Þjóðviljinn - 21.01.1984, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. janúar 1984
sKammtur
afári œskunnar
Á fyrsta fundr „Vandamálaráðs" í ár (7. jan.) var
ákveðið að störf ráðsins í ársbyrjun yrðu öðru fremur
helguð unglingavandamálinu sem slíku, „enda fer
nú í hönd“ eins og segir í bókun frá þessum fyrsta
fundi ...,,ár æskunnar“.
Fundarmenn í „Vandamálaráði" (stundum kallaðir
„vandamenn") voru einhuga um að hefja störf á árinu
1984 með því að snúa sér alfarið með oddi og eggju
að því að reifa og rannsaka tilurð, orsök og afleiðingar
sjálfs unglingavandamálsins sem slíks og reyna að
finna viðunandi lausn, sem gæti talist haldgóð til fram-
búðar, enda væri það við hæfi á ári æskunnar.
Vikuskammtinum hefur borist bókun frá öðrum
fundi Vandamálaráðs, sem haldinn var 14. janúar, og
leyfi ég mér að birta hana hér:
Fundur haldinn í Vandamálaráði 14. jan. 1984 kl.
13.30. Bókun AX-3:P.
Formaður setti fundinn og gat þess strax í upphafi
að á þessu ári - „ári æskunnar" - yrðu það unglinga-
vandamálin, sem ættu alfarið að hafa forgang, alger-
an forgang, og að allt starf ráðsins ætti umfram annað
að beinast að því brýna viðfangsefni að leysa ung(-
lingavandamálið í eitt skipti fyrir öll.
Fundinn sátu að vanda trúnaðarmenn þeirra aðila,
sem unglingavandamálið varðar: Fulltrúar Félags-
máladeildar, Uppeldisfræðinga, Atferlisfræðinga, Af-
brotafræðinga, Æskulýðsráðs, Skáta, Gútemplara-
reglunnar, Götulögreglunnar, Rannsóknarlögregl-
unnar, Fíkniefnalögreglunnar, Barnaverndarráðs, Kí-
vanisklúbbsins Yggdrasils, Þjóðkirkjunnar, Heimatrú-
boðs leikmanna og Sonta-klúbbsins. Ennfremur: full-
trúar Leiktækna, Fósturtækna, Stundakennara,
Grunnskólareglutækna, Kvenfélagasambandsins,
Ungmennafélagshreyfingarinnar, K.F.U.M & K.,
Róðrarfélagsins og Júdódeildar Ármanns.
Auk framangreindra: Fjölmargir hagsmunaaðilar
um unglingavandamálið sem slíkt svo sem: Gos-
drykkjaframleiðendur, Pulsusalar, Hamborgarar,
Leiktækjatæknar, Textílhönnuðir, Málningar-.lakk- og
límsalar, fulltrúar ÁTVR og síðast en ekki síst fulltrúar
Kennslubókahöfunda.
Formaður gat þess að á síðasta fundi hefði Jón
Pétursson skipulagsstjóri, hagtæknir og atferlisfræð-
ingur verið kjörinn til að leggja drög að starfstilhögun
ráðsins við lausn unglingavandamálsins og bað hann
að gera grein fyrir viðhorfum sínum og hugmyndum
um starfstilhögun sem slíka.
Jón kvað Ijóst að höfuðmarkmiðið væri að komast
fyrir unglingavandamálið, en slíkt útheimti gífurlegt og
hnitmiðað starf, starf sem yrði að vinna kerfisbundið
og skipulega. Jón kvað fjölþætti, víðfeðmi og yfirgrip
unglingavandamálsins sem slíks svo margslungið, að
það yrði ekki leyst, nema með virkri framsækni allra
aðila.
Sjálft starfið.eðastarfstilhögunin viðlausn unglinga-
vandamálsins, kvað Jón markast mjög af samfélags-
legum starfstilhögunarramma, sem gefist hefði vel
annars staðar þar sem unnið hefði verið að því að
leysa unglingavandamálið sem slíkt.
í stórum dráttum sagði Jón að starfstilhögunin við
lausn unglingavandamálsins yrði tryggð með þeim
hætti að sérstök yfirnefnd („starfsráð") sæi um fram-
kvæmd heildarstarfsins við lausn unglingavanda-
málsins. Starfsráð skipaði síðan „starfsnefndir", sem
hefði hver um sig sinn vissan „starfsvettvang", en
störfuðu að öðru leyti sjálfstætt, þó ábyrgar gagnvart
„Starfsráði", sem síðan heyrði milliliðalaust undir
þann þátt í starfi „Vandamálaráðs", sem lyti beint að
unglingavandamálinu sem slíku og hinum fjölmörgu
flötum þess
Jón kvað að hér væri í fyrsta skipti það nýmæli
viðrað, að starfsnefndir starfsráðs hefðu „frjálst spil“
til beggja handa, þannig að í sjálfu sér væri hver
starfsnefnd fyrir sig ekki bundin af þeim starfstilhögun-
arramma, sem starfsráð sem slíkt setti sér hverju
sinni.
