Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 23
Klisjur lagðar
fyrir róða
Bíóhöllin: Stand and deliver
(Að duga eða drcpast)
Bandarísk: Árgerð 1988
Framleiðandi: Tom Musica
Leikstjórn: Ramon Menendez
Kvikmyndun: Tom Richmond
Handrit: Ramon Menendez/
Tom Musica
Tónlist: Craig Stevens
Aðalhlutverk: Edward James Olmos,
Lou Diamond Phillips, Andy Garcia,
Rosanna De Soto, Virginia Paris o.fl
Stand and deliver ku byggja á
sannsögulegum heimildum.
Greinir hún frá tölvufræöingnum
Jamie Escalante (Edward Olm-
os), sem á vísan frama innan
tölvubransans, en kýs engu að
síður að segja starfi sínu lausu og
hefja kennslu í greininni í einum
af miður virtari framhaldsskólum
Los Angeles-borgar. Þegar hann
mætir á svæðið er honum á hinn
bóginn tilkynnt, að því miður sé
tölvukostur skólans ekki uppá
marga fiska, reyndar ekki til stað-
ar og er hann því settur í að kenna
stærðfræði. Svipaða sögu er að
segja af öðrum námsgreinum:
Aðstaða til kennslunnar er fyrir
neðan allar hellur, og áhugi nem-
enda fyrir náminu eftir því.
Nemendur Garfield-skólans
eru líkt og hann sjálfur, flestir
innflytjendur frá Suður-
Ameríku, ellegar í besta falli ætt-
aðir úr illræmdari fátækrahverf-
um borgarinnar. Fólk sem samfé-
lagið hefur nánast afskrifað þegar
frá fæðingu, og veitir því í raun
ekki aðra möguleika til fram-
haldsnáms, en sem lagabókstaf-
urinn kveður á um til mála-
mynda. Þrátt fyrir erfiðar að-
stæður einsetur nefndur Escal-
ante sér að storka kerfinu og sýna
framá, að jafnvel í svartasta
slömmi Los Angeles-borgar má
með góðum árangri útbreiða vís-
dóm aritmetíkurinnar og lögmál
Pyþagórasar, ef einvörðungu
viljinn er fyrir hendi.
Helsti styrkur þessarar annars
við áhorfendur. Örlyg, mann
Emmu, leikur Valdimar Örn
Flygenring. Valdimar fatast
hvergi tökin, en persónan er ein-
sýn og deig í ábyrgðarleysi sínu
og samúð með henni vekur á-
sökun í garð höfundar sem er
auðvitað ósanngjöm. Einhverjar
málsbætur hlýtur þessi baldni foli
samt að eiga skilið. Edda Heiðrún
Backman leikur prestsdótturina
ungu af öryggi og innsæi sem
henni er tamt. Vonbiðil hennar,
Ásgeir hreppstjóra, skapar Örn
Árnason af smekkvísi svo úr
verður skýr og lifandi persóna.
Þá er upptalinn sá tvöfaldi þrí-
hyrningur sem ástamálin leika
hvað grimmilegast í gleðileik
Ragnars.
Sveitungar
Enn má nefna til leiks Sigurð
Karlsson, Valgerði Dan, Sigríði
Hagalín, Jón Hjartarson,
Steindór Hjörleifsson og Jakob
Þór Einarsson sem skila öll fall-
egum, nettum og velhugsuðum
karakterum í sýningunni. Þor-
steinn Gunnarsson og Gunnar
Eyjólfsson eru mættir aftur á
sviðið í Iðnó og fara báðir á kost-
um. Blessuð börnin í leiknum eru
eðlileg og skýrmælt í hlutverkum
sínum.
Þannig gefst kostur á að sjá
stóran hóp leikara vinna saman í
samfellu og undantekningalaust
gott verk. Geri aðrir betur. Hér
er á ferðinni vönduð leiksýning á
ágætu leikriti. Ragnari og sam-
starfsmönnum hans hefur tekist
að setja saman leiksýningu sem
er öllum til sóma sem að henni
standa. Hún má renna hraðar og
beittar en án nokk s offors.
Megi sem flestir njo' i hennar.
Saman í sveit.
ágætu litlu kvikmyndar er af-
burðavel unnin handritsgerð
þeirra Ramon Menendez og Tom
Musica, ásamt stórgóðum
leiktilþrifum Edward Olmos í
hlutverki stærðfræðikennarans.
