Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 16
Hvcriciruðustu urtíð Kurls JKdurx: Mestur heili í Evrópu „ÍTIVOIUI llVlli I UTiVj er hættur ao hugsa íí Hliðarspor Hinn ungi Marx. Hinn 14. mars n.k. eru hundrað ár liðin frá því að Karl Marx lést í Lundúnum. Þjóðviljinn mun minnast þessarar ártíðar í nokkrum greinum á næstunni og hér kemur sú fyrsta. Hún er eftir Össur Skarphéðinsson og fjallar um lífsferil Marx Karl Marx fæddist í þýsku borginni Tríen árið 1818, einn af níu systkinum sem foreldrum hans, Henríettu og Friðrik, varð auðið, þó ekki kæmust nema fjögur á legg. Foreldrar hans áttu ættir að rekja til strang- trúaðra gyðinga, en létu skírast til lútersku í þann mund sem Karl fæddist. í æsku var Karl litli hændur að Soffíu eldri systur sinni, en svo virðist sem aldrei hafi tekist mikið ástrfki með honum og móður hans. Hins vegar voru Karl og faðir- inn Friðrik miklir mátar. Friðrik var vfð- lesinn og vel metinn lögfræðingur og hefur án efa haft nokkur áhrif á son sinn. Sá sem átti hins vegar mestan þátt í að ýfa kyrrlátan huga unglingsins var náinn vinur Marxfjöl- skyldunnar, barón von Westfalen. Barón- inn var frjálslyndur skynsemishyggjumaður sem trúði að menntun og upplýsing gætu í sameiningu bjargað vonlítilli veröld. Hann sá mannsefni í hinum unga Marx og lét ekkert tækifæri ónotað til að eggja hann til stórræða, bauð honum aðgang að bóka- safni sínu og ræddi við hann tímunum saman. Dóttir barónsins Sautján ára var Karl sendur að nema lög við háskólann í Bonn en eitthvað angraði huga sveinsins unga. Hann stundaði ekki námið en ölvaðist þeim mun oftar, steypti sér í skuldir og orti hin verstu ljóð. Faðir hans sá að við svo búið mátti ekki standa, svipti dreng heim og hafði í hyggju að koma honum til náms í Berlín. En trauður vildi Karl til Berlínar ganga að svo stöddu. Á daginn kom að þaulset- urnar forðum í bókasafni barónsins höfðu heyjað honum meira en forða dýrmætrar þekkingar, baróninn átti gullfallega dóttur að nafni Jenný og nú kom í ljós að mærin unga hafði tekið herskildi hjarta hins til- vonandi byltingarmanns. Hann kvaðst ekki geta hugsað sér að hverfa frá Tríer nema hann fengi Jennýar. Á því voru hins vegar annmarkar, hún var fjórum árum eldri og ættstór, því auk þess að vera dóttir baróns var hún í móður- ætt komin af skoskum hert'ogum. En ástin vann sigur og Karl skundaði létt- ur í lundu til Berlínar en Jenný sat eftir í festum. í Berlín lagði hinn ungi stúdent bjórkrúsina til hliðar og stillti 'ljóðagerð í hóf, vann sleitulaust að námi og lauk dokt- orsprófi 1841 með ritgerð um heimspeki Forn-Grikkja. / útlegð í Berlín hafði Marx gengið til liðs við róttækar hugmyndir sem höfðu sprottið meðal stúdenta við Berlínarháskóla í kjöl- far fyrirlestra heimspekingsins Georgs Hegels skömmu áður en Karl bar að garði. Að loknu doktorsprófi hóf hann því skrif fyrir eitt af málgögnum róttæklinga, Hínar- tíðindi, sem var gefið út í Köln og varð ritstjóri þess innan tíu mánaða. En hörundsár yfirvöld þoldu illa að verða fyrir hnútasvipu hins unga ofurhuga og að