Þjóðviljinn - 21.05.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ritstjórnargrei n úr aimanakinu Milliflokkar á krossgötum • Nú um hvítasunnuhelgina eru fjórar vikur liðnar frá al- þingiskosningum og aðeins rúm vika til 1. júní. Samt hefur enn ekki tekist að mynda ríkisstjórn. • Spurning er hvort tilburðir Geirs Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, sem lengst hafði forystu á hendi um viðræður milli flokkanna, hafi ekki reynst eingöngu tíma- sóun. Að minnsta kosti liggur fyrir að meðan Geir fór með umboð forseta þá komust viðræður aldrei af könnunarstigi, og það þótt niðurstöður kannana staðfestu að milli Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins væri sáralítill mál- efnalegur ágreiningur. - Fví ollu innanmeinin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. • Steingrímur Hermannsson kaus að snúa sér eingöngu til Sjálfstæðisflokksins í sínum tilraunum til stjórnarmyndunar, og það fór á sömu leið, - bara könnun en engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður. • Það er einkar athyglisvert, að formlegar stjórnarmyndun- arviðræður skuli fyrst hafa hafist í gær og þá undir forystu Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins, sem áður hafði kannað jarðveginn með viðtölum við fulltrúa annarra flokka. • Hvort sem þær viðræður standa lengur eða skemur, og hver svo sem niðurstaða þeirra verður, - þá ættu fyrir- liggjandi staðreyndir í þessum efnum a.m.k. að geta boðið upp á holla lexíu fyrir Morgunblaðið og aðra þá,.sem telja það jaðra við landráð að taka þátt í stjórnarmyndunar- viðræðum undir forsæti formanns Alþýðubandalagsins. • Þjóðstjórn án Morgunblaðismafíunnar væri sko ekki það versta, sagði glöggur maður, þegar hann sá fulltrúa Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins, Bandalags jafnaðarmanna og Samtaka um kvennalista ganga til fundar við Svavar Gestsson og þá til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í Þórshamri í gærmorgun. • Það er ekki fjöldi flokkanna sem sker úr, heldur svarið við þeirri spurningu, hvort unnt sé að skapa málefnalega sam- stöðu. Það svar þarf að fást fram. • Það að stilla saman þrjá, fjóra eða jafnvel fímm flokka þarf ekki endilega að vera erfiðara verkefni, heldur en hitt að stilia saman tíu flokksbrot eða tuttugu, þótt svo eigi að heita að þau séu öll í einum og sama flokknum. • I*að er í Sjálfstæðisflokknum sem glundroðinn ríkir einn. Brýn ástæða er til þess fyrir alla vinstri menn í landinu, fyrir jafnaðarmenn að hvaða tagi sem er, og fyrir allt félags- hyggjufólk að fylgjast nú vel með því, hverjir kynnu að Waupast undan merkjum í þeim stjórnarmyndunar- viðrisðum sem nú fara fram og þá á hvaða forsendum. • Alþýðubandalagið er þess albúið að Ieggja sitt af mörkum til þess að samkomuJag geti tekist og hefur enga úrslitakosti sett, en auðvitað verður ekki samið upp á hvaða býti sem er. • Því skyldu þeir flokkar, sem hófu sameiginlegar stjórn- armyndunarviðræður í morgun ekki geta komið sér saman um leiðir til að draga úr verðbólgu, en tryggja jafnframt bærileg lífskjör þeirra sem við skarðan hlut búa? • Þetta er fyrst og fremst spurning um vilja. Vitað er að ýmsir einstaklingar 1 forystusveit Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins kjósa fremur að mynda hægri stjórn og taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. • Þessum einstaklingum þarf nú að veita aðhald frá vinstri. • Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa sem kunnugt er stundum átt náið samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn á liðnum árum. Það samstarf hefur ekki ordid þessum flokkum til gæfu, og má í þeim efnum minna á herfilega útreið Alþýðuflokksins í kosningum við lok „viðreisnar- skeiðsins“, og Framsóknar eftir stjórnarsamstarfið í hægri stjórninni 1974 til 1978. • Þessir flokkar standa nú enn á krossgötum. Alþýðubanda- lagið býður þeim útrétta hönd til samstarfs undir merkjum jafnaðar og félagshyggju. Viðræður eru hafnar og um- ræðugrundvöllur liggur fyrir. • í hinn endann toga svo þau stjórnmálaöfl, sem hér vilja koma á harðvítugri hægri stjórn en nokkru sinni fyrr. Fyrir heill og hagsmuni allrar alþýðu skiptir það sköpum hvort milliflokkarnir kjósa að halla sér til hægri eða vinstri. k. Leiðari Morgunblaðsins sl. þriðjudag hefur orðið mörgum Islendingum sérstakt áfall. Afall vegna þess að þar er að finna átakanleg dæmi þess hversu ford- ómar og þröngsýni geta blindað jafnvel vænstu menn einsog þeir hljóta að vera á ritstjórn Morgun- blaðsins eins og annars staðar. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að Morgunblaðið væri hrætt við að Sjálfstæðisflokkurinn glaptist í stjórn undir forsæti Svavars Gestssonar. En hitt er iakara að blaðið skuli sýknt og heilagt skrifa einsog það ráði því hvað gerist og hvað eigi að gerast á Islandi í smáu og stóru. I leiðar- anum fræga eru þessi ummæli frá þvíí janúar 1980 endurtekin: „Enginn lýðræðisflokkanna þriggja getur tekið þátt í ríkis- stjórn undir forsæti Svavars Gestssonar eða annars Alþýðu- bandalagsmanns“. Fyrir nú utan gorgeirinn í þess- ari setningu er fleira umhugsun- arvert. í fyrsta lagi hvað er það pólitískt sem gefur Morgunblað- inu siðferðislegan rétt til að kalla Alþýðubandalagið ólýðræðis- legt? Góðu heilli höfum við ís- lendingar mikilsverðustu mann- réttindi, en því fer fjarri að lýðræðið sé hjá okkur eitthvað fullkomið fremur en annars stað- ar. Og ekki er örgrannt um að fólk verði að standa vörð um ávinninga í lýðræðisátt, - og um að mannréttindi séu höfð í heiðri. Því er það meðal grundvallar- atriða að berjast fyrir því að rétt- ur einstaklingsins verði sem mestur og bestur. Meðal slíkra mannréttinda og þarmeð lýðræðis eru: réttur til að láta í ljós skoðanir sínar hvar og hve- nær sem er, réttur fólks til að ráða lífi sínu sjálft, þarmeð vinnustöð- um og daglegu umhverfi. „Eng- inn er frjáls sem ekki er sinn eiginn herra“, stendur einhvers staðar. Það er því lýðræðisleg skylda stjórnmálaflokka og fjölmiðla að verja á vinninga lýðræðisins og sækja nýjar lendur í þeim efnum. Morgunblaðið missir hvað eftir annað niðrum sig með því að geta ekki greint á milli lýðræðislegra réttinda annars vegar og pólití- skra skoðana hins vegar. Þannig gerir blaðið ekki aför beint að skoðunum Svavars Gestssonar, beldur að þeim réttindum sem hann hefur sem formaður stjórn- málaflokks. Og með sama lagi deildi Morgunblaðið ekki á inni- hald í erindi Ólafs Jónssonar á dögunum, heldur á þau réttindi hans að fá að halda erindi í út- varpið. Óskar Guðmundsson skrifar Og notum við mælikvarða með atriðum einsog þeim sem hér hafa verið rakin af mann- og