Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 12
jc r ><i" - wöuvi; ^ 12 SIÐA - ÞJÖÐVILJINN Helgin 21.-22. januar 1984 í umræðu á Alþingi kvaðst menntamálaráðherra fylgjandi því að þekkingarmarkmið - þekking á staðreyndum - skipuðu öndvegi í sögukennslu í grunnskóla. Undir þessa skoðun geta sjálfsagt flestir tekið; en um leið vaknar sú spurn- ing hvaða staðreyndir eigi að kom- ast í tölu útvalinna og hvernig eigi að fara með þær í kennslunni að öðru leyti. Sé í námsskrá kveðið á um meginviðfangsefni í náminu, e.k. efnislega beinagrind, kemurtil kasta námsefnishöfunda að klæða beinagrindina einhverju holdi. Þetta þýðir m.ö.o. að úr því ótil- tekna magni staðreynda sem höf- undar kunna að eiga aðgang að, verða þeir að velja svolítið brota- brot. Slíkt úrval felur óhjákvæmi- lega í sér ákveðið viðhorf til þess hvað sé mikilvægt eða viðeigandi að börn og unglingar tileinki sér úr hinum ópersónulega minninga- sjóði sem orðið hefur til í sögunnar rás. Námsefnishöfundar komast varla hjá því að mynda sér ein- hverja skoðun á því hvernig sögu- leg þekking er meðhöndluð utan veggja skólans og hvernig fara eigi að því að veita skólanemendum notadrjúga hlutdeild í henni. Fortíð í framtíð Um eðli sögulegs áhuga og gildi sögulegrar þekkingar má verða nokkurs vísari af því að hugleiða hvernig háttað er umgengni manna Ný heimsmynd hefur verið í mótun síðasta aldarfjórðung sagnfræðinnar auðkennst af því að ný kennileg sjónarmið hafa rutt sér til rúms og vakið margvíslegar spurningar um menningu og sam- félagshætti fyrri ti'ma - spurningar sem sagnfræðingar hirtu áður fremur lítið um. A 19. öld beindist forvitni þeirra lengstum eindregið að hinu opinbera, pólitíska sviði mannlífsins, einkum stjórnar-, hernaðar- og viðskiptaathöfnum. Bakgrunnurinn var þjóðernis- hyggjan sem óx mjög fiskur um hryggá þessuskeiði; stjórnmála- átök snerust líka að miklu leyti um þjóðernisleg stefnumið. Leiddi þetta til umturnunar á hinu pólit- íska landakorti Evrópu á grund- velli þjóðríkjahugmyndarinnar og vaxandi samkeppni gróinna stór- velda um yfirráð yfir landsvæðum „handan hafsins“. Þessar kringum- stæður gáfu evrópskum sagnfræð- ingum sérstaka hvöt til þess að kanna sögulegar heimildir um pól- itíska og menningarlega „forsögu" þjóðanna. Með rannsóknum sín- um lögðu þeir stjórnmálamönnum (voru reyndar oft sjálfir fyrirliðar í i stjórnmálabaráttunni) röksemdir til styrktar þjóðernismálstaðnum. Sem kunnugt er hafa önnur pól- itísk úrlausnarefni færst efst á blað- ið á síðustu áratugum. Þau eru ná- tengd því að heimurinn er orðinn samskiptaheild hátt á annað hundrað fullvalda ríkja sem eru ekki aðeins afar ólík að stjórnarfari og menningu heldur einnig mjög Islandssaga í grunnskóla við fortíðina. í því sambandi er rétt að gera nokkurn greinarmun á al- menningi og forsvarsmönnum hans annars vegar og sagnfræðingum sem hafa atvinnu af því að „um- gangast fortíðina“. Það sýnist ekki umdeilanlegt að menn hafa upp og ofan þörf fyrir að skýra fyrir sér og skilgreina hið liðna. Skilningur á fortíðinni er ótvírætt veigamikil uppistaða í sjálfsskilningi einstaklinga og hópa- - í lífsviðhorfi hverrar kynslóðar. Um leið er auðsætt að þessi skiln- ingsþörf sprettur ekki svo mjög af umhyggju fyrir gengnum kynslóð- um sem þeim er lifa og starfa á hverjum tíma. Með öðrum orðum, fortíðin er til fyrir lifendur en ekki dauða! Þetta þýðir jafnframt að menn eru í fyllsta máta virkir í af- stöðu sinni til hins liðna. Megi tala um fortíðina í vissum skilningi sem sjóð þekkingar, þá er hitt víst að hver kynslóð ávaxtar hann á sinn hátt, viðheldur og eykur við