Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 6
Erlent vinnuaf I hægri hönd fiskvini Aldreifleiriútlendingarveriðviðstörf ílandinu. Alltaðhelmingurstarfsmanna frystihúsa erlendir. Mikil umframeftirsnurn eftir vinnuafli Víða í Evrópu og Skandinavíu hefur þróunin á vinnumarkaðn- um orðið sú að útlendingar skipa að mestu störf sem innfæddum_ þykja ekki nógu fín eða fást ekki til að vinna af öðrum orsökum. í höfuðborgum Norðurlandanna sjá útlendingar í miklu mæli um sorphreinsun, ræstingarstörf og Lecilia Sjögren (til vinstri) sagðist hafa haldið að launin væru hærri á Islandi en þau eru. Hún bíður eftir vertíðinni og yfirvinnunni svo hún geti lagt meira til hliðar. Mynd: Jim Smart. Bjóst við hærra kaupi Lecilia Sjögren: Mér skilst að launin séu hærri eftir því sem farið er lengra frá Reykjavík Lecilia Sjórgren er 21 árs gömul stelpa frá Vesturási í Svíþjóð sem ætlaði að fara að vinna í Norður Noregi með vinkonu sinni. En hlutirnir fóru ekki alveg eins og áætlað var og þær stöllur enduðu á íslandi. Þær hafa nú unnið í Hraðfrystihúsi Grindavíkur í þrjár vikur en launin hafa valdið þeim vonbrigðum. Þær ætla þó að vera á íslandi í þrjá mánuði þar sem starfsreynsla auðveldar þeim að fá inni í háskóla í Svíþjóð. „Þegar við komum til Islands höfðum við ekki fengið iieina vinnu. Það reyndist hins vegar auðvelt að fá vinnu, tók okkur einn dag," sagði Lecilia í stuttu spjalli við Nýja Helgarblaðið. Hún og vinkona hennar höfðu fengið vinnu nyrst í Norður Nor- egi. En komust að þvíað það væri jafndýrt eða dýrara að fara þang- að og til íslands. Þær ákváðu því að fara til íslands, aðallega vegna þess að þær höfðu heyrt að hér væri hægt að rífa upp mikinn pen- ing á stuttum tíma. „Við höfum hins vegar komist að því að þetta er ekki alls kostar rétt. Að vísu virðist hægt að þéna góðan pening með mikilli yfir- vinnu en það hefur ekki verið mikið um hana þessar þrjár vikur sem við höfum verið í Grinda- vík," sagði Lecilia. Hún sagði það bót í máli að það væri ekki mikið við að vera í Grindavík um helgar og þannig væri hægt að . spara eitthvað af þeim 10-15 þús- undum sem hún fengi útborgaðar í hverrí viku. Lecilia sagði að þær vinkonur hefðu aldrei farið til Reykjavíkur þær þrjár vikur sem þær hefðu verið í Grindavík. Kannski förum við austur Lecilia sagðist hafa heyrt að hægt væri að þéna meira ef farið væri lengra frá Reykjavík. „Nokkrar stelpur sem voru sam- ferða okkur til landsins sendu okkur póstkort frá Neskaupstað og eru mjög ánægðar. Þær búa með 8 öðrum í stóru húsi með öllum þægindum og þéna meira en við. Kannski við eltum þær austur. Annars stefnum við vink- onurnar á háskólanám í Svíþjóð og það er auðveldara að komast inn í háskóla þar ef maður hefur unnið þrjá mánuði eða lengur á sama vinnustað," sagði Lecilia. Hún sagðist vona að þénustan yk- ist þegar vertíðin byrjaði og yfir- vinnan yrði meiri. Lecilia kunni ekki illa við frystihúsið en hafði sitthvað að athuga við verbúðina. „Ég hef séð verbúðirnar hjá hinum fyrir- tækjunum hér í Grindavík og þær eru miklu betri en þessar, varla hægt að bera þær