Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? MYNDLIST Alþýðubankinn, Akureyri, kynning á verk- um Drafnar Friðfinnsdóttur stendurtil 4. nóvember. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, lokað um óákveöinn tíma vegna viðgerða. Bókasafn Kópavogs, Margrét Árnadóttir sýnir pastelmyndir í listastofunni. Bóka- safnið er opið virka daga kl. 9-21. FÍM-salurinn, sýning Gunnars Karlssonar er opin kl. 14-19, alla daga nema mánu- daga og stendur til 2. október. Gallerí Borg, Pósthússlræti 9, sýningu Hrings Jóhannessonar á olíumálverkum og litkrítarmyndum frá síðustu tveimur árum, lýkur á þriðjudaginn, 27. september. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18umhelgar. Gallerí Gangskör, Una Dóra Copley sýnir Collage-málverk. Sýningin stendur til 2. október og er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18, ogkl. 14-18umhelgar. Galleri Grjót, Skólavörðustíg 4 A, sam- sýning á verkum listamannanna 9 sem að galleríinu standa er opin alla virka daga kl. 12-18. Galleri Holiday Inn, Sigtúni 38, Guð- mundur Karl Ásbjörnsson sýnirteikningar, vatnslita-, pastel- og olíumyndir. Sýningin er opin daglega kl. 14-22 og lýkur á sunnu- daginn, 25. september. Gallerí Svart á h vítu, Laufásvegi 17, Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir höggmyndir kl. 14-18, alla daga nema mánudaga. Sýn- ingunni lýkur á sunnudaginn, 25. septemb- er. Hótel Selfoss, ÓlafurTh. Ólafsson sýnir vatnslitamyndirog teikningar. Sýningin stendur út septembermánuð. Kjarvalsstaðir, Vestursalur, Ása Ólafs- dóttirsýnir myndvefnað í 1/2 salnum, og Hallsteinn Sigurðsson járnmyndir í hinum helmingi salarins og Vestur-forsal. Austursalur, Grafík frá T amarind, sýning á steinprentmyndum unnum af listamönnum og prenturum við T amarind stofnunina í Bandarikjunum. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14-22 og standa lil 2. október. Listasaf n ASÍ, hinni árlega fréttaljós- myndasýningu, World Press Photo, lýkur á sunnudaginn, stendur til 25. september. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20, og kl. 14-20umhelgar. Listasafn Einars Jónssonar, eropiökl. 13:30-16 um helgar. Höggmyndagarður- inneropinndaglegakl. 11-17. Listasaf n íslands, sýning 5 ungra lista- manna, þeirra Georgs Guðna Hauks- sonar, Huldu Hákon, fvars Valgarðssonar, Jóns Óskars og Tuma Magnússonar. Sýn- ingin stendur til 2. október. Á neöri hæðum safnsins eru til sýnis íslensk verk í eigu safnsins. Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram á fimmtudögum kl. 13:30, og er mynd septembermánaöar Höfnin, eftir Þorvald Skúlason. Listasafnið er opið alia daga nema mánudaga, kl. 11 -17, og er veitinga- stofan opin á sama tíma. MÍR, Vatnsstíg 10, ásunnudaginnverður opnuð sýning á eftirprentunum íkóna, og Ijósmyndum, sem tengdar eru starfi kirkju og trúarsafnaða í Sovétríkjunum. Sýningin verður opin næstu vikur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17- 18:30. Aðgangur er ókeypis og öllum hei- mill. Mokka, sýning á verkum Bjarna Bernharð- ar stendur út septembermánuð. 19, Mússa sýnir vatnslitamyndir frá undan- förnum þremur árum í eigin sýningarsal að Selvogsgrunni 19. Sýningin stendur til 9. októberogeropindaglegakl. 