Þjóðviljinn - 10.09.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Helgin 10.-11. september 1983 Edda Björnsdóttir: Við krefjumst framtíðar íslandúrNató, Herinn burt. Við mótmælum kjarnorkuvopnum og sprengjum sem gjöreyða jörðinni og öllu lífi. Ekki get ég séö hvernig slíkar upphrópanir stuðla að friði í heiminum. Ég hélt að friðelsk- andi fólk væri ekki partur af ein- hverri pólitískri flokkamaskínu , því að í pólitík ríkir aldrei friður. Menn eru sífellt að reyna að ná völdum, sýna að þeir séu betri en hinir og kannski síðast en ekki síst að klífa upp eigin metorða- stiga, klífa eigið egó. Það á ekki að skipta nokkru máli hvort þú ert ríkur eða fá- tækur, karl eða kona, kommi eða Sjálfstæðismaður, svartur eða hvítur, það gerist ekkert í friðar- '< málum fyrr en við látum eigin- hagsmuni víkja þó ekki væri nema um stundarsakir. Þá getum við byrjað að tala saman um frið. Heimsheimilið og óttinn Venjulegt fólk, sem lifir venju- legu lífi, á oft erfitt með að halda jafnvægi í lífi sínu, ótal árekstrar eiga sér stað inni á heimilunum. Hvernig getum við þá ætlast til að forystusauðirnir á heimsheimi- linu haldi friðinn? Það þekkist tæplega blessað fólkið og er fullt af tortryggni i garð hvers annars. Stærsti draugurinn, sem við eigum í höggi við um þessar mundir, er óttinn. Óttinn við að einn góðan veðurdag muni geð- sjúkur valdasauður ýta á hnapp- inn og bomban fari af stað. í hug- um margra er þessi ótti svo ríkj- andi að það varnar þeim að sjá nokkra framtíðarglætu, gerir jafnvel daglegt líf þeirra að gleð- isnauðri ógnvekjandi martröð. Þetta hefur gerst út um alla ver- öld, aukin sjálfsmorðstíðni ungs fólks er þar besti vitnisburðurinn, því miður. Svefnsýki Sem betur fer eru ekki allir sýktir af sofandahættinum. Úti um allan heim eru starfandi vak- andi manneskjur sem bera virð- ingu fyrir lífinu og una ekki lengur við ástandið eins og það er. Friðargöngur margs konar eru farnar, fólk lætur í sér heyra og safnast saman. Þetta getur aldrei orðið nema til góðs, það gæti vakið fólk til umhugsunar um tilvist okkar á þessari jörð. Eitthvert hlutverk hljótum við að hafa annað en að vinna, sofa og eta. Enþetta hefur náttúrlega litla ■ þýðingu ef við förum á góða glæpamynd eftir fund hjá friðar- sinnum eða erum haldin þeirri ár- áttu að drepa hverja flugu sem slysast til að verða á vegi okkar. Eða bara látum sem okkur komi ekki við hvernig lífið á þessari jörð æxlast. Svart og hvítt Þessi skrif eiga ekki að vera nein ádeiluskrif um stórveldin tvö, Rússland og Bandaríkin (vona að það sé tekið til greina) en ég verð þó að láta fljóta með sögukorn frá bæ einum í Texas. Flestir bæjarbúar eða stór hluti hafa lífsviðurværi sitt af fram- leiðslu kjarnorkuvopna, það er sú atvinna sem heldur bænum gangandi. Fyrir flestum er þetta eins og hver önnur vinna, fólkið þarf á peningum að halda. Hvort þú færð launin þín frá Atómstöð- inni hf. eða Þorsk hf virðist einu gilda hjá flestum, ekki þó öllum. Nú kemur að því sem vakti at- hygli mína við sögu þessa. Nokkrir menn hafa hætt að vinna hjá fyrirtækinu vegna sannfær- ingar sinnar um að það sé rangt að framleiða vítisvélar þessar og er ég þeim fyllilega sammála. En jafnvel í frjálsasta landi veraldar gerast atburðir. Þeir menn sem hættu hjá fyrrnefndu fyrirtæki fá hvergi vinnu í heimabæ sínum vegna skoðana sinna. Kaþólska kirkjan