Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 7
Ari Trausti Guðmundsson: Bókin er handbók Bókarhöfundur deilir ekki við gagnrýnanda um ágæti sinnar eigin bókar. Sú hefðskal hald- in. Annar höfundur bókar um fjallamennsku, sem Jóhannes Eiríksson gagnrýnir 4. sept. í Þjóðviljanum, ætlar sér þó þá framhleypni að hnýta upplýs- ingar til lesenda við pistil Jó- hannesar. Jóhannesi finnst bókin („Fjalla- mennska, Örn/Örlygur, 1983) vera þurr, leiðinleg, textinn klúður og alrangar áherslur í efnismeðferð, allt kapp lagt á þurrar staðreyndir sem „úreldast eins og hendi sé veifað". Þennan dóm ræði ég ekki um. En af pistlinum má hins vegar skilja að Jóhannes hafi viljað sjá allt aðra bók en þessa, þar sem „alls ekki er reynt að glæða skilning á fjallaíþróttum eða miðla persón- ulegri reynslu“. Skoðunin sú að bókin hefði átt að vera áhugaverð kynningarbók kemur fram annars staðar: „Ef bókin hefði miðast við að reyna að vera upplýsinga- og leiðbeiningarit um þessa þætti (þ.e. klifur innsk. ATG), í bland við persónulega reynslu höfunda, má vera að þeim hefði tekist að skapa frumlega og skemmtilega bók“. Og aftur: Lesandanum, sem er „lítt kunnur landinu og duldum þess, munu ekki opnast dyr í fjall- ið“ við lestur bókarinnar. Vegna þessa finnst mér mikil- vægt að fram komi.að umrædd bók var samin sem handbók handa hvers kyns fjallamönnum, rit með „praktískum" leiðbeiningum fyrir fólk í gönguferðum, jafnt sem harða klifrara. Höfundar gera vegna ritdóms um ,,Fjallamennsku ” skýra grein fyrir efni bókarinnar í sérstakri grein 1. kafla. Þar er bókin sögð vera „alhliða leiðbeiningabók“ með „grófgerðri mynd af grundvallaratriðum" og að höfundar hafi stuðst við nýjar eriendar handbækur. Verði bókin einhverjum hvatn- ing, eins og segir í formála, er það ekki vegna efnismeðferðar eða frumlegs texta, heldur vegna mynda og lærdóms sem vonandi er þar að finna. Kennsla í hnútagerð eða nákvæmur kafli um snjóflóð og flóðavarnir glæðir ekki skilning á fjallaíþróttum umfram jarðbundn- ar (og lífsnauðsynlegar) upplýs- ingar. Persónuleg reynsla var held- ur ekki notuð sem efni í heillandi og skemmtilegar frásagnir, heldur við samningu leiðbeininga. Al- hliða, tæknileg handbók, í fjalla- mennsku, siglingum eða skíða- mennsku, getur seint orðið að persónulegu ritverki og kynning- arriti. Aðrar og gjörólíkar bækur fjalla um áhrif af náttúrunni, svaðilfarir, skemmtilegar fjall- göngur. Okkur vantar fleiri en eina slíka bók, sem opna lítt kunnugum dyr í fjöllin og þeim kunnugu að- gang að nýjum. Á þá kannski að gefa eina slíka út á undan uppfletti- og leiðbeiningabókinni? Eða þá síðarnefndu fyrst. Það er erfitt að gefa umsagnir um bækur. Ég vildi óska þess að Jóhannes hefði fjallað um bókina sem handbók og rætt síðan um gagnsemi þess að gefa fremur út slíkt rit en bókina, sem hann hefur í huga. Fyrir gagnrýni á málfar, o.fl. ber að þakka, hvað sem öllu líður. Að lokum: Megindrættir skíða- göngutækni eða leiðavals eða klifur- tækni eða þá staðreyndir um ýmsar gerðir prímusa, úreldast ekki „eins og hendi sé veifað", - ekki í „Fjallamennsku" fremur en er- lendum bókum af sama tagi (og fjallamennsku á alpavísu). Höf- undar og útgefandi hafa álitið fundar og útgefandi hafa álitið kleift að endurbæta bókina í takt við nýjungar sem koma hægt og sígandi fram. £8PÍ udirisly'> (I— 01 ÞI/ÍLJl “?! — > Helgin 10.—11. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 NIUAN 19 kjörbúöir og stórmarkaðir á höfuðborgarsvæðinu. EURQCARD TIL DAGLEGRA NOTA rMFA--- JDLVB QB WWWfl - Ný bók um efnahagsleg og félagsleg áhrif örtölvunnar. Bókin er hvort tveggja í senn: Fróðleg fyrir þann, sem hyggst kynna sér tölvur og tölvuvæðingu og um leið aðgengileg námsbók, sem hentar ýmsum skólastigum. Dreifing: Mál og menning. Menningar- og fræðslusamband alþýðu s: 84233 HAGKAUP ÞÁERUÞAÐ. • Nýjar vörur streyma inn daglega, allt sem þarf til skólans fæst í Hagkaup. Á Hagkaupsverði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.