Þjóðviljinn - 21.01.1984, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Qupperneq 14
14 SÍÐA - ÞJOÐVlLJINNi Helgin 21.-22. janúar 1984 Helgin 21.-22. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Viðtal við Kristínu Páisdóttur sem leikstýrði Skiia- boðum til Söndru Við köllum okkur föstu- dagsklúbb síðdegiskvenna Hún býr í f remur fabrotinni risíbúð í Hlíðunum og í stofunni eru Ijós- myndir af kvikmyndastjörnum í öndvegi: Humphrey Bogart, Lauren Bacall, Marlon Brando, Paul New- man, Cary Grant og Elvis Presley. Það er ekkert sem bendir til annars en hér búi ósköp venjuleg fráskilin, ung kona sem vinnur úti. Samt finn- ur maður f I jótlega að það er kannski meiri festa og öryggi í fari hennar en gengur og gerist. Þetta er Kristín Pálsdóttir sem nýlega vakti athygli fyrir að leikstýra kvikmyndinni Skilaboð til Söndru. Hver er þessi manneskja? hugsuðu margir með sér. Ég hef aldrei heyrt hennargetið fyrr. Til að létta hulunni af henni gengum við á f und hennar eina kvöldstund til að forvitnast og hún var fyrst spurð hvaðan hún væri - að góðum og gömlum sið. - Faðir minn er danskur, heitir Paul Wendelboe Andersen, en móðir mín er Jónína Helga Jónsdóttir frá Patreksfirði. Sjálf tel ég mig vera frá Patreksfirði. - Þú ert þá alin upp þar? - Ég fór til Danmerkur tveggja ára gömul og kom ekki aftur til íslands fyrr en ég var orðin 10 ára og þá til Patreksfjarðar. Ég kunni ekki orð í íslensku og fannst fjöllin vera að detta ofan í hausinn á mér fyrst á eftir. - Var ekki erfitt að koma mállaus á svo framandi stað miðað við Danmörku? - Það tók mig 3 ár að ná íslenskunni svo að ég talaði hana skammlaust, en það háði mér ekkert. Ég var svo frek á þeim árum. Bróðir minn, sem er tveimur árum yngri, var hins vegar kallaður Stjáni danski fyrir vestan og honum var mjög illa við það. Hann er nú fluttur aftur til Danmerkur og orðinn danskur ríkisborgari. 7/7 sjónvarpsins af tilviljun - Þú hefur svo farið menntaveginn? - Já, ég fór í Menntaskólann á Akureyri eins og flestir utan af landi og lauk þar stúdentsprófi 1968. - Og ert þá af 68-kynslóðinni. - Það má segja það. Við Birna Þórðar- dóttir vorum saman í bekk. Eftir stúdents- U.< 0» ■ ■ « ■i=-ö X = fl) > h2S próf fór ég að vinna eitt og annað og líta í kringum mig og þá fór ég eiginlega fyrir tilviljun að vinna hjá sjónvarpinu. Mig vantaði vinnu og réð mig sem skrifta eða aðstoðarmaður þar. Það þróaðist svo upp í það að ég varð dagskrárgerðarmaður og vann við það í fjögur ár. - Það hefur verið upphafið að kvikmynda- áhuga þínum? - Eg fór eiginlega öfugt að við flesta sem fara í kvikmyndagerð og hafa verið ákveðn- ir í því frá blautu barnsbeini. Ég vann við þetta ogþá kviknaði áhuginn að mennta sig frekar. I sjónvarpinu er ýmist unnið með vídeó eða filmu og mér fannst meira áhuga- vekjandi að vinna við filmu og vildi afla mér staðbetri menntunar í filmugerð. Ég fann að ég hafði litla þekkingu á handritsgerð og fagurfræðinni í sambandi við kvikmyndir. Þetta er svo óskaplega þröngt svið sem unn- ið er að hjá sjónvarpinu. - Og hvert fórstu svo? - Ég fór í International Film School í London og var þar í tvö ár, sem var ægilega gaman. - Hvers vegna? - Það var bara svo gaman að læra á film- una. í skólanum ríkir mjög frjótt andrúms- loft og ekki talað um annað en kvikmyndir. Þetta var ólíkt því sem maður átti að venj- ast, a.m.k. hjá sjónvarpinu. Þarna varfjall- að um filmuna sem listaverk og maður sá ósköpin öll af gömlum myndum. Meðal kennara var slatti af gömlum körlum úr bransanum, sem eru hættir og hafa snúið sér að kennslu. Þetta er frekar fátækur skóli og hefur úr litlum peningum að moða og það hentar íslenskum aðstæðum kannski ágætlega. Við lærðum að beita aðhaldi í meðferð tækja og efnis. Kvikmynd um Bríeti - Og þú hefur komið margefld til