17-19. Norræna húsið, anddyri: Sýning á grafík og teikningum bandaríska málarans L. Alc- opley. Sýningin stendur til 9. október og er opin kl. 12-19 á sunnudögum og kl. 9-19 alla aðradaga. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sýning á verkum Nínu T ryggvadóttur. Sýningin stendur til 5. október, og er opin virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18umhelgar. Nýlistasafnið, v/Vatnsstíg, á morgun kl. 16 opnar Vestur-Þýska listakonan Dagmar Rhodius sýninguna Straumland, rýmis- verk með Ijósmyndum, teikningum, is- lenskum steinum og orðum. Sýningin stendur til 9. október og er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Slúnkaríki, (safirði, á morgun opnar Erla Þórarinsdóttirsýninguna Nærmyndir minnis og gleymsku. Við opnunina les Halldór Ásgeirsson myndlistar.maður frum- samin Ijóö, og er upplesturinn tileinkaður minningu Ragnars H. Ragnars. Sýningin stendurtil9.október. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs listmálara verður opnuð ásunnudaginnkl. 14-17. Sýningin stendur til 25. nóvember og verður opin kl. 9:15-16 alla virkadaga. Undir berum himni, samsýning frisar Elfu Friðriksdóttur, Þóris Barödal og Ragnars Stefánssonar I rústum íshúss við Seltjörn, v/ Grindavíkurafleggjarann. Á sýningunni sem verðuropin allan sólarhringinn til 9. október, eru lágmyndir, höggmyndir, þrívíð verk ogolíumálverk. Undir pilsfaldinum, Vesturgötu 3 b, Árni Ingólfsson, Hrafnkell Sigurðsson, Kristján Steingrímur og Ómar Stefánsson sýna olí- umálverk og verk unnin með blandaðri tækni til sunnudags, 25. september Þjóðmlnjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Collingwoods (1854-1932). Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga kl. 11-16, og stendurtil lokaseptemb- er. LEIKLIST Alþýðulelkhúsið, Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Elskhuginn, í kvöld og annað kvöld kl. 20:30, sunnudag kl. 16. Leikfélag Reykjavíkur, Sveitasinfónía, 2. og 3. sýning laugardags- og sunnudags- kvöldkl. 20:30. Þjóðleikhúsið, Marmari, frumsýning í kvöld kl. 20,2. og 3. sýning laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. TÓNLIST Baldursbrá, norrænt vísnatríó, heldurtón- leika i Norræna húsinu á mánudagskvöldið kl. 20:30. Á efnisskránni eru nýjar og gaml- ar, þekktarog óþekktarvísur. Vísnatrióið skipa Jens Olesen frá Danmörku, Rigmor Falla frá Noregi og Frank Johnson frá Svi- þjóð. Hipp-hopp í Lækjartungli, Vestur- Lundúnskatríóið London Rhym Syndicate skemmta á hverju kvöldi til 24. september. Karlakór Kaupmannahafnarháskóla (Studenter-Sangforeningen) heldur tón- leika í Akureyrarkirkju i kvöld kl. 20:30, og í Langholtskirkju á morgun kl. 17. Stjórnandi er Niels Muus. Á efnisskránni verða dönsk sönglög eftir m.a. Gade, Carl Nielsen, Pet- er Heise, Harlmann, Jan Maegaard og Lange-Múller. Musica Nova stendur fyrir tónleikum í Nor- ræna húsinu á sunnudagskvöldið kl. 20:30. Á efnisskránni verða verk eftir holl- enska tónskáldið Louis Andriessen: Flytj- endureru Frances-Marie Uitti, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Maarten van der Valk, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Þóra Kristín Johansen. Sinfóníuhljómsveit íslands, heldurár- lega kynningartónleika sína I Háskólabíói í kvöld kl. 20:30. Á efnisskránni verða Ser- enada fyrir blásara eftir Richard Strauss, Trompetkonsert eftir Johann M. Hummel og tóniist úr Carmen eftir Bizet, í útsetningu Shedrins. Einleikari er Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari, stjórnandi Petri Sakari. HITT OG ÞETTA Árbæjarsafn, sýning um Reykjavik og raf- magnið, í Miðhúsi (áður Lindargata 43a). Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sýningin Árabátaöldin eropin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Borgaraleg ferming? Steinar Nilsen, forseti Human-Etisk Forbund í Noregi heldur fyrirlestur um borgaralega fermingu og húman-etíska hreyfingu í menningar- miðstööinni Gerðubergi, Breiöholti á mán- udagskvöldið kl. 20:30. Fyrirlesturinn er öllumopinn. Kjarvalsstaðir, Steven Sorman, ungur bandarískur listamaður heldur fyrirlestur um stöðu grafíklistarinnar í Bandaríkjunum ásunnudaginnkl. 16. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, er haldinn í tengslum við sýningunaGrafíkfrá Tamarind. MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudaginn kl. 16 heldurSr. Rögnvaldur Finnbogason prest- ur á Staðastað erindi um hátíðahöld í Sov- étrikjunum í tilefni 1000 ára afmælis kristni- töku i Rússlandi í júní í sumar. Norræna húsið, á morgun kl. 17 heldur Irmeli Niemi, prófessor í bókmennta- fræðum við Háskólann í Turku, fyrirlestur í tilef ni aldaraf mælis f innska Nóbelsskáld- sins F.E. Sillanpáá, Niemi nefnirfyrirlestur- inn Mannischan och naturen i Sillanpáás författarskap (Maðurinn og náttúran i verk- um Sillanpáás). Auk þess verðurfjallaðum Össur Skarphéðinsson, fiskeldisfræðingur Ég er afar sófakær maður og ætli ég eyði ekki drjúgum tíma í sófanum yfir helgina, enda ekki vanþörf á góðri hvíld eftir and- vökunætur síðustu viku meðan stjórnarmyndun stóð yfir. Svo ætla ég að vera betri við konuna mína en ég hef verið undanfarið, halda uppá áttræðisafmæli Stínu ömmu sem þroskast með hverju árinu og verður sennilega orðin að Alþýðubandalagskonu áður en hún verður níræð. /Etli ég reyni svo ekki að finna tíma til að skrifa tvær greinar um bleikjueldi sem ég hefi trassað, og vona ég geti svo lokið helginni með því að hringja í þá Ólaf Ragnar Gríms- son og Svavar Gestsson og ósk- að þeim til hamingju með árang- ursríka viku. Þeir hafa staðið sig vel, kallarnir. þrjú verk Sillanpáás sem þýdd hafa verið á islensku og lesnir stuttir kaflar úr þeim. Umsjónarmenn dagskrár eru Hjörtur Páls- son rithöfundurogfinnski sendikennarinn á Islandi, Timo Karlsson. Tónlistarskólinn I Reykjavik, kanadiski sellóleikarinn Frances-Marie Uitti heldur fyrirlestur um nýja tónlist og nýjar hug- myndir I sellótækni, auk þess sem hún verður með sýnikennslu I Stekk, húsnæði skólans að Laugavegi 178,4. hæð á mánudaginnkl. 