Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 19
Helgin 5. - 6. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Vopnaframleiðsla bætir seint úr atvinnuleysinu Stundum er sagt sem svo, að eitt af því sem torveldar framkvæmd áforma um afvopnun sé það, að vopnaframleiðslan veiti mörgum vinnu, og sé enginn hægðarleikur að fá þeim verkefni sem misstu atvinnuna vegna niðurskurðar víg- búnaðar. Og það hefur verið bent á, að í flestum vopnaframleiðslu- löndum hafi verkalýðsfélög haft sig lítið í frammi í afvopnunarkröfum einmitt af þessum sökum - þótt undantekningar megi vissulega finna. Finnska alþýðusambandið hefur látið gera fróðlega skýrslu um áhrif vígbúnaðarkapphlaupsins á atvinnuástand, og kemur þar upp margt fróðlegt. Bestar upplýsingar hafa menn um Bandaríkin. En þar kemur í ljós að bæði er vopnafram- leiðsla verðbólguhvetjandi og svo, að fjárfestingar í vopnaframleiðslu skapi í raun og veru miklu færri atvinnutækifæri en sömu peningar gætu skapað í öðrum greinum. Vegna þess hve háþróuð og þar með dýr tækni er notuð við vopna- ffamleiðslu. í bandarískri skýrslu frá 1978, sem hin finnska samantekt vitnar til segir, að ef miljarður dollara sé fjárfestur í vopnaframleiðslu, þá skapi sú fjárfesting 76 þúsund at- vinnutækifæri. Sama fjárfesting hefur eftirfarandi áhrif í öðrum greinum: - Vélsmíðar 86.000 atvinnutæki- færi - Opinber þjónusta 87.000 - Samgöngur 92.000 - Byggingariðnaður 100.000 - Heilsugæsla 139.000 - Menntun 187.000 Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 nJfGCFODRfiRIKN’ W Hverfisgötu 34 - Reykjavík Sími 14484 - 13150 TVEIR FRÁBÆRIR SOFIX bónið gefur varanlegan gljáa, gerir gamla dúkinn sem nýjan — nýjadúkinnennbetri. Frá THOMPSON Thompson hreinsilögurinn leysir auðveldlega upp gamalt bón og önnur óhreinindi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.