saman. Við höf- um hvorki sæng né kodda og verðum því að sofa í svefnpokum í þrjá mánuði. Eldhúsið er heldur ekki það þrifalegasta sem ég hef séð og þvottavélin sem við höfum er fornaldartæki." Lecilia sagði kaupið sennilega betra hjá Hraðfrystihúsinu en hinum fyrirtækjunum vegna þess að þar væri meiri vinna. Sér þætti allt í lagi að vinna langan vinnu- dag þar sem það væru gerð svo mörg hlé í vinnunni, sem væru nauðsynleg í svona vinnu. En er erfitt að fá vinnu í Svíþjóð? „Nei, ekki ef maður er tilbúinn að taka hvað sem er. Það er mikið af störfum í umönnun aldraðra og við hreingerningar og þau eru vel borguð. Maður þénar meira í slíkri vinnu en skrifstofuvinnu, sérstaklega ef maður er óm- enntaður," sagði Lecilia. -hmp leigubílaakstur. Þegar atvinnu- leysi gerir síðan vart við sig vakn- ar oft andúð í garð útlendinga sem sagðir eru vera að taka störf frá innfæddum. Margir hafa skýrt fylgi Le Pen í Frakklandi með slagorðum hans um „útlendinga- vandamálið", þegar kreppi að í þjóðfélaginu sé auðvellt að kenna útlendingum um ófarirn- ar. 3000 störf á lausu íslendingar hafa ennþá ekki kynnst vandamálum af þessum toga. Hér hefur um árabil ríkt mikil eftirspurn eftir vinnuafli og árið í ár virðist ætla að verða metár hvað varðar fjölda erlends verkafólks í landinu. Óskar Hall- grímsson hjá félagsmálaráðu- neytinu sagði Þjóðviljanum að um 100 atvinnuumsóknir útlend- inga væru afgreiddar hjá ráðu- neytinu í hverjum mánuði að jafnaði. í ágúst í fyrra höfðu um 800 umsóknír verið afgreiddar en í ágústmánuði á þessu ári höfðu rúmlega 1000 umsóknir verið af- greiddar. Samkvæmt könnun sem félagsmálaráðuneytið lét gera í vor kom í ljós að vinnukraft vantaði í um 3000 störf en ráðu- neytið lætur framkvæma kannan- ir sem þessar tvisvar á ári. Um- frameftirspurnin var mjög mikil í fyrra og vantaði fólk í 3500 störf þegar mest var. Öskar Hallgrímsson sagðist hafa búist við því að dregið hefði úr eftirspurn eftir vinnuafli nú í vor en það hefði ekki gerst. Eftir- spurnin hefði aukist jafnt og þétt frá 1985 en í fimm ár þar á undan hefði í raun ríkt atvinnuleysi og ekki verið afgreiddar nema um 400 umsóknir erlends verkafólks á hverju ári á því tímabili. Hluti af þeim umsóknum sem félagsmálaráðuneytið afgreiðir eru framlengingar á atvinnu- leyfum. Óskar sagði að ætla mætti að rúmlega 600 útlendingar væru nú á íslenska vinnumark- aðnum. Skandinavar þurfa ekki að sækja um atvinnuleyfi og sagði Óskar óhætt að áætla að þeir væru yfir 100. Þessir rúmlega 700 útlendingar eru um 0,56% af vinnandi fólki í landinu en sam- kvæmt upplýsingum Óskars eru 125 þúsund manns á vinnumark- aðnum í heild. Neikvæð ímynd fiskvinnu Lang flestir útlendinganna starfa við fiskvinnslu víða um landið. í einstaka fyrirtækjum eru jafnvel 45% starfsmanna er- lendir. f Hraðfrystihúsi Grinda- Það eru allar forsendur fyrir hendi til að halda alþjóðlega ráðstefnu í Hraðf' hefur verið á Islandi í tæpt ár. Vinnufélagi hans heitir Bahgat Soliman og 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NYTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.