Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. mars 1983 Áskorendaeinvígið 6. grein Zoltan Ribli til alls vís - Zoltan Ribli, annar ung- verski þátttakandinn í Áskor- endakeppninni, er öllu minna þekktur en Lajos Portisch landi hans þó engan veginn sé sýnt að Portisch sé sterkari skák- maður. Ribli hefur um hartnær áratugs skeið verið skákmaður númer tvö í Ungverjalandi en með frammistöðu sinni á milli- svæðamótinu í Las Palmas í sumar þar sem hann varð einn í efsta sætið, án þess að tapa skák skipar hann sér án tví- mæla á bekk með 10 bestu skákmönnum heims. Ribli tefldi á svæðamótinu í Reykjavík árið 1975, varð örugg- lega í efsta sæti án þess að tapa skák, og mikla athygli vakti hversu fljótur hann var að átta sig á vand- amálum hverrar stöðu, iðulega var hann með um eða yfir klst. betri tíma en andstæðingurinn. Svæða- mótið á Hótel Esju var fyrsta próf - ^raun Riblis í heimsmeistarakeppn- inni og þó hann sé nú í fyrsta sinn kominn í keppnina, þá hefur hann verið mjög nálægt því að komast áfram á þeim tveim millisvæða- mótum sem hann tók þátt í áður en hann tefldi í Las Palmas. Á millisvæðamótinu í Manila 1976 munaði sáralitlu að hann kæmist áfram og á millisvæðamót- inu í Riga 1979 þurfti hreinlega kraftaverk til þess að halda Ribli frá áskorendakeppninni. Hann yar jafn Polugajevskí með 1 'h vinning fyrir ofan fjórða mann, þegar tvær ^umferðir voru eftir af mótinu. Þeg- ar ein umferð var eftir var hann einum vinningi á undan landa sín- um Andras Adorjan, en í síðustu umferðinni brustu taugar hans. Hann tapaði í aðeins 26 leikjum fyrir Sovétmanninum Oleg Rom- anishin á meðan Adorjan vann Englendinginn Miles með svörtu. Einvígi þurfti á milli Ungverj- anna um það hvor tefldi í áskor- endakeppninni 1980 og eftir þrjár skákir af sex var staðan l'h’.'h, Ri- bli í vil. Adorjan tókst hið ótrúlega; hann vann tvær skákir í röð, gerði síðan jafntefli í sjöttu skákinni og komst áfram á betri stigum frá mót- inu í Riga. I Las Palmas í sumar gerði Ribli engin mistök. Hann tefldi af frá- bæru öryggi, halaði inn vinning hér og þar og í bland með jafnteflum, sem góð eru meðal vinninganna tryggði hann sér efsta sætið. Vasily Smyslov var lengstum efstur, en í næstsíðustu umferð þegar allir áttu von á stuttu jafntefli þeirra í milli tefldi Ribli af grimmd til vinnings og með sigrinum komst hann loks fram úr aldursforseta mótsins. Hann er einn alöruggasti skák- maður sem sögur fara af sem sást vel á skákmótinu í Wijk aan Zee á dögunum þegar hann sigldi í gegn taplaus eina ferðina enn. Þegar nafn Riblis kemur upp í huganum tengir maður hann ó- sjálfrátt frábærlega vel fáguðu byrjanakerfi. Eftir því sem Bent Larsen segir þá mun Ribli ekki lesa aðrar bækur en þær sem tengjast skák, þrotlaus vinna samfara mikl- um hæfileikum hafa skilað honum á toppinn. Hann er skráður járn- brautarstarfsmaður í Ungverja- landi en sem slíkur starfar hann ekki neitt, nema hvað stundum sést hann að tafli í skákkeppnum verka- lýðsfélaga og teflir þá fyrir járn- brautarmenn. Það sem helst virðist standa hon- um fyrir þrifum sem skákmanni er hversu óvenjulega næmur hann er á taugum og er mér þá minnisstæð síðasta umferðin á Olympíuskák- mótinu á Möltu þegar hann nötraði allur í gjörunninni stöðu gegn Jóni L. Árnasyni. Ungverjar áttu þá heiður að verja, Olympíutitilinn og því mikið í húfi, en minna má nú vera. Það kann að vera að þarna komi til heldur viðburðasnauður æviferill utan skákborsins. A.m.k. hefur