í bænum setti af stað söfnun til að menn þessir hefðu fyrir framfærslu fjöl- skyldna sinna. Þar með var hafin barátta milli trúarsafnaða í bæn- um hvort rétt væri eða rangt að framleiða kjamorkuvopn. Einn presturinn gekk svo langt að segja að það væri guðs vilji að Bandaríkjamenn verðu sig fyrir óvininum. Var hann þá spurður hvort það væri ekki kristinna manna siður að bjóða hina kinn- ina. Varð þá fátt um svör enda bera prestar hina ótrúlegustu hluti á borð fyrir söfnuði sína og þeir fylgja sofandi. Frelsi eða friður eru afstæð hugtök. Ef við virðum ekki skoð- ■ anafrelsi einstaklingsins og menn geta ekki fengið að hafa skoðanir sínar án kúgunar frá yfirvöldum, hvort sem þeir heita Rússar (við erum svo oft að tala um allt það ófrelsi sem ríkir þar) eða Kanar þar sem þessi saga gerðist, er meira en lítill maðkur í mysunni. íslensk prúðmennska Kannski fór ég langveg frá efn- inu í upphafi þessara skrifa þar sem ég talaði um plakötin víðs vegar um bæinn og líklega um allt land sem segja okkur að krefjast framtíðar. Líklega stingur það í augun á mörgum að krefjast ein- hvers, sér í lagi hér á íslandi þar sem slíkt hefur ekki talist til prúð- mennsku. Ég hef grun um að þetta eigi eftir að breytast tölu- vert á komandi tímum. Börnin, sem nú eru að vaxa úr grasi, eiga auðveldara með að tjá sig en þær bældu kynslóðir á undan. Ég hlakka til þess að sjá hversu miklu máli það skiptir. Fólk á að leggja til sinn skerf á friðartónleikunum í Laugardals- höll 10. sept. Þeir koma til með að sýna hvort við séum sú hugs- andi þjóð sem vil teljum okkur vera meðal annarra þjóða. Ég krefst friðar og framtíðar handa öllu lífi á jörðinni. Er það til of mikils mælst? 30. ágúst ritstjjernargrein Friðarvikan er óður til lífsins Árið 1983 hefur verið kallað ár eldflauganna. í haust ræðst það hvort Bandaríkin koma fyrir nýj- um Evrópuatómvopnum í NATÓ ríkjunum, eða samningar takast um að hætta við þær fyrir- ætlanir gegn því að Sovétmenn fjarlægi eða eyðileggi SS-20 flaugar sínar. Árið 1983 verð- skuldar einnig að verða nefnt ár atvinnuleysisins. 33-34 miljónir manna eru atvinnulausar í helstu iðnríkjum heimsins og atvinnu- lausum fjölgar um nærri 200 þús- und á ári. Arið 1983 mætti einnig nefna ár hungurs og barnadauða. Miljónatugir barna farast úr þorsta, hungri og slæmri aðbúð í fátækustu ríkjum heims. Þetta er okkar heimur á árinu 1983, sá eini sem við eigum, og okkur ber skylda til þess að skila komandi kynslóðum í því ásigkomulagi að þær geti lifað og dáið á mannsæmandi hátt. Er ekki komið nóg? Kjarnorkuvá, atvinnuleysi og örbirgð eru meiðar á sömu grein. Slík sóun fjármuna, orku og at- gervis hefur átt sér stað síðustu áratugi í vopnakapphlaup að heimurinn fær ekki undir því ris- ið. Þegar sú staðreynd liggur fyrir að nægilegur sprengikraftur er í vopnabúrum kjarnorkuveldanna til þess að eyða mannkyni öllu 20 sinnum fyllast menn ekki örygg- iskennd þegar tilkynnt er um smíði nýrra vopnakerfa heldur spyrja í einfeldni hvort ekki sé komið nóg? Hvort ekki sé skynsamlegra að ráðstafa fjár- munum til þess að jafna kjör jarðarbúa og skapa störf fyrir alla við að bæta jarðarhag. Ógnar- jafiivægið þar sem stórveldin fæla hvert annað frá því að seilast eftir, pólitískum ávinningi með sífelld- um ógnunum í formi nýrra vopna sem kalla á samskonar vopn frá hinni hliðinni er ekki trúverðugt