lýðrétt- indum er hætt við að útkoman yrði önnur en Morgunblaðið vill vera láta; um það hver sé lýðræðislegastur. í öðru lagi eru tilvitnuð um- mæli Morgunblaðsins merkileg fyrir þá sök, að blaðið er að á - kveða fyrir aðra hvað sé rétt og hvað rangt. „Enginn lýðræðis- flokkanna þriggja getur“, segir blaðið og er þarmeð að ákveða fyrir Framsóknarflokk og Al- þýðuflokk hvað sé þeim fyrir bestu. Það er í þjónustu lýðræðis- ins að talað er við Geir Hall- grímsson. í þriðja lagi er sérstaklega um- hugsunarvert hversu langt blaðið seilist til að krossfesta Svavar Gestsson sem einhvers konar Stalín allra stalína. Það má eng- inn óhreinka sig á því að tala við þann mann samkvæmt leiðara þessum margfrægum. Niðurstaðan af lestri þessa leiðara Morgunblaðsins er eigin- Iega sú, að þeim ritstýrendum Áfall innávið tímasóun útávið „Ég er andvígur því sem þú segir, en ég mun verja upp á líf og dauða rétt þinn til að halda því fram“ Voltaire Morgunblaðsins hrjósi hugur viðlýðræðinu, vegna þess og ef að það getur komið pólitískum andstæðingum til góða. Og mað- ur hlýtur nú að skilja orð Gunn- ars Thoroddsen um fyrrverandi víðsýnan og frjálslyndan flokk sem væri að snúast upp í and- hverfu sína dýpri skilningi, eftir þá daga sem Svavar Gestsson hefur stjórnarumboð og Morgun- blaðið lét glampa á vígtennurnar. Fróður maður hefur sagt, að það væri ekkert að marka lýðræðistal í mönnum fyrr en þeir hefðu sannað vilja sinn í verki með því að leggja í sölurnar fyrir pólitískan andstæðing sinn. Og þannig hugsar líka eðalíhald af gamla skólanum og frjálslynd borgaraleg öfl. En þannig hefur Morgunblað- ið sjaldan eða aldrei hagað mál- flutningi sínum.Það hampar elsk- u sinni til hvers konar mann- réttinda, bara ef þau gagnast ekki pólitískum andstæðingum þess hér á landi. Síðan reynir blaðið að laga aðra flokka (sbr. tilvitn- unin hér að ofan), aðra fjölmiðla og einstaklinga að skoðanaheimi sínum. Aðrir þeir sem bregða út- af í smáu eða stóru t.d. í útvarpi eða sjónvarpi eru gerir að saka- mönnum í Mogganum. Djöfl- agangurinn við starfsmenn hljóðvarpsins er gott dæmi um þetta. Og þegar fram líða stundir þorir þetta fólk ekki að flytja öðruvísi mál en það veit að Mogginn lætur í friði. Það fer að beita sig sjálfsritskoðun. Þessi „árangur" Morgunblaðs- ins er öllum kunnur sem vilja vita. Meira að segja hafa frefta- menn hjá ríkisútvarpinu viður- kennt að þeir hallist til að láta „viðkvæm“ mál afskiptalaus, afþ- ví ef þeir fjalli um þau eigi þeir von á holskeflu frá Morgunblað- inu. Lýðræði á vesturlöndum er m.a. fólgið í fjölflokka og fjöl - þáttakerfi („plúralisma") þjóðfé - laganna. Það krefst þess, að flokkum og skoðanahópum sé sýnd jöfn virðing, jafn réttur. Þegar á ■ slíkt umburðarlyndi skortir, eru það kalblettir á lýðræðinu. Með málflutningi Morgunblaðsins einsog við sáum í liðinni viku fjölgaði þeim kal- blettum á íslensku lýðræði. Lýðræðið er ekkert endanlegt fullkomið fyrirbæri, heldur verk- efni sem við verðum að rækta og vinna að frá degi til dags. Og á hverjum tíma setjum við okkur haleitari markmið í lýðræðisátt til að keppa að. Það sló fölva á lýðræðið í Morgunblaðinu í sl. viku. Og leiðari Morgunblaðsins var lýðræðinu hér á landi mikið áfall. Mikið af því að þeir lesa ekki Moggann í Tyrklandi. óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.