Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 9
Helgin 5. - 6. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 \ Úrvalsrit heimsbókmenntanna hjá AB: Og Bræðurnir Karamazof þýddir tvisvar Séra Gunnar Árnason þýddi mestan hluta skáldsögunnar bræð- urnir Karamazof eftir Fjodor Dost- ojéfskí tvisvar - vegna þess að handrit þýðingarinnar týndist hjá úgefanda. Sér nú þýðing á þessari miklu rússnesku skáldsögu dagsins Ijós innan tíðar. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Almenna bókafélagið boðaði til um útgáfur á „Úrvalsrit- um heimsbókmenntanna“, en for- lagið ætlar að koma einskonar áætlanabúskap á þá útgáfu. Séra Gunnar sagði frá því, að hann hefði byrjað á að þýða Kar- amazofbræður fyrir 20-30 árum og þá úr ensku. Þegar hann komst að því, að sú þýðing var stytt verulega fékk hann sér ágæta danska þýð- ingu og þýddi eftir henni. Ragnar í Smára ætlaði svo að gefa út og lét setja fyrsta bindið, en afgangurinn af þýðingunni týndist og hefur ekki til hans spurst síðan! Séra Gunnar var samt ekki af baki dottinn og þýddi söguna aftur og er það ekki áhlaupaverk, því hún mun ca. 1500 síður að íslensk- um útgáfuhætti. Áformað er að fyrsta bindið komi út á næsta ári. I Guðbergur og Helgi | AB hefur þegar gefið út þrjú bindi af Don Kíkóta Cervantesar, sem Guðbergur Bergsson þýðir. Af honum er sömu sögu að segja og séra Gunnari að því leyti, að hann réðist í þetta mikla verk án fyrir- heits um útgáfu. Fjórða og fimmta bindi koma út á þessu ári. Guðbergur lýsti það einna sér- stæðastan vanda við að þýða Don Kíkóta, að fræðimenn hefðu seint komið sér saman um þann texta sem leggja ætti til grundvallar; var sú kenning uppi að Cervantes hefði ekki kunnað kastiljönsku sem skyldi, og vildu menn lengi leiðrétta hann. Guðbergur kveðst halda sig sem mest við frumprent- un sögunnar. Fyrir jól kom svo út fyrsta bindið í heildarútgáfu leikrita Shakespe- ares í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar. Áður höfðu komið út sex bindi af Shakespeareþýðingum Helga hjá Máli og menningu og munu þau geyma sautján leikrit. En Helgi hefur nú þýtt öll þau 37 leikrit sem Shakespeare skrifaði, og hafa aðrir þýðendur ekki mikil- virkari verið. Þau koma nú út í átta bindum, eitt á ári. Þýðingar Helga hafa verið mikið notaðar í leikhús- um - nú síðast þýddi hann Oresteiu fyrir Þjóðleikhúsið og er sú þýðing Sr. Gunnar Árnason: Tvö bindi af þrem voru týnd og hefur ekkert til þeirra spurst....(Ljósm. eik). hans komin út í bókarformi hjá AB. Eiríkur Hreinn Finnbogason út- gáfustjóri sagði, að áætlað væri að við flokkinn „Úrvalsrit heimsbók- menntanna“ bættust 2-4 bindi á ári. í flokkinn yrðu aðeins tekin þau rit sem áhrif hafa haft á heimsbók- menntirnar.Lögð verður áhersla á vandaðar þýðingar. Útlit bókanna er mismunandi en þær eru ein- kenndar með merki bókaflokksins. -áb. 4.—10. mars Festal: Tilboös- verð Aspargus- heill 1/2 ds.. 28.70 Aspargus-skorinn 1/2 ds. 33,90 Kína: Ananasbitar 1/i ds.......33,90 Sulta: Jarðaberja.............16,35 Lingonberja............16,35 Cranberja................16,35 Maggi: Kartöflumús 125 gr.....17,85 Okkar verð 36,00 42,45 42,45 20,50 20,50 20,50 22,40 Leyft verð 39,05 46,05 46,05 22,20 22,20 22,20 24,30 Verksmiðjuútsalan í fullum gangi ótrúlegt verð 3MZ2ZZ32Z &53159 VORUMARKAÐUR MIÐVANGI41 <150292 Kjarvalsstaðir: iZola í vídeó Menningardeild Franska sendi- ráösins hefur fengið í hendur af algjörlega sérstökum ástæðum frá franska sjónvarpinu (Antenne 2) myndsegulbandsspólu með hinni miklu þáttaröð „Zola ou la consci- ence humaine“ sem íslenska sjón- varpið sýndi við miklar vinsældir 10. til 31. mars 1982 (þættirnir voru 4, sýndir á miðvikudagskvöldum). Þættirnir eru allir saman nærri 8 stunda langir. Myndsegulbands- tæki verður komið fyrir í andyri Kjarvalsstaða og verða þættirnir þar sýndir viðstöðulaust og gestum að kostnaðarlausu frá kl. 14.00 til 22.00. Maltorka 9.850 á mann. samk. gengi 20.1 1983. fyrir 4 manna fjölskyldu Þetta dæmi á við 4 manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, 5 ára og 10 ára. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að fara saman til Mallorka urr. páskana og njóta skemmtunar í fallegu umhverfi. hverfi. 17 daga terð — 27/3 til 12/4 mitvm Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveígarstíg 1, Símar 28388-28580

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.