Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 25
Margrét Örnólfsdóttir - myndina tók Jim Smart. Vissuð þið að ída í Kattholti er í Sykurmolunum? o Ég held að það hafi farið fram hjá mörgum að Sykurmolar fengu sér nýjan fastan liðsmann í vor... eða snemmsumars (ég veit aldrei hvar þessi árstíðamörk eru). Hinn nýi Sykurmoli spilaði fyrst með hljómsveitinni opin- berlega uppi á Umferðarmið- stöðinni á rútudeginum í júnísíö- astliðnum. Síðan þá er Margrét Örnólfsdóttir búin að spila á hljómborð með hinum Molunum á Klambratúni (á Nelson-Mand- ela-hljómleikunum), í Skand- inavíu, Mið-Evrópu og Banda- ríkjunum. Dægurmálasíðan fékk Margréti í smáspjall þegar hún var rétt að jafna sig eftir Amer- íkuferðina, en af því að íslend- ingar hafa svo gaman af að vita hverra manna fólk er skal þess getið, áður en það hefst, að Mar- grét er dóttir Helgu Jónsdóttur leikkonu (systur Arnars) og Ör- nólfs Árnasonar rithöfundar (bróður Olgu Guðrúnar)... - Hvernig kom það til að þú gekkst í Sykurmolana? - Það gerðist mjög snögg- lega... þau vantaði hljómborðs- leikara strax. Þau höfðu sam- band við mig á föstudagseftirmið- degi. Ég sagði þeim að ég þyrfti að hugsa mig um, en fékk þó ekki langan umhugsunarfrest; svarið urðu þau að fá fyrir klukkan þrjú daginn eftir, og ég byrjaði að æfa með þeim strax þarna í júní. - Hvernig stóð á að þau báðu einmitt þig að slást í hópinn? - Þau vantaði hljómborðs- leikara þegar Einar Melax hætti, og það var svo sem engin tilviljun að þau skyldu hafa samband við mig - ég er búin að þekkja þau í mörg ár og við Björk vorum oft búnar að tala um að spila ein- hvern tímann saman. Þau þekktu sem sagt bæði mig og mína spila- mennsku. D/CGUR- MÁL ANDREA JÓNSDÓTTIR - Þú hefur eitthvað spilað í öðrum hljómsveitum...? - Já, ég hef gert dálítið af því síðustu fjögur ár 'eða svo... ég var fyrst í hljómsveit sem aldrei hét neitt... hún var sett saman vegna beiðni Dóru í Gramminu fyrir hljómleika sem voru í Safarí fyrir 4 árum... við spiluðum í anddyr- inu. Ég var byrjuð að spila aftur með þessari hljómsveit í nóvem- ber síðast liðnum... þau kalla sig nú Risaeðluna. - Ertu eitthvað lærð í tónlist? - Ég er búin að vera í píanó- námi síðan ég var 7 ára (Margrét er fædd 1967, 21. nóvember ná- kvæmlega) og lauk 7. stigi í vor. - Þú hefur aldrei ætlað þér að fara út í klassíkina, verða ein- ieikari eða undirleikari...? - Ég var ekki komin svo langt að velja um það, ég var líka í menntaskóla (MH) og varð að skipta tímanum þarna á milli... En mér hefur alltaf fundist gott að spila annars konar músík með, sem mótvægi, það er allt öðru vísi vinna, en ég mun alltaf hafa klassíkina fyrir mig og spila hana alltaf reglulega. En í sambandi við framtíðarstörf hef ég helst hugsað um eitthvað í sambandi við kvikmyndagerð... ég hef ekki áhuga á að eyða allri ævinni í popphljómsveit, en ég ætla að njóta þess á meðan mér finnst það gaman... - Er Sykurmola-dæmið orðið stærra í sniðum en þú hafðir gert ráð fyrir? - Ámeríkutúrinn gerði útslag- ið - þá uppgötvaði maður hvernig þetta er - og þetta ferðatöskulíf. Þetta er mjög spennandi, en fæst- ir gera sér grein fyrir þeirri vinnu og álagi sem fylgir. Stundum er