Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 27
KYNLÍF *"- • JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR „Rósa frænka er komin íheimsókn..." Þegar ég var að nema kyn- fræðslu erlendis tók ég oft eftir að mig vantaði íslensk heiti yfir ýmis hugtök í kynlífi. Ég hlakkaði ekki beinlínis til að koma heim og lenda í einangruðum heimi sér- fræðingsins sem talar og skilur einn sitt fræðimál. Afar sterkt þagnarbindindi ríkir formlega í þjóðfélaginu um kynlíf og það veldur að sjálfsögðu því að ekki hafa þróast íslensk heiti og orð sem eru eðlileg og blátt áfram í notkun. Petta eru afar sérkenni- legar aðstæður: að starfa við fag þar sem ekki er til eitt viðurkennt tungumál eða orðaforði, í staðinn hefur hver og einn komið sér upp eigin orðaforða í sambandi við kynlíf eftir hentisemi. En áður en ég kynni helstu „kynlífstungumál" sem eru við lýði í dag vil ég minnast á notkun hugtaksins „kynlff". Flestum sem heyra þetta orð dettur í hug „samfarir", „að ríða" eða náin líkamleg samskipti. í mínu námi var mikill greinarmunur gerður á hugtökunum „Sex" og „Sexual- ity". „Sex" eru náin, líkamleg samskipti en „Sexuality" þýðir öll okkar upplifun sem tengist því að vera af ákveðnu kyni, þar með talið kynferðislegar tilfinningar, kynhneigð, kynhlutverk og kyn- ferðisleg hegðun. Annaðhvort vantar okkur íslendinga þá orð yfir „Sexuality" eða erum að leggja alltof þrönga merkingu í hugtakið „kynlíf". Sj álf legg ég til að við notum samlíf til að tala um kynmök (eða bara nefna hlutinn því nafni sem hann nefnist og tala um „samfarir" „ríða" o.s.frv) og að kynlíf fái nýja og miklu víðari merkingu sbr. „Sexuality". Þetta er mín ósk en ég veit vel að ekki er hægt að breyta heilli þjóð í ein- ni svipan. Þessi hugtakaruglingur endurspeglar eins og ég áður sagði þagnarhulunni sem hvílir á kynlífsumræðum. Skortur á orðaforða og skýrum hugtökum er óþægileg staðreynd í dag ein- mitt þegar almenningur er að vakna til vitundar um þörfina á að ræða þessi mál. Fimm tungur kynlífs Hægt er að fjalla um kynlíf á fimm tungumálum. Fyrst má nefna „Vísindatungumálið" þar sem orð eins og penis, vagina og cervix eru notuð. Á þeim nám- skeiðum sem ég hef haldið hef ég farið í orðaforða kynlífsins og tekið þá eftir hve mikið er til af orðum sem aðeins fáir einstakl- ingar nota. í viðleitni sinni til að ræða málin hafa sumir hreinlega brugðið til þess ráðs að búa til orð. Þetta sést t.d. í „íiarna- tungumálinu" þar sem orð gegna aðallega því hlutverki að breiða yfir feimni og að forðast það að ræða hlutina beint. „Litlan", „Pjallan", „Hún", „Gatið", „Lilli", „Bína", „Fúsi", „Hann" og „Dótið" eru dæmi úr barna- tungumálinu yfir kynfæri. „Rósa- tungumálið" er oft ansi fjölbreytt og gengur oft enn lengra í tilgangi sínum en barnatungumálið. „Kjallari", „þarna niðri" (kyn- færi kvenna), „handþvottur", „handrið", „fimm-á-móti-ein- um", og „Lóa Finnboga" (sjálfs- fróun), „þetta mánaðarlega" og „Rósa frænka er komin í heim- sókn" (tíðir), „fá sér í neðri gogg- inn", „brölta" og „setja í þvott- avélina" (samfarir). Síðan er það Götumálið" þar sem orð virka ýmist niðurlægjandi eða tjá heift. Dæmi um þetta eru orð eins og „kunta" og „tussa". Að endingu er „Venjulegt tungumál" ef kalla má orð sem eru hrein og bein. Samfarir, tippi, píka, klobbi, hommi, brjóst og lesbía eru blátt áfram svo nokkur dæmi séu tekin. Ekkert eitt tungumál er réttast eða betra en annað. Aðal- atriðið er að