Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. mars 1983_ st jórnmál á sunnudegi Ólafur Ragnar Grímsson skrifar Sjálfstæðisflokkurinn var í upphafi sérkennilegt sambland ólíkra viðhorfa. Útgerðarmenn og bændur, kaupmenn og háskólakennarar, embættismenn og saklaus almenningur mynduðu laustengda breiðfylkingu, sem laut stjórn sterkra foringja. Stefnan var oft óljós og hugmyndafræðin í þoku. Forystusveitin sótti leiðarljós í stjórnarfarslega sjálfstæðisbaráttu í upphafi aldarinnarog lauslegar hugmyndirum frelsiskenningar borgarastéttarinnar. Þessi sérkennilega blanda gafst löngum vel í kosningum og í foringjatíð Ólafs og Bjarna þorðu fáir að andmæla. Fyrir röskum 10 árum fór hins vegar að bera á breytingum. Ungir menn hófu að rita í Morgunblaðið greinar um ágæti erlendra kenni- setninga. Smátt og smátt urðu nöfn Freidmans og Hayeks lescndum Morgunblaðsins daglegt brauð, en áður höfðu víst fáir heyrt þessa snillinga nefnda. Forsvarsmenn, atvinnulífsins fóru í smiðju til al- þjóðlegs auðvalds og fræðirit ný- kapitalistanna urðu skyldulesning hinna ungu og upprennandi. I fyrstu tóku fáir mark á þessari breytingu. Á undanförnum árum hefur hins vegar komið skýrt í Ijós, að talsmenn hins alþjóðlega kapit- alisma voru búnir að ná undirtök- unum í Sjálfstæðisflokknum. Stefnan var ekki lengur smíðuð hér heima. Hún var sótt í smiðju Friedmans og Hayeks. Nýir menn komu til sögunnar og fyrirmyndir voru sóttar til crlendra landa. Fyrir nokkrum árum var þessi breyting orðin svo skýr, að forystumaður í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, skrifaði sérstaka grein í Mórgun- blaðið um þá staðreynd, að „flokkur Ólafs og Bjarna væri horfinn“. í kosningunum 1979 urðu full- hugar nýkapitalismans höfundar stefnuskrárinnar. Leiftursóknin var boðuð á forsíðum Morgun- blaðsins. Frambjóðendum flokks- ins var skipað að túlka hana á kosn- ingafundum en nafngiftín snerist í höndum þeirra. Hún var því lögð til hliðar innan tíðar en innihaldið var áfram óbreytt. Merkimiðinn var tekinn af flöskunni, en galdra- meðal nýkapitalismans var engu að síður áfram sú lækningaaðferð, sem flokkurinn bauð í reynd. Eimreiðarhópurinn og Chicago-drengirnir Á undanförnum árum hafa hægri flokkar í Evrópu og víðar um heim tileinkað sér kjarnann í kenn- ingum Milton Friedmans og valda- taka Reagans í Bandaríkjunum markaði þáttaskil í sigurgöngu kenninga nýkapitalistanna. Þessi stefna er oft kennd við háskóiann í Chicago, þar sem höfuðpáfinn, Milton Friedman, ól upp læri- sveina, sem síðan fóru vítt um ver- öldina að boða fagnaðarerindið. Kennimennirnir eru því oft á tíðum nefndir „Chicago-drengirnir“. Meginatriðin í boðskap þeirra, eru: • Ofurdýrkun á markaðskerfinu. • Samkeppnin á að leysa öll vand- amál í verslun, framleiðslu og mannlegum samskiptum. • Velferðarþjónusta skal skorin við trog og boðin út á almennum markaði. Valdataka Eimreidarhópsins, Verslunarráðsins og VSÍ brosa framan í sjálfan Hayek. Við lestur áróðursgreinar hinnar nýju forystu í Sjálfstæðisflokknum, - bandalags atvinnurekenda og Eimreiðarhópsins, - á undanförn- um árum, kemur skýrt í Ijós, að þeir sækja ekki aðeins fyrirmyndir sínar í fræðirit hinna erlendu meistara, heldur mæla þeir ein- dregið með þeim efnahags- aðgerðum, sem framkvæmdar eru í fyrirmyndarlöndunum, þar sem valdhafarnir fara að ráðum meist- aranna. Þar