Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 12
Einsog pabbi Persónur skipta miklu máli í pólitík einsog menn hafa séð síðustu daga. Þeir sem trúa áhuga Steingríms Her- mannssonar á „félags- hyggju“-munstri í stjórnar- myndunarviðræðunum segja til dæmis að hann hafi drukkið þetta í sig með móð- urmjólkinni, og ætli aö verða „einsog pabbi". Hermann Jónasson varð forsætisráð- herra í „stjórn hinna vinnandi stétta" 1934 með Alþýðu- flokknum, en sat síðar með Sjálfstæðisflokknum í nokkr- um stjórnum, og kaus raunar að standa utan slíkra stjórna öðrum skiptum þótt hann væri formaður flokks síns. Enda- punkturinn og að mörgu leyti hápunkturinn á ferli Her- manns var forsæti hans í vinstristjórninni 1956-8, - með A-flokkunum. Hermann var sextugur þegar sú stjórn tók við, og náði sér ekki á póli- tískt flug eftir að hún fór frá. Sonurinn Steingrímur, sem varð þingmaður vinstristjórn- arinnar 1971 og fyrst ráðherra í vinstristjórninni 1978, hefur samt lengst af unnið með Sjálfstæöisflokknum. En Steingrímur verður einmitt sextugur núna í desember, og -einsog pabbi sagði: Allt er betra en íhaldið.B Vegir liggja til allra átta... Meira um persónur og pólit- ík: Það gæti liökað fyrir sam- starfi A-flokkanna, sem ýmist eru kallaðir AA-samtökin eða lifrarbandalagið eftir hinn fræga kvöldverð Bryndísar, að þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar eru hvorugir aldir upp í þeim flokkum sem þeir veita formennsku. Ólafur var sem kunnugt er Möðruvellingur í Framsóknar- flokki meðan Jón Baldvin studdi föður sinn í Alþýðu- bandalaginu, kosninga- bandalagi Sósíalistaflokksins og Málfundafélags jafnaðar- manna. Áöur en Jón Baldvin lenti í Alþýðuflokknum og Ólafur Ragnar í Alþýðu- bandalaginu voru þeir sam- flokka í Samtökum frjáls- lyndra og vinstrimanna, - og í þingkosningunum 1974 buðu þeir sig fram á F-listum, Jón Baldvin í öðru sæti á Vest- fjörðum, Ólafur Ragnar í fyrsta sæti á Austurlandi og féllu báðir með sóma. Pólitísk fortíð mun hafa komið við sögu í viðræðunum núna í vik- unni, -þegar Guðrún Helga- dóttir rauf drungalegar sam- ræður með því að minna for- mann Alþýðuflokksins á að þau stóðu tvö saman á úrslita- fundi í sögu beggja, - Tóna- bíósfundinumfræga 1967...B í fótspor feðranna Nýr rithöfundur kveður sér hljóðs í haust á vegum Máls og menningar: Guðmundur Andri Thorsson, með skáld- sögu sem enn er nafnlaus. Guðmundur Andri vann önnur verðlaun Listahátíðar í sumar í smásagnasamkeppninni og hefur birt smálítið í tímaritum, en er hingaðtil kunnastur fyrir bókmenntagagnrýni, meðal annars í Þjóðviljanum, og rit- stjórn Tímarits Máls og menn- ingar. Þetta er víst einskonar ástarsaga og gerist í Reykja- vík samtímans, og aðalhetjan er ungur maður sem ímyndar sér að hann sé háskólanemi og leggi stund á íslenskar bókmenntir og málfræöi í háskólanum. Bókin mun vera skrifuð af krafti og miklum húmor. Já, það er rétt, —faðir Guðmundar Andra er auðvit- að Thor Vilhjálmsson...B & Æ\ KENNARA- HÁSKOLI ÍSLANDS Frá Kennaraháskóla íslands B.A.-nám í sérkennslufræðum Kennaraháskólinn áætlar aö bjóða upp á eftirfar- andi nám í sérkennslufræðum sem hefst að hausti 1989, með fyrirvara um þátttöku og fjár- veitingar. Þetta er auglýst nú, með ofangreindum fyrirvara, til að þeir, sem áhuga kunna að hafa á þátttöku geti sótt um orlof (heilt eða hlutaorlof) fyrir lok september nk. B.A.-nám í sérkennslufræðum, fyrri hluti. Þetta er hlutanám með starfi sem tekur allt að tvö ár. B.A.