Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 13
Maðurinn Kristur María Magdalena leikin af Barböru Hershey. ♦ leikinn af Wiliem Datoe. Kvikmynd Martin Scorseses, Síðasta freisting Krists, fer fyrir brjóstið á þeim sem telja sighafa einkarétt á trúnni Fáar kvikmyndir hafa valdiö jafn miklu írafári undanfarin ár og kvikmynd Martin Scors- ese, Síöasta freisting Krists. Kirkjunnar menn í Bandaríkj- unum hafa hópum saman for- dæmt myndina og kallað hana guðlast. En einsog endranær hrópa þeir hæst sem ekki hafa séð myndina. Einkum eru það svokallaðir sjónvarpsklerkar sem hafa haft flest orð um djöfullegan ásetning Scorseses og heimtað að myndin yrði bönnuð. Það sem einkum fer fyrir brjóstið á þeim og öðrum „sannkristnum" er stutt draumkennd sena þar sem Kristur hefur samræði við Maríu Magðalenu. Ekki til sölu Einn þessara sjónvarpsklerka, Bill Bright, safnaði rúmum 4.5 miljörðum króna til þess að kaupa kvikmyndina af Universal Pictures. Ef Universal hefði selt honum kvikmyndina hefði fyrir- tækið grætt töluvert, því Síðasta freistingin var tiltölulega ódýr í framleiðslu miðað við aðrar Hollywoodmyndir. Universal svaraði perdikaran- um með heilsíðu auglýsingu í fjórum stærstu dagblöðum Bandaríkjanna. Nei stóð risa- stórum stöfum á auglýsingunni. Um leið var frumsýningu mynd- arinnar flýtt til 12. ágúst, en upp- haflega hafði verið ákveðið að frumsýna hana 23. september. Þannig tókst þeim að nýta sér baráttuna gegn myndinni henni til framdráttar. Kristur gæti ekki verið sjónvarps- klerkur í fyrri viku var svo Evrópu- frumsýning á kvikmyndinni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, í heimalandi páfans og auðvitað mótmæltu ýmsir myndinni. Það þykja kannski ekki stór tíðindi miðað við það sem á undan var gengið. Viðbrögð gagnrýnenda eru hinsvegar öllu athyglisverð- ari. Breskir gagnrýnendur töldu lítið til Síðustu freistingarinnar koma og einkum beina þeir skeytum sínum að Willem Defoe, sem fer með hlutveik Krists í myndinni. Þeir segja persónut- öfra hans það takmarkaða að hann gæti ekki einusinni komist að sem sjónvarpsklerkur í Bandaríkjunum. Martin Scorsese kippir sér ekki upp við slík ummæli því ætlunar- verk hans með myndinni var allt annað en að gefa einhverja glans- mynd af Kristi, sem hinum sterka, fríða og þokkafulla manni, sem hreif almenning með sér. Á mála hjá Rómverjum í upphafi kvikmyndarinnar er Jesús gagntekinn af öndum og reynir að eyða sínum guðlega innblæstri með því að vera á mála hjá rómverska setuliðinu. Hann er trésmiður og smíðar krossa fyrir setuliðið. Kvikmyndin er byggð á sögu eftir gríska rithöfundinn Kaz- antzaki, sem íslendingar þekkja best fyrir skáldsöguna um Zorba. Kazantzaki fékk aldrei Nóbels- verðlaunin þótt flestir telji að hann hefði verðskuldað þau. Ástæðan er sögð sú að hann ritaði bókina Síðasta freisting Krists. Það mun hafa munað einu at- kvæði í sænsku akademíunni að hann fengi verðlaunin, en í aka- demíunni eru ýmsir „sann- kristnir“ menn. Kazantzaki var mjög trúaður maður og sömu sögu er að segja um leikstjórann Scorseses en þeirra trúarsannfæring kemur samt ekki í veg fyrir að þeir spyrji ýmissa áleitinna spurninga. Hið tvíeina eðli Einkunnarorð kvikmyndar- innar er upphrópun Krists á krossinum: „Guð minn, Guð minn, hví hefirþú yfirgefið mig?“ Kristur er mannlegur og hald- inn sömu efasemdum og aðrir. Þessi upphrópun Krists hefur vaf- ist fyrir mörgum kirkjunnar mönnum, allt frá fyrstu tíð krist- indómsins. Lærisveinar Krists héldu því fram að hann hefði ver- ið Guð, sem hefði birtst í mann- legu gerfi. Þetta drógu ariarnir í efa á fjórðu öld og voru útskúfað- ir fyrir vikið og vændir um guð- last. Á kirkjuþinginu í Nikea árið 325 var ákveðið að Kristur hefði verið „sannur Guð af sönnum Guði“. Árið 451 var því breytt og því haldið fram að í Kristi hefði hið mannlega og hið guðlega sameinast. Sérhver manneskja er hluti af Guði og ber því að sýna öllum manneskjum virðingu. Jesús Scorseses er maður sem segist vera hluti af Guði en fyrst og fremst er hann maður. í einu myndskeiði Síðustu freistingarinnar yfirheyrir Pontí- us Pflatus, leikinn af David Bow- ie, Jesús. Jesús reynir að útskýra fyrir honum hver boðskapur hans sé, að hann vilji umbylta trú mannanna. Pílatus svarar: „Við viljum óbreytt ástand, Við viljum engar breytingar.“ Kannski þarna sé komin ástæð- an fyrir þeim hörðu viðbrögðum sem kvikmyndin hefur fengið. „Við viljum engar breytingar." Við viljum sjá geislabauginn yfir Kristi. Við neitum að horfast í auga við að hann hafi haft hold- legar kenndir einsog við hin. Síðasta freistingin í kvikmyndinni elskar Jesús hóruna Maríu Magðalenu. Hann nýtur þó ekki ástar hennar fyrr en í draukenndu atriði eftir að búið er að negla hann á krossinn. Þá birtist lítil stúlka og freistar hans í síðasta sinn. „Stígðu niður af krossinum. Þú ert maður, ekki sonur Guðs. Lifðu einsog mað- ur.“ Og hann gerir það og fer að búa með Maríu Magðalenu í frjó- sömum dal. Hún verður ófrísk og deyr og þá giftist hann Maríu, systur Lasarusar og þau eignast börn og buru og allt er í lukkunn- ar velstandi þar til Jesús hittir þá Pál, Júdas, Pétur og Jóhannes og þeir tala um fyrir honum og fá hann til þess að hverfa aftur á krossinn svo kristin trú geti orðið að því afli sem ritningin hefur boðað. -Sáf/Byggt á Information NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.