Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Ólympíufiðringur- inn, peningarnir og enn einn smáþjóöarvandinn Nóttina sem Ólympíuleikarnir í Seúl byrjuðu hafði ég opið fyrir sjónvarpið og fylgdist með skrautsýningum og óendanlega langri inngöngu íþróttamanna frá hundrað og sextíu löndum. Hvers vegna í ósköpunum var maður nú að þessu? Var nokkuð vit í að vaka yfir þessari inngöngu sem bauð ekki upp á aðra tilbreytingu en litríkan klæðnað sumra Afríkumanna og skilti sem einn Amríkaninn hélt uppi og á stóð: „Elsku mamma, hingað er ég kominn"? Nei. En sem betur fer gjöra menn margt sem er hreint ekki skynsamlegt. Þjóöemisástríöurnar rísa hátt vitanlega, en kannski gerir þaö minnst til. Þetta tiltæki var kannski tengt gömlum bernskudraumi stráks sem ætlaði að vera eins fljótur að hlaupa og Jesse Owens, eins þol- inn og Paavo Nurmi og kasta kúlu eins langt og Gunnar Huseby og gat ekki ímyndað sér meiri sæl- ustað að vera á undir sólunni en Ólympípuleikvang. í annan stað er einhver dularfullur samstöðu- galdur í því fólginn að horfa á atburði, sem maður veit að á að giska miljarður manna er að glápa á um leið og maður sjálfur. Heimurinn er allt í einu orðinn svo smár að þú veist ekki hvort heldur þú á tt að hlæja að honum eða leyfa angurværð að síga yfir Þig- Sportsögur margar f blöðunum er vitanlega mikið af Ólympíuefni, þó nú væri. Þar eru hrollvekjusögur um stúlkurn- ar rúmensku sem hafa ekki séð annað en fimleikatól síðan þær voru fjögurra ára að aldri. Pað eru helgisögur t.d. um sovéska fimleikamanninn Bélozertsjev, sem hefur náð sér eftir alvarlegt bílslys með ótrúlegri þolinmæði. Það eru sagðar merkilegar þjálf- unarsögur - til dæmis af Biondi sundkappa sem hefur synt með höfrungum misserum saman til að læra af þeim að hreyfa sig í vatni. En skemmtilegasta Öl- ympíufréttin sem ég hefi séð til þessa er reyndar áttatíu ára gömul:; rússneskir íþróttamenn komu of seint til leikanna sem haldnir voru í London árið 1908 vegna þess að þeir gleymdu að gera ráð fyrir því að þeirra tí- matal (sem rússneska kirkjan notar enn í dag) var þrettán dögum á eftir tímatali Vestur- landa. það þrennt sem menn einkum velta fyrir sér á ólympíudögum. Þeir sem leggja sig fram um að vera jákvæðir hafa hugann við það, að það sé undarlega heill- andi að fylgjast með keppni í því hver sé fremstur í heimi í tiltek- inni íþrótt og þeir geta náttúrlega þeyst um samanlagðan sagna- heim þjóðanna og fundið þar ótal dæmi sem sýna hve djúpum rót- um slíkur áhugi stendur. En síðan koma menn sem hafa áhyggjur af tvennu: Ólympíuleikar, segja þeir, eru svallveisla þjóðremb- unnar. Og þeir eru enn ein staðfesting á því hvernig Pening- arnir legggja undir sig alla við- leitni mannsins. Víst blása sigrar og ósigrar á Ólympíuleikum upp þjóðarstolt og þjóðrembu og þjóðaöfund og margt þesslegt. Ef við íslending- ar kæmumst yfir gullmedalíu er eins víst að slegið yrði upp auka- jólum í landinu. Fríðindi og fé hefðu ekki hlaðist á bandaríska og sovéska íþróttamenn í þeim mæli sem raun ber vitni, ef að Ólympíuleikarnir væru ekki tal- inn þýðingarmikill vettvangur samanburðar á þessum ríkjum tveim. Vel á minnst: leikarnir verða náttúrlega hápólitískir fyrir bragðið: bandarískir og sovéskir íþróttamenn hafa ekki hist á Ól- ympíuleikum í tólf ár af stórpólit- ískum ástæðum - og þegar þeir hittust síðast (í Montreal) vantaði mestalla Afríku á leikana vegna ágreinings um stöðu Suður- Afríku í íþróttaheiminum. Og þess er skemmst að minnast að Norður-Kóreumenn hafa barist fyrir því að fá til sín hluta leikanna og tókst að fá nokkur ríki til að sitja heima þegar það ekki náði fram að ganga - meðal annarra Kúbumenn. En mér er satt best að segja nær að halda, að þjóðrembuveisla Ól- ympíuleika sé með skárri aðferð- um til að beina þjóðernisástríð- um í tiltölulega meinlausan farv- eg - þótt stundum sé róstusamt á áhorfendapöllum, þá er samt ekki eins og styrjöld sé skollin á. Tiltölulega sjaldgæft að blóð renni eftir slóð. Fjárfesting í gullmedalíu En það eru peningarnir, íþrótt- ir sem stórbissness, sem menn klóra sér mest í hausnum yfir og er ekki nema von. Og þá hafa menn ekki hugann við það endi- lega, að ólympíusigurvegurum er fagnað vel þegar