Jón lagði til að þegar starfsnefndirnar hefðu þannig
starfaðmeðóbundnar henduraðlausnunglingavanda-
málsins í þrjá mánuði, þá veldu þær einn fuiltrúa úr
hverri nefnd og þeir fulltrúar mynduðu svo kjarna í
starfshóp.sem gæti síðan fjallað umunglingavanda-
málið á grundvelli þeirra niðurstaðna, sem fengist
hefðu með störfum starfsnefndanna. Þessi starfshóp-
ur hittist svo reglulega og ynni markvisst að lausn
unglingavandamálsins, óbundinn af öðrum starfstil-
högunarreglum en þeim sem féllu innan ramma
starfsreglna Vandamálaráðs sjálfs, eða réttara sagt
þeirrardeildar ráðsins, sem sjálft unglingavandamálið
tæki til.
Jón lagði á það áherslu að störf starfsnefndanna
féllu ekki niður við tilurð starfshópsins sjálfs og væru
starfsnefndirnar enda ábyrgar gagnvart starfsráði
sem síðan gæfi vandamálaráði reglulega skýrslu um
framgang mála, þó óbundið af störfum starfshópsins.
„Hér er það starf, starf og aftur starf, - óeigingjarnt
og markvisst starf, sem þarf að inna af hendi“, sagði
Jón, en lokaorð hans voru þessi:
„Örvæntið ekki þó lausnin á unglingavandamálinu
sé ekki í sjónmáli, þegar ár æskunnar er á enda runn-
ið. Gefið ykkur góðan tíma til að starfa ósleitilega að
lausn unglingavandamálsins, því reynslan sýnir oss
að tíminn - sem læknar flest mein - leysir líka ung-
lingavandamálið.
Menn eldast uppúr því“.
Fleiri tóku ekki til máls. Fundi slitið.
Gróa Sveinsdóttir ritari.
Magnús: Tengda-
sonur Þórarins
Ingvar: Vill komast
í stól Þórarins
Elías: Grein hans
um Framsóknar-
flokkinn gerði út-
slagið
Tómas: Keypti
Benzinn um leið og
Steingrímur Blazer-
inn en þorði ekki að
setja hann á götuna
Friðjón: Verður
hann bankastjóri?
skráargatíð
Gárungar
segja að ástæðan fyrir því að
Tómas Ámason hefur geymt nýj-
an Benz af bestu gerð inní bílskúr
allt síðan um veturnætur sé sú að
svo stutt sé í sveitamanninn í
Tomma að hann haldi reglur góð-
bænda um að taka hrútana á gjöf
um veturnætur. Hinir sömu gátu
sér þess til að Tommi hafi ætlað
að koma sér upp afburða bflakyni
með því að hleypa til Benz og
Bleiser og ætti útkoman þá að
sjást um sauðburð í vor.
Annars
er Mercedes Benz Tómasar nú
aðalumræðuefni landsmanna.
Raunverulega ástæða til þess að
hann kaus að fela bílinn er hann
keypti hann sl. haust var sú að þá
var Blazer-mál Steingríms Her-
mannssonar nýkomið fram í
dagsljósið. Eins illa þokkað og
það var meðan ríkisstjórnin
rændi kaupi af landsmönnum og
lagði að þjóðinni að herða sult-
arólina treysti Tómas sér ekki til
að opinbera sína Iúxuskerru sem
ríkið var látið borga 600 þúsund
krónur í eða nokkur árslaun
verkamanna.
Happdrœtti
og söfnun SÁÁ fyrir meðferðar-
heimilið í Vogum vakti töluverða
athygli á sínum tíma og var
gagnrýnt hvernig að þessu var
staðið. Nú upplýsir Helgar-
pósturinn að happdrættismiðarn-
ir hafi verið svo margir að þeir
voru nánast einn á hvert manns-
barn á landinu og því lítill mögu-
leiki á að selja nema hluta þeirra.
Það kom svo á daginn, þegar
dregið var, að hvorki meira né
minna en 9 bflar af 10 sem voru í
vinning komu á óselda miða en
aðeins einn kom í hlut miða-
kaupenda. Þetta hefði nú einhvern
tíma verið kallað algjört PLAT.