lengur. Almenningur treystir ekki lengur á skynsemi valdhafa stórveldanna og hefur rökstudd- an grun um að þeir geti glapist út í tilraunir með beitingu kjarnorku- vopna til þess að ná fram pólitísk- um markmiðum. Og þar sem jörðin er aðeins ein, og of seint að snúa til baka ef tilraun með tak- markað kjarnorkustríð kynni að snúast upp í gjöreyðingarstríð, þá frábiðja miljónir manna um allan heim sér að hafa hangandi yfir sér stöðuga kjarnorkuvá. Friðarhreyfingin komin til Islands í Reykjavík hefur þessa viku staðið yfir friðarvika, sem ber öll einkenni þess að hugmyndir og hugsjónir friðarhreyfinga á Vest- urlöndum hafa skotið rótum á ís- landi. Sú upplýsingastarfsemi sem átt hefur sér stað og þau kynni sem íslendingar hafa haft af starfi friðarhreyfinganna er- lendis hefur leitt til umhugsunar sem nú kemur fram í athöfnum. Friðarvikan sem ná mun hámarki um helgina ber öll bestu einkenni friðarhreyfinganna. Einstak- lingar og hópar fólks taka sig saman og fá fjöldann til liðs við sig. Síðan tengjast þessir ólíku hópar saman í lauslegri samræm- ingu, sem einkum er fólgin í að safna atburðum saman í eina friðarviku. Og fræðimenn, lækn- ar, listamenn, prestar og áhuga- fólk af ýmsu tagi leggja fram sinn skerf út frá eigin forsendum. Friðarsamtök listamanna verða stofnuð upp úr þessari viku, samtök myndlistarmanna gang- ast fyrir undirskriftasöfnun með áskorun á Sovétríkin og Banda- ríkin, stofnfundur Samtaka lækna gegn kjamorkuvá verður haldinn nk. mánudag. í Laugar- dalshöll krefjast „rokkarar" framtíðar og í Þjóðleikhúsinu flytja margir af helstu lista- mönnum þjóðarinnar óð til lífs- ins. Afl almenningsálits Einn af áhrifamönnum Sjálf- stæðisflokksins leyfir sér að kalla þetta fólk, sem hefur með einum eða öðrum hætti sett svip sinn á friðarvikuna „styrktarsamtök Andropovs“. Ekkert er fjær sanni. Gagnrýnin beinist bæði að austri og vestri, áhyggjurnar snú- ast jafnmikið um norður sem suður. Og það er vert að minnast Einar Karl___________ Haraldsson skrifar þess að forvígismenn Friðarrann- sóknarstofnunarinn ar í Stokk- hólmi hafa fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að einungis upplýst almenningsálit geti snúið þjóðum heimsins af braut vopn- akapphlaups og vaxandi efna- hagslegs misréttis. Það er rétt ályktun.Enda þótt vopnakapp- hlaupið líkist stundum sjálfgeng- isvél þá liggja því til grundvallar pólitískar ákvarðanir. Friðar- hreyfingarnar vinna fyrst og fremst að því að hafa áhrif á þær ; ákvarðanir og efling þeirra hefur ’ þegar haft verulega þýðingu, því endanlega verða stjórnmála- menn að taka tillit til kjósenda sinna. Og sú viðbára að ekki sé hægt að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnarherranna í Kreml vegna lýðræðisskorts er ekki nema að hluta til réttmæt vegna þess að fyrir þá er það óviðunandi til lengdar að hafa almenningsálitið á Vesturlöndum sér andsnúið,. eins og glöggt má ráða af áróðurs- stríði stórveldanna um hug al- mennings í sinn garð. Viðhorfs- breyting Það er ánægjulegt til þess að vita að friðarhreyfingin skuli vera komin til íslands í sinni fjöl- breytilegu mynd. Viðhorfin eru líka tekin að breytast eins og vel kemur fram í einu smáatriði: Flugleiðir eru farnar að auglýsa afsláttarfargjöld á friðarhátíðina í Þjóðleikhúsinu, Lífið er þess virði. - ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.