baka? - Já, ég var ákveðin í að vinna að kvik- myndagerð þegar ég kæmi til baka. Við sóttum þrjár, Ingibjörg Briem, Kristín Ástgeirsdóttir og ég, um styrk úr kvik- myndasjóði til að gera handrit að heimilda- mynd um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og upp- haf kvenréttindahreyfingarinnar. Þennan styrk fengum við og unnum síðan að frum- vinnu við þetta handrit, kynntum okkur allt um Bríeti, skrif hennar og söguna. Þegar þessu var lokið ákváðum við að leggja þetta til hliðar um tíma til að fá srná fjarlægð í efnið, en erum nú að hugsa okkur til hreyfings á ný. - En ætlið þið þá ekki að gera þessa heim- ildamynd? - Það var nú hugmyndin en það verðúr sennilega alldýrt því að við erum að hugsa um að hafa myndina leikna að hluta. - Ertu mikil kvenréttindakona? - Erum við ekki öll fyrir jafnrétti? Ég beiti mér ekki í kvenréttindahreyfingunni og geri ekki greinarmun á sjálfri mér og karlmönnum og ætlast ekki til að aðrir geri það. Við urðum svolítið vör við það þegar við vorum að kynna Skilaboð til Söndru að blaðamenn voru að spyrja okkur konurnar sem stóðu að myndinni út úr - af því að við vorum konur. Ég vona að fólk dæmi ekki myndina út frá því. Síðdegiskonurnar - En hvernig varð hugmyndin að Skila- boðunum til? - Við vorum fjórar konur sem komum alltaf saman á föstudögum og kölluðum okkur Föstudagsklúbb síðdegiskvenna af því að okkur fannst ankannalegt að kalla okkur föstudagskonur. Þar kviknaði hug- myndin. Við höfðum allar unnið mikið í sjónvarpi og við kvikmyndagerð og skemmtum okkur heil ósköp saman. - Hvaða konur eru þetta? - Auk mín eru þetta þær Guðný Halldórs- dóttir, Ragnheiður Harwey og Ingibjörg Briem. Við komum fljótlega auga á bók Jökuls Jakobssonar og um áramótin 1982/ 83 komst skriður á málið. Við sóttum þá um styrk úr kvikmyndasjóði og fórum að vinna að handriti. Ingibjörg fór svo til Sauðár- króks að kenna og í stað hennar tókum við Árna Þórarinsson inn í hópinn og hann varð einn af stelpunum, ef svo mætti segja. - En hvers vegna einmitt þessa bók? - Okkur fannst efnið áhugavert. Hún fjallar um leitina að tilganginum í lífinu og mismunandi afstöðu til þess hjá tveimur kynslóðum. Það sem er einna erfiðast í kvikmyndum er að búa til samtölin og Jökull Jakobsson var snillingur í því. Þó að kvikmynd sé fyrst og fremst myndmál verð- ur eitthvað að koma út úr fólki þegar það opnar munninn. Þó að fólk eigi að tala eðli- legt daglegt mál virkar það oft útþynnt í kvikmyndum. Setningarnar verða að vera hnitmiðaðri en þegar við erum að tala sam- an í strætó eða vinnunni. Það verður því að vera þjálfað fólk sem býr til samtölin. Ef ég ætti t.d. að búa til samtölin töluðu kannski allar persónurnar eins og ég. Okkur fannst því tilvalið að taka þessa bók - einkum vegna díalóganna í henni. Frumraun í leikstjórn - Nú er þessi kvikmynd frumraun þín sem leikstjóra. Var það ekki dálítið mikið ífang fœrst? - Ég hafði náttúrlega töluverða reynslu í dagskrárgerð bæði áður en ég fór utan og eftir að ég kom heim. Það var þó frekar kvikmyndastjórn án þess að vinna bókstaf- lega með leikurum. Svo var leikstjórn hluti af náminu í skólanum í London. Seinna árið þar var allt verklegt og áttum við að gera mynd á þriggja mánaða fresti og sá hópur sem gerði hverja mynd, skipti með sér verk- um. Eg get þó ekki sagt að ég hafi lagt meiri áherslu á leikstjórn en önnur atriði kvik- myndagerðarinnar. - Hvernig gekk að stjórna gamalreyndum leikurum? - Svo lengi sem maður veit hvað maður vill fá fram þá getur maður komið því á framfæri við leikarana þó að maður tali ekki rútínerað leikaramál. Ég veit ekki hvað þeim fannst. - Þið hafið þá verið búin að gera ykkur nákvœma grein fyrir kvikmynduninni áður en hafist var handa? - Já, það er mjög mikilvægt að undirbúa allt fyrirfram. Það þýðir ekkert að