boði þeirra var blaðinu lokað. Ungu hjónin fluttust þá til Parísar og Karl gerðist ritstjóri Þýsk-frönsku árbókanna þar sem mörg hinna sósíalísku rita hans birtust. Um stundarsakir var kyrrð í lífi ungu hjónanna, þeim fæddist dóttir og Karl var um hríð agndofa yfir þessu litla kraftaverki sköpunarsögunnar. Hann gaf sér þó tíma til að sökkva sér niður í þjóðhagfræði og sögu stjórnarbyltingarinnar miklu í Frakklandi og hafði tóm til að blanda geði við aðra hugsuði hinnar ókomnu byltingar á kaffihúsum Parísarborgar, þeirra á meðal þýska skáldið Heine og rússneska anark- istann Bakúnín. En refsivöndur prússnesku stjórnarinnar var langur, hún kom því til leiðar að hinir ungur Tyrkir byltingarinnar voru landrækir gerðir úr Frakklandi. Karl og Jenný fluttust þá til Brussel og bjuggu þar um skeið við kröpp kjör. Nokkru áður hafði Karl kynnst Friðrik Engels. Hann fluttist nú einnig til Brussel og þar tókst með þeim náið samstarf sem átti eftir að geta af sér margar af perlum hinnar sósíalísku arfleifðar. Um tíma bjó Engels í næsta húsi við Jenný og Karl og á vordögum 1846 sömdu þeir félagarnir þýsku hugmyndafræðina sem fann þó ekki útgefanda fyrr en 50 árum síðar. Fundinn griðastaður Samtímis kastaði Marx sér út í hina dag- legu baráttu, beitti sér fyrir stofnun verka- lýðsfélaga í Brússel og gerðist félagi í Kommúnistasambandinu, fyrirrennara þýska Sósíaldemókrataflokksins. Kommúnistasambandið varð fyrst slíkra samtaka til að leggja áherslu á hið alþjóð- lega eðli verkalýðshreyfingarinnar og hélt m.a. nokkur alþjóðamót verkamanna í Lundúnum. Það var að undirlagi þess sem þeir Marx og Engels sömdu Kommúnistaá- varpið, sígiit rit sem hefur verið gefið út á flestar þjóðtungur veraldar. En nú tók við erfiður tími í lífi Marxfjöl- skyldunnar. Karl var útlægur ger frá Brús- sel og fór nú vítt um lönd en hafði jafnan hratt á hæli sökum ofsókna yfirvalda. Að lokum bar hann aftur niður í Cologne, þar sem hann hafði áður ritstýrt Rínartíðind- um, og endurvakti þau undir heitinu Ný Rínartíðindi. En eftir að blaðið hafði hvatt til vopnaðs andófs gegn yfirvöldum var því lokað og síðasta tölublaðið lét Marx prenta með rauðu bleki. Karl Marx 17 ára um sanna hamingju „Sá sem skapar aðeins fyrir sjálfan sig getur að vísu orðið frægur vísindamaður, vitringur ágætur eða prýðilegt skáld, en hann getur aldrei orðið sannkallað mikil- menni. Sagan kallar þá stórmenni sem göfga sjálfa sig um leið og þeir vinna fyrir almennings heill, reynslan segir þann mann hamingjusamastan sem gerir flesta menn hamingjusama; trúarbrögðin sjálf kenna okkur, að sá sem flestir hafi gert sér að fyrirmynd hafi fórnað sjálfum sér. Þegar við höfum valið okkur þann starfa, sem gef- ur okkur best tækifæri til að starfa fyrir mannkynið, þá geta byrðarnar ekki beygt Marx var nú orðinn skelfir illa þokkaðra yfirvalda hvarvetna og illvært á meginlandi Evrópu. Um þessar mundir var saman kominn mikill fjöldi pólitískra útlaga í Lundúnum og jafnframt þurfti Engels fyrr en síðar að hverfa til fjölskyldu sinnar sem átti eignir í Manchester á