Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. mars 1983 dægurmal (sígiid?) Lítið hefur heyrst í Þursaflokk- num síðustu mánuði, enda inn- limaður í Stuðmenn með húð og hári. Mig langaði til að forvitnast hvort ekki væri að færast lífsmark í hljómsveitina og sló því á þráðinn til Egils og spurði hvort hann væri ekki fáanlegur í stutt viðtal. Hann var til í það en sagðist ekki hafa mikið að segja en sagði að ég gæti komið á mið- vikudaginn ef ég héldi að eitthvað væri á því að græða. Ég þakkaði kærlega fyrir og dratt- aðist niður í Grettisgat í hádeginu seinasta miðvikudag og afrakstur þeirrar heimsóknar fer hér á eftir. Hljómplata í maí Blm.: Er Þursaflokkurinn að vakna til lífsins á ný? EgiII: Já, við erum að skríða út úr Stuðmannaberkinum. Það hefur mikill tími farið í myndina. Þórður er fjármálastjóri fyrirtæk- isins og hefur haft í nægu að snú- ast. Ég hef séð um dreifingu og svo hefur tími farið í lagfæringar á stúdíóinu, við erum að einangra okkur betur frá nágrönnunum. Skilaðu bestu kveðju til þeirra. Um miðjan þennan mánuð för- um við í 5. eða 6. landsreisu okk- ar og er verið að vinna að henni þessa dagana. Blm.: Er von á nýrri breiðskífu með ykkur á næstunni? Egill: Það er stefnt að því að koma út plötu í maí. Blm.: Nú eigið þið mikið af gömlum upptökum, stendur til að gefa þær út? Rœtt við Egil Ólafsson Þurs og Stuðmann EgiII: Hvað er menning? Ljósm.: Sævar. „Menn eru alltof uppteknir af því að vera meðvitaðir” Egill: Satt er það að við eigum mikið af gömlum upptökum, allt frá 1979. Upptökur frá hljóm- leikaför okkar um Norðurlönd og Holland og upptökur frá ferðum okkar hér heima. Þessi mál hafa lítið verið rædd en það er aldrei að vita hvað við gerum. Blm.: Hvers vegna eru þessar hvíldir teknar í hljómsveitinni? Egill: Það er ekki grundvöllur til að starfrækja hana allan ársins hring. Hún er hálfgert aukastarf hjá okkur. Ég hef starfað og starfa töluvert í ieiklistinni, Þórður hefur séð um rekstur- hljómsveitarinnar, og Þursabits um árin, Júlli haft umsjón með stúdíóinu, Tómas starfað sem upptökustjóri og Ásgeir spilað mikíð inn á hljómplötur sem „session“-maður. Við störfum aðeins hluta úr ári en þegar við erum í þessu kemst ekkert annað að. Núna erum við að undirbúa hljómleikaferð og æfum því stöð- ugt og mikið. Vinnan skilar sér svo á hljómleikum, við fáum pen- inga í skömmtum. Við kvörtum ekki undan peningaleysi, ekki svo að skilja að við syndum í pen- ingum heldur hitt að við kvörtum ekki meðan við getum unnið við músík og haft til hnífs og skeiðar. Við erum lukkunnar pamfílar. Sólóplata Blm.: Það heyrast alltaf annað_ slagið sögusagnir um að þú sért að fara að vinna að sólóplötu, er eitthvað til í því? Egill: Það er ábyggilega gaman1 að eiga fýrsta og seinasta orðið við gerð einhverrar plötu en mig langar aðeins til að vinna með Þursum í bili, hitt kemur seinna. Að vísu er Tommi alltaf að hvetja mig að fara sóló og gera barna- plötu. Blm.: Hvernig hefur starf- semin á Grettisgati, stúdíói ykk- ar, gengið? Egill: Það hefur gengið þokka- lega, það er rekið meira af hlýju hjartalagi til tónlistarmanna en einhverjum peningasjónarmiðum. Við þykjumst vera búnir að finna hina íslensku leið þ.e. hvernig eigi að fara að þessu og viljum hjálpa starfsbræðrum okkar og miðla þeim reynslu okkar. Hér hefur engin plata verið tekin upp sem ekki hefur staðið undir sér. Hér er ódýirt að taka upp og þarf að selja fá eintök til að útgáfan beri sig þ.e. að útlagður kostn- aður skili sér en það verður að segja að vinnulaun eru þar ekki meðtalin. Annars er „Gatið“ fyrst og fremst staður fyrir okkur og hér er heimili hljómsveitarinn- ar og Kvikmyndafélagsins Bjarmalands. Framtíð Stuðmanna á huldu * Blm.: Verða Stuðmenn endur- lífgaðir á ný? Egill: Það er allt á huldu, við erum með vangaveltur um að starfa saman á ný og langar til að spila í útlöndum. Þetta er ekki draumurinn um að „meika“ það heldur fyrst og fremst þörfin fyrir að spila tónlist fyrir nýja áheyrendur, prófa hana í öðru samhengi, annarri menningu. Eftirminnilegustu minningar mínar tengdar Þursunum er þeg- ar við fórum í hljómleikaferðina sem ég minntist á hér áðan. Hún var ógleymanleg, það er ólýsan- legt að vera í hljómsveit sem orðin er það samstillt og farin að spila svo vel saman að manni finnst að einstaklingarnir renni saman í eitt og hugsi eins og einn maður. Blm.: Nú hefur aðsókin að Allt á hreinu verið mjög góð, bjugg- ust þið við einhverju í líkingu við þetta? Egill: Nei.., en velgengnin er góð. Samt getur verið jafn erfitt að höndla hana og andstreymið. (Hér skaut Tommi inn í vitalið): Það skeikaði 500, Egill. Við álitum það gott ef við slyppum fyrir horn. Það eru sjö ár liðin frá því Stuðmenn hættu og við renndum blint í sjóinn með þetta fyrirtæki. Tvær tónlistarkyn- slóðir hafa gengið um garð frá árum Stuðmanna, diskó- og pönk-kynslóðin, þannig að við höfðum lítla hugmynd um hvað við vorum að fara út í. Blm.: Hvað hafa margir séð myndina? Egill: Mér er illa við að gefa upp tölur því þær eru oftast rang- túlkaðar. Ef ég gæfi upp ein- hverja tölu núna þá væru margir fljótir að grípa hana á lofti og segja: „Djöfull hafa þeir grætt á þessu.