ætla að sjá út hlutina þegar á hólminn er komið án þess þó að vera svo ósveigjanlegur að ekki ség hægt að breyta einu og öðru. - En þegar farið er að klippa, koma þá ekki ýmsir hnökrar í Ijós? - Það kemur auðvitað alltaf eitthvað í ljós sem gengur ekki upp eins og það var hugsað í upphafi en við reyndum að sjá við því með því að hafa ýmsa möguleika á úrvinnslu. Einstök atriði sem við héldum að væru ægi- lega góð við upptöku, reyndust svo ekki eins góð þegar nánar var að gáð og þá varð að breyta þeim. Við tókum einn dag í end- urtökur. Það voru hlutir sem við gátum alls ekki verið án. Áhættufyrirtæki - Hvernig réð föstudagsklúbbur síðdegis- kvenna við að fjármagna heila kvikmynd? - Við höfum þurft að halda mjög vel á spöðunum. Kostnaðaráætlun fyrir myndina hljóðaði upp á 4 miljónir króna. Útlagður kostnaður er nú um 1,8 miljón krónur en hitt höfum við fengið að láni t.d. vinnuað- stöðu, bæði heima og erlendis, hluta af launum og fleira. Styrkurinn úr kvik- myndasjóði var 600 þúsund krónur en ann- að fé höfum við fengið með bankalánum. - Og hvernig hefur svo myndin gengið? - Alveg sæmilega. Hún fór hægt af stað en þetta hefur verið sígandi, jafnt og þétt. Auk Reykjavíkur er nú búið að sýna á ísafirði, Bolungarvík, í Keflavík og á Akranesi og nú um helgina hefjast sýningar á Selfossi. - Þið eruð bjartsýn um að endar nái sam- an? - Já, já, við höfum alltaf verið það. ís- lensk kvikmyndagerð hlýtur ailtaf að vera áhættufyrirtæki því að ekki er hægt að spá í aðsókn fyrirfram. - Og hvernig finnst ykkur myndinni hafa verið tekið? - Mér virðist að allir séu lukkulegir sem hafa séð hana og þeir eru úr öllum lögum þjóðfélagsins. Eitt kom mér þó á óvart og það var það hvað fólk tekur bók Jökuls sem ákveðna viðmiðun við myndina. Það hefur lesið bókina og býst þá við einhverju eins og það hefur upplifað hana. - Nú var gagnrýnin í blöðunum dálítið misjöfn. hvað finnst þér um íslenska kvik- myndagagnrýni? - Mér finnst of algengt að menn séu að útlista eitthvað sem ætti að vera í viðkom- andi kvikmynd í stað þess að fjalia um það sem er í henni. Um það eru skrifaðar langar greinar sem eiginlega er ekki hægt að taka mark á sem gagnrýni. Við höfurn gert þessa mynd svona, en svo hafa kannski aðrir hugsað sér að gera öðruvísi mynd, og við því er ekkert að segja. Lifi fyrir vinnuna - Og hvað tekur nú við? - Maður er rétt búinn að ná sér eftir þetta. Megnið af síðasta ári hefur farið í þetta og það hefur verið alveg ótrúlegt átak, alveg fram á síðasta dag, og mikil eftirvinna. Ég er nú komin á kaf í dagskrárgerð hjá sjón- varpinu á nýjan leik, stjórna upptökum hjá fræðsludeild. - Erþað ekki mikil rútínuvinna miðað við hitt? - Þar vinnur maður það sama á þremur dögum og tók 6 mánuði í kvikmyndinni. - Hefur föstudagsklúbbur síðdegiskvenna verið lagður niður? - Nei, því fer fjarri. Við eigum eftir að gera fleira í framtíðinni. Spurningin er bara hvenær. - Að lokum. Hvernig lífi lifirðu, Kristín? - Ég lifi voða mikið fyrir vinnuna. Það er kvikmyndagerð og sjónvarpsþáttagerð og allt í kringum það. - Sem sagt vinna og aftur vinna? - Alla vega tek ég hana mjög alvarlega. Samt er þetta nú kannski dálítið drastískt orðað hjá mér, því að auðvitað geri ég margt annað. Ég er líka mikið fyrir góða vini og samneyti við aðra - en skylda nr. 1 er það sem ég er að starfa við hverju sinni. -GFr Mér finnst of algengt að gagnrýnendur séu að útllsta eitthvað Ég geri ekki greinarmun á sjálfum mér og karlmönnum og Uppáhaldsstjörnurnar upp á vegg hjá Kristínu. sem ætti að vera í viðkomandi kvikmynd í stað þess að fjalla ætlast ekki til að aðrir geri það. um það sem er í henni. Okkur fannst ankannalegt að kalla okkur föstudagskonur Eðlilegt dagiegt mál virkar oft útþynnt í kvikmyndum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.