Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 9
r U81 UU/WjoF JvH/1 1 JJx Þjóðarmorð á Kúrdum Stendur öllum á sama? Hví vilja ráðamenn í Vestur-Evrópu ekkistyggja kollega sinn íBagdað? Iraskir ráðamenn kunna ekki að skammast sín. Þegar hópur fréttamanna gekk fyrir skemmstu til fundar við Adnan Khairallah, þroshýran varnarmálaráðherra íraks, þá gerði hann óspart að gamni sínu og spurði: „Hvað er þetta drengir mínir, eruð þið ekki rncð gasgrímur á andiitinu?" Árið 1925 sömdu þjóðir heims um að banna notkun eiturgass í hernaði og hefur það varðað við alþjóðalög allar götur síðan að beita því gegn herjum óvina, hvað þá vopnlausri alþýðu. En nú er því beitt á ný, írakar riðu á vaðið og er óttast að aðrir feti í fótspor þeirra. í fyrstu þvertók Khairallah fyrir eiturhernað íraka á hendur Kúrdum. Gæti það verið að ak þýða manna á Vesturlöndum gerði sér ekki grein fyrir því að það væri „tæknilega óframkvæm- anlegt" að brúka eiturgufur í hernaðarskyni upp til fjalla? Einkum og sér í lagi í þeim Kúr- daþorpum sem efst hafa verið á baugi í heimsfréttum? En fréttamenn þjörmuðu að Khairallah og þar eð hann er slíku óvanur (íraska pressan er honum leiðitöm) brustu varnir hans brátt. Sannanirnar voru yfirþyrmandi. Að lokum slokkn- aði brosið á vörum varnar- málaráðherrans og hann tuggði frenjulega að, hvað sem hver segði, væri útrýmingarstyrjöld stjórnvalda á hendur Kúrdum innanríkismál og kæmi Irökum einum við. Innanríkismál? Þorri valds- manna þessa heims virðist á sama máli! Það er hálft ár liðið frá því fyrstu óyggjandi sannanirnar fengust fyrir því að íraksher eitraði þorp Kúrda og dræpu þar hvert mannsbarn. En það er ekki fyrr en nú að ríkisstjórn Banda- ríkjanna brýnir raustina. Japanir og fyrirmenn í Vestur-Evrópu hafa með hálfum huga tekið undir þá kröfu hennar að Sam- einuðu þjóðirnar sendi sérfræð- Ung stúlka frá Halabja. Ein örfárra sem komust Kfs af úr eiturárás íraka. A.m.k. 5 þúsund létust. inga á vettvang. Sovétmenn hafa og tekið undir þá kröfu. írakar vilja hvorki sjá né heyra að sérfæðingar verði sendir á eiturslóðir þeirra í norðri. Hins- vegar hafa þeir boðið blaðamenn velkomna. Er ónefndum bresk- um sendimanni í Bagdað barst til eyrna boð gestgjafa sinna sagði hann háðslega: „Það vita náttúr- lega allir að sérfræðingar hafa Tyrkland Enginn vill hjálpa Kúrdum Tyrkneskir ráðamenn kvörtuðu undan því í fyrradag að engin ríkis- stjórn hefði orðið við beiðnum þeirra um aðstoð til handa þúsund- um kúrdískra flóttamanna. „Okkur hafa ekki borist nein svör sem mark er á takandi.-.aðeins Hollendingar hafa gefið svar, boðist til að taka við 60 flóttamönnum," sagði málsvari utanríkisráðuneytisins, Inal nokkur Batu. Turgut Ozal hét fyrir skemmstu á þjóðir heims að láta 300 miljónir af hendi rakna til þess að bæta hag 50 þúsund Kúrda sem flúið hafa yfir landamærin undan eiturefnahernaði írakshers. Reuter/-ks. írak næmt auga fyrir mörgu því sem fer gersamlega fyrir ofan garð og neðan hjá blaðamönnum." Bandaríkjamenn eru þeir einu sem hafa hótað írökum refsiað- gerðum. Öldungadeild þingsins hefur þegar samþykkt að hætta fjáraustri til íraks. En Bretar, Frakkar, ítalír og Vestur- Þjóðverjar hika og hiksta. Hví? Breskir ráðamenn segjast óttast um hag þeirra landa sinna sem eru gíslar múslíma í Líban- on. Frakkar hafa að sönnu for- dæmt eiturhernað en ekki fram- ferði íraka sérstaklega. Það er al- kunna að Saddam Hussein skuldar Mitterrand 5 miljarða dollara fyrir vopn sem komu að góðu haldi í stríðinu við írana. En kjarni