fólk sé sátt við þau orð sem það kýs að nota og finnist þau þægileg í notkun. Orð segja oft til um tíðarand- ann hverju sinni. Eitt sinn er ég stóð að rannsókn í kynlífsfræðum „Hann" stækkar þegar ég stækka ásamt samnemendum mínum í hjúkrunarfræði fundum við orðið „sjálfssaurgun" sem þýðingu á enska orðinu „masturbation" sem við þekkum best í dag sem sjálfsfróun. „Kynvilla" er annað orð sem endurspeglar fordóma og vanþekkingu fólks á kynlífi. Ég fæ alltaf sting fyrir hjartað þegar ég heyri það orð detta útúr fólki sem segir það hugsunarlaust vegna þess að því finnst það sjálf- sagt orð að nota. Uppgjör við kuntu Sum orð í kynlífi virðast hafa visst vald yfir oíckur þannig að við bregðumst við á tilfinningalegan hátt við þeim. Dæmi um slíkt orð er orðið „kunta" sem yfirleitt er notað í neikvæðri og niðrandi merkingu. Betty Dodson er bandarískur listamaður sem hef- ur á annan áratug staðið fyrir „Bodysex" námskeiðum fyrir konur og karla. Eitt sinn komst hún í bobba því henni fannst ekk- ert orð henta sér persónulega sem hún gæti notað yfir kynfæri kvenna. Hún tók sig þá til einn daginn og ákvað að fara í ákveðið uppgjör við orðið „cunt" (kuntu). Hún segir að þetta orð sé í rauninni af góðum „ættum" (t.d. skylt enska orðin „cyn") en merking og notkun hafi afbakast með tímanum. Til að sættast við þetta orð stóð hún fyrir framan spegil og endurtók þetta orð hundrað sinnum hátt og snjallt þar til hún fór að hlæja og viti menn: orðið hafði ekki lengur vald yfir henni. Hún gat notað það eins og henni sýndist og fannst þægilegast og það skipti öllu. Einsog hún orðaði það sjálf: „I became cunt-positive"! Ég varð jákvæð til kuntunnar. Átt þú þér orð sem þú vildir nota en vantar herslumuninn? SKÁK IÁRUS JÓHANNESSON GMA á ferö og f lugi Par sem Helgi Ólafsson er staddur á sterku skákmóti í Sovétríkjunum hleypur hinn góðkunni skákmaður Lárus Jóhannesson í skarðið í nokkrar vikur. 15. Rd5 He8 16. a4 Rd4 17. Hbl e<> Rc3d5 exd5 exdS 20. RxdS BxdS 21. cxdS DxdS 22. Hfdl Hed8 23. h3 Hc3 24. Hfl 1X-6 25. Da2 Hc2 26. Da3 Hc3 27. Da2 Hc2 18. 19. Kasparov - Kupper, sikileyjarvöm. 1. c4c5 2. Rf3g6 3. e4 Bg7 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Be3Rf6 7. Rc3 Rg4 8. Dxg4 Rxd4 9. Ddl Re6 10. Hcl d6 11. M 0-0 12. Dd2b6 13. Bd3 Bb7 14. 0-0 Hc8 og samið var jafntefli, enda ekki eftir miklu að slægjast. Kupper tefldi hér mjög skynsamlega og Kasparov fór kannski fullgeyst í byrjun. f næstu skák beitir andstæðingur Kasparovs uppáhaldsbyrjun heimsmeistarans sem er ekki seinn á sér að svara. Hann kemur með þekkta skiptamunsfórn sem mikið hefur verið rædd undan- farin ár og verður ekki skotaskuld úr því að innbyrða vinninginn með kraftmiklum leikjum. Kasparov - Schwer$er, Griinfelds- vörn. og svartur gafst upp. Að lokum sjáum við snaggaralega skák hjá Seirawan þar sem tefld er týpísk staða úr Schevenigen- afbrigði Sikileyjarvarnar. Hvítur hefur meira rými en svarta staðan er traust, þó þarf svartur að vara sig á kóngsvæng og halda hvítum við efnið með hótun- um á drottningarvæng og miðborði. Takist þetta ekki er hætt við að hann lendi í erfiðleikum.... Seirawan - Aschwanden, Sikileyjar- vftrn. 9. Be3Dc7 10. f4 0-0 11. Rb3 l>6 12. g4 He8 21. Rd4 1>5 22. Rdl Dd8 23. Rf2h5 1. e4c5 2. Rf3d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. a4 e6 7. Be2 Be7 8. 