Þjóðviljinn - 21.05.1983, Side 18

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Side 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 IÐNSKOLINN í REYKJAVÍK Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík 1.2. og 3. júní kl. 9.00-18.00 og í Iðnskólanum í Reykjavík á Skólavörðuholti 6. júní kl. 13.00-18.00. Póstlagðar umsóknir sendist í síðasta lagi 1. júní. Umsóknum fylgi staðfest afrit af próf- skírteini. 1. Samningsbundið iðnnám. Nemendur sýni námssamning eða sendi staðfest afrit af honum. 2. Verknámsdeildir.Framhaldsdeildir. Bókiðnadeild Offsetiðnir Prentiðnir Bókband Fataiðnadeild Kjólasaumur Klæðskurður Hársnyrtideild Hárgreiðsla Hárskurður Málmiðnadeild Bifvélavirkjun Bifreiðasmíði Rennismíði Vélvirkjun Rafiðnadeild Rafvélavirkjun Rafvirkjun Rafeindavirkjun (útv.virkjun,skriftvélav.) Tréiðnadeild Húsasmíði Húsgagnasmíði 3. Tækniteiknun. 4. Meistaranám byggingarmanna. Húsasmíð, 5. Fornám. múrun og pípulögn. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Til félagsmanna Byggingasamvinnu- félags Kópavogs. í ráði er að stofna byggingaflokk innan fé- lagsins til að hefja byggingu á 16 raðhúsum við Sæbólsbraut 1-31, sem eru til úthlutunar hjá Kópavogsbæ, ef næg þátttakafæst. Vak- in er athygli á, að umsóknarfrestur hefur vegna þessa verið framlengdur til 30. maí nk. Þeir félagsmenn sem óska að vera með í þessum byggingaáfanga skulu snúa sér til skrifstofu félagsins, þar sem umsóknareyðu- blöð og byggingaskilmálar liggja einnig frammi. Við úthlutunina mun bærinn taka tillit til bús- etu, fjölskyldustærðar og fjármögnunar- möguleika, en auk þess aðildar að Bygg- ingasamvinnufélagi Kópavogs, vegna staðsetningar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Byggingasamvinnufélags Kópavogs, Nýbýlavegi 6. Opið alla daga milli kl. 12 og 16. Stjórn Byggingasamvinnufélags Kópavogs Starf yfirfiskmatsmanns Starf yfirfiskmatsmanns með búsetu á Norðurlandi vestra er laust til umsóknar. Reynsla af framleiðslu og meðferð sjávaraf- urða og réttindi í sem flestum greinum fisk- mats æskileg. Umsóknir sendist sjávarútvegsráðuneytinu, Lindargötu 9, 101 Reykjavík, fyrir 9. júní n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 20. maí 1983. Frá aðalfíindi Sambands íslenskra hitaveitna. í raeðustól er Jóhannes Zoega hitaveitustjóri. Hitaveistur í landinu spara olíuna Spara kaup á 500 þús. tonnum Hitaveiturnar spara íslending- um um 500 þúsund tonna olíukaup á ári og þrjú af hverjum fjórum nýrra húsa í landinu eru tengd hita- veitu um leiö og þau eru tekin í notkun. Þetta kom fram í máli Jóhannes- ar Zoéga formanns Sambands ís- lenskra hitaveitna á ársfundi sam- takanna 13. maísl. Þrátt fyrir þessa staðreynd er hagur hitaveitnanna bágur og er fjármagnskostnaður nýju hitaveitnanna erfiðastur. - v. Nýr doktor í líffræði Hinn 8. apríl s.l. varði Einar Guðmundur Torfason, líffraeðing- ur, doktorsritgerð sína, „The Det- ection of Viral Antigens and Anti- bodies in Clinical Specimens using Radioimmunoassays“ við lækna- deild Uppsalháskóla í Svíþjóð. Andmælandi var Lena Grillner, dósent í Stokkhólmi. Doktorsritgerð Einars fjallar um beitingu aðferðar sem nefnist radi- oimmunoassay (RIA) við greiningu á ýmsum veirusýkingum og/eða ónæmi gegn þeim. Má þar nefna rauða hunda og cytomegalo- veirur, sem geta hindrað eðlilegan þroska fósturs. Svipaðar aðferðir voru þróaðar til að greina respirat- ory syncytial veiru, sem veldur öndunarfærasýkingum, og adeno- veirur, sem einkum sýkja öndunar- færi, og/eða meltingarveg. Rit- gerðin fjallar einnig um entero- veirur, sem aðallega halda til í meltingarfærum, en ráðast einnig alloft á önnur líffæri, t.d. miðtaugakerfið. Gott dæmi um slíkar veirur eru mænusóttarveir- ur.. Greining enteroveirusýkinga hefur hingað til verið erfið og lítt áreiðanleg, en Einar og samstarfs- fólk hans hafa nýlega þróað að- ferð, sem auðveldar greiningu á þessum veirum. Einar er kvæntur Svanhvíti Björ- gvinsdóttur, sálfræðingi, og eiga þau tvær dætur. Búðardalur Kaupfélag Hvammsfjaröar vantar bifvéla- virkja eöa vanan mann á bíla- og búvélaverk- stæði og eins vantar vanan mann á smur- stöö. Upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra. Kaupfélag Hvammsfjarðar Búðardal íslensk grafík Auglýsing. íslensk grafík efnir til félagssýningar á grafík í Norræna húsinu dagana 29.10.-13.11. Ákveðið hefur verið að gefa starfandi lista- mönnum kost á þátttöku í sýningunni og senda inn myndir til sýningarnefndar. Nánar auglýst síðar. íslensk grafík. Fóstrur - atvinna Staða forstöðukonu og staða fóstru við Leik- skólann í Hveragerði eru lausartil umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. og skulu umsóknir berast undirrituðum. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 99-4150 eða forstöðukona í síma 99- 4234. Hveragerði 20. maí 1983 Sveitarstjóri Hveragerðishrepps. Matreiðslumaður óskast til starfa á Hótel Sel- foss. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar á félagsmála- stofnun Selfoss í síma 99-1408. Umsóknarfrestur er til 3. júní nk. Félagsmálastjóri Til íbúðarhús í Stykkishólmi Tilboð óskast í húseignina Höfðagötu 27, Stýkkishólmi ásamt tilheyrandi leigulóðarr- éttindum. Stærð hússins er 183,8 m2 (íbúðarhús 157,4 m2, bílskúr 26,4 m2). Brunabótamat er kr. 1,410,00-. Húsið verður til sýnis dagana 24. og 25. maí, n.k. milli kl. 5 - 7. Tilboðseyðublöð liggja frammi á staðnum og á skrifstofu vorri. Kauptilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h. föstu- daginn 3. júní n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Hótel Selfoss.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.