á- kveðna hluta hans en lætur aðra liggja í láginni eða jafnvel falla í gleymsku. Þannig fer því fjarri að söguleg þekking sé eitthvert hlut- gert fyrirbæri: hver kynslóð gæðir hana lífi, býr til sinn eigin minn- ingasjóð eftir aðstæðum sínum og stefnumiðum. Það er þver- sagnakennt en þó ekki tómar ýkjur þegar sagt er að fortíðin lifi fyrst og fremst í framtíðarsýn hverrar kyn- slóðar eða hvers þjóðfélagshóps. Afstœði söguþekkingar Ekki eru vandfundin dæmi úr sögu okkar íslendinga, er sýna ámóta umgengnishætti við fortíð- ina og lýst er að framan. Tökum til dæmis 19. öldina. Það er alkunnugt hve Fjölnismenn greindi mjög á við Jón Sigurðsson og liðsmenn hans um æskilega þróun íslensks þjóðfé- lags. Eftir framtíðarsýninni fór að miklu leyti áhersla þeirra og rækt við einstök tímabil og atburði ís- landssögunnar. í samræmi við rómantískan málstað sinn héldu Fjölnismenn þannig hátt á loft minningu „fornaldarhetjanna góðu“. „Söguöldin" var það tíma- bil sem skipti þá mestu máli; hún var þeim tákn þeirrar mannshug- sjónar og þeirrar þjóðfélagsmynd- ar sem þeir vildu sjá rætast í samtíð sinni. Þessi fortíðarskilningur fullnægði ekki málstað Jóns Sig- urðssonar. Um leið og hann bar fram sjálfræðiskröfur á hendur Dönum á grundvelli sögulegs rétt- ar, beindist athyglin sérstaklega að samskiptum íslendinga á umliðn- um öldum við Norðmenn og Dani. Krafan um endurheimt þjóðrétt- inda var rökstudd með ákveðinni túlkun á réttindum og skyldum ís- lendinga skv. Gamla sáttmála og erfðahyllingunni 1662. Ýtarleg þekking á atburðum er tengdust þessum gerðum, varð þannig lykil- atriði í sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Eftir að sigur var unninn í þeirri baráttu og Islendingar voru orðnir óháðir Dönum í stjórnarfarslegum efnum, hljóðnaði eðlilega mjög um þessa atburði. En um skilning 19. aldar manna á þeim gildir hið sama og um fornaldarhetjur Fjölnis- manna, að hann dró dám af mál- staðnum. Þessi dæmi sýna að raunvirk söguþekking á hverjum tíma - þær fortíðarminningar sem haldið er á loft af hverri kynslóð - er harla breytileg „stærð“. Hver kynslóð helgar sér eftirlætistímabil og -at- burði úr þjóðarsögunni, dregur fram sögulegar staðreyndir sem voru ef til vill lítt í hávegum hafðar fyrir, tengir þær saman og túlkar í samræmi við stefnur og strauma samtímans. Þannig reynist fortíðin mönnum notadrjúg í þjóðmálabar- áttunni. Frá þessu sjónarmiði séð fer því fjarri að sögulegar stað- reyndir séu einhver fyrirfram gefin stærð. Á líkingamáli mætti segja að þær blundi í sjóði minninga en vakni því aðeins til lífsins að ein- hverjir leiti á vit þeirra í ákveðnum tilgangi, með ákveðnar spurningar í kollinum. Við þetta bætist að sömu staðreyndir verða mönnum einatt efni til mismunandi túlkana vegna þess að sjónarhorn athug- endanna og samfélagssýn eru ekki aðeins breytileg eftir kynslóðum, heldur einnig eftir hópum manna af sömu kynslóð. Þetta almenna af- stæði sögulegra fyrirbæra veldur því að menn verða seint á eitt sáttir um hinn svonefnda sögulega veru- leika. Sagnfrœðileg aðferð Arnór Hannibalsson benti rétti- Loftur Guttormsson skrifar Athuga- semdir við dagblaðs- umrœðu Síðari hluti (2) lega á að sagnfræðingar eru ekki hafnir yfir þessi afstæðissjónarmið. Þeir eru ekki hlutlausir fremur en aðrir dauðlegir í afstöðu sinni til hins liðna. T.d. er áberandi kyn- slóðamunur á því hvaða hliðar mannlegrar starfsemi í fortíðinni þeir taka sér fyrir hendur að kanna. Sagnfræðingar skiptast líka á hverjum tíma í hópa (,,skóla“) eftir því hverskonar samfélagssýn og söguspeki þeir aðhyllast; skv. því koma þeir oft fram