Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 15
Emil vinsælastur Prakkarastrákurinn hennar Astrid Lindgren, hann Emil í Katthoiti ætlar að gera það gott hér uppi á Fróni. Leikfé- lag Hafnarfjarðar setti Emil upp á svið í Bæjarbíói í fyrra- vetur og sýndi fyrir fullu húsi langt fram á vor. Yfir fimm þúsund gestir komu að fylgj- ast með Emli og prakkara- strikum hans og hann ætlar að mæta aftur á leiksviðið um næstu mánaðamót. En það eru ekki bara Gaflarar sem eru hrifnir af Emli, því Leikfé- lag Akureyrar hefur ákveðið að gera Emil í Kattholti að að- alstykki sínu um komandi jól og Leikfélag Sauðárkróks ætlar líka að setja Emil á svið í vetur.B Tryggingar- félögin í slag Afkoma tryggingarfélag- anna var afar slæm í fyrra og hefur samkeppni þeirra harn- að mjög að undaförnu. í síð- ustu viku hófu Samvinnu- tryggingar að auglýsa svo kaílaða F-tryggingu, fjöl- skyldupakka þar sem hægt er að samræma flestar tryg- gingar í sem einstaklingur kann að telja sig þurfa að hafa. Þessi tryggingarpakki mun hafa verið í vinnslu frá síðasta ári. Daginn eftir birtist sérkennileg heilsíðuauglýs- ing frá Sjóvá og Almennum tryggingum um að „Fréttin hefur lekið út". í þeirri auglýs- ingu segir að Almennar tryg- gingar og Sjóvá hafi undan- farna mánuði unnið í kyrrþey að svipuðum pakka og Sam- vinnutryggingar sem kallist Gullvernd. Þykir mönnum sem tryggingarfélögin séu með auglýsingunni að væna starfsfólk sitt um að hafa lekið upplýsingum til samkeppnis- aðila. Hið rétta er hinsvegar að Brúnó Hjaltesteð, sem var aðstoðarframkvæmda- stjóri Samvinnutrygginga fór yfir til Sjóvá um áramótin og hefur síðan unnið að því að móta Gullvernd. Þykirýmsum Samvinnutryggingarmönnum sýnt að Brúnó hafi jafnvel far- ið með viðskiptaleyndarmál yfir til samkeppnisaðilans og er því jafnvel haldið fram að Sjóvá hafi keypt fjölskyldup- akkann þegar fyrirtækið réð Brúnó.B Samruni félaga? Það vakti athygli manna þegar Sjóvá og Almennar tryggingar auglýstu sameigin- lega að Gullvernd væri yænt- anleg á markaðinn. í við- skiptaheiminum er talið að þetta kunni jafnvel að boða stærri tíðindi í tryggingar- bransanum, að þessi tvö tryg- gingarfélög muni í náinni framtíð renna saman í eitt fé- lag. Afkoma Almennra trygg- WÓÐVILJINN - SÍÐA 15 inga var mjög slæm síð- astliðið ár og stendur félagið því höllum fæti. Sigurjón Pét- ursson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjóvár neitar þessu hinsvegarog segirekk- ert óeðlilegt þó félögin vinni saman að því að móta svona fjölskyldupakka, enda sé það mjög dýrt. Aðrir benda á að svona samvinna sé nánast einsdæmi enda keppi félögin um sama fólkið.B Stefnuna rétt Hagyrðingar hafa ekki látið umrótið og uppákomumar í pólitíkinni síðustu daga fram hjá sér fara. Eftirfarandi vísa barst frá þúsundþjalasmið í Borgarnesi. Stjórnmálaflokkarnir standa nú valt, stefnuna rétt, það er nauðsyn. Frjálshyggjugaurarnir fóru með allt fiskvinnsluklabbið á hausinn. andlát stjórnar sinnar og krafðist þess að Matthías kæmi strax heim. Það væri ótækt að hann væri að glápa á handbolta hinum megin á hnettinum meðan allt væri komið í óefni hér heima.B Matti rekinn heim I Sól og sólarlag Matthías Á. Mathiesen fráfarandi samgönguráðherra var ekki beint glaður á svipinn þegar hann kom til Keflavíkur fyrr í vikunni