Þjóðviljinn - 10.09.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Page 11
Helgin 10.—11. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Sadat Egyptalandsforscti myrtur: þeir voru að líkindutn í tengslum við íslamska sem ríkir í síðarnefnda landinu, var að minnsta kosti upphaflega ver- aldlega sinnaður. Þjóðernishyggja er einnig villa að dómi strangtrúar- manna; markmiðið er, að minnsta kosti í orði kveðnu, að allt íslam sé eitt ríki og eitt samfélag, svo sem var á dögum Múhameðs og kalíf- anna. Strangtrúarmenn í Pakistan fordæmdu þessvegna bengalska Múhameðstrúarmenn sem svikara við íslam, enda þýddi stofnun ríkis- ins Bangladesh í raun, að þjóðerni og tungumál voru tekin fram yfir trúna. A sama grundvelli fordæmir Komeini kúrdneska og arabíska þjóðernissinna í íran. írönsku bylt- ingarvarðliðarnir, sem ganga hik- laust í dauðann í stríðinu við írak, segjast gera það fyrir íslam, en ekki ríkið íran. í orði kveðnu að minnsta kosti eru strangtrúarmenn ekki beinlínis fráhverfir lýðræði, en hugmyndir þeirra um það, byggðar á íslömsk- um hefðum, eru all-frábrugðnar lýðræðishugmyndum Vesturlanda. Samkvæmt vestrænum lýðræðis- hugmyndum á fólkið, kjósendur, að vera hin raunverulegi valdhafi, samkvæmt íslömskum rétttrún- aðarhugmyndum er það hinsvegar sjaría, lögmál Allah, sem yfir öllu stendur. Stjórnmálamenn og þing mega ekkert það gera, er telst and- stætt því lögmáli. í framkvæmd þýðir þetta, að hið endanlega vald er í höndum þeirra, er teljast fróðastir um lög Allah, og í íran að minnsta kosti er enginn vafi á því, að þingmönnum er ætlað að hlýða Komeini skilyrðislaust. Fjöl- flokkakerfi Vesturlanda er að dómi strangtrúarmanna út í hött eða jafnvel vond villa, þar eð þeir líta svo á að aðeins einn sannleikur sé til; þingmenn vilja þeir að séu kosnir sem einstaklingar. Trúfrelsi í vestrænum skilningi orðsins kemur ekki heldur til greina samkvæmt kenningum strangtrúarmanna. Öll völd í samfélaginu skulu vera í höndum Múhameðinga; samfélagið skal með réttu einungis samanstanda af þeim. Játendur annarra trúar- bragða eru raunar taldir standa utan samfélagsins. Sumir þeirra (kristnir menn, Gyðingar, Saraþ- ústrussinnar, Hindúar o.fl) eru þó taldir hafa rétt á vernd hins mú- hameðska samfélags og vissri sjálf- stjórn í eigin málum (líkt og Gyð- ingar höfðu í miðaldasamfélagi kaþólikka). Öllu verr eru settir Ba- braeðralagið. haítrúarmenn í íran, því að þar er svo litið á, að þeir hafi fallið frá Múhameðstrú, en strangtrúar- menn túlka íslamslög svo, að slíkir séu óalandi og óferjandi og í raun réttri dauðasekir. Hið sama á við um Guadiani í Pakistan og Alavíta í Sýrlandi, þótt báðir þessir trú- flokkar telji sig til Múhameðinga. Sudur-indverskur hugmyndafræöingur Efnahags- og fjármál eru þáu svið, sem helst vefjast fyrir strang- trúarmönnum. Þeir túlka íslams- lög svo, að ekki megi taka vexti af peningum, en það hefur reynst erf- itt í framkvæmd, meðal annars vegna alþjóðlegra sambanda mú- hameðskra ríkja í fjármálum Áhrifamesti hugmyndafræðing- ur strangtrúarsinna hefur að líkind- um orðið Abu ’l-Ala