Þjóðviljinn - 21.05.1983, Side 28

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Side 28
DJÖÐVIUINN Helgin 21. - 22. maí 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsíns í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægtað ná í afgreíðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 „Kuldinn var erfiðastur” Viðtal við Söndru Edith Martinez frá miðbaugs- landinu Ecuador en hún hefur dvalið hér sem skipti- nemi í vetur. „Fyrst eftir að ég kom var þetta ofsalega erfitt, ég var einmana í skólanum og gat ekki gert mig skiljanlega. Á fyrsta ballinu sem ég fór í í Menntaskólanum við Sund voru hins vegar allir mjög kumpánlegir og hressir en daginn eftir í skólanum var allt komið í sama farið, enginn vék sér að mér. Um jólaleytið fór ég svo að tala íslensku og þá breyttist allt. Ég á orðið mjög góðavini." Þessiorðmælir Sandra Edith Martinez f rá Ecuador, 18 ára, en hún hefur verið hér í vetur á heimili hjónanna Margrétar Tómasdótturog Guðmundar Magnússonar verkf ræðings. Við hittum hana þar í hádegínu áfimmtudag og borðuðum hádegismat með henni. Sandra er fyrsti skiptineminn frá 3. heiminum sem hér dvelur. Hún talar orðið ágæta íslensku. Þessi broshýra og elskulega stúlka er frá Quito, höfuöborg Ec- uador, þessu landi sem kennt er við miðbaug og það hljóta að hafa ver- ið mikil viðbrigði að koma úr hitan- um þar og alla leið hingað á hjara veraldar. Við spyrjum hana nánar .um það. - Já, þetta var svolítið erfitt til að byrja með, segir hún, en það er allt í lagi núna. - Hvað var erfiðast? - Kuldinn var erfiðastur og það að geta ekki gert sig skiljanlega. - Hvert er hitastigið í Ecuador? - Það er svona um 20 gráður en borgin liggur mjög hátt, í um 3500 metra hæð yfir sjó. - Og þér finnst fólkið dálítið kalt hérna líka? - Já, það er ekki eins opið við fyrstu kynni og landar mínir en þegar komið er inn fyrir skelina eignast maður mjög góða vini hér og líklega til lífstíðar. - Eru áhugamál ungs fólks hér svipuð og í Ecuador? - Þau eru ekki svo mjög ólík. Við förum á böll og í bíó eins og hér. - En eru ekki miklu meiri and- stæður í Ecuador. - Jú, stór hluti landsmanna er mjög fátækur og svo finnst líka mjög ríkt fólk og allt þar á milli. Um 80% af öllum iðnaðarfyrir- tækjum eru í eigu útlendinga, aðal- lega Bandaríkjamanna. - Og hvernig er stjórnarfarið? - Við höfðum einræðisherra en honum var steypt árið 1980 og nú í faðmi fjölskyldunnar á Kleppsveginum. F.v. Margrét Tómasdóttir, Sandra, Guðmundur Magnússon og Elísabet Vala. Ljósm. - Atli fáum við að kjósa stjórnvöld. Það er mikið um verkföll í landinu m.a. hjá stúdentum. - Hvernig var þínu námi háttað áður en þú komst hingað? - Ég lauk stúdentsprófi frá menntaskóla í Quito í fyrra og hyggst að lokinni dvöl hér læra raf- magnsverkfræði. - Er menntaskólinn sem þú varst í svipaður MS? - Nei, hann er allt öðru vísi. Ég var í klausturskóla sem er eingöngú fyrir stúlkur. Þar eru yfirleitt sér- skólar fyrir stúlkur og drengi. - Er trúin mjög sterkur þáttur í þjóðlífinu? - Já, trúin er mjög sterk. - Ert þú sjálf trúuð? - Já, það er ég. - Hvernig fannst þér að vera hérna á jólunum? - Það er mjög svipað og heima. Ég fór í kaþólsku kirkjuna með Guðmundi og Margréti og svo voru jólatré og jólagjafir eins og heima. Það