Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 11
Helgin 5. - 6. mars 1983, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 menning í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Háttáfjórðu milljónmanna gengur nú atvinnulaus í Bretlandi og í mörgum stórborgum er atvinn- uleysið orðið milli 20-30%. Víða fær rúmlega helmingur ungs fólks, sem kemur á vinnumarkaðinn, enga atvinnu. Þúsundir fyrirtækja hafa farið á hausinn á hverju ári og verksmiðjur, sem áður voru burðarásinn í framleiðslunni, verða nú ryðinu að bráð. Hliðin eru lokuð. Starfsmennirnir komnir á skrá hinna atvinnulausu. Velferðarþjónustan hefur verið skorin niður. Bilið milli hinna ríku og hinna fátæku verður sífellt stærra. Sérfræðingar telja, að gróðinn af olíulindunum í Norður- sjó sé það eina, sem hafi forðað Bretlandi frá efnahagslegu hruni á undanförnum misserum. Þegar olían fer lækkandi óttast margir, að hagkerfið riði til falls. Því íhugar Thatcher nú að flýta kosningum, áður en endalokin verða öllum ljós. I Bandaríkjunum eru rúmlega 10 milljónir manna formlega skráðar atvinnulausar. Sérfræðingar telja þó, að nokkrar milljónir til viðbót- ar, skuli teljast til þessa hóps, því að hin opinbera tala um atvinnu- leysi, nær aðeins til þeirra, sem formlega skrá sig í viku hverri. Milljónir manna hafa hins vegar gefist upp á að tilkynna sig til skráningar. Vonleysi þeirra er svo algert, að þeir hirða ekki lengur um að tilkynna stjórnvöldum hin öm- urlegu örlög sín. Neyðin, sem fylgir í kjölfar atvinnuleysisins, er nú orðin dag- legt umræðuefni fjölmiðla í Banda- ríkjunum. Jafnvel sjónvarpið er farið að birta myndir af hinum heimilislausu og biðröðum þús- undanna, sem lifa á gjafamat frá kirkjudeildum og verkalýðsfé- lögum. Talið er, að rösklega tvær milljónir manna í Bandaríkjunum séu nú algerlega heimilislausar. Þær lifi á flækingi, sofi i skúma- skotum, leiti skjóls með börn sín í yfirgefnum hreysum. í sérhverri stórborg hefur verið komið upp eldhúsum og birgðastöðvum, sem gefa á degi hverjum hinum fátæku fjölskyldum atvinnuleysingjanna, súpu, brauð og ost. Það er sérkennilegt að lesa frá- sagnir frá „fyrirmyndarlandi" Eimreiðar-hópsins og atvinnurek- endaklíkunnar á Islandi, sem minna á ömurlegustu kaflana í skáldverkum kreppuáranna. Á hverjum degi koma hundruð þús- unda manna í eldhús kirkjudeilda og verkalýðsfélaga og í birgða- stöðvar fátækraþjónustunnar og fá þar gefins mat vegna þess, að þeir eiga ekki dollara til að kaupa sér fæðu sjálfir. Feður og mæður bíða ásamt börnum sínum í löngum biðröðum eftir því að fá súpudisk eða brauðhleif. í Bandaríkjunum hafa þúsundir fyrirtækja orðið gjaldþroti að bráð. Sjálft fjármálakerfið riðar til falls. Jafnvel forstjórarnir eru farnir að efast um ágæti Reagans. Hagvöxt- urinn hefur minnkað. Nánast í hverri viku koma sérfræðingar og ráðamenn saman til fundar til að ræða skyndiviðbrögð við nýjum vitnisburðum um sívaxandi öng- þveiti í hagstjórninni. Efnahagshrunid í Chile Fyrir nokkrum árum voru birtar í höfuðritum nýkapitalistanna margar lofgreinar um hina nýju efnahagsstefnu herforingj astj órn- arinnar í Chile. í kjölfar valdaráns- ins ákváðu Pinochet og félagar að leita ráða hjá Chicago-drengjunum hans Friedmans og gerðu þá alls- ráðandi í hagstjórninni. Það stóð ekki á lofsöngnum í hægri pressunni á Vesturlöndum. Fyrir tveimur árum birti tímaritið Fortune hástemmdar yfirlýsingar um að „Chileværi sömun þess, að efnahagsstefna Reagansstjörnar- innar væri traust". Everett Briggs, sem gegnir ráðherraembætti í Re- aganstjórninni, lýsti því hátíðlega yfir, að „í Chile gæfist mönnum að líta fyrirmyndarland hins frjálsa hagkerfis“. Og einnig í Morgun- blaðinu hérlendis birtust hliðstæð- ar lýsingar, endurprentanir úr þeirri lofgjörð, sem flutt var af hægri öflum um heim allan. Að vísu var það nokkurt feimnis- mál, að herforingjarnir höfðu fang- elsað þúsundir manna, bannað verkalýðsfélög og stjórnmála- flokka, lokað þinginu og fótum troðið mannréttindi. Hinir heiðar- legu í röðum hægri afla töldu þetta að vísu slæmt, en boðuðu að innan tíðar myndi hið pólitíska frelsi koma í kjölfar hins efnahagslega undurs. Hver þekkir ekki þuluna um „að hinn frjálsi markaður sé forsenda hins frjálsa