Englandi. Árið 1849 réð Karl því að flytja ásamt Jenný og börnum þeirra þremur til Lundúna. Þar bjuggu þau alla tíð síðan og þar átti Karl eftir að skrifa höfuðrit sitt og hinnar sósíal- ísku hreyfingar, Auðmagnið. Við knappan kost íLundúnum í Englandi bjuggu þau við mikla fátækt. Börnunum fjölgaði og Karl reyndi að seðja svanga munna með því að selja blöðum og tímaritum greinar sínar, um tíma var hann Evrópufréttaritari New York Daily Tri- bune, sem var víðlesið blað í Ameríku á þeim tíma. En allt kom fyrir ekki, tekjurnar hrukku ekki fyrir útgjöldunum og honum uxu skuldir. í bréfi frá Jenný hefur varðveist ömur- leg lýsing á því hvernig kröfuharðir skuld- heimtumenn létu greipar sópa um eigur þeirra, og hrifsuðu meira að segja vöggu nýfæddrar dóttur og létu að því búnu varpa fjölskyldunni á dyr við fagnaðarlæti aðvíf- andi götulýðs. Þau neyddust til að flytjast til Sóhó þar sem þau bjuggu ásamt fimm börnum í hrak- legri tveggja herbergja fbúð. Karl var ævin- lega mjög elskur að börnum sínum og í skýrslu frá njósnurum prússnesku stjórnar- innar, sem höfðu strangar gætur á Karli í Lundúnum, hefur eftirfarandi vitnisburður geymst: „Þrátt fyrir friðlaust eðli og úfið skap er Marx öllum mönnum mildari og nærgætnari sem eiginmaður og faðir“. Hon- um var því mikill harmur kveðinn þegar þrjú börn hans dóu meðan á Sóhó dvölinni stóð, eitt þeirra Edgar, uppáhald hans og yndi, sem Karl kallaði ævinlega Mouche (litla flugan). Þegar hann var jarðsettur þurfti að aftra Marx með valdi frá því að kasta sér ofan í gröfina. Engels - vinur í nauð okkur, þá njótum við ekki fátæklegrar, tak- markaðrar, sérgóörar gleði, heldur tilheyrir hamingja okkar fjöldanum, verk okkar lifa í kyrrþey, en ávallt virk, og glóandi heit tár göfugra manna munu væta ösku okkar.“ Úr ritgerð sautján ára gamals mennta- skólanema í Trier, Karls Marx, um efnið „At- hugasemdir unglings í tilefni starfsvals". Svo þröngt var stundum í búi, að eitt sinn þurfti Karl að veðsetja frakkann sinn tvívegis sama veturinn, til að geta keypt mat ofaní angana sína í Sóhó. Um tíma ákvað hann að gefa fræðistörfin upp á bát- inn og freistaði þess að fá vinnu sem skrif- stofumaður hjá bresku járnbrautunum, en sökum illlæsilegrar skriftar hreppti hann ekki starfann. Hann hugleiddi jafnframt að flytjast búferlum til Ameríku en tókst ekki að afla farareyris. Honum var ókunnugt um að breska ríkisstjórnin styrkti pólitíska út- laga til slíkra ferða! Þegar allt var í óefni komið gerðist Eng- els bjargvættur fjölskyldunnar. í Brússel hafði Karl reynst vini sínum vel, og Engels endurgalt það ríkulega síðar. Eftir komuna til Englands hafði hann tekið upp störf hjá föður sínum sem átti verksmiðju í Manc- hester, og sendi oft drjúgan hlut af launum sínum til Karls og Jennýjar.Síðar erfði Eng- els eignir föður síns og árið 1869 leysti hann mestan vanda Marx með því að borga upp allar skuldir hans og stofna lítinn sjóð sem borgaði honum árlegan lífeyri. Um svipað leyti tæmdist þeim arfur og gátu að lokum keypt sér ágætis hús í Kentish Town í Lund- únum. Engels, og