Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 4
Á BEININU Kristín Halldórsdóttir: Lýst þó enn verr á samstarf við Sjálfstæðisflokk. Viðurkennir óánægju innan Kvennalistans með hvernig haldið var á stjórnarmyndunarviðræðunum. Væri mjög óábyrgt að fella ríkisstjórn Steingríms, aðeins til að geta haldið kosningar. Höfðum ekki reiknað út hvað tillögurnar að þjóðstjórn þýddu fyrir atvinnuvegina. Mætti forða hruni með því að taka erlend lán. Veit ekki hvaða skilningarvit menn hafa opin þegar við tölum. Ummæli Olafs Ragnars eyðilögðu traustið milli Kvennalista og Alþýðubandalags Trúum ekki á félagslega stjóm nú Mörgum þykir sem Kvennalistinn hafi ekki átt sterka pólitíska Ieiki í því umróti stjórnmála sem hér hefur ríkt að undanförnu. Nýja Helgarblaðið tók því Kristínu Hall- dórsdóttur, þingmann Kvennalistans, á beinið. Nú virðist vera að komast á koppinn ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, svokölluð félagsiega sinnuð stjórn. Þið eigið möguleika á að koma inn í þá stjórn, munuð þið reyna að nýta ykkar þann mögu- leika? Viö teljum ekki efni til þess að mynda félagslega stjórn núna með þessum öflum. Við höfum ekki nokkra einustu tryggingu fyrir því að slík stjórn hefði möguleika á að koma fram um- bótum á félagslegum grunni. Okkur var ekki boðið upp á það af neinum sannfæringarkrafti í þeim viðræðum sem fóru fram sl. þriðjudag. Okkar tilfinning var sú að við værum sóttar þangað bara af því að það vantaði nokkra þingmenn til þess að styðja stjórnina. Það átti að nota það sem beitu, veifa því sem heldur visinni gulrót, að það yrði svo hægt að tala saman um jafnréttismál og dagvistarheimili og eitthvað slikt. “ En teljið þið að þið eigið meiri möguleika á að koma ykkar mál- um fram í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki í samvinnu við Borgaraflokk? „Nei, ég hef sannarlega ekki meiri trú á því, og það get ég al- veg sagt og staðið við. En við höfnum ásökunum um að við séum að koma í veg fyrir myndun stjórnar á félagslegum grunni. Við teljum að eftir kosningar verði sterkari staða til að mynda stjórn á félagslegum grunni, því þá verður búið að leita álits fólks- ins og það er okkar trú að það muni veita okkur betri viðspyrnu til að mynda stjórn á félagslegum grunni.“ Ykkur lýst sem sagt alls ekki á ríkisstjórnarsamstarf með Al- þýðubandalagi, Alþýðuflokki og Framsókn og enn verr á samstarf við Sjálfstæðisflokk og Borgara- flokk. Þýðir þetta nokkuð annað en að þið hafið ákveðið að vera áfram í stjórnarandstöðu? „Við höfum ekki ákveðið að vera í stjórnarandstöðu til eilífð- ar. Við ætlum að vinna áfram, hér eftir sem hingað til, að mál- efnalegum grunni og teljum hreint ekki örvænt um að við munum öðlast meiri styrk til að koma okkar málum fram, hvort sem það verður eftir næstu kosn- ingar eða ekki.“ Ætlið þið að bíða þangað til þið hafið náð 50% atkvæða eða meira? „Það er ekki stefnan að bíða eftir því, en vitanlega væri það okkar óskastaða að verða það stórar að við gætum séð um þetta sjálfar." En þótt þið viljið ekki ganga inn í stjórn Steingríms, munuð þið nota fyrsta tækifæri til að fella hana svo halda megi kosningar? „Það væri mjög óábyrg af- staða. Við sögðum það á þessum fundum og höfum alltaf sagt það, að stuðningur okkar færi eftir málefnunum og það ætla ég að vona að við berum gæfu til að gera. Það kom ítrekað fram á þessum fundum að við værum ekki til