-nám í sérkennslufræðum, síðari hluti. Þetta er fullt nám sem tekur eitt ár. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í Kennaraháskólanum. Rektor Fyrirlestur um borgaralega fermingu Mánudagskvöldið 26. septemberjd. 20.30 í Gerðubergi. Steinar Nilsen, forseti Human-Etisk Forbund í Noregi, talar á ensku en svarar spurningum einnig á Norðurlandamálum. AÐ UTAN Innflytjendur hafa hnappast saman í sérstaka borgarhluta, sem er gagnstætt stefnu sænskra yfirvalda, sem vilja að innflytjendur dreifist innan um innfædda og aðlagist sænsku þjóðfélagi. Vaxandi andúð á innflytjendum í kosningunum í Svíþjóð var kosið á þing, í fylkisstjórnir (landsting) og í stjórnir byggð- arfélaga (kommuner). Þar fóru sem sé fram þrennar kosningar í senn. í einu byggðarfélagi, Sjöbo á Skáni, fóru hinsvegar fram fernar kosningar. Þar fór einnig fram atkvæðagreiðsla um það, hvort byggðarfélagið skyldi fara að dæmi annarra sænskra byggðarfélaga og taka á móti útlendingum, sem fengið hafa landvistarleyfi í Svíþjóð á þeim forsendum að þeir séu flóttamenn. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að 6237 kjósendur, 67.5 þeirra sem atkvæði greiddu, reyndust vera á móti því að um- ræddum útlendingum yrði leyft að setjast að í byggðarfélaginu. Þetta gerðist þrátt fyrir það að stjórnmálaflokkar, opinberir að- ilar og raunar einnig fjölmiðlar leggðust á eitt í því að hvetja Sjöbomenn til að greiða atkvæði á hinn veginn. Fram að þessu hefur þorri þeirra fjölmörgu innflytjenda, sem síðustu áratugina hafa streymt til Svíþjóðar, flestir sest að í borgum, einkum þeim stærstu. Þar hefur þróunin orðið sú, að þeir hafa hnappast saman í sérstaka borgarhluta, sem stafar af ýmsu, ekki síst því að t.d. róm- anskir Ameríkanar og Tyrkir vilja gjarnan búa innan um fólk af eigin tungu eða þjóðerni. Fleira kemur til, þar á meðal talsverð tregða af innfæddra hálfu að búa í borgarhlutum, þar sem fólk frá framandi heimshlutum er fjöl- mennt. Þessi þróun er gagnstæð stefnu sænskra stjórnarvalda, sem gengur út á það að innflytj- endurnir eigi að dreifast innan um innfædda og aðlagast sænska þjóðfélaginu sem fyrst. Sú tiltölu- lega nýtilkomna stefna stjórnar- valda að dreifa innflytjendum út í byggðarfélög „úti á landi“ er lið- ur í viðleitni til að hamla gegn téðri þróun, en líka stafar þetta af húsnæðisvandræðum í stórborg- um og fleiru. Ljóst er að ástand í kjara- og efnahagsmálum á hverjum tíma í hlutaðeigandi löndum hefur veruleg áhrif á afstöðuna til inn- flytjendanna, þótt þetta atriði sé sennilega ekki eins mikilvægt og sumir hafa haldið fram. Nú eru Vestur-Evrópuríki flest meira eða minna hrjáð af atvinnuleysi og húsnæðisskortur er víða alvar- legt vandamál. Því þykir mörgum að verið sé að bera í bakkafullan lækinn með því að hleypa inn fleiri innflytjendum, sem engin atvinna er til fyrir og ekki hús- næði heldur - nema þá með því móti að innflytjendurnir séu í þeim efnum að einhverju leyti látnir ganga fyrir innfæddum. Nú er sem sagt ljóst, að hvergi í Vestur-Evrópu vantar vinnuafl, ekki einu sinni í Svíþjóð, þar sem þó hefur betur tekist til með að bægja frá atvinnuleysi en í nokkru öðru vestrænu ríki. Þegar stjórnarvöld engu að síður halda áfram að taka við innflytjendum, er því haldið fram að þetta sé gert af mannúðarástæðum, þar sem um flóttamenn sé að ræða. And- stæðingar innflutningsstefnunnar halda því fram á móti að innflytj- endurnir