Þjóðviljinn - 21.05.1983, Síða 25

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Síða 25
Helgin 21. - 22. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25 útvarp • sjonvarp YFIR KJÖL nefnist íslensk mynd, sem sjónvarpið sýnir á hvítasunnudag, þ.e. á morgun. Lýsir hún ferð landkönnuðarins danska, Daniels Bruun, sem hann fór ásamt dönskum málara og ís- lenskum fylgdarmönnum suður Kjöl árið 1898 á ágústmánuði. Það er kvikmyndafyrirtækið ís- fdm undir stjórn Agústar Guðmundssonar, sem gerir myndina, textahöfundur er Indr- iði G. Þorsteinsson. „Myndin var gerð í ágústmán- uði í fyrrasumar,- Það lágu engin sérstök verkefni fyrir hjá okkur þá og því gripum við í þetta“, sagði Indriði G. í samtali við blaðið um myndina. Indriði kvaðst hafa stuðst við rit Daniels Bruun, „Tværs over Kölen", þar sem hann lýsir þessari ferð. Dani- el Bruun kom hingað mörg sumur, einum 10-12 sinnum, og fékk fé úr Landsjóði til þess arna. „Hann lagði fram ferðalýsingar sínar sem e.k. túristapró- grömm“, sagði Indriði G. Þor- Sjónvarp hvítasunnudag: steinsson. Ætlan hans var, að skip kæmu til Akureyrar þar sem túristar yrðu síðan lóðsaðir suður til Reykjavíkur eftir ferðamanna- leiðum yfir hálendið og tækju þaðan skip til baka. Ferðir Dani- Úr myndinni YFIR KJÖL. Þarna er hluti hópsins að fara yfir Stöngukvísl og fremstir eru þeir Jón Benónýs son og Sveinn Jóhannsson. (Ljósm. Jóhanncs Geir). Indriði G. Þorstcinsson, og er hann jafnframt þulur. Ari Krist- insson kvikmyndaði og Jón Hcr- mannsson annaðist hljóðupp- töku. Leikendur eru flestir bænd- ur fyrir norðan en Danina leika þeir Harald Jespersen, bóndi, og Jóhannes Geir, listmálari. Það voru einkum þrír aðilar,. sem styrktu gerð þessarar mynd- ar: Framkvæmdastofnun ríkisins, Norræni menningarmálasjóður- inn og íslenska sjónvarpið. ast Kjalarför Daniels Bruun els Bruun stóðu yfir allt fram til ársins 1916. Þess á geta, að Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur þýtt hin miklu verk Dániels Bruun og mun Örn og Örlygur gefa út, sennilega um næstu jól. Verkið verður prýtt fjölda mynda, bæði málverka og ljósmynda. Leikstjóri myndarinnar YFIR KJÖL er eins og áður sagði Ágúst Guðmundsson og textahöfundur útvarp lauaardaqur 7.00 Veöurlregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Jósef Flelgason talar. Tónleikar. 8.50 Leikfimi 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjuklinga. Lóa Guðjónsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Forustugr. dagbl. (útdr.). Óskalög sjuk- linga, frh. 11.20 Hrimgrund - Útvarp barnanna. Bland- aður þáttur fyrir krakka. Stjórnandi: Vern- harður Linnet. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. íþróttaþáttur. Umsjón: Ragnar Örn Pét- ursson. Helgarvaktin. Umsjónarmenn: Arnþrúður Karlsdóttir og Hróbjartur Jónat- ansson. 15.10 í dægurlandi Svavar Gestsson rifjar upp tónlist áranna 1930-60. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Þá, nú og á næstunni. Þáttur fyrir böm og unglinga. Stjórnandi: Hildur Herm- óðsdóttir. 16.40 íslenskt mál Mörður Árnason sér um þáttinn. 17.00 Hljómspegill Stefán Jónsson, Græn- umýri í Skagafirði, velur og kynnir sígilda tónlist RÚVAK). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Á tali. Umsjón: HelgaThorþerg og Edda Björgvinsdóttir. 20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.30 Sumarvaka. a) Reimleikinn á Kvia- bekk Björn Dúason segir frá. b) Úr hand- rafta Jón á Fremsta-Felli Helga Ágústs- dóttir les úr Ijóðabókinni „Hjartsláttur á þorra" eftir Jón Jónsson. c) Kórsöngur: Liljukórinn syngur vor og sumarlög Jón Ásgeirsson stjórnar. d) Á árabát i Grinda- vík Árni Helgason les frásögn Ágústs Lár- ussonar. 