Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 3
Þorsteinn og Bessastaðir Þó dagar ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar séu nú senn taldir og leiö hans eigi eftir að liggja til Bessastaða á næstunni, þá verður það að- eins nokkurs konar „déja vu" fyrir forsætisráðherrann. Á fimmtudegi í síðustu viku var hann sem sagt nánast lagður af stað út í bíl á leiðinni til Bessastaða til að skila stjórn- arumboði sínu. Mótlætið hafði lagst illa í hann og hann því ákveðið að láta slag standa. Dreif þá að nokkurs konar gjörgæslubjörgunarsveit rík- isstjórnarinnar, þá Jón Sig- urðsson, Davíð Oddson og Styrmi Gunnarsson, Morg- unblaðsritstjóra og bönnuðu Þorsteini að fara. Þar með var líf stjómarinnar framlengt, en nú virðist sem það hafi aðeins verið um nokkra daga. Eða eins orðtækið segir; „Þeir verða að falla sem feigir eru" og er hér að sjálf sögðu átt við ríkisstjómina...B Ónotuð herkænska? Guðmundur J. Guð- mundsson og Ásmundur Stefánsson hafa ekki verið fyllilega samstiga að undan- fömu. Milli þeirra hefur löngum ríkt spenna. Hún virð- ist hafa ágerst síðustu vikurn- ar og telja margir þeirra, sem sóttu formannafund ASÍ á mánudaginn var, að hún hafi aldrei verið meiri. Á síðasta fundi verkalýðs- forystunnar með ráðherrum áður en miðstjórn ASÍ hafnaði öllum samráðsumræðum um launalækkun mun Ásmundur hafa verið of bráður að mati Jakans við að lýsa þvf yfir að það væri ekkert meira um að tala. Ráðherrarnir voru ósam- stiga og forsætisráðherra hafði í öngum sínum boðið upp á að skipuð yrði nefnd með þremur mönnum frá hvorum aðila til að skoða mál- in nánar. Mun Guðmundur J. hafa talið að í slíkri nefnd hefði með beinskeyttum spuming- um mátt sýna f ram á að ráð- herrarnir væru engan veginn sammála um hvað gera skyldi. Þeim, sem ekki eru í innsta hring, gengur illa að átta sig á hvar valdastreitunni sleppir og við tekur ágreiningur um herstjórn.B Helstu broddar Glætu- klíkunnar munu vera þeir Ólafur Þ. Stephensen for- maður Heimdallar og Mogga- blaðamaður, Steingrímur Sigurðsson stjórnarmaður í Heimdalli og blaðamaður á Mogga og Þór Sigfússon, fyrrverandi formaður Heimdallar, ritstjóri SUS- málgagnsins Stefnis og bróðir Árna borgarfulltrúa og SUS- formanns.Hópurinn telur sig arftaka Eimreiðarmanna, - en þeir sem séð hafa bæði tíma- ritin hugsa glottandi til þeirra orða óvinar þeirra Karls Marx að sagan sé vissulega gjöm á að endurtaka sig, en þá þann- ig að það sem fyrst var harm- leikur verði í endurtekning- unni að farsa...B Hannesar lesa Þeir naínar Hannes Sig- fússon og Hannes Péturs- son munu lesa upp á skálda- kvöldi hjá Besta vini Ijóösins nk. miðvikudagskvöld. Hann- es Sigfússon hefur ekki lesið upp hér á landi í áratugi og sömuleiðis er langt síðan Hannes Pétursson hefur komið fram opinberlega og lesið upp úr verkum sínum. Önnur skáld sem koma f ram á skáldakvöldinu eru Valgerð- ur Benediktsdóttir, Gyrðir Elíasson, Einar Heimisson, Sjón, Eiísabet Jökulsdóttir og Ágúst Sverrisson. Skáldakvöldið verður í Nor- ræna húsinu og mun Örn Magnússon opna kvöldið með píanóleik. Kynnir verður Hrafn Jökuisson.M Jónas í Jóns stað? Almælt er á Austurlandi að heldur sé að volgna undir Jóhi Kristjánssyni í öðru sæti Framnsóknarlistans í kjördæminu. Jón er prúður og málefnalegur þingmaður, en það sópar lítið að honum og þeir Halldór Ásgrímsson þykja báðir saman ekki lífga verulega uppá mannskapinn. Það er Jónas Hallgrímsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, sem menn hafa horft á í stóli Jóns, og sagan segir að það geri Jónas líka sjálfur. Hann er nú í forsvari fýrir ferjufélagið eystra og gæti þannig gerst þingsætis verður hjá Frömmurum.B Óbeinar augýsingar Stöð 2 hefur á sínu stutta æviskeiði verið iðnari við að koma óbeinum auglýsingum fyrir í dagskrá sinni heldur enj gamla Ríkissjónvarpið hefur gert. Á þetta meðal annars við um hina ameríkaníseruðu spurningaleiki þeirra, sem virðast varla ganga út á ann- að en að gera sem mest grín að keppendum en þeir sætta sig vio allt saman því til mikils er að vinna. Þá hefur íþrótta- efni stöðvarinnar verið meira og minna undirlagt auglýsing- um og fer það sérstaklega fyrir brjóstið á mörgum íþróttaáhugamanninum að Stöðin hefur að undanfömu verið með íþróttasyrpu sem kallast „Gillette-pakkinn", og varla þarf Stöðin að borga mikið fyrir slíkt efni því rakvél- arnar góðu eru í aðalhlutverki í þættinum og skyggja heldur á íþróttamennina.B I- Nýr Eim- reiðarhópur? Menn muna að þeir menn sem nú ráða flestu f Sjálf- stæðisflokknum voru eitt sinn saman í klúbbi sem kenndur var við tímaritið Eimreiðina, og var þar lagt á ráðin um sigur frjálshyggjunnar á ís- landi. Nú er sprottinn upp annar ungliðahópur innan flokksins og gefur út tfmaritið „Glætan", sem dréift er í stór- mörkuðum og fjármagnað af auglýsingum án þess getið sé um ritstjórn eða útgefendur. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 NISSAN MICRA ÁRGERÐ1989 NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR TEG. STAÐGR.VERÐ FULLT VER0 NISSAN MICRA 1.0 DX, 4RA GÍRA NISSAN MICRA 1.0 GL, 5 GÍRA NISSAN MICRA 1.0 GL SJÁLFSKIPTUR NISSAN MICRA 1.0 SPECIAL VERSION 410.000.- 427.000.- 474.000.- 460.000.- 423.000.- 441.000.- 489.000.- y*é^ 475.000.- ff: ýf&*f" ...OG KJÖRIN ERU HREINT ÓTRÚLEG! NISSAN, MESTSELDIJAPANSKI BÍLLINN í EVRÓPU Ingvar Helgason Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími:91-33560

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.