hann ekki soltið heilu hungri eins og frægir skákmenn fyrri ára s.s. Schlecter, verið lautinant í liði hvítliða eins og Aljékín. Því síður stundað störf götusópara eins og Petrosjan gerði á sínum duggara- bandsárum ellegar fundið stærð- fræðiformúlur eins og Lasker gamli. Slíkt veganesti hefur Ribli ekki út í hina grimmu baráttu á- skorendanna og það kann að hafa áhrif. Á skákmótinu í Wijk aan Zee á dögunum tefldi Ribli af frábæru ör- yggi og komst naumast í taphættu í einni einustu skák. Hér kemur sýn- Ribli að tafli á svæðisótinu sem haldið var á Hótel Esju 1975. Hann gæti gert stóra hluti í Áskorendakeppninni, einkum þegar haft er í huga að andstæðingur hans er greinilega slakasti skákmaðurinn í hópnum, Filipps- eyingurinn Torre. ishorn af taflmennsku hans. And- stæðingurinn er góðkunningi okk- ar íslendinga, tékkneski stór- meistárinn Vlastimil Hort: Wijk aan Zee 2. umferð: Hvítt: Vlastimil Hort Svart: Zoltan Ribli Sikileyjarvörn 1. e4 c5 4. Rxd4 Rf6 2. Rf3d6 5. Rc3a6 3. d4 cxd4 (Najdorf-afbrigðið. Ungversku stórmeistararnir Portisch og Ribli hafa beitt því með frábærum á- rangri á síðustu árum.) 6. Be3 Umsjón Helgi Ólafsson (Gaman hefði verið að sjá hvað Ri- bli hafði í pokahorninu gegn 6. Bg5 sem að sjálfsögðu er skarpasti leikurinn í stöðunni. Það er augljóst að Hort er undir talsverð- um áhrifum frá félaga sínum Ro- bert Húbner sem beitti þessum leik hvað eftir annað í einvíginu við Portisch 1980.) 6. .. e6 (Annar möguleiki er 6.-e5.) 7. f4 b5 8. Df3 Bb7 9. Bd3 Rbd7 10. 0-0?! (Slappur leikur sem gefur svörtum gott tafl án mikilla átaka. Sjálfsagt var 10. g4 þ.e. sá leikur sem Hú- bner valdi gegn Portisch.) 10. .. Hc8 11. Rdl g6 12. Rf2 Bg7 13. Rb3 0-0 (Á einfaldan og áreynslulausan hátt hefur svartur náð að jafna tafl- ið. Og þegar svartur jafnar taflið í sikileyjarvörn er stutt í að hann nái betri stöðu.) 14. a4 b4 15. a5 Dc7 16. De2e5 17. fxe5 Rxe5 (Svartur hefur í raun náð frum- kvæðir.u. Hann getur í mestu mak- indum sótt að e4-peðinu á meðan mótspil hvíts lætur á sér standa. Taflmennska Riblis frá og með þessari stöðu er einkar athyglis- verð og lærdómsrík.) 18. Bb6 De7 19. Hael Rxd3 20. cxd3 Rd7 21. Bd4 Re5 22. Bb6 sHák (Ráðleysislegur leikur sem sýnir vel hvílíkar ógöngur hvítur hefur ratað í.) 22. .. h5! (Hindrar möguleg uppskipti með - Re3 - g4.) 23. Dd2 Dd7 24. He2 Da4! (Erfiður leikur. Ef 25. Rcl þá 25. - b3! og hvítur er illa beygður.) 25. Ddl Hfe8 (Eykur þrýstinginn á stöðu hvíts.) 26. Rh3 Rd7 27. Be3 Rc5! 28. Rxc5 Dxdl 29. Hxdl dxc5 (Hvítur á við hartnær óleysanleg vandamál að glíma.) 30. b3f5! 31. exf5 Hxe3! 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh 32. Hxe3 Bd4 33. Hel He8 34. Kf2 gxf5 35. Rf4 h4! (Þrengir að hagsmunum hvíts sem óhjákvæmilega lendir í leikþröng. Það er eftirtektarvert að 35. leikur hvíts, Rf4 var þvingaður þar sem t.d. 35. g3 strandaði á 35. - Bd5 o.s.frv.) 36. g3 hxg3+ 37. hxg3 Kf7 38. He2 Kf6 39. Hel Kg5 (Hvítur getur enga björg sér veitt. Hann getur aðeins beðið þess sem verða vill. Ömurlegt hlutskipti.) 40. He2 Kg4 41. Hel Bf3! 42. Rg6 Bd5! (Hvítur hefði getað gefist upp með góðri samvisku en hann kýs að berjast áfram um stund.) 43. Rf4 Bxb3 44. Rg2 Bd5 45. Ke2 Hh8! (Alls ekki 45. - Bxe3 46. Rxe3+ Kxg3 47. Kd2! og hvítur er slopp- inn. Athugið að 47. - Be6 strandar á 48. Rxf5+! o.s.frv.) 46. Rf4 Bf3+! 