gefst því kostur á að kynnast stefnunni í framkvæmd. Valdataka Reagans í Bandaríkjun- um og ríkisstjórn Thatchers í Bret- landi mörkuðu þáttaskil í sigur- göngu kenninganna. Og fyrir- myndirnar eru reyndar einnig í fleiri heimsálfum. Þegar Kissinger hafði tekist að grafa undan Allénde í Chile og herforingjastjórnin tók pólitískur talsmaður Vinnu- veitendasambandsins í fjölmiðlum og þaðan var stutt skref inn á Alþingi. í röðum atvinnurekenda hafa burðarásar breytinganna ver- ið Davíð Scheving Thorsteinsson, sem er meðal umfangsmestu heild- sala landsins, en kallar sig opinber- lega „iðnrekanda“, og Ragnar Halldórsson, deildarstjóri í fslandsdeild Alusuisse. Þeir hafa kunnað að flétta saman harða hagsmunabaráttu atvinnurekenda, nýjar aðferðir við að gera stefnu- mál Verslunarráðsins og VSÍ að baráttumálum Sjálfstæðisflokksins og skilið nauðsyn þess að gera út unga menn í þágu málstaðarins. Það er því engin tilviljun, að Ragnar Halldórsson skuli fjár- magna þrítugsafmæli Hannesar Gissurarsonar og bjóða þangað þingflokki og forystu Sjálfstæðis- • Öll ríkisútgjöld nema þau, sem eru í þágu hernaðar, eru af hinu illa. • Allar verslunarhindranir eru lagðar til hliðar og innflutning- ur gefinn algjörlega frjáls. • Fjárfesting útlendinga er talin drifkraftur í hagkerfinu. • Forstjórar fyrirtækjanna eiga að fá að leika lausum hala um hagkerfið allt. • Gróðinn og baráttan um hann á að vera leiðarljós allra þjóðfé- lagslegra breytinga. Á síðasta áratug birtist í Sjálf- stæðisflokknum hópur ungra læri- sveina, sem tileirlkaði sér þessar kenningar. Þeir söfnuðust í kring- um Eimreiðina, gamalt og virðu- legt tímarit, sem þeir tóku trausta- taki og gerðu að málgagni hinna nýju viðhorfa kapitalistanna. Þetta voru duglegir og harðsnúnir kann- ast formaður, þegar Geir hættir. Magnús Gunnarsson tekur við forstjóraembætti Vinnuveitenda- sambandsins, þegar Þorsteinn flyt- ur sig á Austurvöll. Þannig mætti lengi telja. Eimreiðarhópurinn, sem gert hef- ur kenningar Chicago-drengjanna hans Friedmans að stéfnulegu leiðarljósi, er nú óðum að taka völdin í Sjálfstæðisflokknum. Verslunarráðið og VSÍ Ungu foringjaefnin voru ekki ein á báti. Þeir áttu sér trausta og fjársterka bakhjarla. Á síðasta ára- tug tók ný sveit manna við forustu í Verslunarráðinu og Vinnuveitend- asambandinu. Það voru kraftmikl- ir bisnessmenn, sem vildu ná sterk- um tökum á stjórn þjóðfélagsins. ar, sem tóku það sér fyrir hendur að breyta stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Þeir liðu önn fyrir óljósar hug- myndir gamalla forystumanna. Nú yrði að hreinsa til og taka upp hreina hugmyndafræði. í fyrstu tóku fáir mark á þessum fullhugum. Flestir voru enn strákar í háskólanum. Fáir utan hópsins gerðu sér í hugarlund, að innan ár- atugs yrði kjarninn úr Eimreiðar- hópnum orðínn efniviður í hina nýju forystu í Sjálfstæðisflokknum. Átökin milli Gunnars Thorodd- sens og Geirs Hallgrímssonar hafa, þótt sérkennilegt sé, myndað for- tjald sem skyggðiáþáraunverulegu breytingu sem var að gerast innan Sjálfstæðisflokksins. Bak við tjöld- in voru ungu fullhugarnir úr Eimreiðarhogpnum smátt og smátt að ná undirtökunum. Á síðustu árum og misserum hef- ur árangurinn komið í ljós. Fyrstur varð Friðrik Sófusson varaformað- ur. Hannes H. Gissurarson hlaut opinbera viðurkenningu sem aðal- hugmyndafræðingur flokksins. Davíð