síðar börn Marx, gátu þess hversu mikið ástríki var með Karli og Jenný En fátæktin fór illa með barónsdóttur- ina, hún var Iangtímum saman veik og skömmu eftir að til Englands kom virðist sem Karl hafi átt skammvinnt ástarævintýri með vinnukonunni Helenu Demuth, sem fylgdi þeim frá Þýskalandi og dvaldi með þeim alla tíð. Þeim fæddist sonurinn Friðrik sem var komið í fóstur strax eftir fæðingu. Engels gekkst við faðerninu til að aftra ósköpum á heimilinu, og þess er getið í heimildum að drengurinn Friðrik hafi ekki stigið inná heimili Marxanna fyrr en að bæði Jenný og Karli látnum. Hann varð síðar náinn vinur Elenóru yngstu dóttur Karls. Hið raunverulega fað- erni pilts kom ekki í lj ós, fyrr en Engels á dánarbeði trúði Elenóru fyrir því, svo hon- um yrði ekki álasað fyrir að hafa vanrækt son sinn. Elenóru varð þetta talsvert áfall, ekki sökum þess að faðirinn sem hún elsk- aði hafði reynst móður hennar ótrúr, held- ur vegna þess hversu illa henni þótti Karli hafa farist við son sinn. / British Museum Þó Karl Marx væri til dauðadags sívirkur í dægurbaráttu hinna alþjóðlegu öreiga- samtaka tóku hagfræðirannsóknir upp mestan tíma hans eftir að til Englands kom. Honum auðnaðist að fá aðgang að British Museum og þar sat hann dögum saman og las allt tiltækt um hagfræðileg efni og lét ekki staðnæmast við útgefin rit, heldur hljóp við fót gegnum hrannir af óbirtum hagfræðiskýrslum breska heimsveldisins. Er yfir lauk vissi hann meir um sögu bresku hagfræðinnar en flestir hinna merkustu fræðimanna við háskóla heimsins. Á meðan Marx bjó í Sóhó var skammt að fara yfir á British Museum, þar sem hann sat ævinlega við borð númer sjö í sama lestrarsalnum og Lenín átti síðar eftir að nota við aðdrætti í eitt merkasta rit sitt, Heimsvaldastefnuna. Innan kyrrlátra múra safnsins lagði Marx drögin að viðamesta verki sínu, Auðmagninu - Das Kapital - þar sem hreyfilögmál hinnar kapítalísku ver- aldar eru skilgreind svo snilldarlega að ritið hefur æ síðan verið burðarásinn í vísinda- legri kenningu hinnar sósíalísku hreyfingar. Fyrsta bindið birtist á þýsku 1867. En Karli vannst ekki líf til að sjá um útgáfu annars og þriðja bindisins, sem Engels ann- aðist 1885 og 1894. Að Engels látnum tók Karl Kautský, einn af helstu fræðimönnum þýsku sósíaldemókratanna, við arfleifð Marx og það var Kautský sem ritstýrði Kenningum um gildisaukann sem stundum var nefnt fjórða bindi Auðmagnsins. Til aðstoðar Kautský var um skamma hríð ung stúlka, sem síðar átti eftir að verða mikil- hæfur byltingarleiðtogi, deila bæði við Len- ín og Bernstein erkikrata og hafa betur gegn báðum, og bæta meir við þekkingu okkar á pólitísku hagfræðinni en nokkur annar sporgengla Marx, áður en byssu- skefti í höndum þýsks hermanns molaði á henni höfuðkúpuna: Rósa Lúxembúrg. Hratt lifaðir dagar Marx var áhlaupamaður til verka, vann yfirleitt í þungum skorpum og skeytti þá lítt um mat og drykk. I merkilegri skýrslu prússnesks njósnara sem komst í vinfengi við Marx og fyrr er vitnað til, er þess getið með svofelldum orðum: „Þó Marx sé stund- um