Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 8
SMART-SKOT Vinstri og hægri A undanförnum misserum hefur hver étiö þaö eftir öörum í fjölmiölum og á öör- um vettvangi, aö nú væri svo komið aö enginn munur fyndist lengur á vinstri og hægri í pólitíkinni. Margt ýtti undir slík viö- horf. Það var komin nokkur samstaöa um lágmarksvelferöarríki á íslandi sem ekki var mjög deilt um nema þegar æstustu nýfrjálshyggjumenn slepptu af sér taumi. Allir lokkar höfðu staðið í málamiðlunum í sínum pólitíska praxís í þeim mæli aö það hlaut að draga úr þeim greinarmun sem menn á þeim gerðu. Fjölmiölabyltingin negldi stjórnmálaatburði meira upp við einstaka flokksforingja en flokka, sem enn dró úr áhuga á því aö menn veltu fyrir sér pólitískum línum. Ýmsir flokkar tóku mjög virkan þátt í þeim leik aö lýsa vinstrið og hægriö ómark - af mismunandi ástæöum reyndar. Sjálfstæðisflokkurinn hélt þessu allmikið á lofti vegna þess að hans metn- aður er sá, að innbyrða öll mál, gera sig að „vettvangi málamiðlana í íslensku samfé- lagi“ og haga sér eins og aðrir flokkar, aðrir straumar, séu ómerkingar. Kvenna- listinn talaði með svipuðum hætti vegna þess að þar varð sú kenning ofan á, að allar andstæður í samfélaginu væru ómerkilegar nema þær sem tengjast and- stæðum milli kvenþjóðar og karlpenings. En nú ber svo við, að nýleg stjórnarslit setja aftur efst á dagskrá spurningar um vinstri og hægri. Eða eins og í ævintýrinu segir: eigi er mærin dauð heldur sefur hún. Eða svaf. Kvennalistinn lendir í verulegri tilvistarkreppu, þegar hann reynir í stjórn- armyndunarviðræðum að halda því til streitu að munur sé ekki á vinstri og hægri- flokkum gerandi. Þar af sprettur hugmynd- in um þjóðstjórn, sem enginn festi minnstu trú á. Enn athyglisverðara er þó það, sem er að gerast í Sjálfstæðisflokknum. Eftir að Sjálfstæðismenn hafa lengi látið digur- barkalega og sagt sem svo að sósíalism- inn væri dauður, vinstrimenn ráðlausir og magnþrota, og allt á bestu leið til hins far- sæla heims sigursælla markaðslögmála, er annað hljóð komið í Valhallarstrokkinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar eins og hann sé sleginn nokkrum ótta. Hann hvetur menn til að brýna branda sína og ráðast gegn nýrri vinstri stefnu, sem hon- um finnst að sé að rísa. (Guð láti gott á vita). Og hann er bæði sár og reiður yfir því að miðjuflokkarnir sem hann sat með í stjórn hafa sýnt þá dæmafáu ósvífni, að vilja „ýta Sjálfstæðisflokknum til hliðar“ í íslenskum stjórnmálum. Hann þóttist vera búinn að búa svo um hnútana að annað eins þyrði enginn maður að láta sér detta í hug. Vitanlega er alltof snemmt að spá nokkru um það hvort einhver vinstrisveifla sé í aðsigi í íslensku þjóðfélagi. En margt bendir til þess að það séu að skapast hag- stæðari skilyrði fyrir slíka þróun en við höf- um þekkt um skeið. Skipbrot ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonarvar með ýmsum hætti skipbrot þeirra hægrihugmýnda, að frjálst spil markaðsaflanna mundi lækna mein- semdir íslensks efnahagslífs, meðan rík- inu og afskiptum þess væri haldið í lág- marki. Hvað sem segja má um þau ják- væðu áhrif sem agi markaðsafla hefur, þá hefur það fljótt komið í Ijós, að smæð hins íslenska markaðar, þarfir hinna dreifðu byggða og svo framhaldslíf íslenskrar menningar - allir þessir þættir heimta miklu meiri og virkari íhlutun fé- lagshyggjunnar, vinstrimennskunnar, en hinir hreinræktuðu markaðshyggjumenn Sjálfstæðisflokksins geta sætt sig við. Það er einmitt þetta sem nú kemur upp með auknum krafti og gefur vinstriöflum aukna möguleika á að láta til sín heyra. 1Mgarblað Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Óttar Proppó. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, HjörieifurSveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þor- finnurómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Firlrisdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlttsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Katrín Bárðardóttir, ólafurÐjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprenthf. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.