eftir 33 tíma flug frá Seoul. Ráðherran hafði dvalið í viku í ólympíuborginni og beið spenntur eftir fyrsta leik handboltalandsliðsins þegar síminn hringdi og Þor- steinn Pálsson fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti Meira um Matta Matt (öðru nafni Matthís Rúst) og Seoul. Eins og þjóðin veit þá var þetta í annað sinn a fáum árum sem Matthías tapar ráð- herraembætti þegar hann er á ferð í Seoul eða Sól eins og hún er nefnd á íslensku. Sag- an segir að Matthías sé hætt- ur að kalla „uppáhaldsborg" þessu nafni, Sólarlag sé nær sanni.B Bankalínan gerir þér kleift að stunda margvísleg bankaviðskipti án þess að fara í bankann! BÚNAÐARBANKINN HEFUR kynnt merkilega nýjung í bankaviðskiptum sem gefur þér innsýn í framtíðina. Viðskiptin fara fram með tölvu í beinlínutengingu við bankann. Pessi mögu- leiki er núfyrir hendi. Það borgar sig að vera með! Það er í raun og veru ákaflega einfalt að nota Bankalínu Búnaðar- bankans. Þú þarft að ráða yfir IBM PC, PS/2, eða annari sam- hæfðri tölvu og mót- aldi. Bankinn útvegar þér samskiptaforrit og eftir að hafa slegið inn nafh og aðgangsorð getur þú hafist handa. reikningnum. Úr við- skamms muntu geta skiptamannaskrá getur séð þróun ákveðins Hvað er hœgt að fera? dag er boðið upp á marga möguleika í Bankalínu og þeim fer fjölgandi. Meðal ann- ars getur þú kannað stöðu eigin tékkareikn- inga, séð vaxtastöðu, dagsetningar síðustu hreyfinga, innistæðu- lausa tékka og kynnt þér allar færslur á þú fengið yfirlit yfir heildarviðskipti þín við bankann. Margvíslegar milli- fœrslur. Af sérhverjum tékka- reikningi sem þú hefur aðgang að er hægt að millifæra inn á eftir- talda reikninga: a. Aðra tékkareikninga þína í Búnaðar- bankanum. b. Tékkareikning í Búnaðarbankanum í eigu annars aðila. c. Sparisjóðsbækur þínar eða annarra í Búnaðarbankanum. d. Tékkareikninga þína eða annarra í öðrum bönkum. Þá verður unnt að millifæra á sparisjóðs- bækur í öðrum bönkum áður en langt um líður. Ýmsar upplýsingar. Þér til trausts og halds getur þú fengið yfirlit yfir gengi á ýmsum tímum og innan gjaldmiðils frá einum degi til annars; sömu- leiðis getur þú fengið yfirlit yfir allar erlendar allar nánari upplýsing- helstu vísitölur, vaxta- töfiur og gjaldskrá bankans. Greiðsluáætlanir skuldabréfa. í Bankalínu getur þú gert greiðsluáætlun fyrir viðskiptavini þína. Þannig getur þú sýnt hvernig útkoma á skuldabréfaláni er fyrir hvern gjalddaga og gefið upplýsingar um afborganir, vexti, verð- bætur og að lokum niðurstöðutölur vegna viðskiptanna. Kynntuþér málið núl Dagana 21. til 25. september stendur tölvusýning yfir í Laug- ardalshöll þar sem þú getur kynnt þér Banka- línu í sýningarbási Búnaðarbankans. Einnig eru til reiðu V A L M Y N D 1. Tékkareikningar - Staða 2. Tékkareikningar - Færslur dags- ins 3. Innstæðulausir tékkar 4. Tékkareikningar - Færslur mán- aðarins 5. Millifærslur 6. Viðskiptamannaskrá 7. Kvótaskrá víxla 8. Gengisskráning 9. Gjaldskrá - Vextir - Vísitölur 10. Greiðsluáætlun skuldabréfa 11. Erlendar ábyrgðir ábyrgðir þér viðkom- ar í tölvudeild bankans andi og helstu upplýs- við Hlemm eða í skipu- ingar um þær.Þá getur lagsdeild í aðalbanka, þú kynnt þér töflur yfir Reykjavík. BUNAÐARBANKINN FRUMKVÆÐI - TRAUST

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.