47. Hxf3 He8+ 48. Kfl Hxel+ 49. Kxel Kxf3 - og hvítur gafst upp. Það er ekki oft sem maður sér Hort svo grátt leikinn. Kasparov með vinnings forskot Harry Kasparov virðist ekki ætla að valda hinum fjölmörgu aðdá- endum sínum vonbrigðum í þessari áskorendakeppni. Eftir að þrjár skákir hafa verið tefldar í einvígi hans og landans Alexanders Bcljav- skí hefur Kasparov vinnings for- skot, hann vann 2. skákina með stór- glæsilegri taflmennsku^ fór langt með að vinna 1. skák en lét sér nægja tiltölulega friðsamt jafntefli í 3. skák sem hér birtist. Enn er of snemmt að afskrifa Beljavskí sem er þekktur fyrir ótrúlega keppnis- hörku, en óneitanlega virðast sig- urlíkur undrabarnsins frá Baku vera miklar. Reglur eru á þann veg að sá vinnur einvígið sem fleiri vinninga hefur hlotið í 10 skákum. Hér koma tvær síðustu skákirnar í þessu einvígi en 1. skákin verður látin bíða betri tíma. Hún var langt- ífrá’ viðburðalaus: 2. einvígisskák: Hvítt: Alexander Beljavskí Svart: Harry Kasparov Tarrasch - vörn 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c5 (Ný byrjun í vopnabúri Kasparovs. Hann hefur hingað til haldið sig við Að loknum þrem fyrstu skákunum Benoni-vörn og Kóngsindverska vörn). 4. cxd5 exd5 5. Rf3 Rc6 6. g3 Rf6 7. Bg2 Be7 8. 0-0 0-0 9. Bg5 (í seinni tíð er oftast leikið 9. dxc5.) 9. ... cxd4 10. Rxd4 h6 11. Be3 He8 12. Da4 Bd7 13. Hadl Rb4 14. Db3 a5 (Allt hefur þetta verið teflt áður og nú hefur hvítur yfirleitt ieikið 15. a4. Staðan sem kemur upp eftir 15. - Bc5 er þó talin vel teflanleg á svart. Án efa hefur Kasparov undirbúið þetta afbrigði fyrir ein- vígið). 15. Hd2?! (Slappur leikur sem gefur svörtum frumkvæðið). 15. ... a4 16. Ddl a3! 17. Dbl Bf8 18. bxa3 Hxa3 19. Db2 Da8 20. Rb3 Bc6! 21. Bd4 Re4! (Kasparov teflir byrjunina afar markvisst. Hann hefur náð öflugu frumkvæði út úr byrjuninni). 22. Rxe4 dxe4 23. Hal Bd5! 24. Dbl 1)6! (Eitraður leikur. Svartur hótar 25,- e3!, sem splundrar kóngsstöðu hvíts þar sem drottningunni svörtu hefur opnast sýn eftir löngu skálín- unni). 25. e3 (Kemur í veg fyrir hótunina en veikir hastarlega d3 - reitinn). 25. ... Rd3 26. Hdl b5 (Hægt og bítandi eykur svartur þrýstinginn. Hvítur var kominn í talsvert tímahrak í þessari stöðu). 27. Bfl (Beljavískí tók 11 mínútur á þenn- an leik og átti nú aðeins eftir 4 mín- útur á 13 leiki). 27. ... b4 28. Bxd3 exd3 29. Dxd3 Hxa2! (Að sjálfsögðu. Það er ekki eftir neinu að slægjast með 29. - Bhl vegna 30. Dfl o.s.frv.) 30. Hxa2 Dxa2 31. Rc5 Bf3! 32. Hal Dd5 33. Db3 Dh5 34. Rd3 Bd6! 35. Rel Bb7 (Hvítur átti nú aðeins örfáar sek- úndur eftir). 36. Hcl Df5 37. Hdl Bf8! abcdefgh - í þessari stöðu sem er svo gott sem unnin á svart féll Beljavskí á tíma. Enginn þarf að efast um að Kasparov hefði ekki innbyrt vinn- inginn þó svo að tímaskorturinn kæmi ekki til. Svartur er með geypilega góð sóknarfæri á kóngs- væng, öflugan frelsingja á b -lín- unni og biskupaparið. Þriðja skák einvígisins var tefld síðastliðinn fimmtudag. Vegna plássleysis verður skýringum sleppt enda skákin tiltölulega við- burðasnauð. Hvítt: Harry Kasparov Svart: Alexander Beljavskí Drottningarbragð 1. d4 d5 13. exd4 Rxe5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 h6 7. Bh4 0-0 8. Bd3 b6 9. Rf3 Bb6 10. 0-0 c5 11. Re5 Rbd7 12. Df3 cxd4 14. dxe5 Rd7 15. Bxe7 Dxe7 16. Rxd5 Dxe5 17. Re7+ Kh8! 18. Dxb7 Rc5 19. Df3 Rxd3 20. Rc6 De6 21. b3 Re5 22. Rxe5 Dxe5 23. Hael Dc7 24. Hcl De7 - og hér bauð Kasparov jafntefli sem Beljavksí þáði. Næsta skák einvígisins verður tefld á morgun, sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.