eina sem er ólíkt er snjórinn hér. — Snjóar aldrei í Ecuador? -Nei, ekki nema efst í fjöllin, kannski í 7000 metra hæð. - Hefurðu farið á skíði hér? - Já, aðallega á gönguskíði og einu sinni lét ég vélsleða draga mig. Það var ofsalega gaman. - Ertu mikil íþróttamanneskja? - Ég hef æft blak með íþróttafé- lagi stúdenta og fór m.a. í keppnis- ferð með því til Þýskalands í vetur. - Hefurðu ferðast eitthvað innánlands? - Já, ég hef farið til Þingvalla, Geysis og eitthvað um Suðurland og svo ætla hjónin að fara með mig hringveginn um landið í sumar. Ég fékk líka að vera á sveitabæ um tíma, Lækjartúni í Holtum og það var gaman. - Mjólkaðirðu? - Já, já og svo fór ég aftur núna um sauðburðinn og fékk að taka á móti lömbum. - Hefurðu verið í sveit í Ecu- ador? - Já, ég er fædd í sveit en þar voru aðallega bananaekrur. Þar er líka ræktað kakó og kaffi. - Hvað gerir pabbi þinn? - Hann er með bílasölu. - Vissirðu eitthvað um ísland áður en þú komst hingað? - Nei, mjög lítið, ég vissi bara að það var kalt hér. - Voru ekki foreldrar þínir hræddir við að senda þig svona á hjara veraldar? -Jú, þau voru dauðhrædd en svo kom íslensk stúlka heim og þau róuðust þegar þau sáu að hún var venjuleg manneskja. - En hvers vegna komstu hingað af öllum löndum? - Ég bað um að fá að fara sem skiptinemi til einhvers Evrópu- lands en þegar til kom var hvergi pláss nema hér svo að ég sló til og sé ekkert eftir því. Nú skýtur Guðmundur orði inn í: - Já, hún bað um að fara til Evr- ópu og lenti hingað svo að það hef- ur kannski veri svolítið svindl en hún hefur í staðinn lært elsta og merkilegasta mál í Evrópu, hún getur alltaf lært sveitamál eins og ensku síðar. Við ætlum reyndar að fara með hana og dóttur okkar sem var að ljúka stúdentsprófi til London og Parísar svo að það verð- ur smáuppbót. - Hvernig hefur þetta annars gengið, Guðmundur? - Þetta hefur verið mjög lær- dómsríkt fyrir okkur að hafa hér á heimilinu manneskju úr svo fjar- lægu landi sem Ecuador er og ég hvet fólk til að taka skiptinema inn á heimili sín. Þetta kerfi er að mínu áliti afar þýðingarmikið alþjóðlegt samstarf. Dvöl Söndru hér færir okkur fyrst og fremst heim sanninn um að fólk er alls staðar eins. Eftir að hún fór að bjarga sér í íslensku hefur hún fallið mjög vel inn í fjöl- skyldu og heimilislíf og er vinsæl hjá bekkjarsystkinum sínum. Það er ákaflega ánægjulegt að sjá hvernig þetta hefur þróast. “ - Umgengstu bekkjarsystkini þín mikið, Sandra? - Já, þetta eru skemmtilegir krakkar. Ég fer oft heim til þeirra og þá er sest niður, drukkið kaffi og talað um kennarana. - Hvernig fórstu að því að ná svo góðum tökum á íslenskunni? - Ég byrjaði að læra íslensku fyrir útlendinga í Námsflokkum Reykjavíkur en það bar lítinn ár- angur, var aðallega beygingarstagl. Ég hef aðallega lært hana hér inni á Framhald á 27. siöu. Notaleg hlýfa á eínu augnabliki SUPERSER gasofnar. - Þrælöruggir og einfaldir í meðförum. Augnabliks upphitun. 3 stillingar á hita. Vandaðir öryggisrofar. SUPERSER gasofnar henta vel í sumarbústaðinn og annars staðar þar sem hita þarf húsakynni á skömmum tíma. Verðið er ótrúlega lágt. — Leitið upplýsinga. Teg. F-14 Teg. F-110 olís Grensásvegi 5, Sími: 84016

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.