(Hérlendir unnendur framhalds-
þátta sjónvarps kannast reyndar
best við kauða í öldungis ólíku
hlutverki hins jafnan svo brúna-
qt
s
ÓLAFUR ANGANTÝSSON
þunga lögreglufulltrúa í „Miami
Vice“).
Ágætt dæmi um styrkleika
handritsgerðar þeirra Menendez
og Mucica er yfirlætislaus en
býsna áhrifarík sena, er lýsir við-
brögðum eins af nemendum Esc-
alantes við því, er skólayfirvöld
afgreiða frábæran árangur hóps-
ins á mikilvægu stærðfræðiprófi
sem hópsvindl.
Pancho ekur rúntinn með ein-
um af fyrrverandi félögum sínum
úr einni helstu ofbeldisklíku
skólans. Vinátta þeirra félaga
brennur endanlega hægt út, á
meðan þeir ræða um stjörnurnar
á himinhvolfinu, sem Pancho
fullyrðir að séu ekki þar uppi
lengur. Um sé að ræða sólir sem
brunnu út fyrir þúsundum ára.
Það taki ljósið þúsundir ára að ná
til jarðarinnar. Fyrir félaganum
eru þær áþreifanlegur raunveru-
leiki, af þeirri einföldu ástæðu að
hann hefur þær fyrir augunum.
Vinslit verða með þeim félögum,
þegar Pancho gerir sér grein fyrir
að hafsjór skilur þá að, eftir að
hann fór að sækja tíma hjá fyrr-
nefndum Escalantes. Eftir að
hann verður sér meðvitaður um,
að aukið menntunarstig gefur
honum þrátt fyrir allt ofurlítið
haldbetri stökkpall útí lífið, en
það líferni er hann hafði áður
stundað.
Sömuleiðis eru kennsluaðferð-
ir títtnefnds Escalantes býsna
áhugaverðar. Galdur hans felst
einfaldlega í því að flytja sjálft
námsefnið ofurlítið nær eigin
reynsluheimi nemendanna en
áður hafði tíðkast. Hann sýnir
þeim sömuleiðis svart á hvítu,
hvar í samfélaginu menn hafa not
fyrir logaritma, diffranir og int-
ergol. Istað þess að treysta á, að
nemendur hans læri aðferðirnar í
þeirri „blindu trú“, að þessi
ósköp komi til með að nýtast
þeim einhverntíma síðar á lífs-
leiðinni.
Myndin er sem sagt ágætis
skólabókardæmi um það, hvers
gamla draumaverksmiðjan við
Kyrrahafið er í raun megnug, ef
þarlendir kvikmyndaframleið-
endur hafa kjark og þor til að
leggja klisjur Hollywoodstaðals-
ins fyrir róða og takast af raunsæi
á við þann félagslega veruleika er
í ofgnótt bíður umfjöllunar þeirra
þar utan veggja kvikmyndaver-
anna. ó.A.
yUMFERÐAR
RÁÐ
HUGVEKJA
E.M.J.
Um skatta
Þegar mér verður hugsað til
þeirra hugmyndaríku ágætis-
manna, sem farið hafa með emb-
ætti fjármálaráðherra undanfarin
ár í okkar ógleymanlegu Ný-
sköpunarstjórnum, Viðreisnar-
stjórnum, Stefaníum, Emilíum
og Ólafíum, eða hvað þær nú
heita allar saman, sakna ég þess
•mest að þeir skuli vera svona fáir:
væri ekki gagnlegt að tegundin
teldi sem flesta einstaklinga? Ég
er þó reyndar ekki að mæla með
því að þeirri aðferð verði beitt til
að fjölga þeim sem Frakkar not-
uðu á dögum fjórða lýðveldisins.
Þá voru stjórnarskipti svo tíð í
þvísa Iandi, að þegar þingmanni
einum rann í brjóst á þingfundi,
fékk hann þær fréttir um leið og
hann vaknaði, að hann hefði ver-
ið tvisvar forsætisráðherra með-
an hann svaf. Er ljóst að við slíka
stjórnarhætti fjölgar mjög þeim
mönnum, sem gegnt hafa emb-
ætti fjármálaráðherra, en aðferð-
in hefur ýmsa slæma ókosti, ekki
síst þann að vakandi og sofandi
forsætisráðherrum fjölgar ekki
síður, og kynni það að rugla
menníríminu: þeirkynnu jafnvel
ekki lengur skil á hinum ýmsu
stjórnum og rugluðust í Emilíun-
um, Ólafíunum, Steinkunum og
slíku.
