Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. október 1983 shammtur Af líkamsrœkt Ég var - þó ég segi sjálfur frá - ekkert sérdeilislega óliðlegur, þegar ég var yngri, eða fyrir svona þrjátíu - fjörutíu árum, já bara nokkuð sprækur, ef ég man rétt. Maður var í leikfimi pilta og hafði náð umtalsverðum tökum á stökkunum, fór höfuðstökk í striklotu, meðan dýnan entist, náttúrlega kraftstökk, svifstökk, heljar- stökk og flikkflakk, já meira að segja náðist heljarstökk afturfyrir sig í flikkflakkinu, þegar maður var í toþp- formi, sextán - sautján ára. Tekin voru fjörutíu púss- öpps í hverjum leikfimitíma, æft í köðlum og hringjum, magavöðvarnir hertir í rimlunum og í þartilgerðum gólfæfingum og sérstök áhersla lögð á þolið með erfiðum langhlauþum. Kjörorðin voru: „Karlmennska, þrek, þróttur". Þessi leikfimi var kölluð „leikfimi pilta" til aðgreining- ar frá öðru fyrirbrigði, sem líka átti að heita leikfimi, en var kallað „leikfimi stúlkna“. Þetta var á þeim árum, sem við strákarnir vorum sífellt að kíkja á stelpurnar, ekki veit ég útaf hverju, eða til hvers, en semsagt við læddumst æði oft uppá sval- irnar í Jóns Þorsteinssonar-húsinu, létum lítið á okkur bera og fylgdumst með stelpna-leikfiminni okkur til óblandinnar ánægju. Þetta voru alveg æðislega tepru- legar tilfæringar, gott ef ekki var spiluð músik undir, hlaup á tánum og alls konar kostulegar fettur og brettur í píkulegum engladansi, sem við botnuðum hvorki upp né niður í. Þegar þær voru svo búnar í leikfimi, reyndum við að komast til að kíkja á þær, þegar þær komu úr sturtu, en það náðist eiginlega aldrei, því þær voru svo „djöfull varar um sig“ eins og það var orðað í okkar hópi. Einhvern veginn æxlaðist það svo til, að maður varð afhuga fimleikum, þegar manndómurinn fór að segja alvarlega til sín, og bráðum fara að verða fjórir áratugir síðan ég hætti í leikfimi pilta. Þá skeður það, núna um daginn, að mér er vinsam- lega bent á það, af góðum mönnum, að í starfi mínu sé nú talið mjög æskilegt að vera í „fínu formi“, eins og það er kallað og þá er víst átt við líkamlegt atgervi. Mér er ennfremur bent á það að mér gefist kostur á að stunda leikfimi milli hálfníu og hálftíu á morgnana, þrisvar í viku. Og þar sem konan mín er íjúdótvisvar íviku, hugsa ég sem svo: „Ég fer í leikfimi þrisvar í viku og slæ henni við“. Svo næ ég mér í leikfimisbuxur, strigaskó og annað tilheyrandi og lalla mér í leikfimi eftir fjörutíu ára hlé. Svo mikill er áhuginn, að fyrsta morguninn er ég mættur um áttaleytið og byrja að hita mig upp, hleyp nokkra hringi, til að vera orðinn heitur og mjúkur, þegar dýnurnar, kistan og hesturinn verði tekin fram. Þegar klukkan fer að nálgast hálf níu, fer leikfimifólkið að tínast í salinn. Og ég hugsa með mér: „Djöfullinn sjálfur, hvað er nú á seyði“. Eg sé nefnilega ekki betur en að ég sé kominn í leikfimi telpna. Salurinn fyllist af ungum og spengilegum stúlkum og ég virðist vera eini karlmaðurinn. Og nú líður mér alls ekki nógu vel. Mér finnst ég vera miklu eldri en ég er, og talsvert feitari. Og ég hugsa með mér sem svo: „Guði sé lof að maður er ekki sköllóttur, eða að norðan“. Svo kemur þjálfarinn inn með mikinn doðrant undir hendinni. Og af því að ég er nú alltaf svolítið forvitinn, þegar bækur eru annars vegar, hleyþ ég einn hring í viðbót til að geta nálgast þjálfarann, án þess að hún fatti að ég er í raun og veru að reyna að komast