17. Ferðafélagið, dagsterðir á sunnudaginn: 1. Kl. 10, Bjarnarfell við Haukadal. Ekið í Haukadal og gengið þaðan á Bjarnarfellið. Verð 1000 kr. 2. Kl. 10, Haukadalur- haustlitir, gengið um svæði Skógræktar ríkisins, verð 1000 kr. 3. Kl. 13, Kamba- brún - Núpafjall, farið úr bilnum við Kambabrún og gengið eftir brún Núpafjalls og komið niður hjá Hjalla í ölfusi. Verð 800 kr, Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bil, fríttfyrir börn I fylgd með fullorðnum. Helgarferðir 23. - 25. september: Land- mannalaugar-Jökulgil, gist í sæluhúsi F.l. Þórsmörk - haustlitaferð, gist í Skagfjörðs- skála / Langadal. Brottför í ferðirnar kl. 201 kvöld, upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofu F.l. Öldugötu3. Hana nú, leggur upp í laugardagsgönguna frá Digranesvegi 12, kl. 10 í fyrramálið. Nýlagað molakaff i og bæjarrölt I skemmti- legumfélagsskap. Hið íslenska Náttúrufræðifélag, lagtaf staö i fuglaskoðunarferð á sunnudaginn kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni. Ekið um Suðurnes og hugað að fuglum á völdum stöðum. Leiðbeinandi Erling Ólafsson. Þáttakendur hafi með sér sjónauka, fugla- bækurog nesti til dagsins. Útivist, dagsferðir á sunnudaginn: Kl. 8, Þórsmörk - Goðaland, stansað við Nauthúsagil á heimleið, Verð 1.200 kr. Kl. 10:30, Gamla þjóðleiðin yfir Mosfellsheiði, 3. ferðin um þjóðleiðina til Þingvalla sem frestað var í júní. Gengið frá Miðdal yfir heiöina að Vilborgarkeldu. Verð 900 kr. Kl. 13, Nýi Nesjavallavegurinn - Þingvellir í haustlitum, ekið um nýja veginn á Nesja- velli og þaðan um Grafning á Þingvelli. Þjóðgarðurinn íhaustlitum skoðaður. Verð 900 kr. Frítt fyrir börn i fylgd með fullorð- num. BrottförfráBSf, bensínsölu. Mánudagur kl. 20: Tunglskinsferð I Viðey. Brottför frá kornhlöðunni í Sundahöfn. Verð400kr. Borgfirðingafélagið í Reykjavík, vetrar- starfið hefst með félagsvist í Sóknarsaln- um, Skipholti 50 A, á sunnudaginn kl. 14. Félag eldri borgara, Þingvallahringur, lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni í fyrra- málið kl. 10 Verð 2000 kr., maturinnifalinn. Ásunnudaginnkl. 14verðuropiðhúsf Goðheimum, Sigtúni 3, frjálst spil og tafl, dansaðkl. 20-23:30. Krossinn, Auðbrekku 2, Kópavogi, barna- starf á sunnudögum kl. 16:30, á meðan almennar samkomur fara fram. Paul Hans- en predikar á samkomum I kvöld og annað kvöld kl. 20:30, og á sunnudaginn kl. 16:30. ÍÞRÓTTIR Islandsmótinu I knattspyrnu lýkur um helg- ina með heilli umferð í 1. og 2. deild. Ekki er mikil spenna í loftinu varðandi úrslit leikjanna því lokastaða deildanna er gott semráðinfyrirleikina. Framarar eru orðnir Islandsmeistarar, og Ijóst er að Völsungur og Leiftur falla í 2. deild. FH og Fylkirfara upp í 1. deilden Þrótturog KS falla 13. deild. Allirleikirnar verða á laugardag kl. 14.00. 1 .d. Völsungur-Leiftur 2.d. Selfoss-lBV 1 .d. ÍBK-Víkingur 2.d. FH-lR 1 .d. KR-Þór 2.d. UBK-Tindastóll 1 .d. KA-Valur 2.d, KS-Fylkir 1.d. Fram-lA 2.d. Víðir-Þróttur F löl MIF>I AP Hver stjórnar hverjum? Nýliðin vika hefur verið afai dramatísk í fjölmiðlum landsins. Hápunkturinn á þeirri dramatík er mér sagt að hafi verið frétta- tíminn á Stöð 2 sl. föstudag þat sem Denni og Jón Baldvin hjuggu lappirnar undan stjórn Þorsteins Pálssonar í beinni út- sendingu. Að sjálfsögðu var yðai einlægur að sinna öðrum þörfum en fréttaþörfinni þegar það gerð- ist, náði rétt að sjá Þorstein kjökra á heimili sínu um mið- nættið. Nú er gaman að vera frétta- maður enda er á helstu haukum að heyra að þeir ráði sér vart fyrir kæti. Sumir eru líka þeirrar skoð- unar að þeir hafi farið offari í frá- sögnum af stjórnarkreppunni og liggja fréttamenn undir margs konar gagnrýni úr ólíklegustu átt- um. Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 afgreiddi eina tegund gagnrýninnar mjög snyrtilega í umræðuþætti á Rás 2 á sunnudag- inn. Stjórnandinn, Stefán Jón Hafstein, hafði það eftir ein- hverjum stjórnmálamönnum að 30 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN | _ NÝTT þeim fyndust fjölmiðlarnir ekki lengur láta sér nægja að flytja fréttir af atburðum heldur væru þeir beinlínis farnir að ráða gangi mála í stjórn landsins. Páll svar- aði því til að svona málflutningur bæri vott um ótrúlegan skort á sjálfsáliti stjórnmálamanna. Og þurfti ekki að segja meira um það. Guðrún Agnarsdóttir mætti í annan umræðuþátt á sömu stöð síðdegis á mánudegi og gagnrýndi fjölmiðla fyrir að beina sjónum sínum fyrst og fremst að persónum en ekki mál- efnum. Nefndi hún sem dæmi forsíðumynd DV sama dag þar sem Ólafur Ragnar og Jón Bald- vin slafra í sig lifur og spælegg á Vesturgötunni. Atli Rúnar Halldórsson frétta- maður útvarps svaraði þessari gagnrýni á þá leið að vissulega væri þessi tilhneiging fyrir hendi þótt það væri í mismiklum mæli eftir fjölmiðlum. Hins vegar væri þetta skiljanlegt í ljósi þess að al- menningur vildi frekar fá fréttir af persónum í pólitík en af mál- efnunum sem þessar persónur bera fyrir brjósti. Þetta er vissulega rétt en spurningin sem fréttamenn verða ávallt að spyrja sig í þessu sam- bandi er hvort kom á undan hæn- an eða eggið. Hvernig verður áhugi almennings á persónunum til og að hve miklu leyti eru fjöl- miðlamenn háðir því að eltast við þennan áhuga? Guðrún nefndi annað dæmi um það sem hún taldi óeðlilegar áherslur fjölmiðla. Hún lýsti eftir umfjöllun fjölmiðla um það í hverju margumræddur efnahags- vandi væri fólginn. Af hverju spyrja fréttamenn ekki um það af hverju sum frystihús ganga illa meðan önnur eru á hausnum? Hverju þarf í raun og veru að bjarga með ráðstöfunum? Þarna hitti Guðrún á veikan blett á íslenskum fjölmiðlum. Það er of algengt að þeir láti stjórnmálamenn ráða ferðinni í umfjöllun um þjóðmál. í öllum þeim greinum og fréttum sem birtar hafa verið um stjórnar- kreppuna hefur sárasjaldan verið „Nú er gaman að vera fréttamaður enda er á helstu haukum að heyra að þeir ráði sér vart fyrir kæti.“ sett spurningamerki við lýsingar stjórnmálamanna á efnahags- vandanum. Þeim hefur liðist að hrópa upp um úlfinn án þess að vera beðnir um að sýna gripinn. Einhvers staðar finnst mér ég hafa séð að efnahagsvandinn sem verið væri að leysa væri í raun ekki stærri en svo að eignir tveggja auðugustu íslendinganna nægðu til að leysa hann. Það þyrfti ekki að hrófla við verslun- unum hans Herlufs við Lauga- veginn. Sé þetta rétt hafa fjölmiðla- menn gerst sekir um að leyfa stjórnmálamönnum að nota miðla sína til þess að blekkja al- menning, andstætt þeirri fullyrð- ingu sem Stefán Jón vitnaði til. Það hefur nefnilega mátt skilja á fréttamönnum að hér væri um stóran vanda að ræða, svo djúp- stæðan að hann réttlætti allan hamaganginn í viðmælendum þeirra. Á þessu þurfa fjölmiðlamenn að vara sig og eins hinu að láta ekki stjórnmálamenn komast upp með að breyta fjölmiðlunum í leikhús þar sem pólitíkusarnir eru leikstjórar, auk þess að fara með stærstu hlutverkin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.