Þjóðviljinn - 19.08.1988, Page 3

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Page 3
Keppendur í Reykjavíkurmaraþoni verða enn fleiri en sjást á þessari mynd sem tekin var í hlaupinu í fyrra. Reykjavíkurmaraþon nýtur vaxandi hylli Margir stórviðburðir verða á íþróttasviðinu um helgina. Islendingar geta fylgst með stórmóti í hand- knattleik þar sem Flug- leiðamótið hefst á laugar- dag. Þá er Norðurlanda- mótið í golfi haldið hér á landi í ár en það sem al- menningur tekur sjálfur mestan þátt í er Reykjavík- urmaraþonið sem fer nú fram í fimmta skipti við vax- andi hylli. Reykjvíkurmaraþonið hefst kl. 12.00 á sunnudag og eru kepp- endur því vonandi vel á sig komn- ir nú. Þátttaka hefur aldrei verið betri og höfðu um 1200 manns skráð sig til þátttöku þegar síðast fréttist og gætu því orðið enn fleiri. Langfíestir skrá sig í svo- kallað skemmtiskokk, sem er 7 km að lengd og því kjörið fyrir fólk sem stundar skokk sér til heilsubótar. Menn ættu að ráða vel við þessa vegalengd en aðalat- riðið er að finna sér hinn rétta hlaupahraða og láta hraða ann- arra hlaupara ekki hafa áhrif á sig- 1 Aðrar vegalengdir eru hálft maraþon sem er um 21 km og svo sjájft maraþonið, rúmlega 42 km vegalengd kennd við samnefnda borg í Grikklandi. Keppni verður eflaust harðari í þessum greinum þó að margir taki þar einnig þátt án þess að berjast um sæti heldur keppa eingöngu við sjálfa sig og klukkuna. Það má því búast við að Reykjvíkurmaraþon setji svip á borgina á sunnudaginn og 17. júní stemmning ríki í Lækjarg- ötunni rétt áður en klukkan slær 12. Flugleiða- mótið Á laugardaginn hefst Flug- leiðamótið í handknattleik og er það einn síðasti prófsteinn lands- liðsins áður en það heldur til Seo- ul. Mótið er sem kunnugt er mjög sterkt á alþjóðlegan mælikvarða og ber af öllum mótum sem háð hafa verið hér á landi. Eitt af því sem einkennir mótið er hversu margir keppnisstaðimir eru og hefur slík handboltaveisla um allt land ekki þekkst fyrr. Lið- in leika á Akranesi, Selfossi, Ak- ureyri og Húsavík, auk Stór- Reykjavíkursvæðisins, þ.e. Laugardalshöllinni, Digranesi í Kópavogi og íþróttahúsinu í Hafnafirði. Er sjálfsagt að nýta þessi góðu hús úti á landi undir keppni eins og þessa og leyfa landsbyggðinni að njóta þess. Þá er nauðsynlegt að nota þessi hús vegna hugsanlegrar heimsmeist- arakeppni í handbolta 1993 því mikil reynsla skapast við stórleiki sem þessa. íslenska landsliðið leikur þó eingöngu í Reykjavík og er sú ákvörðun HSI vel skiljanleg. Strákarnir hafa verið í gífurlega erfíðu prógrammi að undanförnu og hafa ferðir þeirra milli keppn- isstaða erlendis nærri gengið af þeim dauðum. Það er því engin ástæða til þess að gera þeim erfíð- ara fyrir en nauðsyn krefur og ætti liðið að ná best saman með því að leika eingöngu á sínum vanalegaheimavelli, Laugardals- höllinni. Mótherjar íslendinga em engir aukvisar í faginu og verða fjögur af sex þátttökuliðum keppendur á ólympíuleikunum í Seoul. Fremsta í flokki skal nefna Sovét- menn, en þeim er undantekning- arlaust spáð sigri í Seoul. Allir leikmenn sovéska liðsins em mjög góðir á alþjóðlegan mæli- kvarða á meðan önnur lið hafa þetta 6-7 slíka menn. Þá em Spánverjar með geysisterkt lið og hafa íslendingar átt í mestu vand- ræðum með þá í gegnum tíðina. Þeir unnu okkur síðast á Spán- armótinu nú fyrir skömmu, en Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri landsliðsins, spáir því að Spán- verjar komi allra þjóða mest á óvart í Seoul. Tékkar keppa einn- ig á leikunum í Seoul en þeir komu ásamt Sovétmönnum upp úr síðustu B-keppni og hafa nú mjög góðu liði á að skipa. Sviss- lendingar era eina B-þjóðin á mótinu en sjötta liðið er B-lið ís- lands sem Jóhann Ingi Gunnars- son stjórnar. Enda þótt íslenska liðið sé á heimavelli verður það þrautin þyngri að sigra á þessu móti og því ætti landinn að mæta vel á landsleikina og styðja hressilega við bakið á sínum mönnum. Norður- landamót Það getur farið svo að Norður- landamótið í golfi falli lítillega í skugga handboltans og mara- þonsins en allir sannir golfáhuga- menn munu eflaust fylgjast vel með mótinu. Það fer fram á Hólmsvelli við Leiru og stendur Golfklúbbur Suðurnesja, með Loga Þormóðsson í broddi fylk- ingar, þar að baki. Völlurinn skartar nú sínu fegursta og er jafnframt erfiðari nú en oft áður. íslensku keppendumir munu eiga erfitt uppdráttar gegn vel- þjálfuðum Skandinövum en möguleikar okkar manna eru sennilega mestir í einstaklings- keppninni. Eins og bent var á í blaðinu í gær eiga Úlfar Jónsson og Sigurður Sigurðsson, nýbak- aður íslandsmeistari, mesta möguleika og hafa þeir skoðað völhnn mjög vel, eins og reyndar allir aðrir keppendur íslands. En við skulum ekki spyrja fyrr en að leikslokum; veni, vidi, vici, sagði mætur maður eitt sinn og við tökum í sama streng. -þóm NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3 málning og lökk í þúsundum lita, úti og inni, blandað eftir hinu vinsæla TINTORAMA-litakerfi, sem farið hefur sigurför um alla Evrópu. Gæðin þekkja allir þeirsemnotað hafa NORDSJÖ-málningarvörur. Útsölustaðir: Reykjavík Málarameistarinn Síðumúla8, sími 84950 og 689045 Hafnarfjörður Lækjarkot sf. Lækjargötu 32, sími 50449 Grindavík Haukur Guðjónsson málarameistari Blómsturvöllum 10 sími 92-8200 Keflavík BirgirGuðnason málarameistari Grófinni 7, sími 92-1950 Höfn, Hornafirði Kaupfélag Austur- Skaftfellinga sími 97-81206 Ðorgarnes Einar Ingimundarson málarameistari Kveldúlfsgötu 27 sími 93-7159 Akranes Málningarbúðin Kirkjubraut40 sími 93-12457 Sauðárkrókur Verslunin Hegri Aðalgötu 14 sími 95-5132 Einkaumboðfyrirísland; Þorsteinn Gísiason heildverslun Grensásvegi 50, sími 84950

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.