viðræðu um áframhald- andi frystingu launa eða að samn- ingsrétturinn færi ekki aftur til fólksins." En mátti ekki sjá það fyrir að tillaga ykkar um þjóðstjórn næði ekki fram að ganga? Hún sé því fyrirsláttur sem geri ykkur kleift að segja: Við lögðum fram okkar hugmyndir, þeim var hafnað og því þurfum við ekki að taka þátt í efnahagsaðgerðum sem hugsan- lega verða óvinsælar hjá almenn- ing. Við getum því farið í kosn- ingar með hreinan skjöld? „Þetta var alls ekki þannig hugsað. Það er hárrétt og við gerðum auðvitað ráð fyrir að menn myndu ekki stökkva á þessa hugmynd, en okkur fannst hugmyndin afskaplega góð og vildum höfða til ábyrgðartilfinn- ingar allra. Okkur fannst einnig mikið til trafala við lausn efna- hagsvandans að flokkarnir skipt- ust í tvær blokkir. Okkur fannst rétt að leggja áherslu á þennan punkt, ekki síst af því að það er og var okkar krafa að kosningar færu fram sem fyrst.“ En þessar sjö punkta tillögur ykkar eru fyrst og fremst útgjaidatillögur. Hvernig höfðuð þið hugsað ykkur að afla tekna á móti og reiknuðuð þið út hvað framkvæmd þessara tillagna hefði í för með sér fyrir bætta afkomu einstakra atvinnuvega? „Við gerum okkur grein fyrir að það þarf að afla tekna. Til þess hafa ýmsar leiðir verið nefndar manna á milli, t.d. auknar skattaálögur eða tilflutningur frá fjármagnsmarkaðnum. Ef ekki næðist samkomulag um það, yrðu menn að gjöra svo vel og taka enn eitt erlent iánið til að standa t.d. undir umræddum skuldbreytingarsjóði. En við höf- um aðalíega litið á fjármagns- markaðinn og spurt t.d. hvort það sé eðlilegt að Seðlabankinn bólgni og fitni á erfiðleikum ríkis- sjóðs og græði stöðugt dráttar- vexti vegna erfiðleika viðskipta- bankanna sem eiga að standa undir atvinnulífinu. En það má benda á að í tillögum ríkisstjórn- arflokkanna var mikið um svona orðalag; „Tekna verði aflað..“ o.s.frv.“ En hvaða mat lögðuð þið á það hvað kæmi raunverulega út úr þessum tillögum? „Þessir menn sitja í ríkisstjórn og ráðuneytum og hafa menn til að reikna út fyrir sig. Við höfum hins vegar nýverið átt í erfið- leikum með að ná útreikningum út úr Þjóðhagsstofnun, vegna þess að þeir eru svo uppteknir að reikna fyrir hina. En við höfum ekki lagt mat á þessar tillögur upp á krónu.“ Þannig að þið lögðuð ekkert reikningslegt mat á hvað tillög- urnar þýddu fyrir afkomu út- gerðarinnar, frystingarinnar o.s.frv.? „Nei, ekki upp á krónu. Okkur sýndist að þessar bráðaaðgerðir myndu nægja til að koma í veg fyrir hrun atvinnuveganna. En hvaða stefnu átti þjóð- stjórnin t.d. að hafa í launa- og kjaramálum eða átti ekkert að gera í því? Bráðabirgðalögin renna út fyrsta október. „Við vorum ekki til viðræðu um að framlengja þau lög.“ Á þriðjudaginn var kom ekki til greina af ykkar hálfu annað en þjóðstjórn og þið vísuðuð til ein- dregins vilja grasrótarinnar í því efni. Daginn eftir voruð þið bún- ar að breyta um stefnu og opna á aðra möguleika á stjórnarmynstrum. Þýðir þetta að grasrótin er svona virk eða sáuð þið að þið höfðuð gert mis- tök? „Nei, þetta er ekki rétt túlkun að okkar mati. Atburðarásin er auðvitað hröð og erfitt fyrir marga að fylgjast með. Þegar við komum af fundi með Steingrími og mættum blaðamönnum, bent- um við á að þetta væri það sem við hcfðum í raun og veru umboð til að ræða um. Ef annað ætti að vera uppi á teningnum þyrftum við að sækja nánara umboð til okkar kvenna. En við vorum ekki tilbúnar að mynda stjórn til fram- búðar, eins og Steingrímur taldi sig vera að gera.