21.30 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Örlagaglima" eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Höfundur les (18). 23.00 Laugardagssyrpa - Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ástvaldsson. sunnudagur____________________________ 8.00 Morgunandakt Séra Sigmar Torfa- son prófastur á Skeggjastöðum flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 8.35 „Coppélía", þriðji þáttur úr ballett- inum eftir Léo Delibes. Suisse Ro- mande-hljómsveitin leikur; Richard Bon- ynge stj. 9.00 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jónssonar 11.00 Messa f Háteigskirkju. Prestur: Séra Tómas Sveinsson. Organleikari: Orthulf Prunner.Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfreanir. 13.30 Barnatími. Stjórnandi: Jónina H. Jónsdóttir. 14.10 „Það vex eitt blóm fyrir vestan'L Dagskrá á aldarfjórðungsártíð Steins Steinarrs í samantekt Hjálmars Ólafs- sonar. 15.15 Söngvaseiður. Þættir um islenska sönglagahöfunda. Þriðji þáttur: Árni Beinteinn Gíslason og Jón Friðfinns- son. Umsjón: Ásgeir Sigurgestsson, Hallgrímur Magnússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Menningarsamband Frakka og ís- lendinga i fyrri tíð. Dr. Jónas Kristjáns- son flytur sunnudagserindi. 17.05 Tónskáldakynning. Guðmundur Emilsson ræðir við Jón Ásgeirsson og kynnir verk hans. 2. þáttur. 18.10 „Hver hefur safnað vindinum" Jenna Jensdóttir les eigin Ijóð. 18.25 Itzhak Perlman leikur á fiðlu og Bruno Canino á píanó. „Italska svítu'' eftir Igor Stravinskí samda um stef eftir Pergolesi. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.25 Myndir Jónas Guðmundsson rithöf- undur spjallar við hlustendur. 20.00 Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins Guðrún Birgisdóttir stjómar. 20.45 Gömul tónlist Snorri Örn Snorrason kynnir. 21.30 Hin týnda álfa Tyrkjadæmis. Annar þáttur Kristjáns Guðlaugssonar. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Henry Dunant, stofnandi Rauða krossins. Séra Árelíus Níelsson flytur fyrra erindi sitt. 23.00 Kvöldstrengir mánudagur____________________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Séra Eirik- ur J. Eiríksson (a.v.d.v.) 7.20 Sinfónfuhljómsveit íslands leikur létta tónlist. Páll P. Pálsson stj. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Sigríður Halldórsdóttir talar. 8.20 Morguntónleikar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Laxa- börnin“ eftir R. N. Stewart. Þýðandi Eyjólfur Eyjólfsson. Guðrún Birna Hann- esdóttir byrjar lesturinn. 10.30 Henry Dunant, stofnandi Rauða krossins. Séra Árelius Níelsson flytur seinna erindi sitt. 11.00 Messa í Grensáskirkju. örn B. Jóns- son djákni prédikar. Séra Halldór Grön- dal þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórs- son stjórnar söng og tónlist. - Hádegis- tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Mánudagssyrpa - Olafur Þórðar- son. 14.30 „Gott land“ eftir Pearl S. Buck. Magnús Ásgeirsson og Magnús Magnús- son þýddu. Kristín Anna Þórarinsdóttir les (5). 15.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar (slands í Háskólabíói 19. þ.m. 15.45 „Borgarmúrinn", Ijóð eftir Erlend Jónsson. Höfundur les. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Áfram hærra. Dagskrá um kristileg málefni. Umsjónarmenn: Ásdis Emils- dóttir, Gunnar H. Ingimundarson og Hulda H.M. Helgadóttir. 