iðjulaus svo dögum skiptir, þá vinnur hann af hlífðarlausri elju þegar mikið liggur við, án þess að sýna nokkur merki um þreytu. Hann sofnar þá hvorki né vaknar á eðlilegum tímum, vakir oft heilu næturnar og leggur sig kannski um hádegið, ótrufl- aður af erli barna og gesta“. Taugakerfi hugsuðarins virðist þó hafa staðist vel spennu hratt lifaðra daga, amk. gaf hann sér góðan tíma til að slappa af með vinum sínum, og eyddi löngum tíma í göng- uferðir útí náttúrunni, einn eða með börn- um sínum og vinum. Frá háskólaárum sínum þótti honum sop- inn góður og hafði dálæti á að sitja á krám við skeggræður um pólitík með krús af bjór. Stundum lenti hann á því einsog aðrir dauð- legir. Meðan Engels bjó í Manchester kom hann oft til Lundúna í heimsókn og dró þá stundum vin sinn á kráarrölt. Eftir eitt slíkt skrifaði hann Jenný bréf og baðst afsökun- ar á að hafa dregið Karl með sér útí nóttina,. en fékk ekkert svar. Jenný var æf, því Karl var rúmfastur nokkra daga á eftir að ná sér eftir næturævintýri þeirra félaganna. Öðru sinni var Marx á flandri með tveimur þýskum útlögum, Edgar Bauer og Helgin 5. - 6. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. WilliamT-iebknecht, sem síðar varð einn af helstu leiðtogum þýsku sósíaldemókrat- anna. Eftir að hafa komið við á hverri ein- ustu krá á Tottenham Court Road, átján talsins, var þeim loks fleygt út af þeirri síðustu. Ekki minnkuðu gleðilæti byltingar- mannanna við það, þeir tóku til óspilltra málanna við að brjóta götuljósin umhverfis og þegar Iögreglumaður kom aðvífandi var það einungis ýtarleg þekking Marx á öng- strætum Lundúna sem forðaði þeim frá því að lenda í steininum. Auk þessa var Marx mikill reykinga- maður og svældi gríðarlega vindla af miklu kappi. Því er lýst á dramatískan hátt í fyrr- nefndri njósnaskýrslu: „Þegar komið er inní herbergi Marx gýs á móti mökkur svo stækur að það er líkt og maður sé að fálma sig um reykhús, tárin spretta fram, en loks- ins venjast augun þokunni og taka að grilla útlínur stöku hluta“. Upplyfting Karl lagði áherslu á að sinna börnum sín- um sem best og lét þess einhverju sinni getið, að besta skemmtan sín væri að fara í riddaraleik með barn á öxlum sér. Um helgar var sunnudagsmatnum yfir- leitt pakkað niður í nestiskörfu og fjöl- skyldan hélt ásamt vinum sínum út fyrir borgina. William Liebknect hefur lýst því svo í bók sinni Minningar af Marx: „Sunnu- dagur á Hampstead Heath var hápunktur vikunnar. Börnin hlökkuðu til alla vikuna og meira að segja við hin fullorðnu vorum full eftirvæntingar. Hersingin lagði yfirleitt af stað um ellefu leytið, ég leiddi hópinn ásamt stúlkunum tveimur og aftan við okk- ur voru svo oftast einhverjir vinir. Þarnæst komu.svo Marx og kona hans, oft ásamt gestum sem þurfti að sinna sérstaklega. Síðust var svo hin trygglynda Lenchen (He- lena Demuth). Þegar komið var útá heiðina völdum við okkur stað af stakri nákvæmni, þar þurfti bæði að vera hægt að slá tjöldum en jafnframt stutt í te og bjór.. .Eftir að hafa etið og drukkið fylli sína fann fólk sér þægi- legan stað, sumir fengu sér blund, aðrir lásu helgarblöðin og skeggræddu stjórnmál meðan börnin fóru í feluleik í kjarrinu. En þetta indæla hóglífi þurfti að krydda svolít- illi tilbreytingu svo við skipulögðum kapp - hlaup,áflog eða hnullungavarp,ellegarfór- um í einhverjar aðrar íþróttir.. Við vorum aldrei hnuggin þó rik ástæða væri til, heldur full af óstöðvandi kátínu. Örvænting út- lagans var ekki til fyrir okkur...