skrökvi upp á sig of- sóknum í heimalöndum til að geta komist í betri lífskjör á Norðurlöndum og slá því jafnvel fram að þetta sé upp til hópa vafasamur lýður, sem hugsi ekki um annað en að lifa í lúxus á kostnað ærlegs og iðjusams skandinavísks verkalýðs. Báðir aðilar hafa efalaust sitt- hvað til síns máls. Miðað við ástand stjórnmála í þriðja heiminum yfirleitt segir sig sjálft að margt manna þar hefur fulla ástæðu til að leita hælis í löndum, þar sem lýðræði og réttaröryggi ríkir og maður þarf ekki að óttast það að vera drepinn eða að minnsta kosti pyndaður fyrir að vera á móti stjórninni. Hinsvegar hefur það alla tíð í sögunni verið svo, að menn hafa verið gjarnir á að flytjast - sem sigurvegarar, verkalýður eða t.d. flóttamenn - frá ættlandinu til landa, þar sem líkur hafa verið á betri lífskjörum en í heimalandinu. Svo er það auðvitað enn, og hraðbatnandi samgöngur milli heimshluta síð- ustu áratugina hafa stórum auðveldað slíka flutninga. Nú, þegar Vestur-Evrópuríki taka ekki við innflytjendum svo heitið geti nema þeir teljist flóttamenn, er hætt við að ýmsir segist vera það, þótt það sé ekki með öllu sannleikanum samkvæmt. Og stofnanir þær, sem hafa það hlut- verk að taka á móti innflytjend- unum, hafa ekki nema takmark- aða möguleika á að kanna, hvað hæft sé í frásögnum þeirra. Hingað til hefur andstaðan við fólksinnflutning þennan verið miklu opinskárri í Danmörku og Noregi en í Svíþjóð, enda þótt innflutningurinn hafi verið mest- ur til síðastnefnda landsins. Framfaraflokkar svokallaðir með Dönum og Norðmönnum, sem mjög höfða til andstöðunnar við fólksinnflutninginn, eiga miklu og vaxandi fylgi að fagna. í þing- kosningunum í Danmörku í maí tvöfaldaði Glistrupsflokkurinn næstum fylgi sitt og nú benda nið- urstöður skoðanakannana til að hann njóti þessa stundina meira fylgis en nokkur annar flokkur þarlendis, að jafnaðarmönnum einum undanskildum. Glistrup sagði nýlega í sjónvarpi:„Meðan við höfum háan tekjuskatt og múslíma hér í landi, verðum við að berjast gegn hvorutveggju.“ Það að flokksforingi, sem lætur fara frá sér miður smekkleg um- mæli sem þessi, skuli rjúka upp í kjósendavinsældum, segir sína sögu. Svipaður flokkur í Noregi undir forustu Carls Hagen nýtur samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar nýlega fylgis 23% kjósenda. en hingað til hefur slík- um flokkum mistekist að koma sér á kreik í Svíþjóð. Nú er sumra ætlan að áður- nefndar kosningar í Sjöbo kunni að marka tímamót í innflytjenda- málum í Svíþjóð. Talið er að áð- urnefndum forustumanni nei- liðsins í Sjöbo, Sven-Olle Olsson, muni innan skamms verða vikið úr Miðflokknum, enda hefur Jo- hansson flokksleiðtogi viðvíkj- andi honum talað um „brúnar lýs í grænum fána okkar.“ í Sjöbo er Olsson hinsvegar hylltur sem hetja og hann kveður stuðnings- yfirlýsingar berast til sín hvaðan- æva að úr landinu. „Ég hef alla sænsku þjóðina á bakvið mig,“ sagði hann í blaðaviðtali eftir kosningarnar. Það er auðvitað mikils til of mikið sagt, en hins- vegar er þegar farið að tala um stofnun nýs stjórnmálaflokks með menn eins og Sjöbo-Olsson sem oddvita. Sigur græningja í kosningunum nýverið bendir til þess að hefðbundin hollusta Svía við gömlu flokkanna sé á undan- haldi. Það los gæti auðvitað kom- ið fleirum að haldi en græning- jum. Dagur Þorleifsson Atkvæöagreiösl- an í Sjöbo í Svíþjóö vekurmikla at- hygli 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.