Það væri mun betra að reyna að
ná markinu með öðrum hætti. Til
þess má fyllilega ætlast af hug-
myndafrjóum fjármálaráðherra,
að hann deili sér ekki síður en
Ingj aldsfíflið gerði, en það var á
tveimur stöðum í einu sem kunn-
ugt er, og þannig er opin sú leið,
sem undarlegt er að engum skuli
hafa hugkvæmst áður, sem sé sú
að skipta embættinu í tvennt.
Ekki er þó átt við það að hafa tvo
fjármálaráðherra í einu, heldur
hitt að stofna við hliðina á því
gamalgróna embætti aðra stöðu,
sem gæti kallast embætti „efna-
hagsaðgerðamálaráðherra“. En
þrátt fyrir mismunandi heiti væru
þessir tveir ráðherrastólar fylli-
lega hliðstæðir, eins og þeir væru
ætlaðir síamstvíburum: annar
ráðherrann hefði það hlutverk að
leggja fram fjárlög árlega, en
hinn sæi um að koma með efna-
hagsaðgerðir á sex mánaða fresti.
í þessum hlutverkum þyrftu þeir
vitanlega að vera jafn samstilltir
og báðar útgáfur fjöllistadrengs-
ins í Hergilsey, og gilti það ekki
síður um framhaldið: það væri
sem sé einnig hlutverk annars
ráðherrans að koma fram með til-
lögur um bráðabirgðaráðstafanir
en hinn tæki svo við og fyndi
leiðir til að lauma þeim að til
frambúðar.
En nú er augljóst að tvískipt-
ing af þessu tagi væri mjög hag-
kvæm, því með henni væri miklu
auðveldara að leysa eitt af erfið-
ustu vandamálunum sem fjár-
málaráðherrar þurfa jafnan að
glíma við, en það er að finna nýj-
ar tekjuöflunarleiðir fyrir ríkis-
sjóð. Eitt lítið dæmi sýnir þetta
glögglega. Fyrir skömmu var frá
því sagt í þessum dálkum, að
franskir sérfræðingar hefðu látið
sér til hugar koma að skattleggja
happdrættisvinninga, og var ég
víst eitthvað að gera gys að þessu
í skammsýni minni. En ég hefði
betur látið það ógert: það kom
sem sé ótvírætt í ljós, hvað þörfin
á góðum hugmyndum var brýn,
því það skipti engum togum, að
farið var að hreyfa því hér á
Skerinu, að rétt myndi að hleypa
kolkrabbaörmum skattheimt-
unnar yfir í vasa vinningshafa í
happdrætti. En eitt vantaði: eng-
inn kom fram með lausn á því,
sem reynst hafði höfuðvandinn í
Frakklandi, hvernig hægt væri að
fá menn til að halda áfram að
spila eftir slíkar aðgerðir. Þetta
vandamál hefðu nú tveir ráðherr-
ar hæglega getað leyst í samein-
ingu: fjármálaráðherra hefði get-
að gert það að skyldu að kaupa
lottó- eða happdrættismiða (eins
og skyldusparnaðinum var komið
á hér á árunum) og þá lofað á
móti háum vinningum. En það
loforð hefði hinsvegar ekki kost-
að neitt, því að efnahagsaðgerð-
amálaráðherrann hefði síðan lagt
skyndiskatta, alvegóforvarandis,
á alla vinningana. Þannig hefði
hluti efnahagsvandans verið
leystur á þann hátt að landsmenn
hefðu verið látnir kaupa af þegn-
skyldu dráttinn í sekknum.
En þar sem hugleiðingum mín-
um um efnahagsmál er greinilega
svo mikill gaumur gefinn á æðri
stöðum, finnst mér rétt að líta
betur á þær aðferðir sem tveir
ráðherrar á fjármálasviðinu gætu
hugsað upp í sameiningu til að
afla ríkissjóði nýrra tekna: er hér
vitanlega um að ræða ný gjöld og
skatta, sem eru í rökréttu fram-
haldi 'af öðru slíku og liggur því
beint við að leggja á, þótt ein-
sömlum fjármálaráðherra hafi
ekki enn komið þau til hugar.