“ Dauðinn i Kentish Town Marx var annálað glæsimenni allt sitt líf og framá sextugsaldur var honum lýst sem sterklegum, ótömdum manni með „brún augu sem glitruðu af gáfum“. Óreglulegt líferni, óhófleg neysla tóbaks og áfengis á stundum settu að lokum mark sitt á hann. Hann átti við heilsuleysi að stríða síðustu ár ævi sinnar og læknar skipuðu honum að borða betur og vinna ekki meir en fjóra tíma á dag. En Marx sinnti því lítt. Hann átti enn eftir að senda frá sér hin merkustu rit og í ofanálg hóf hann að læra rússnesku, líkt og hann fyndi á sér hvar öreigarnir myndu fyrst brjóta af sér hlekkina til að byggja nýja veröld þar sem arðrán manns á manni var ekki lengur til. Jenný var nú orðin mjög veik og lagðist að lokum rúmföst með krabbamein í lifur. Veikindi hennar lögðust þungt á Marx. Hann hafði elskað Jenný frá því hann var táningur, frá því hún kastaði frá sér fjár- hagslegri velsæld barónsfjölskyldunnar til að deila blíðu og stríðu með hinum land- flótta ofurhuga. Þó á ýmsu hefði gengið voru hamingjustundirnar einatt margar og fjölmargar samtímaheimildir bera því vitni hversu samrýnd þau voru. Elenóra skrifaði síðar: „Þetta voru hræðilegir dagar...Þau sem voru svo háð hvort öðru, sem lifðu nánast eina og sama lífinu, gátu ekki einu sinni legið í sama herberginu.“ Þegar Jenný dó í desember 1881 var það Karli feikilegt áfall. Hann komst ekki til jarðarfararinnar þar sem Engels flutti stutta útfararræðu og sagði meðal annars að með láti Jennýjarhefði Karl Uka týnt lífinu. Heilsu Marx hrakaði nú mjög og ári síðar varð hann fyrir enn öðru áfallinu, þegar elsta dóttir hans, sem einnig hét Jenný, dó. Aftur var það Engels sem skrifaði minning- arorð. Marx var nú ekki svipur hjá sjón. Skömmu eftir hádegið 14. mars 1883 leit Engels við hjá honum og var vísað upp í herbergið þar sem Marx sat í hægindastól og svaraði ekki ávarpi vinar síns. Hann var dáinn. „Mestur heili í Evrópu er hættur að hugsa“, skrifaði Engels í bréfi til Lieb- knechts. -ÖS. - 6. mars 1983 Hraustlegur, ótaminn með „brún augu sem geisluðu af gáfum“. Marx 1861. Lára og Elenóra, dætur Marx. Elenóra var ábcrandi í samtökum enskra sósfal- ista um aldamótin. Báðar féllu að lokum fyrir eigin hendi. Jenný von Westphalen, barónsdóttirin sem átti eftir að kasta frá sér Qárhagslegri velsæld fyrir hinn landflótta ofurhuga. Friðrik Engels ásamt Marx- fjölskyldunni. Jenný situr fyrir framan Karl, eiginmann sinn. Við hlið hennar eru dæturnar, Elcnóra og Lára. Myndin er tekin 1864. Karl Marx ásamt uppáhaldsdóttur sinni, Jenný. Tveim mánuðum eftir lát hennar lést Karl einnig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.