Mawdudi, enda þótt hann sé miklu minna þekktur á Vesturlöndum en Kom- eini og Múhameðska bræðralagið í Egyptalandi og Sýrlandi. Mawdudi var Suður-Indverji, fæddur 1903 á Deccan og lést fyrir fáeinum árum. Hann var fyrst og fremst afkasta- mikill rithöfundur, skrifaði á úrdú, en rit hans hafa verið þýdd á all- nokkur mál, þar á meðal ensku en einkum arabísku. Djamaat-i- Islami, félagsskapur sem hann var aðalmaðurinn í, hefur að vísu ekki náð fjöldafylgi, enda þeir einir í hann teknir, sem að mati fyrir- manna eru úrvalsmenn og treyst er til skilyrðislausrar og takmarka- lausrar hollustu við málstað og leiðtoga, ekki alveg ósvipað því sem gerist (eða gerðist) hjá komm- únistaflokknum, enda kann fyrir- myndin að skipulagningu félags- skaparins að vera sótt þangað. En þrátt fyrir fámennið hefur félags- skapnum tekist að ná víðtækum áh- rifum út fyrir sinn eigin hóp, enda einbeittur og áróður hans skýr í framsetningu og vel skipulagður. Zia ul-Haq hershöfðingi, sem steypti Bhutto 1977, hefur mikla hliðsjón af Djamaat-i-Islami, og er félag þetta því síðan áhrifamikið í Pakistan. íslamska bræðralagið Auk Djamaat-i-Islami og hreyf- ingar Komeinis er Múhameðska eða íslamska bræðralagið (al- Ikhvan al-múslimún) sá aðilinn, scm hvað mest hefur látið að sér kveða af íslömskum strangtrúar- samtökum. Bræðralag þetta á mestu fylgi að fagna í Egyptalandi og Sýrlandi, sem er að vonum, þar eð al-Asjarháskólinn í Kaíró var eitt af upphaflegum. virkjum strangtrúarhyggju nútímans í ntú- hameðskum löndum. íslamska bræðralagið hefur í meginatriðum svipaða stefnu og skipulag og fylg- ismenn Mawdudis í Pakistan, en að nokkru annan ytri svip og baráttu- aðferðir. Djamaat er tiltölulega friðsamt, samanstendur einkum af menntamönnum og leggur mesta áherslu á skriftir og áróður. Bræðralagið hefur að nokkru svip af dultrúarreglum (dervisum) og er mikið fyrir að beita vopnum. Hefur það þannig stundað víðtæka hryðjuverkastarfsemi og áratugum saman verið stjórnvöldum í Eg- yptalandi og Sýrlandi mikill höf- uðverkur. Morðingjar Sadats Eg- yptalandsforseta voru að líkindum í tengslum við samtök þessi. Núverandi valdhafar Sýrlands eru af trúflokki Alavíta, sem strangtrúarmenn (og líklega Súnn- ítar yfirleitt) viðurkenna ekki sem Múhameðstrúarmenn, heldur líta ntiklu fremur svo á, að þeir hafi fallið frá þeirri trú. Petta hefur hleypt sérstakri heift í viðskipti ísl- amska bræðralagsins og stjórn- valda í Sýrlandi. Bræðralagið hefur reynt að fella stjórn Assads með morðum og hryðjuverkum og stjórnin svarað fyrir sig af engri vægð, enda er hún stöðugt hrædd unt sig af þeirn sökum, að Alavítar eru í miklum minnihluta í landinu. Fyrir skömmu var gerð uppreisn í borginni Homs, og mun Bræðra- lagið hafa róið þar undir. Sýrlands- her, þar sem Alavítar hafa tögl og hagldir og byggja vald sitt fyrst og fremst á, barði uppreisnina niður af mikilli grimmd og var borgin við það tækifæri að miklu leyti lögð í rústir. Þúsundir manna kváðu hafa látið lífið í þeirri viðureign. Þessi átök hafa og orðið einn liður óald- arinnar í Líbanon. Sýrlendingar hafa hlaðið undir