Er þá fyrst að nefna fæðingar-
gjald, sem lagt yrði á sængurkon-
ur, og síðan barnaskatt, sem for-
eldrum væri gert að greiða af
afkvæmunum. Þessi gjöld mætti
vitanlega boða í upphafi sem sér-
stakar ráðstafanir til að leysa fjár-
hagsvanda heilbrigðiskerfisins -
því það hlyti að teljast réttlátt að
neytendur væru látnir axla byrð-
arnar þegar sjúkrahús eru ekki
betur sett en frystihús - en síðan
yrðu gjöldin látin hljóðalaust
vera áfram við lýði. Hver maður
hlýtur líka að sjá, að þar sem
börn eru mikilvægt vinnutæki í
hverri fjölskyldu og varla farin að
skríða þegar þau eru þegar farin
að ýta á undan sér vögnum í
frystihúsunum, er ekki nema
eðlilegt að á þau séu lagðir sams
konar skattar og gjöld og á annan
atvinnurekstur.
Nú má vera að ýmsum lítist
ekki meira en svo á slíka skatt-
heimtu og óttist þeir að hún
kunni að hafa miður æskileg áhrif
á tímgun Skerbúans. En nú vill
svo til að unnt er að koma í veg
fyrir öll óæskileg aukaáhrif af því
tagi með aðferð, sem er líka
tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð.
Er hér um að ræða hugmynd sem
de Gaulle setti fram á sínum
tíma, þegar fæðingatalan var orð-
in ískyggilega lágskreið í landinu,
og er hún fólgin í því að leggja
skemmtanaskatt á getnaðarvarn-
ir: væri þá lítil ábatavon í tak-
mörkun barneigna. Þessi hug-
mynd komst reyndar ekki í fram-
kvæmd í Frakklandi, en það staf-
aði einungis af því að kringum-
stæður voru ekki heppilegar: til
þess að koma í veg fyrir þungun
beittu Fransmenn nefnilega eink-
um og sér í lagi Vestmannaeyja-
hnúti - en sú aðferð nefnist á
lærðra manna máli „coitus interr-
uptus" og er ekki annað en tækni-
leg útfærsla hins fornkveðna
„hætta ber leik þá hæst stendur" -
en jafnvel de Gaulle varð ráðaf-
átt við að skattleggja
Vestmannaeyjahnút. Hér á landi
eru aðstæður aðrar, og svo myndi
tveimur ráðherrum ekki verða
skotaskuld í að koma lögum yfir
menn sem reyndu að svíkja
undan skatti á þennan hátt: ef
annað dygði ekki gætu þeir gert
út af örkinni eftirlitsmenn til að
ógna þeim með rassíu.
{ þessu sambandi finnst mér
rétt að benda á önnur skattsvik af
svipuðu tagi, sem nú eru farin að
viðgangast. Það hlýtur hver mað-
ur að sjá hve mikill tekjumissir
það er fyrir hið opinbera, þegar
gamalgrónir drykkjumenn og
ábatasamir fyrir ríkissjóð taka sig
allt í einu til, fara í meðferð og
hætta að súpa: þeir sleppa sem sé
á einu bretti við alla tolla, álagn-
ingu og skatta sem hvíla þungt á
höfgum veigum. Upp á slíkt getur
enginn fjármálaráðherra horft
ógrátandi nú þegar brýn nauðsyn
krefur þess að fjármagnið sé fært
yfir til atvinnuveganna, og gætu
tveir ráðherrar hæglega farið að á
svipaðan hátt og með fæðingar-
gjaldið sem áður var nefnt: þeir
gætu sem sé lagt e.k. „þurrk-
gjald“ á þorstahefta menn til að
láta þá bæta rfkissjóði upp það
tap sem hann verður fyrir af völd-
um þeirra.
Hér er að mörgu að hyggja
fyrir fjármálaráðherra og efna-
hagsaðgerðamálaráðherra í sam-
einingu, og geta menn af þessu
ráðið hve brýnt það er að því eina
embætti sem enn er til verði
skipt. En um leið og menn hugsa
um framtíðina verða menn að
gefa fortíðinni gaum svo sam-
hengið rofni ekki: ef íslendingar
nú ætla ekki að vera eftirbátar
forfeðranna ættu þeir sem fyrst
að taka sér fyrir hendur að skrifa
„fjármálaráðherra sögur“ eins og
menn skrifuðu biskupa sögur á
13. öld, og tíunda þar afrek þeirra
í efnahagsmálunum, sem nú eru
svo mjög á dagskrá. Væri það í
góðu samræmi við sagnahefð
Mörlandans, að slíkar sögur væru
látnar heita „Hungurvaka hin
nýja“.
e.m.j.
NÝTT HELGARBLAÐ - v ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 23