að því hvaða bókmenntir hún sé með undir hendinni. Og ég kemst að því, eins og ekkert sé. „Líkamsrækt með Jane Fonda“. Við þetta verð ég svona einsog hálf asnalegur, en hugsa sem svo: „Ekkert karlrembusvínarí“. Svo byrjar leikfimin og mér finnst ég alveg eins og marhnútur í gullfiskabúri innanum allan þennan kvenlega æskublóma og yndisþokka. Við förum í sérstakar æfingar til að styrkja brjóstin og til að koma í veg fyrir að þau fari að lafa, svo er haldið niður eftir skrokknum. Ég finn að ég er enn nokkuð góður í magavöðvunum. Svo er mjaðmagrindin tekin fyrir og rassvöðvarnir. Síðan sérstakar æfingar til að styrkja móðurlífið og eggjastokkana. Ég tek þátt í þessu öllu í furðulegu hugarástandi. Svo kemur að því að tíminn er á enda, og skelfingu lostinn hugsa ég með mér: „Ætli ég þurfi að fara í sturtu með stelpunum?" En sem betur fer er enn kallasturta og kvennasturta í Jóns Þorsteinssonar-húsinu. Og ámeðan heitavatnið bunar yfir mig hugsa ég sem svo: „Hér er eitthvað meira en lítið skakkt. Konan mín í Júdó, en ég í lík- amsrækt með Jane Fonda“. Og svo dettur mér í hug gamla vísan: Þetta kann ég valla við, virðast allar líkur að konur taki upp kalla sið og kallar verði píkur. skraargatið Það er greinilega heitt í kolunum í Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir og hinar ýmsu stríðandi fylkingar keppast um að koma á framfæri upplýsingum í valda- taflinu. Mörg áform eru þó enn í undirdjúpunum sem menn sverja af sér opinberlega enn sem komið er. Þjóðviljinn greindi t.d. frá því í gær að Albert hyggði á framboð til formannskjörs en hann, eins og búast mátti við, ber þetta til baka í DV í gær enda væri þá „plottið“ hrunið. Það er þó at- hyglisvert hvernig viðtalið í DV hefst, en þar segir Albert: „Það þarf mikið að ganga á áður en ég fer að bjóða mig fram til for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum.“ Þetta er einmitt lykillinn að at- burðarásinni eins og Albert hugs- ar sér hana. Mikið muni ganga á og þá sjái hann sér ástæðu til að blanda sér inn í spilið þegar þar að kemur. Strákarnir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sóp- husson og Birgir ísl. Gunnarsson og liðsmenn þeirra hafa að und- anförnu verið önnum kafnir við að telja sér fylgi til tekna til að draga úr líkunum á framboði Al- berts og til að styrkja sjálfa sig. Friðrik hefur talið sér til tekna að Albert styddi sig eins og hann studdi Gunnar Thoroddsen fyrir fjórum árum og sjálfan sig til varaformanns þá. Þorsteinn Pálsson og stuðningsmenn hans hafa borið það út og talið Þor- steini helst til tekna að hann væri manna best fallinn til að sameina Friðrik: Albert styður mig. flokkinn þar sem bæði Geir og Albert væru meðal stuðnings- manna hans en þeir væru helstu andstæðu pólarnir sbr. framboð Alberts gegn Geir fyrir fjórum árum. Ennfremur styðji Þorstein bæði verkalýðsarmur Sjálfstæðis- flokksins og foringjar Vinnu- veitendasambandsins, fyrrv. hús- bændur Þorsteins. Hann gæti því ekki aðeins sameinað andstæð- urnar í pólitísku örmunum heldur einnig á vinnumarkaðinum. Mikil reiði greip um sig í herbúðum Birgis ísl. Gunnarssonar og stuðningsmanna hans vegna þessa áróðurs og segja þeir að stuðningurinn við Þorstein sé al- gjörlega á misskilningi byggður. Birgir og liðsmenn hans héldu fund í gær og telja nú nauðsynlegt að afhjúpa þennan blekkingará- róður. Þeir greina frá því hverj- um sem heyra vill að það séu bara Geir