusuisse hag af því að tefja samninga. Því er frumvarp Alþýðubandalagsins nauðsyn. Um aðdraganda að frum- varpi Alþýðubandalagsins um hœkkun raforku til ísal Þótt frumvarp þingmanna Al- þýðubandalagsins í npðri deild Alþingis um einhliða hækkun raf- orkuverðs til Alusuisse hafi enn ekki verið tekið á dagskrá, hefur það vakið mikla athygli. Gagn- rýni á framvarpið hefur verið tvenns konar. Annarsvegar hefur því verið haldið fram, að samn- ingaleiðin við Alusuisse sé ekki fullreynd og að frumvarpið loki fyrir alla samninga. Þannig segir t.d. í stjórnmálaályktun Sam- bands ungra framsóknarmanna: „ÖII málsmeðferð núverandi iðnaðarráðherra Hjörleifs Gutt- ormssonar, í því máli er með ein- dæmum. Framlagning hans á frumvarpi á Alþingi í s.l. viku um einhliða hækkun á raforkuverði til ísal, skaðar miklu meira en svo samningstöðu og hagsmuni ís- lendinga að Hjörleifur Gutt- ormsson geti borið ábyrgð á.“ Hin gagnrýnin, sem einkum hefur komið frá þingmönnum Al- þýðuflokksins, lýsir þvílíkri póli- tískri smæð, að um hana verður ekkifjallað. Þeirhafaeinkum tal- að um hvað hafi kostað að prenta frumvarpið með fylgiskjölum. En frumvarp þetta er óvenju vel stutt fylgigögnum, enda hápunkt- ur mikillar vinnu iðnaðaráðu- neytisins í þessu máli. En hugum nú nokkuð að gagn- rýni ungra framsóknarmanna á framlagningu frumvarpsins. Var ekki búið að fullreyna samninga- leiðina við ísal? Um þetta er fjall- að í greinargerð frumvarpsins. Neituðu allri hœkkun - Forráðamenn Alusuisse voru mjög tregir til viðræðna við ís- lensk stjórnvöld, en þó tókst að koma á fyrsta viðræðufundi aðil- anna í ágúst 1981. Þar mætti af íslands hálfu álviðræðunefnd, sem skipuð hafði verið af iðnaðarráðherra, en í henni voru sérfræðingar og fulltrúar allra stjórnmálaflokka landsins. Á þessum viðræðufundi neitaði aðalsamningamaður Alusuisse, dr. Edwin Weibel, að ræða breytingar á raforkuverðinu til álversins. Samþykktu aðilar að hittast aftur um haustið, en sá fundur dróst til desember 1981. Á þeim viðræðufundi aðila í desember 1981 neitaði dr. E. Weibel afdráttarlaust að ræða breytingar á raforkuverðinu. Á desember fundinum var hins veg- ar ákveðið að aðilar hefðu samband í janúar 1982, en þannig fór að fulltrúar Alusuisse komu til íslands 1. febrúar 1982 og vildu þá hvorki ræða við iðnaðarráð- herra né álviðræðunefnd. Full- trúar Alusuisse höfðu meðferðis bréf til ríkisstjórnar íslands og ræddu það við formenn vissra stjórnmálaflokka og höfðu þar með að engu leiðbeiningarreglu Efnahags- og framfarastofnunar- innar í París um samskipti ríkja og fjölþjóðafyrirtækja. Komu ekki Þrátt fyrir þessa þróun mála tókst að ná samkomulagi um að aðilar hittust í Kaupmannahöfn í byrjun mars 1982. Álviðræðu- nefnd undirbjó sig af kappi og við þennan fund voru m.a. nokkrar vonir bundnar um að takast mætti að fá Alusuisse til viðræðna um raforkuverðið. Þessar vonir urðu að engu, þegar Alusuisse til- kynnti formlega seinnihluta fe- brúarmánaðar, að fulltrúar fyrir- tækisins myndu ekki koma til þessa fundar. Við þessi tíðindi var gerð ýtar- leg ríkisstjórnarsamþykkt um samskiptamál íslands og AIu- suisse og um raforkuverðið, en samþykktinni lauk með þessum orðum: „Ef ekki reynist unnt að fá samþykki Alusuisse og hefja án tafar viðræður á ofan- greindum grundvelli, áskilur ís- lenska ríkisstjórnin sér allan rétt til að fara eigin leiðir til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum á gildandi samningum." Þegar hér var komið sögu sendi iðnaðarráðherra formanni fram- kvæmdastjórnar Alusuisse, dr. Paul Múller, áskorun um að koma til fundar við sig í því skyni að koma viðræðum aftur af stað. Ræddu þeir saman í mars og maí 1982, en á seinni fundinum slitn- aði upp úr viðræðum. Á báðum þessum fundum lýsti dr. Paul Múller því yfir, að Álusuisse gæti ekki samþykkt neina hækkun á raforkuverðinu til álversins, en Alusuisse var gerð ýtarleg grein fyrir framangreindri samþykkt ríkisstjórnarinnar. Hœkkun með skilyrðum Hinn 10. nóvember 1982 barst svo bréf frá Alusuisse, þar sem lagður var fram nýr viðræðu- grundvöllur og í framhaldi af þessu bréfi fóru fram tveir viðræðufundir í nóvember og desember 1982. Dr. Paul Múller kvaðst enn á ný ekki geta sam- Engilbert Guðmundsson skrifar þykkt neina hækkun raforku- verðsins. Á hinn bóginn lýsti hann sig nú reiðubúinn til þess að leggja til við stjórn Alusuisse hækkun raforkuverðsins að up- pfylltum þremur skilyrðum. í fyrsta lagi mætti Alusuisse stækka ísal um einn kerskála samkvæmt nánara samkomulagi. í öðru lagi mætti Alusuisse taka inn í ísal nýjan 50% eignaraðila og í þriðja lagi yrði kaupskyldan á raforku lækkuð í 50%. Þetta var með öllu óaðgengilegt af íslands hálfu, þegar af þeirri ástæðu, að öll samningsaðstaða hlaut að tap- ast í málinu við slíkar yfirlýsing- ar. Þetta var ekki síður óaðgengi- legt vegna þeirrar fullyrðingar Alusuisse, sem síðar kom fram, um að það orkuverð, sem ísal greiðir nú, sé sambærilegt við raunhæft viðmiðunarverð, og eigi því ekki að hækka að neinu ráði. Nokkru seinna kom fram í skeyti frá Alusuisse, að fyrir- tækið gæti hugsað sér að fresta í bili þriðja skilyrði sínu um kaup- skyldu rafmagns. Alþingi krafið svars Það er ljóst af því sem hér hef- ur verið rakið, að reynt hefur ver- ið til hins ýtrasta að ná samkomu- lagi við Alusuisse um leiðréttingu orkuverðs. En þar sem Alusuisse á mikilla hagsmuna að gæta í því að tefja allar viðræður er von að erfiðlega hafi gengið að fá fram viðunandi hækkun með samkom- ulagi. Þess vegna reyndi iðnaðarráðherra að fá ríkis- stjórnina til að standa að einhliða hækkun á raforku til ísal. Þegar samráðherrarnir reyndust ekki reiðubúnir til að gæta hagsmuna þjóðarínnar í þessu máli, var ekki um annað að ræða en að flytja málið inn á Alþingi. Þar verður um það tekin ákvörðun hvort hækka þarf raforkuverð til al- mennings um 125% á þessu ári eða ekki. eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.