17.00 Ferðamál Umsjón: Bima G. Bjarn- leifsdóttir 17.40 Skákþáttur Umsjón: Jón Þ. Þór. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Sigurður Blöndal skógræktarstjóri talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þórður Magnús- son kynnir. 20.35 Frá tónleikum Islensku strengja- sveitarinnar í Bústaðakirkju 21. mars s.l. Einlelkari: Gerður Gunnarsdóttir. 21.40 Útvarpssagan: Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar Þorsteinn Hannesson les (17). 22.35 „Hús húsanna", smásaga eftir Jó- hönnu Á. Steingrímsdóttur. Hildur Hermóösdóttir les. 22.50 „Ungfrú Sambaog HerraJass" Taina Maria Correa Reis og Niels Henning Örsted Pedersen syngja og leika f útvarpssal. - Kynnir: Vemharður Linnet (Síðari þáttur.) 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp lauqardagur 13.15 Enska knattspyrnan 13.40 Manchester United-Brlghton Úrslita- leikur ensku bikarkeppninnar 1983. Bein út- sending frá Wembleyleikvanginum í Lund- únum. 15.50 Enska knattspyrnan eða framlenging úrslitaleiksins 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáll 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Óstaðfestar fregnir herma. Nýr flokk- ur (Not the Nine O'Clock News) Bresk skop- myndasyrpa i fjórum þáttum. Þýðandi Guðni Kolþeinsson. 21.05 Heiðin heillar (Run Wild, Run Free) Bresk biómynd frá 1969. Leikstjóri Richard C. Sarafian. Aðalhlutverk: Mark Lester, John Mills, Fiona Fullerton og Sylvia Syms. Philip er tíu ára drengur sem lilir i lokuðum heimi án eðlilegra tengsla við foreldra sína eða umhverfi. Kynni hans af gömlum her- manni og gráum villihesti úti á heiðinni i grennd við heimili hans rjúfa loks einangrun hans. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 22.40 Konan sem hvarf (The Lady Vanishes) Bresk bíómynd frá 1938. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: Margaret Lockwo- od, Michael Redgrave og Dame May Whitty. Roskin kona hverfur í lestarferð frá Sviss heim til Bretlands. Ungri samferða- konu þykir ekki allt með felldu um hvarf gömlu konunnar og fer að grennslast fyrir um það þótt flestir hinna farþeganna sýni málinu undarleg tómlæti. Þýðandi Jón O. Edwald. sunnudagur 17.00 Hvítasunnuguðsþjónusta Bein út- sending úr Neskirkju I Reykjavík. Séra Guð- mundur Óskar Ólafsson þrédikar, kór Nes- kirkju syngur, orgelleikari er Reynir Jón- asson. 18.00 Villlgróður Finnsk barnamynd. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 18.20 Daglegt líf i Dúfubæ Breskur brúðu- myndaflokkur (7). Þýðandi Óskar Ingimars- son. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. 18.35 Palli póstur Breskur brúðumyndaflokk- ur (7). Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögu- maður Sigurður Skúlason. Söngvarr Magn- ús Þór Sigmundsson. 18.50 Sú kemur tið Franskur teiknimynda- flokkur um geimferðaævintýri.(7). Þýðandi Guðni Kolbeinsson, sögumaður ásamt hon- um Lilja Bergsteinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir, veður og dagskrárkynning 20.25 Sjónvarp næstu viku Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 20.40 Yfir Kjöl I ágúst árið 1898 lór danskur liðsforingi og könnuður, Daniel Bruun að nafni, ríðandi suður Kjöl ásamt dönskum málara og islenskum fylgdarmönnum. Landstjórnin hafði veitt honum styrk til að varða Kjalveg hinn forna svo að hann mætti á ný verða ferðamannaleið. ( kvikmynd þessari, sem (sfilm hefur gert, er fetað i fót- sþor leiðangursmanna yfir Kjöl. Leikstjóri er Ágúst Guðmundsson en leikendur eru flestir bændur að norðan. Danina leika Harald Jespersen bóndi og Jóhannes Geir listmál- ari. Kvikmyndun: Ari Kristinsson. Hljóð: Jón Hermannsson. Textahölundur og þulur: Indriði G. Þorsteinsson. 