og VSÍ-klíkan sem styðji Þorstein. Magnús L. Sveinsson, einn helsti forystumaður versl- unarmanna, styðji Birgi og He- lena Albertsdóttir, kosninga- stjóri Alberts, sé með vitund föður síns stuðningsmaður Birg- is. Ennfremur muni meiri hluti þingflokks Sjálfstæðismanna standa að baki honum og nú þeg- Þorsteinn: Albert styður mig. ar séu 10 þingmenn flokksins búnir að lýsa yfir formlegum stuðningi við Birgi. Það setji að vísu nokkurt strik í reikninginn að Björn Þórhallsson, varafor- maður ASÍ og stjórnarformaður DV, styðji Friðrik. Það skemmtilega við þetta allt saman er það að Albert er búinn að koma sínum málum svo fyrir að liðsmenn hinna formlegu fram- bjóðenda keppast allir við að gefa út yfirlýsingar um stuðning Alberts við sinn mann. Það mun gera honum auðvelt fyrir á hinu dramatíska augnabliki á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, „þeg- ar mikið gengur á“ hjá strákun- um (sbr. yfirlýsinguna í DV) að standa þá upp og knýja þremenn- ingana til stuðnings við sig í nafni einingarinnar. Fyrir helgi var í fyrsta skipti afhentur svokallaður gullskór en það er ADIDAS-fyrirtækið sem veitir hann markahæsta manni 1,- deildar í knattspyrnu. Það var Ingi Björn Albertsson úr Val sem fékk skóinn. Heildverslun Björg- OMKEJS3ES Birgir: Albert styður mig. vins Schrams hefur umboð fyrir ADIDAS og Ingi Björn er skrif- stofustjóri Heildverslunar Al- berts Guðmundssonar og sögðu gárungarnir að þarna hefði ein heildverslun afhent annarri gull- skóinn. Flugfréttir komu út fyrir helgi en það er blað sem Flugleiðir gefa út fyrir starfs- fólk sitt. Sigurður Helgason ritar grein um flugreksturinn í ár í þetta blað og hjá honum kemur fram að samdráttur í Evrópuflugi Flugleiða í sumar varð verulegur eða nálægt 15% en samdráttur í innanlandsflugi var 10%. Segir Sigurður að samdrátturinn sé fyrst og fremst að kenna bág- bornu efnahagsástandi hér inn-. anlands. Aukning í N- Atlantshafsfluginu hefur hins vegar orðið 20% þar sem af er árinu. Unnið er nú af kappi við að koma tækj- um fyrir rás 2 í á neðstu hæð í hinu nýbyggða útvarpshúsi og er gert ráð fyrir að útsendingar hefjist í næsta mánuði. Undanfarið hefur einnig verið unnið að því aö endurnýja útsendingarbúnað í gamla húsinu við Skúlagötu og Albert: Þegar mikið gengur á, þá... var ekki vanþörf á því að gömlu böndin voru nánast orðin antík og ekki hægt að fá varahluti í þau. Eru tæknimenn útvarpsins að vonum ánægðir með þessa þróun en það er Olafur Guðmundsson verkfræðingur útvarpsins sem stjórnar endurnýjuninni og þykir hafa staðið sig vel. Þegar í Ijós kom í sumar að „gullskipið“ var gamall togari frá Þýskalandi sagði Kristinn í Björgun h.f. í sjónvarpsviðtali að þeir gull- skipsmenn hyggðust láta stálþil- ið, sem rekið hefur verið niður austur á Skeiðarársandi, vera þar í vetur og svo ætluðu þeir að kanna málið nánar á næsta ári. Umrætt stálþil var hins vegar fengið að láni hjá hafnarstjórn Reykjavíkur og átti að skila því fyrir 31. okt. íár og þegarhafnar- stjórn heyrði viðtalið í sjónvarp- inu var þegar komið á framfæri athugasemd. Nú hefur aftur á móti verið heimilað að stálþilinu verði skilað í síðasta lagi 15. maí nk. Kannski er íhaldsmeirihlut- anum ekkert sérlega umhugað um að flýta því að stálþilinu verði skilað því að það á nefnilega að fara í hafnarbakka til að bæta að- stöðu skipadeildar SÍS inni í Sundahöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.