málsins er vitaskuld sá að auðvald þessara ríkja hugs- ar sér gott til glóðarinnar því írak er í rúst eftir styrjöld í 8 ár og írak þarf að endurreisa. Og írak getur greitt fyrir hvaðeina með „svarta gullinu" sínu, olíu sem ekki er fyrirsjáanlegt að gangi til þurrðar á næstu árum. Gífurlegir hagsmunir eru í húfi og hvað eru fáeinir Kúrdar á milli vina? Arabaríkin styðja íraka heilshugar og láta sér örlög Kúrda í léttu rúmi liggja. Ráða- menn í Sádí-Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu gera sér fyllilega grein fyrir því að írakar eiga öflu- gasta her í arabalöndum. Jassír Arafat, leiðtogi PLO sem sumir segja að sé umfram annað eining- artákn araba, er tíður gestur í Bagdað og er ekki margmáll um eiturhernað Husseins vinar síns í norðri né herleiðingu Kúrda suður í harðbýl héruð. En hví gerist þá Bandaríkja- stjórn einskonar hrópandi í eyðimörkinni? Orsökin er sú að þeim hrýs hugur við því að eitur- vopnum verði beitt í styrjöldum framtíðarinnar eða að þau verði fælingarvopn litla mannsins, þess sem skortir fé eða þekkingu til smíði kjarnorkusprengju. Stemmi ríki heims ekki þegar í stað stigu fyrir útbreiðslu slíkra vopna verði þeim framvegis beitt í sérhverjum hreppakryt og land- amæraskærum. Time/Reuter/-ks. „Kúrdar halda heim" Stjórnvöld í Bagdað lýstu því yilr í fyrradag að 40 þúsund Kúrdar hefðu snúið heim tíl íraks frá því að þau hétu þeim uppgjöf saka fyrir hálfum mánuði. Það var hin opinbera frétta- stofa íraka, INA, sem skýrði frá þessum tíðindum. Hún sagði að 40.713 Kúrdar væru komnir til átthaganna á ný, 20.228 börn, 9.719 konur, 9.699 karlar og 967 öldungar. Ef þetta er satt þá hefur þorri Kúrdanna sem flúðu land undan eiturefnaárásum írakshers haldið heim á ný. Áætlað er að 50.000 Kúrdar hafi flúið til Tyrklands og a.m.k. 17.000 til írans. Reuter/-ks. París 30 Kúrdar handteknir Oeirðalögregla höndum' tók 30 Kúrda París í gærmorgun eftir að skorist hafði í odda fyrir utan fraska sendiráðið í París. Nokkrir tugir Kúrda höfðu í fyrrakvöld safnast saman undir veggjum sendiráðsbyggingarinn- ar og eitthvað sá lögreglan athugavert við framkomu þeirra því hún sendi slagsmálalið á vett- vang. Hinir handteknu voru látn- ir lausir um nónbil í gær. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Eiturhernaður Iraka Þannig vinnur sinnepsgas sitt verk I Irakar eiga ýms efnavopn ífórum sínum, Þau helstu eru sinnepsgas, blásýra og taugagas fyrstu greina fórnarlömbin undarlega lykt, daufa, gæti verið af hvítlauk. Skyndilega hefst bruninn. Fólk svíður í augun, klæjar óskaplega og fcreistir þau aftur. Það fær hósta- kast sem ekkert lát verður á og hnerrar í síbylju. Þvínæst leggst ógleðin yfir fórnarlömbin og þau kasta upp. Hægt og bítandi hækk- ar líkamshitinn. Klukkustundir líða. Þegar eitrunin nær til öndunarfæranna bólgnar innra borð þeirra, andar- drátturinn styttist og brjóstið herpist saman. Húðin dökknar og fær á sig sjúklegan lit, rauð-- fjólubláan. Olnboga- og hnés- bætur verða nær svartar. Stórar blöðrur vaxa á hálsi, andliti og mjöðmum, húð flagnar af. Kynfæri verða sár og vefjar- skemmdir orsaka litbrigði á svæðinu í kringum þau. Sumir eru það heppnir að þeim „batnar", sótthitinn hverfur, blöðrur springa og sár gróa, skelfingin líður hjá. Engu að síður er afar líklegt að meltingar- og beinmergssjúkdómar herji á þetta fólk til æviloka. Margir andast eftir langt dauðastríð en allur þorrinn deyr skjótt, hljóð fórnarlömb hljóðláts bana. Time/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.