með ólíkar skýringar á sömu fyrirbærum. Þar með er ekki sagt að sagnfræði sé ómerkari þekkingargrein en hver önnur fræði; hún agar iðkendur við ákveðnar leikreglur sem beita má með góðum árangri (í þeim skiln- ingi að þeir geta komist nærri ákveðnum sögulegum veruleika). Þessar reglur lúta einkum að því hvernig farið skuli með heimildir þegar þær eru krafðar sagna um eitthvert ákveðið viðfangsefni. Þeir sem iðka sagnfræði ættu þann- ig að vera kröfuharðari en leik- menn um hvaða skilyrðum það er háð að gildar sannanir verði fengn- ar og ályktanir dregnar um fortíð- arfyrirbæri. Skv. framansögðu felst sagn- fræðileg þekking aðallega í því að kunna skil á aðferðum greinarinn- ar og geta beitt þeim hugvitsam- Iega til þess að prófa tilgátur um einhvern þátt mannlegra athafna/starfsemi á liðinni tíð. Sjálfsagt eru margir sagnfræðingar í reynd „fróðari" (hafa fleiri stað- reyndir á takteinum) en Pétur eða Páll varðandi líf manna í fortíð; en nafnbót þeirra helgast ekki af slík- um fróðleik heldur hæfni þeirra til að setja fram tilgátur (spurningar) út frá einhverju kennilegu sjónar- miði, meta gildi heimilda sem geta verið prófsteinn á þær og vinna úr þeim á skipulegan hátt. Ilok rann- sóknar reynir líka á framsetningar- hæfni því að afraksturinn er oftast birtur í samfelldri frásögn þar sem einstakar staðreyndir skipast í sam- hengi. Um leið og slíkt samhengi er búið til, öðlast staðreyndir málsins merkingu. Nýjar spurningar og viðfangsefni Á síðustu áratugum hefur þróun misjafnlega á vegi stödd í efnahags- legu tilliti. Staða flestallara þessara ríkja mótast að meira eða minna leyti af togstreitu risaveldanna tveggja um ítök og áhrif („austur/ vestur“ átök) og togstreitu iðn- væddra ríkja og þróunarlanda um skiptingu efnahagslegra gæða („norður/suður" átök). Yfir jarð- arbúum grúfir svo sameiginleg vá af völdum kjarnorkuvígbúnaðar, fólksfjölgunar, mengunar og of- nýtingar auðlinda. Sem vonlegt er hefur þessi heimsmynd, sem verið hefur í mótun síðasta aldarfjórð- ung, fært sagnfræðingum í hendur ný hugðarefni. Áhugi þeirra hefur beinst í vaxandi mæli að bakgrunni þessarar nýju heimsmyndar og mótunarforsendum hennar. Má hér nefna t.d.þjóðfélagslegar for- sendur iðnvæðingar; fólksfjölda og fjölskylduaðstæður fyrir daga hennar og eftir; samskipti manna við náttúruna á sama tíma; í stuttu máli, áhrif iðnvæðingar og nútíma- þróunar á lífsskilyrði, stjórnarhætti og hugmyndaheim mann. Sam- eiginlegt þessum hugðarefnum eru spumingar um innbyrðis tengsl fé- lagslegra, pólitískra og efnahags- legra afla í sögulegri framvindu - um gangverk þeirra stórkostlegu og afdrifaríku breytinga sem mannkynið hefur gengið gegnum síðustu aldirnar. Um leið og breytingar á þjóðfélagsgerðum hafa orðið í vaxandi mæli viðfangs- efni sagnfræðinga, hafa þeir dregið almenning fram á sögusviðið sem bæði þolanda og geranda slíkra breytinga. Hið opinbera oddvita- sjónarmið er þar af leiðandi ekki jafn-einrátt í sagnfræðilegri um- fjöllun og það var lengi framan af. Vaxandi áhersla á almenningssjón- armiðið hefur eflaust haldist í hendur við almenna lýðræðisþróun á Vesturlöndum síðustu áratugina. Viðmið náms Þegar rætt er um markmið sögu- kennslu í grunnskóla, kann ein- hverjum að þykja það útúrdúr sem segir að framan um samhengi sögu- legra breytinga og sögulegrar/sagn- fræðilegrar vitundar. En hafa ber það í huga, sem er raunar nokkuð almennt viðurkennt í námsskrár- fræðum, að kennslugreinar í skyldunámi hljóta að taka nokkurt mið af almennum þjóðfélagsvið- horfum og samsvarandi fræðigrein-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.