þarlenda Alavíta og má til þess rekja bardagana milli þeirra síðarnefndu og Múhameðs- trúarmanna af Súnna í borginni Trípólís í norðurhluta landsins. Sennilegt er að íslamska bræðra- lagið eigi einnig þar hlut að máli. Einhverjir þræðir kunna að liggja milli Bræðralagsins og PLO, sam- taka Palestínumanna; þessir aðilar eiga sameiginlegan fjandskapinn við Egyptaland (og að sjálfsögðu ísrael), auk þess sem sambönd PLO við Sýrlandsstjórn hafa jafn- an verið brösótt. En sterkir eru þeir þræðir varla, þar eð leiðtogar PLO eru flestir einskonar „verald- arhyggjumenn" og sósíalistar, auk þess sem talsverður hluti Palestínu- manna er kristinn. Strangtrúarhreyfingar hafa látið verulega að sér kveða í fleiri ísl- amslöndum á síðustu áratugum. Þær náðu til dæmis snemma rniklu fylgi í Indónesíu og voru þar áhrifa- miklar fyrsta kastið eftir að það land varð sjálfstætt ríki. Fólk áhangandi þeim mun hafa átt drjúgan þátt í fjöldamorðunum á kommúnistum þarlendis 1965. Beðið eftir al-Mahdí Fylgisnienn Mawdudis og ísl- amska bræðralagið eru af Súnna, aðalgrein íslams, Komeini og hans menn hinsvegar af minnihluta- greininni Sjía. En það hefur ekki valdið verulegum ágreiningi milli Komeinis og hinna. Helst skilur þá á í skilgreiningunni á „íslamska rík- inu“. I augum Súnníta er stofnun slíks ríkis fullnægjandi takmark í sjálfu sér, en Sjíar telja að það geti ekki orðið nema bráðabirgðaá- stand, er standi þangað til al- Mahdí, frelsari eða Messías Sjía- manna, komi og stofni hið endan- lega guðsríki á jörðu. Mikill meiri- hluti írana játar því að Allah hafi, að Múhameð látnum, útnefnt tengdason hans Ali sem ímam, leiðtoga hinna trúuðu og eftirmann spámannsins, Ali útnefndi svo nýj- an ímant sem sinn eftirmann og svo koll af kolli, uns komnir voru tólf. Allir voru þeir, samkvæmt trúnni, fullkomnir og óskeikulir. Tólfti ímaminn var um sína daga (á níundu öld) í felurn, enda Sjíar þá ofsóttir af stjórnvöldum kalífa- dæmisins. Er því síðan trúað að ím- am þessi, al-Mahdí, lifi í öðrum heimi, en muni aftur í fyllingu tímans og útrýma allri villu í Islam. Þangað til er gengið út frá því að hinir trúuðu eigi að hlíta leiðsögn séfróðra manna á sviði trúarinnar, úlama, múdjtahída. Öðlist einhver slíkra óvenju mikla virðingu meðal hinna trúuðu, og starfsbræðra sinna sérstaklega, er hann titlaður mardja eða mardja-í- taklíd, og er skylt að hlýða fyrir- mælum hans í einu og öllu, þangað til al-Mahdí kemur. Ekki er hægt að útnefna rnardja með formlegri tilskipan eða kosningu; hann verð- ur sjálfkrafa að hljóta þá virðingu, er dugir til tignarinnar, af hálfu flestra eða allra úlama Imamíta, bæði í íran og utan þess lands. Þessar virðingar nýtur Komeini nú og hafði náð henni þegar nokkru fyrir fall keisarans, og kraftur sá, er þeirri virðingu fylgir, varð keisar- anum að falli öllu öðru framar. dþ. Lada 1300 Lada Safír Lada Canada Lada Sport kr. 142.000 kr. 162.000 kr. 192.000 kr. 271.000 Nýir og notaðir bílar Tökum notaða, vel með farna Lada-bíla upp í nýja Verð frá kr. 153.000 Bifreiðar og Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.