mjög gaman, en pressan er rosa- leg... og það er ekkert upplífg- andi að sjá ekkert nema hótel og tónleikastaði samfleytt í kannski 3 daga. Þessi ferð var Iíka próf- steinn á hljómsveitina - það urðu engar slæmar uppákomur okkar á milli og útkoman er enn frekari samheldni. En ég komst að því að það er nauðsynlegt að vera út af fyrir sig, finna sér svona klukku- tíma á dag og láta sig þá hverfa úr hópnum. - Hvernig er að koma inn í svona hóp - hefur bér aldrei fund- ist þú utanveltu? - Nei, eins og ég sagði þá þekki ég þau vel... það sem ég hafði mestar áhyggjur af var að ég kæmist ekki inn í lögin þeirra nógu fljótt. En ég hef fengið al- veg frjálsar hendur með spila- mennskuna. Og ég er líka vön þeim vinnubrögðum sem tíðkast í Sykurmolunum, að allir taki þátt í að semja lög - Björk sér svo um sína texta, og Einar sína... við erum þegar með nokkur ný lög á prógramminu og önnur í bígerð, en við höfum líka knappan tíma til að undirbúa næstu plötu. - Það verður nú samt ekki fyrsta platan sem þú kemur ná- lægt... ekki má gleyma ídu... hvað varstu gömul þá? - Já, ég söng í hlutverki ídu systur Emils í Kattholti á tveim plötum - fyrst þegar ég var 9 ára og svo tveim árum síðar... ég er eiginlega búin að gleyma því... ég hef ekki fundið neina kvöð hjá mér til að syngja frekar opinber- lega. - Varðstu vör við að einhverjir sérstakir hópar sæktu hljómleika ykkar í Bandaríkjunum? - Nei, þetta er alls konar fóik, en þó í yngra kantinum - reyndar engin börn... ég var nefnilega ólögleg á flestum stöðunum þar sem við komum fram, því að aldurstakmarkið var 21 árs... það var bara á einstaka stað þar sem ekkert aldurstakmark var. - Hvernig líkaði þér við banda- ríska áheyrendur? - Þeir eru þeir bestu sem ég hef kynnst. Þeir taka mikinn þátt í því sem hljómsveitin er að gera og sýna viðbrögð... í Evrópu er erfiðara að fá fólk til þess, en það er mikils virði fyrir mann að fá viðbrögð við því sem maður leggur sig allan fram um að koma til skila. - Finnst þér hljómsveitin hafa breyst? - Við erum örugglega orðin betra tónleikaband - höfum spil- að 4 til 5 konserta á viku í tvo mánuði ... við erum bæði þéttari og poppþéttari. Ég veit hins veg- ar ekki hvernig við endum... meira að segja ekki hvernig næsta plata verður... nema hvað hún verður ekki verri en sú fyrri... ... og þar með er búinn viðtals- tíminn sem yfirrituð mætti í of- análag of seint í... og yngsti Syk- urmolinn verður að dríf a sig heim að passa litlu systkinin... Það er svo næst af Sykurmolum að segja að líða fer að því að þau haldi til Bandaríkjanna öðru sinni til að koma fram í einum þekktasta sjónvarpsskemmtiþætti þar í landi, Saturday Night Live... og ekki er útlit fyrir að Margrét Örn- ólfsdóttir komist í kvikmynda- gerð í bráð. Stund milli stríða Sykurmolanna í Ameríku: Bragi Ólafsson bassa- leikari og fyrrum með-purrkur Einars, Þór Eldon gítarleikari, Margrét Örnólfsdóttir hljómborðsleikari, Einar Örn söngvari, Björk Guðmunds- dóttir söngvari og Sigtryggur Baldursson trommuleikari... þrjú hin síðastnefndu eru fyrrum Kuklarar og Sigtryggur þar á undan Þeysari... NÝTT HELGARBLAÐ - WÓÐV1UINN - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.