“ En málið er ekki svona einfalt, ýmis kostnaður kemur til eftir að ein kvikmynd er komin á koppinn. Við erum sloppnir fyrir horn núna og höfum getað greitt þeim laun sem unnu kauplaust að þessu í 5-6 mánuði, kaup með einhverjum bónus því að við bú- um við mikla verðbólgu. Núna höfum við peninga til að setja inn á kvikmyndina enskt tal og texta og við það opnast fleiri mögu- leikar. Blm.: Nú fór myndin á sýningu í Finnlandi. Hvaða viðtökur fékk hún þar? Egill: Hún kom töluvert á óvart í Finnlandi og erlendir gagnrýnendur, sem voru á þess- ari hátíð, fóru lofsamlegum orðum um hana sem og nýju myndina hans Lárusar Ýmis „Ándra dansen“ og mynd Hrafns. „Okkar á milli“. Blm.: Nú fóru sumir gagnrýn- endur hér heima hörðum orðum um myndina. Kom það ykkur á óvart? Egill: Ég veit ekki hvað gagn- rýnendur vildu sjá. Það er ekkert grín að framleiða kvikmynd á ís- landi. Sums staðar á Norðurlönd- Umsjón Sif Jón Viöar Andrea um er ríkisstyrkur 90% af kostn- aði (Noregur) en hér er hann u.þ.b. 7%. Textinn er til að lita tónlistina Blm.: Nú er mikið rætt um texta. Heldur þú að textar fái breytt einhverju í sambandi við skoðanir manna? Egill: Menn bjarga ekki heiminum með einum texta eða einu ljóði hvað þá einu lagi. Góð- ur texti getur lifað eigin lífi án lags og öfugt. Ljóð sem sungið er með lagi lifir allt öðru lífi en þeg- ar það stendur í bók. En þegar rætt er um ljóð og lög kemur til smekkvísi og um góðan smekk er aldrei deilt. Ég hugsa mína texta ekki sem ljóð heldur sem orð, hugsanir, í besta falli eru þau prósi. Dramatíkin er í músikinni og hún er aðalatriðið. Textinn er til að lita hana. Stundum gengur stemmningin í texta þvert á lagið og stundum hjálpar hún litrófi lagsins - allt eftir efnum og að- stæðum. Annars finnst mér það ókostur að menn eru alltof upp- teknir af því að vera meðvitaðir og gleyma öllum þeim tilfinning- um sem búa í manninum. Blm.: Værirðu tilbúinn til að sýna okkur svo sem einn texta eða brot úr texta. Það var auðfengið og því birt- um við hér brot úr einum texta: Eg stend upp fer á klósettið tek upp veskið tel peningana og held í mér. Ef þeir eru nógir, ef þeir duga í bili, ef það er fullt af þeim, þá breytið engu, frystið það, ástandið, afjþví að óbreytt ástand er mér í hag á meðan held ég í mér. Blm.: Heldur þú að hin neikvæða afstaða sem ríkir gagn- vart dægurtónlist eigi eftir að hreytast á komandi árum? EgiII: Já ég er nokkuð sann- færður um það, en annars er enn mikil hræsni í kringum þetta. Tónlistarmönnum rokksins er haldin Stjörnumessa. En „list- amennirnir" fá menningarverð- laun. Þetta er alveg makalaust. Hvað er menning? Blaðsöludren- gurinn á horninu?, músíkin í út- varpinu)?, allt sem við hrærumst í? Mér skilst að menningarverð- launin séu veitt til þeirra sem iðka hina svokölluðu „alvarlegu list“. En hvað í andskotanum er nú það? Blm.: Svona að lokum. Held- urðu að þú eigir eftir að láta meira til þín taka á leiksviðinu og í kvikmyndum á komandi árum? Egilh Það er gaman að hafa þetta í bland, en það er erfitt að skipta sér. Ánnars hefur starf mitt í leikhúsinu aðallega verið í því fólgið að „músisera", búa til músík. Það er gott fólk bæði í tónlistinni og leikhúsinu og ég hef ekki gert þetta upp við mig. JVS Kjöt af 24 völdum nautgripum frá Sláturfélagi Suðurlands verður kynnt á 1. hæð í húsakynnum Afurðasölu Sambands ísl. Samvinnufélaga á Kirkjusandi. Kjötiðnaðarmenn sýna sundurtekningu á nautakjöti. Hvernig vilja neytendur nautakjötið?Skoðanakönnun meðal sýningargesta. Kjötiðnaðarstöð SIS kynnir framleiðsluvörur sínar á 2. hæð hússins. Þar verða gefnar bragðprufur og vinnsluvörur seldar í sérstökum kynningarpökkum á mjög hagstæðu verði. Sýningin verður opin í dag (laugardag) kl. 15:00 til 18:00 og á morgun sunnudag kl. 13:00 til 18:00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.