Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 18
n Við urðum að steikja pylsumará kox-ofninum" Rætt viðJohn Ernest Brown sem var hér í breska hernum á stríðsárunum „Reykvíkingar nú á dögum myndu ekki þekkja borg sína, ef þeir gætu farið fjörutíu og fimm ár aftur í tímann. þeir menn sem muna þann tíma geta ekki gert sér grein fyrir breytingunum, af því aö þeir hafa séð þær gerast smám saman. Reykjavík stríðsár- anna var lítil borg með báru- járnsklæddum timburhúsum. Það var lítið um tré, aðeins smá runnagróður, og einung- is einn vegur sem lá upp að Elliðaánum, eða „The Salm- on River" eins og við kölluð- um ána. Öskjuhlíðin var grýtt og gróðurlaus og þar voru ekki komnir nema tveir hita- veitutankar. Mesta breytingin sem orðið hefur er velmegun- in sem nú er almenn, og svo er það allur trjágróðurinn." Þetta sagði Walesbúi, John Ernest Brown, sem var hér í breska hernum á stríðsárunum, þá aðeins tvítugur að aldri, en var nú kominn hingað aftur eftir fjörutíu og fimm ára fjarveru með íslenskri konu sinni, Stellu, sem hann kvæntist í árslok 1942. Síðan hann var hér í herþjónustu hafði hann aðeins einu sinni kom- ið til íslands í stutta ferð árið 1956, en nú voru þau hjónin kom- in aftur í mánaðardvöl svo að hann gæti rifjað upp fyrri kynni sín af landi og þjóð. Hafði hann þegar fundið aftur rústirnar af bragganum þar sem hann dvald- ist á stríðsárunum. Út í óvissuna Það var býsna fróðlegt að heyra frásögn manns sem hafði séð fsland og upplifað við þessar kringumstæður, óg byrjaði blaðamaðurinn á því að spyrja hann um fyrstu kynni hans af landinu. Ég kom til íslands í ágúst 1941 með belgíska skipinu „Leopold- ville", sem fallið hafði Bretum í skaut þegar herinn flýði frá Dunkerque. Okkur var ekki sagt hvert við værum að fara. Á þess- um tíma voru Þjóðverjar nýbúnir að gera innrás í Rússland, og héldum við því að við værum á leiðinni til rússnesku vígstöðv- anna. Við komum til Reykjavík- ur um miðja nótt og sáum ekki borgina, fyrr en um morguninn þegar við vorum kallaðir upp á dekk. Það sem við tókum fyrst eftir voru öll máluðu þöícin, græn, rauð og gul, sem ljómuðu fallega í morgunsárinu. Þá fyrst vissum við hvert við vorum komnir. Okkur voru fengin núm- er, en síðan var farið með okkur á land og í bráðabirgðabúðir í Helgafelli við veginn upp að Álafossi. Þarvarokkursíðansagt hvar við ættum að búa, og var ég ásamt fleirum settur í bragga sem var á leiðinni í Fossvoginn. Hvert var nú hlutverk þitt á Is- landi? Þegar heimsstyrjöldin hófst var ég nýbúinn að ljúka námi sem flugvirki í skóla fyrir tæknimenn breska flughersins. Ég var kvadd- ur til herþjónustu strax í sept- ember 1939 og var þá látinn gera við flugvélar á herflugvelli í Suður-Wales. Þegar ég fór til ís- lands var það í fyrsta skipti sem ég var sendur til staðar utan Bretlandseyja, en hér hélt ég sama starfinu áfram, að gera við flugvélar hersins. Þegar breski herinn kom til Is- lands í maí 1940 var flugherinn mjög lítið með í spilinu. En svo kom hann smám saman meir og meir og þá varð Island að hinni mikilvægustu miðstöð í barátt- unni gegn þýskum kafbátum. Þjóðverjar höfðu þá lýst yfir sigl- ingabanni til Bretlands og beittu kafbátum gegn öllum skipum. En þannig var háttað um kafbátana að þeir gátu ekki verið neðan- sjávar mjög lengi í einu, kannski ekki nema um átján klukku- stundir, þótt ég vilji ekki segja neitt ákveðið um það þarsem ég er ekki kafbátasérfræðingur. En eftir þennan ákveðna tíma urðu þeir að komast upp á yfirborðið til að setj a í gang vélar til að hlaða rafhlöðurnar og til að taka súr- efni. Áður en breski flugherinn kom sér upp bækistöðvum á ís- landi var svæði í miðju Atlants- hafinu, sem breskar sprengju- flugvélar náðu ekki til, og par gátu þýsku kafbátarnir komið upp á yfirborðið alveg óhultir, þannig að þeir höfðu mjög góða aðstöðu til hernaðar. Árið 1940- 41 virtist staða Breta í kafbátast- ríðinu náhast vonlaus, en eftir að flugherinn fór að geta í æ meira mæli stutt sig við bækistöðvar á íslandi breyttist ástandið: þá voru þýsku kafbátarnir ekki lengur óhultir neins staðar, við það versnaði aðstaða þeirra til muna, og þá byrjuðu þeir smám saman að láta undan. Tókst þú þátt í þessum árásum á þýsku kafbátana? Stalín vinsæll Þar sem ég hafði verið þrjú ár í tækniskóla til að læra flugvirkj- un, vildu yfirmenn hersins ekki láta mig fljúga né félaga mína sem eins var ástatt um. Starf okk- ar var of mikilvægt til þess, óg voru sprengjuflugvélarnar mann- Ni er óverjondi oð hrinojo ehki í ömmu ó Ahur- eyri ó aímœiinu hennor 1'minn er tilvalin leið til að eiga ersónuleg samskipti við œttingja og vini í óðrum landshlutum. Síminn er líka skemmtilegur og þœgilegur samskiptamáti. Vissir þú, að það er ódýrara að hringja eftir kl. 18 og enn ódýrara að hringja um helgar. Dagtaxti erfrá kl. 08 til 18 mánudaga til fóstudaga Kvöldtaxti erfrá kl. 18 til 23- Nœtur- og helgartaxti erfrá kl. 23 til 08 virka daga og frá kl. 23 áfóstudegi til 08 nœsta mánudag. Fyrir þá sem staddir eru á landsbyggðinni, en þurfa að sinna erindum við fyrirtœki og stofnanir á höfuðborgarsvœðinu, er síminn einfaldasta og fljót- virkasta leiðin. Síminn er til samskipta. Því ekki að nofann meira! POSTUR OG SÍMI Dcemi um verð á símtölum: Lengd símtals 6mín. 30 mín. Reykjavík — Keflavík Dagtaxti kr. 44,16 kr. 209,76 Kvöldtaxti kr. 30,36 kr. 140,76 Nætur- og helgartaxti kr. 23,46 kr. 106,26 Reykjavík — Akureyri Dagtaxti kr. 64,86 kr. 313,26 Kvöldtaxti kr. 44,16 kr. 209,76 Nætur- og helgartaxti kr. 33,81 kr. 158,01 Einar Þorvarðarson er markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik og á að baki yfir 190 landsleiki. Einar leikur jafhframt með íslands- og bikarmeisturum Vals.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.