Menn
eru nú þegar teknir að spá í hver
verður arftaki Magnúsar heitins
frá Mel í bankastjórastöðu Bún-
aðarbankans og telja flestir að í
uppsiglingu sé meiri háttar slagur
innan Sjálfstæðisflokksins um
þessa stöðu en íhaldið telur sig
eiga hana. Friðjón Þórðarson ku
vera líklegur en hann hefur setið í
bankaráði bankans. Sjálfur veit
hann að pólitískri framabraut
hans er lokið þar sem hann er í
ónáð hjá flokknum fyrir þátttöku
sína í ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsens. Flokkurinn vill líka
gjarnan losna við hann af þingi og
sú ástæða gæti reynst nóg til að
Friðjón fengi stöðuna. Hitt er
annað mál að ýmsir pólitískir
gæðingar ágirnast þessa stöðu og
bankamenn vilja að einhver úr
þeirra röðum fái hana.
Mörgum
hefur komið á óvart að ungur og
nær óþekktur maður hefur verið
ráðinn sem ritstjóri Tímans. Það
er Magnús Ólafsson sem að vísu
hefur reynslu sem sumarmaður á
Tímanum, er vel menntaður og
vel þokkaður. Ástæðan fyrir því
að blaðamenn Tímans gengu
ekki út í heild þegar Elíasi Snæ-
land var sparkað var m.a, sú að
Magnús er vel liðinn í þeirra hóp.
Hins vegar hefðu sjálfsagt margir
aðrir verið jafn vel að ritstjóra-
stöðunni komnir en það sem
vafalaust hefur gert útslagið er
það að hann er tengdasonur Þór-
arins Þórarinssonar ritstjóra sem
nú hefur starfað við Tímann í
hálfa öld.
Blaðamenn
Tímans eru mjög reiðir út af
brottvikningu Elíasar Snælands
Jónssonar og á fimmtudag lögðu
tveir þeirra niður vinnu, Agnes
Bragadóttir og Skafti Jónsson, í
mótmælaskyni og munaði
minnstu að blaðið kæmi ekki út í
gær. Nýi ritstjórinn og fram-
kvæmdastjórinn koma til vinnu
eftir helgi og þá er jafnvel búist
við að fleirum af ritstjórninni
verði sparkað.
Þórarinn
Þórarinsson ritstjóri mun láta af
embætti fyrir aldurs sakir rlú í
sumar og mun Ingvar Gíslason
alþingismaður sækja fast að kom-
ast í stöðu hans enda er pólitísk-
um framaferli hans iokið eftir
ráðherradóm í síðustu ríkis-
stjórn. Hyggst hann krækja sér í
þægilegt embætti og láta af þing-
mennsku.
Þegar
hringt var í Magnús Ólafsson til
Bonn til að bjóða honum ristjóra-
stöðuna sagðist hann ekki taka
henni ef það ætti að verða til þess
að Elías yrði látinn víkja. Þá var
honum svarað til að Elías yrði
Iátinn fara hvort sem væri og
gekkst hann þá inn á að taka
stöðuna. Elíasi var hins vegar
ekki sagt neitt fyrr en í gær en
ýmist slegið úr eða í. Elías átti á
síðasta ári rétt á þriggja mánaða
leyfi sem blaðamenn eiga rétt á á
fimm ára fresti. Hann fékk hins
vegar ekki að taka það þá en nú
eftir áramót hefur hann farið í
fríið og það mun vera ein af átyll-
unum til þess að hann er nú rek-
inn.
Þeim
sem fylgst hafa með kemur held-
ur ekki mjög mikið á óvart að
Elías Snæland Jónssyni er nú
sparkað úr ritstjórastóli. Hann
gekk á sínum tíma út úr Fram-
sóknarflokknum ásamt þeim
Ólafi Ragnari Grímssyni, Baldri
Óskarssyni og fleirum er kallaðir
voru Möðruvellingar og síðan inn
í Samtök frjálslyndra og vinstri
manna. Nú íyrirskömmu skrifaði
Elías grein í blað sitt, Tímann,
þar sem kemur fram að hann hef-
ur í engu skipt um skoðun síðan á
dögum Möðruvellinga og endur-
tók í greininni flestar röksemdir
um Framsóknarflokkinn sem þá
voru uppi. Þetta er auðvitað eitur
í beinum hinnar hægri sinnuðu
forystu Framsóknarflokksins og
talið er að grein þessi hafi fyllt
mælinn og orðið til þess að Elías
var rekinn.
Agnes
Bragadóttir (Decker) hefur nú
ráðið sig á Morgunblaðið og er
þar með orðinn samstarfsmaður
Fríðu Proppé (Black). Segja gár-
ungarnir að Black og Decker séu
því komnar í sömu tösku. Eins og
við á.