21.20 Ættaróðalið Níundi þáttur. Breskur framhaldsflokkur í ellefu þáttum, gerður eftir skáldsögu Evelyns Waughs. Efni áttunda þáttar: Charles verður með árunum þekktur málari oa aenqur að eiga konu af aðalsætt- um. 22.10 Eldfuglinn (L’Oiseau de Feu) Kanadísk ballettmynd. Tónlist eftir Igor Stravinsky, Sinfónfuhljómsveitin í Montreal leikur, Char- les Dutoit stjórnar. Dansarar: Claudia Mo- ore, Louis Robitaille og Jean-Marc Lebeau. Uþptöku stjórnaði Jean-Yves Landry. Myndin hlaut gullverðlaun á sjónvarps- myndahátíð í Prag 1980. mánudagur 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.45 Já, ráðherra Lokaþáttur. Hver er sjálfum sér næstur. Breskur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.20Jessie Ný, bresk sjónvarpsmynd. Leikstjóri: Bryan Forbes. Aðalhlutverk: Nanette Newman, Toby Scopes, Nigel Hawthorne og Jennie Linden. Myndin gerist á ensku sveitasetri um aldamótin. Þangað ræðst Jessie vinnustúlka. Á heimilinu er heyrnarlaus drengur, sem er mjög afskiptur af foreldrum sinum, en þeim Jessie verður fljótlega vel til vina. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. ' 22.50 Músíktilraunir (82 Frá hljómleikum á vegum SATT, Samtaka alþýðuskálda og tónlistarmanna i Tónabæ í desember 1982. Eftirfarandi tíu hljómsveitir leika: E.K. Bjarnason band, Centaur, Dron, Englabossar. Pass, Fílharmóníusveitin, Meinvillingar, Sokkabandið, Reflex og Stratos. Kynnir Stefán Jón Hafstein. - Upptöku annaðist Framsýn. Sjónvarp laugardag: Myndir helgar innar Iiciðin hcillar og Konan sem hvarf heita bíómyndir, sem sjón- varpið sýnir í kvöld í einni bunu, laugardagskvöldið 21. maí. Sú fyrri er bresk frá árinu 1969, og hin síðari einnig en hún var gerð 1938. Heiðin.heillar segir frá tíu ára gömlurn mállausum dreng, sem lifir í lokuðum heimi án eðlilegra tengsla við foreldar sína eða um- hverfi. Kynni hans af gömlum hermanni og gráum villihesti úti á heiðinni í grennd við heimili hans rjúfa loks einangrun hans. Kvikmyndahandbókin fína gefur niyndinni eina stjörnu og segir þetta þægilega fjölskyndu- rnynd. Óvandlátari handbókin gefur tvær stjörnur og segir myndina vera með betri barna- myndum. Leikstjóri er Richard C. Sarafin og nieð aðalhlutverkin fara Mark Lester, John Mills, Fi- ona Fullerton og Sylvia Sims. Konana sem hvarf heitir á ensku The Lady Vanishes og henni stýrir enginn annar en Sá frægi gaur, Alfred Hitchcock, með allar myndirnar sínar. meistari Alfred Hitchcock. Aðal- hlutverkin leika Margaret Lock- wood, Michael Redgrave og Dame May Whitty - allt úrvals- leikarar frá gömlu dögunum. Söguþráðurinn er þannig, að roskin kona, sem Dame May j Whitty leikur, hverfur í lestarferð frá Sviss heim til Bretlands. Ungri samferðakonu þykir ekki allt með felldu og fer að grennsl- ast fyrir um það, þótt flestir hinna farþeganna sýni málinu undarlegt tómlæti. Fína kvikmyndahandbókin gefur 4 stjörnur og hrósar öllu: kvikmyndatöku, leik og leik- stjórn. Óvandlátari heimildin gefur tvær og hálfa stjörnu. Hvað sem stjörnunum líður er víst, að engum þarf að leiðast myndin. r Utvarp á sunnudag: Aldar- fjóröungs ártíö Steins Steinars Útvarpið heldur upp á aldar- fjórðungsártíð Steins Steinars, ljóðskáldsins kunna, á hvíta- súnnudag kl. 14.10. Dagskráin heitir „Það vex eitt blóm fyrir vestan“ og það er Hjálmar Ólafs- son, sem tekur saman.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.