Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. mars 1983__ Dregur verulega úr byggingu verkamannabústaða Makaskipti á lóðum til verkamannabústaða Á fundi borgarstjórnar sl. við óskum meirihluta stjórnar fimmtudag var samþykkt að verða verkamannabústaða um að bæta. Reykjaneskjördæmi Kveimallsti imdirbúiim Á 100 manna fundi áhugahóps um kvennalista í Reykjaneskjör- dæmi í komandi alþingiskosning- um, sem haldinn var í Hamraborg 1, Kópavogi miðvikudaginn 2. mars, var samþykkt einróma að vinna að undirbúningi fyrir kvennalista í kjördæminu. Fjörug- ar umræður urðu um stefnuskrá kvennalista um allt land og verður henni haldið áfram að Hallveigar- stöðum á sunnudag, 6. mars. Þar mun áhugafólk úr Reykjavík og Reykjaneskjördæmi þinga um öll atriði stefnuskrárinnar frá 10-18. Auk þess mun hópurinn úr Reykjaneskjördæmi hittast sér- staklega kl. 14. 12 íbúðum við þær 126 sem fyrir- hugað er að byggja á Ártúnsholti og að veita stjórn verkamannabústaða Ióðina nr. 2-4 við Neðstaleiti, en þar áformaði borgin að byggja 27 leiguibúðir fyrir sig. Borgarstjórn samþykkti einnig að vísa aftur til borgarráðs umsókn stjórnar Verkamannabústaða um að falla frá lóðum í Seláshverfi gegn 200 lóðum við Grafarvog ef þær fyrstu verða byggingarhæfar haustið 1984. Nokkrar umræður urðu um þetta á fundi borgarstjórnar og mótmælti Guðmundur Þ. Jónsson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, því að lóðirnar í Seláshverfi yrðu teknar frá stjórn Verka- mannabústaða. Guðmundur hafði látið bóka eftirfarandi á fundi stjórnar Verkamannabústaða, þar sem þessi mál voru afgreidd: „Ég ... er samþykkur því, að sótt verði um byggingarsvæði fyrir 200 íbúðir við Grafarvog þar sem ég tel að verkamannabústaðir eigi að dreifast um borgina og vera hluti af öilum nýjum hverfum. Þess vegna fellst ég ekki á að lóðir við Grafar- vog komi í staðinn fyrir lóöir í Selás hverfi heldur eigi aðbyggja verka- mannabústaði í báðum þessum hverfum.“ Guðmundur Þ. Jónsson benti á, að þörfin fyrir verkamannabústaði væri nú ákaflega brýn - jafnbrýn og þegar mest hafi verið sótt um verkamannabústaði. Hann vísaði því á bug að fé skorti til fram- kvæmda, eins og meirihluti borg- arstjórnar vildi halda fram, og kvað neyðarástand ríkja hjá mörgu ungu fólki í húsnæðismálum. Um- sóknir um verkamannabústaði sýndu það glögglega. ast Stúdentar í húsnœðis- og atvinnuhraki „Þettagenguralltmjögtreglega. svo, að atvinnurekendur og hus- Við höfum starfrækt þessa eigendur væru ekki í neinum erfið- húsnæðis-og atvinnumiðlun núna í leikum með að finna fólk. Þetta þrjár vikur og þá má heita að okkur kæmi í sjálfu sér engum á óvart, en hafi ekkert tilboð borist frá atvinnu- stúdentar myndu halda áfram að rekendum eða húseigendum." starfrækja húsnæðis- og atvinnu- Gunnar Jóhann Birgisson, for- ■ miðlunina í þeirri von, að eitthvað maður Stúdentaráðs Háskóla ís- gengi. Starfsemin fer fram á skrif- lands, sagði ennfremur, að það stofu Stúdentaráðs Háskóla Isiands væri greinilegt að fjöldi stúdenta frá kl. 13.00 til kl. 17.00 alla virka væri í húsnæðiserfiðleikum og í daga og síminn er 15959. atvinnuleit. Hins vegar virtist sem ast- Bætur almannatrygginga hækka Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur tilkynnt að bætur alm- annatrygginga muni hækka um 14.74% frá og með síðustu mánaða- mótum. Þetta er sama hækkun og kemur á iaun í landinu vegna verðbóta. Opinn fundur í Kópavogi Staða íslenskra kvenna í dag Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur opinn umræðufund mánudag- inn 7. mars kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11. Fundarefni: Staða íslenskra kvenna í dag. Frummælendur: 1. Niðurstöður jafnréttiskönnunar - Þorbjörn Broddason, lektor. 2. Stjórnmálaþátttaka kvenna - Margrét S. Björnsdóttir félagsfræðingur. 3. Af hverju valdi ég að starfa með Kvennafram- boðinu? - Kristín Jónsdóttir, kennari. 4. Atvinnuþátttaka kvenna - Hjálmdís Haf- steinsdóttir verkamaður. Eftir framsöguerindin fara fram hringborðsum- ræður með frummælendum og fundargestum. Fundar- og umræðustjóri verður Heiðrún Sverris- dóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Heisrún sverrisssnir Alþýðubandalagið f Kópavogi Kristín Jónsdóttir Þorbjörn Broddason Margrét S. Björnsdóttir Heimsókn á Þjóðviljann Sl. fimmtudag heimsótti Þjóðviljann stór hópur nemenda úr Fjölbrauta- skólanum á Selfossi. Myndin er tekin í fundarherbergi blaðsins þar sem Einar Karl Haraldsson ritstjóri er að leiða nemendur í allan sannleika um leyndardóma blaðamennskunnar. Ljósm. Atli. Veiðisvœði við Kögurgrunn Allar veiðar bannaðar Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að banna allar veiðar áá- kveðnu svæði við Kögurgrunn frá kl. 19 í gærkvöldi 4. mars en á móti fellur úr gildi ein þeirra skyndilok- ana sem gripið hefur verið til að undanförnu. Svæði þetta takmark- ast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra C-loranpunkta: 1. 46400, 62600 2. 46600, 62600 3. 46600, 62500 4. 46500, 62500 5. 46500, 62550 6. 46400, 62550 Bann þetta er til komið vegna tilmæla Hafrannsóknarstofnunar þar sem hlutfall afla togara hefur farið verulega yfir gildandi mörk. Bannið gildir til og með 31. mars nk. en Hafrannsóknarstofnun mun kanna ástandið á svæðinu innan skamms. Æskulýðsfylklng AB orðin að veruleika Á fjölsóttum fundi ungra sósíal- ista í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg í gærkvöld var sam- þykkt einróma að breyta nafni Æskulýðsnefndar Alþýðubanda- lagsins í Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins. Þessi samþykkt var gerð í beinu framhaldi af þeirri skipulags- breytingu sem samþykkt var á fundi ungra sósíalista sl. haust, að Æskulýðsnefndin skyldi ekki lengur vera starfsnefnd miðstjórn- ar Alþýðubandalagsins heldur sjálfstæð eining í tengslum við flokkinn. Ólafur Ólafsson formaður Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda- lagsins sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, að mikill hugur hefði verið í mönnum á fundinum í gær- kvöld, og einkum rætt um kosning- astarfið sem nú er fyrir höndum, en Æskulýðsfylkingin verður beinn aðili að kosningastarfi flokksins og á m.a. fulltrúa í kosningastjórn Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Sama stjórn og var í Æskulýðs- nefndinni skipar stjórn Æskulýðs- fylkingar Alþýðubandalagsins, en 1. þing Æskulýðsfylkingarinnar verður haldið á hausti komanda. -*g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.