0-0 Rc6 13. g5 Rd7 14. Hf3 Bf8 15. Hh3 g6 16. Del Bg7 17. Dh4 Rf8 18. Hdl Rb4 19. Hd2 d5 20. e5 Bd7 24. BxhS! gxhS 25. Dxh5 Rg6 26. Rg4 Dc7 27. Rf6+ Kf8 28. Dh7 Bh8 29. Hb.6 Ke7 30. Hxg6 bxa4 31. Hg8 og svartur gafst upp. Allir þekkja núorðið hið svo- kallaða stórmeistarasamband, GMA í daglegu tali, með heimsmeistarann Kasparov í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að sambandið sé einungis tut- tugu mánaða gamalt getur það státað af mörgum afrekum og ber þar hæst heimsbikarmótin. Tvö slfk hafa þegar farið fram og hið þriðja hefst svo í byrjun næsta mánaðar í Reykjavík. En þeim GMA-köppum er margt til lista lagt og er þeir funduðu í Zur- ich þann annan september héldu þeir mjög óvenjulegt fjöltefli. t>arna voru samankomnir: Kasparov, Karpov, Timman, Portisch, Seirawan, Korts- noj, Ljubojevic, Kavalek og Larsen. Hver þeirra tefldi við tuttugu and- stæðinga nema hvað Kasparov tók við einum til viðbótar. Reyndar voru ekki allir keppendur mennskir því ein skáktölva fékk að spreyta sig gegn hverjum þeirra. Urslit urðu: Kasparov 20,5 af 21. Karpov 19 af 20 Timman 14 af 20 Portisch 17 af 20 Seirawan 19 af 20 Kortsnoj 18 af 20 Ljubojevic 18,5 af 20 Kavalek 18,5 af 20 Larsen 18 af 20 Pað var að sjálfsögðu Kasparov sem var fyrstur, og eftir aðeins tveggja klukkustunda taflmennsku hafði hann ekki gert nema eitt jafn- tefli, við A. M. Kupper. Hinir meistararnir þurftu að hafa meira fyrir hlutunum. Þannig tapaði t.a m. Timman alls fjórum skákum en var ekki heill vegna nýlokins sumarfrís. Seirawan og Kortsnoj luku síðastir við skákir sínar, ósigraðir ásamt Kasparov, Karpov og Kavalek. Skáktölvurnar „Leonardo" gerðu það gott, náðu jafntefli við Timman og Kortsnoj og Portisch varð að játa sig sigraðan. Að lokum læt ég fylgja nokkrar valdar viðureignir frá fjölteflinu. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 RxdS 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 cxd4 11. cxd4 Bg4 12. Í3 Ra5 13. Bd3 Be6 14. d5 Bxal 15. Dxal f6 16. Hbl b6 17. Bh6 He8 18. Rf4 Bf7 19. e5 BxdS 20. Hdl! e6 21 BbS f5 21. Bxe8 Dxe8 BRIDDS Ólafur Lárusson >- 23. HxdS! exd5 26. RdS DcS 24. e6 d4 27. Dxc5 bxcS 25. Dxd4 De7 28. Rf6+ NÝTT HELGARBLAÐ- ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 27 „Staðreyndin er sú, að oftar en ekki skipta spilin á hendinni ekki meginmáli, heldur hvernig þú ferð með þau". Hljómar þetta kunnuglega? Ætti að gera það, svo oft sem við höfum heyrt þessa „klisju" áður, í mismun- andi útfærslum. Hér er dæmi: KG732 G5 852 ÁD2 96 10872 G973 743 AD85 Á3 KD1064 96 104 KD964 A KG1085 Sagnir höfðu gengið: Suður Vestur Norður Austur ------------------------------- 1 tigull 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur „hitti" ekki á spaðaútspilið, heldur kaus að spila lit félaga, tígli. Drottning og tekið á ás hjá sagnhafa. Framhaldið? Tveir taparar á spaða og tveir á tromp? Hugleiðum yfirskrift spilsins. Hvaða íferð gefur okkur mesta mögu- leika? Afhverju ekki að spila lágu laufi inn á drottningu og út með hjartagosa? Hve oft í svipaðri stöðu, fær gosinn ekki að halda? Við sjáum hvað gerist ef Austur lætur lágt, go- sinn fær að halda og næsta hjarta kostar ás. Við felum glottið (kurteis- lega) og skrifum 420 (eða 620) í okkar dálk. Nú, ef Austur leggur á gosann, bjóðum við honum sæti í sveitinni. Hann á það skilið. Svipað dæmi, en þó ólíkt er þetta: Gxxxx K Hvað er besta íferðin til að fá slag á þennan lit? Jamm, út með gosann. (Sérstaklega ef við purfum að fá slag á htinn.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.