Oddsson varð borgarstjóri og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, opinberlega kallaður arftaki Bjarna, Geirs og Gunnars. Þorsteinn Pálsson mun taka sæti á næsta Alþingi, albúinn þess að ger- Þeir kynntust starfsaðferðum er- lendra forstjórabandalaga og sáu að vænlegasta leiðin var að gera út metnaðarfulla efnismenn í stjórn- málaflokki borgarastéttarinnar, sem væru reiðubúnir að gera kenn- ingar nýkapitalismans að stefn- uljósi. Fyrirtækin fjármögnuðu útgáfu Eimreiðarinnar og þegar annað tímarit, Frelsið, birtist fyrir nokkr- um árum, var greinilegt að það naut ríflegra fjárstyrkja frá stórfyr- irtækjunum. Hagsmunasamtök at- vinnurekenda tóku einnig sjálf stakkaskiptum. Verslunarráðið geröist smátt og smátt umfangs- mikill boðberi hinna nýju kenni- setninga. Það mataði þingmenn Sjálfstæðisflokksins á tillögum og greinargerðum og tók að birta formlegar stefnuyfirlýsingar. Há- mark þeirrar þróunar er hin nýja yfirlýsing „Frá orðum til athafna". Þar birtist fullmótuð sú stefnuskrá, sem Sjálfstæðisflokknum er ætlað að bera fram til sigurs í næstu kosn- ingum. Vinnuveitendasambandið vék til hliðar gömlum og rólegum skrif- stofumönnum og réð unga baráttu- menn í þeirra sæti. Þorsteinn Páls- son, sem áður skrifaði Eimreiðar- leiðara í dagblaðið Vísi, gerðist flokksins. Sú veisla sýndi vel hve feimnislaust leyniþræðirnir eru nú birtir opinberlega. Og auðvitað fékk Vilmundur að fljóta með meðal boðsgesta, því Ragnar og Davíð hafa löngum haft hann í huga sem varahjól á hagsmuna- vagninum. Draumalöndin Á tæpum áratug hefur Verslun- arráðinu, VSÍ og Eimreiðar- hópnum tekist að gera Sjálfstæðis- flokkinn að formlegu baráttutæki fyrir kenningum Chicago- drengjanna. Flokkur borgarastétt- arinnar á íslandi er nú orðinn form- legur liðsmaður í hinu alþjóðlega bandalagi hægri aflanna. Kardinál- inn í kenningasmiðjunni hér, Hannes H. Gissurarson, sækir reglulega alþjóðlegar ráðstefnur höfuðpáfanna og birtir síðan í Morgunblaðinu og tímaritsgrein- um hina endurnýjuðu línu, eins og hún er hverju sinni. Atvinnurek- endasamtökin bjóða nafnfrægustu erlendu áróðursmeisturunum í heimsóknir til íslands, svo að hirðin í Sjálfstæðisflokknum geti séð, að frami hennar kemur að utan. Harris lávarður var hylltur fyrir skömmu og fyrir nokkrum misserum fengu liðsoddarnir að völdin í krafti skriðdrekanna og vélbyssunnar, afhentu þeir Chicago-drengjunum hans Fried- mans hagkerfi Chile til umráða. í þessum þremur löndum, Bret- landi, Bandaríkjunum og Chile, gefst því að líta á vorum dögum, þann veruleika, sem hin nýja stefna atvinnurekendavaldsins og Eimreiðar-hópsins í Sjálfstæðis- flokknum boðar nú íslenskri þjóð. Því miður hafa fjölmiðlar á undan- förnum vikum lagt litla stund á að kynna landsmönnum hvað hefur verið og er að gerast í þessum löndum. Þau eru þó draumalönd hinna ráðandi afla í stærsta stjórn- málaflokki íslands. Fátt er lands- mönnum nauðsynlegra en kynnast því, hvað hefur gerst í Bretlandi, Bandaríkjunum og Chile, þar sem hin ómengaða efnahagsstefna ný- kapitalistanna hefur fengið að ráða ferðinni og hinir erlendu lærimeist- arar Sjálfstæðisflokksforystunnar hafa óhindraðir fengið að móta hagstjórnina. Bretland og Bandaríkin í virtum erlendum blöðum má nú lesa daglega fréttir af efnahags- legum hörmungum, sem þjá al-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.