stjórnkerfis." í Chile bauðst Chicago- drengjunum, lærimeisturum Eimreiðar-hópsins í Sjálfstæðis- flokknum, hin ákjósanlegustu skil- yrði til að prófa kenningar sínar. Þar voru engin verkalýðsfélög eða óæskileg hagsmunaöfl til að hindra framkvæmd hinnar hreinu stefnu. Ekkert land var þvf betri próf- steinn á raungildi kenninganna. En nú blasir veruleikinn við. Fyrir nokkrum dögum birtist í virt- asta blaði Bandaríkjanna, Was- hington Post, frásögn af ástandinu í Chile. „Undrið" hafði breyst í efnahagslegt hrun. Chile riðar nú á barmi gjaldþrots, líkt og Mexico og Brasilía. Atvinnuleysið er orðið yfir 30%. Gjaldþrot fyrirtækja hafa áttfaldast á undanförnum árum. Þjóðarframleiðslan hrapaði í fyrra um 14%. Ríkisvaldið hefur orðið að bjarga hundruðum banka og fjármálastofnana frá gjaldþroti vegna þess, að slíkt gjaldþrot hefði jafngilt opinberri yfirlýsingu lands- ins um efnahagslegt hrun. Tilraun Friedmans og félaga með hagkerfið í Chile hefur breyst í ömurlega spilaborg, sem á hverj- um degi getur hrunið fullkomlega. Risavaxnar erlendar skuldir, hrun í hagvexti, atvinnuleysi tæplega þriðjungs þjóðarinnar, gjaldþrot þúsunda fyrirtækja, - þetta er ver- uleikinn sem við blasir. Fram- kvæmd kenninganna hefur skapað í landinu verstu efnahagskreppu í áratugi. ísland í vor? Það kann að virðast undarlegt í ljósi fyrrgreindra lýsinga á ástand- inu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Chile, að í kosningunum á íslandi í vor, skuli stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins ganga til leiks undir merkjum samskonar stefnu. Slíkt er engu að síður staðreynd. ítök Eimreiðar-hópsins, Verslunar- ráðsins og VSÍ eru orðin slík í for- ystu Sjálfstæðisflokksins, að stefna nýkapitalistanna, mótuð í smiðju Friedmans og Chicago- drengjanna, er orðin leiðarljós flokksins. Boðskapur Verslunar- ráðsins „Frá orðum til athafna“, sem fól í sér fyrirmæli um aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins talar skýru máli. Áhrifamáttur Davíðs Odds- sonar, Þorsteins Pálssonar, Friðriks Sófussonar og annarra í hinni ungu forystusveit er orðinn slíkur, að fátt virðist nú geta stöðvað formlega valdatöku Eimreiðar-hópsins í flokknum. Deilurnar milli Gunnras og Geirs eru senn liðin tíð. Nýir menn, dyggilega studdir af Versl- unarráðinu og VSÍ munu taka völdin. Þeir hafa í áratug tamið sér fræðikenningar Friedmans og fylg- ifiska hans á Vesturlöndum. Þeir bíða óþreyjufullir eftir að fá að framkvæma á íslandi sams konar stefnu og birst hefur í Bretlandi, Bandaríkjunum og Chile. Hin stóra spurning í kosningun- um í vor er, hvort íslenskur al- menningur vill veita þessari nýju forystusveit í Sjálfstæðisflokknum afl til að Ieika sér þannig að örlög- um þjóðarinnar. Er reynslan í Bandaríkjunum, Bretlandi og Chile ekki nægilegur vitnisburður? Ætlar íslensk alþýða að greiða því atkvæði að tilraun nýkapitalist- anna verði einnig endurtekin á ís- landi? Flokkur borgarastéttarinnar á íslandi er nú orðinn formlegur liðsmaður f hinu alþjóðlega bandalagi hægri aflanna. ÁGÆTAR FERÐIR - ÁGÆTT VERÐ Tilva/inn staður til orlofs, hvort heldur er fyrir börn eða fullorðna. Sólskin öruggt, loftslag milt — Þjónusta og hótel ágæt — Matarmiðar sem hægt erað nota á öllum veitingastöðum til að kaupa mat og vín — Alþjóðlegir og búlgarskir róttir. Langar og breiðar baðstrendur með hvitum sandi. Sjórinn tæroghreinn. Skemmtanalíf fjölbreytt. Skoðunarferðir um landið og sigling tíl Istanbul. 80% uppbótó ferðamannagjaldeyri. Hótel og sumarhús á Gullnu ströndinni. Lúxushótelið Varna á Vinóttuströndinni. Barnaafslóttur 2—12 óra. endum bæklinna nn uor/HÍSta „HRESSINGARDVÖL" A Grand hótel Varna er hægt að tvinna saman orlof og „hressingardvöl”. Þar eru heitar laugar frá náttúrunnar hendi en auk þess fyrsta flokks heilbrigðis- þjónusta með nýtísku tækjum og ágætis læknum. Alls konar nudd — nálastungu- meðferð — Gerauital meðferð — o.fl. Nánari upplýsingar í skrifstofu okkar. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogur 44, Reykjavík. Sími86255. Opið fró kl. 8—5 alla virka daga og 8—12 alla laugardaga. Símsvari alla aðra tínra. Thatcher Reagan Hayek SVARTAHAFSSTRONDIN - BÚLGARÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.