“ En það kom ekkert fram í ykk- ar máli eftir fundinn að það hefði nokkuð strandað á að þið væruð ekki tilbúnar að mynda stjórn „til frambúðar“, aðeins að þið vilduð þjóðstjórn og um það voru allir fjölmiðlar og aðrir sammála? „Það er kannski erfitt í okkar málgagnsleysi að koma sannleikanum til skila. Þetta er kannski mismunur á framsetn- ingu í máli, að við skulum vera skildar á þennan máta. Ég veit ekki hvers konar skilningarvit aðrir hafa opin þegar við tölum við þá, því þetta er ekki í fyrsta skipti sem við verðum fyrir því að vera misskildar. í okkar næstu fréttatilkynningu kemur síðan fram að í tillögu okkar um sam- stjórn felist ekki höfnun á öðrum stjórnarkostum.“ Er þetta ekki bara eftiráskýr- ing þar sem hlutir eru lagaðir. Er þetta ekki birtingarmynd óeiningar innan Kvennalistans; að konur úti á landi hafi verið mjög óánægðar með höfnun ykk- ar á frekari viðræðum og að þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Magdalena Schram hafi verið þcim sammála? „Nei, alls ekki, og þú kemur mér alveg á óvart með því að nefna þessi tvö nöfn. Ég hef reyndar heyrt um þessa óánægju úti á landi, en það er þá hræðslan við hægri stjórn sem ræður, ekki trúin á að hugsanleg ríkisstjórn Steingríms nái nokkru fram fyrir okkur. Sömuleiðis hafa margir utan okkar raða haft samband við okkur og verið óánægðir með að við höfum hafnað viðræðum við þessa flokka, eins og þeir segja. Þá höfum við skýrt okkar mál og ítrekað þá kröfu okkar að það eigi að fara fram kosningar og um leið segir fólk; já, auðvitað kosn- ingar. Og þá segjum við; því var algjörlega hafnað - og þá skilja menn afstöðu okkar.“ En í fréttatilkynningu frá ykk- ur segir að efnahagsráðstafanir þoli ekki bið eftir kosningum? „Um leið og stjórnin féll kom þessi krafa um kosningar ein- róma upp um allt land. Það líða a.m.k. 6-7 vikur áður en úrslit fást úr kosningum og því kom þjóðstjórnarhugmyndin upp um leið til að leysa bráðasta vand- ann, þar til ný stjórn hefði verið mynduð.“ Nú er vanalega kosið á fjögurra ára fresti og á því tímabili má halda kosningar. Er krafa ykkar núna um kosningar með tilvísun í skoðanakannanir ekki bara tæki- færissinnuð afstaða af því þið eruð í uppsveiflu? „Nei, staðan er sú að stjórnin er fallin og hefur misst tiltrú fólksins. Við höfum ekki lagt áherslu á kosningar okkar vegna, heldur vegna fólksins.“ Nú urðuð þið „fjúkandi vond- ar“ út af því sem þið kölluðuð rangtúlkun Ólafs Ragnars á um- mælum Þórhildar Þorleifsdóttur, þess efnis að þið væruð ekki til viðtals um þátttöku í stjórnar- myndunartilraun Steingríms Hermannssonar, jafnvel þótt af- nám frystingar launa væri í boði. Hvað var mistúlkað? „Okkur fannst það mistúlkun að láta líta út eins og við værum á móti því að frysting launa yrði afnumin og samningsrétturinn færður til fólksins. Þessi mál eru okkur mjög kær. Framkoma Ólafs kippir fótum undan öllu trausti sem kann að hafa verið á milli Alþýðubandalagsins og Kvennalistans. Meginmálið með sameiginlegum fundi þingflokk- anna tveggja var að reyna að bæta fyrir þetta skemmdarverk sem okkur fannst unnið og koma þeim skilaboðum til þjóðarinn- ar,“ sagði Kristín Halldórsdóttir. Páll Hannesson 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN _ NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.