þeir koma heim og þeim gefnar stórgjafir, eins og þegar Hússein Marokkókonung- ur sæmdi Said Aouita langhlaup- ara orðu riddara Alavítakrún- unnar (en sá heiður er annars geymdur handa erlendum og sér- lega vinveittum þjóðhöfðingjum) og gaf honum stórt hús. Nei - hér er blátt áfram átt við það, að Ól- ympíuleikarnir, sem ekki alls fyrir löngu var reynt að halda innan ramma áhugamennsku, amk að forminu til, eru fullkom- lega blygðunarlaust reknir sem atvinnumannaleikir. Nú má segja sem svo: svo hlaut að fara - stórstjörnurnar voru dulbúnir atvinnumenn hvort sem var, best að hætta hræsninni og feluleiknum. Látum svo vera. Hitt er svo alvarlegra, ekki síst fyrir smáþjóðir, að markaðsvæð- ing Ólympíuleikanna verður á skammri stund svo róttæk, fjár- festingarnar í undirbúningi leikanna svo hrikalega miklar, að við sjálft liggur að þar með séu þær fyrirfram dæmdar úr leik í flestum greinum. Spiegel, vikuritið vesturþýska, birti á dögunum ágæta lýsingu á því, hvernig fjárfest er í gullverð- Iaunum á Ólympíuleikum. Tekið var dæmi af þýska sundkappan- um Rainer Henkel, sem blaðið segir að sé ein þeirra íþrótta- stjarna sem rekur sig fyrir eigin reikning, óháð íþróttasam- tökum. Henkel ætlar að krækja sér í gullverðlaun í 400 eða 1500 metra skriðsundi. í þeim undir- búningi fjárfestir hann sérstak- lega ca. 1,3 miljónir króna, sem hann hefur slegið hjá fyrirtæki einu sem framleiðir bílafelgur. (Vitanlega eru miklu meiri pen- ingar áður komnir í þá þjálfun sem byggt hefur upp stjörnuna, það segir sig sjálft). Nema hvað: þegar í vor fóru Henkel og fram- kvæmdastjóri hans til Seúl og skoðuðu þar sextán hótel, próf- uðu vatnsgæðin og aðstæður í öllum helstu sundlaugum, þaul- skipulögðu alla þjálfun á staðn- um. Heilum mánuði fyrir setn- ingu leikanna var Henkel svo kominn til Seúl til að aðlagast loftslagi og þjálfa undir nákvæm- lega sömu aðstæðum og keppt verður. En þess er að geta, að í fyrsta skipti gerist það á þessum Ólympíuleikum að úrslit í sundi ráðast ekki undir kvöld keppnis- dagana eins og verið hefur. Ástæðan er sú, að bandaríska sjónvarpsfyrirtækið NBC, sem keypt hefur útsendingarréttinn frá leikunum fyrir 302 miljónir doillara, heimtaði að bandarískir sundgarpar (sem allmargir eiga von í verðlaunum) færu í vatnið á besta útsendingartíma fyrir Bandaríkin - og þá er hádegi í Seúl. Öllum steinum er velt við í undirbúningnum. Framkvæmda- stjórinn rekur kærustu sund- kappans frá honum klukkan tíu á kvöldin svo hann ekki sólundi sínum krafti í munúð. Hann lætur áhuga fjölmiðla á Henkel bakast á hægum eldi fyrir leikana vegna þess að hann veit, að eftir að hann hefur gullverðlaun í hönd- um er fyrst hægt að selja viðtölin fyrir morð fjár (Rúmenar eru of fljótir á sér - þeir hafa fyrir leikana reynt að selja viðtöl og myndatökur við fimleikastúlkur sínar fyrir 75 þús. dollara stykk- ið). Fjárfesting Henkels í verð- laununum er reyndar feiknaarð- bær bisness ef allt gengur saman: þessi myndarlegi og tiltölulega mælski náungi gæti að líkindum halað inn fljótlega um 25 miljónir króna í auglýsingaheiminum út á sigur sinn. Vitnað er til þess að hástökkvarinn Dietmar Mögen- burg, sem hreppti gullið í Los Angeles fyrir fjórum árum, gerði þá samning við sportvörufirmað Adidas upp á einar 20 miljónir króna og hefur síðan þá haft um átta miljón króna árlegar tekjur af sínu sporti. Það er vandi að vera til Slíkum sögum mætti fjölga, og finna má hæglega dæmi um stjörnur og lönd þar sem hærri upphæðir eru í húfi. En það skiptir ekki höfuðmáli í þessu sambandi heldur hitt, að sigur hinnar takmarkalausu atvinnu- mennsku sýnist orðinn algjör. Og þá er aftur komið að þeirri spurn- ingu sem fyrr var á drepið: hvað eiga smáþjóðamenn eins og við íslendingar að taka til bragðs? Við getum ekki látið eins og at- vinnumennskan sé ekki til, enda vita allir að hún hefur fikrað sig áfram hér sem annarsstaðar. En við höfum of lítinn markað til að rísa undir Henkelævintýrum, og við náum varla pólitískri sam- stöðu um samfélagsfjárfestingar í stórstjörnum af þeirri stærðar- gráðu sem þurfa þykir. Enn mun það standa fámennri þjóð fyrir íþróttafræðing, að sportfreisting- arnar eru of margar, menn eru að vasast í öllum greinum í einu, eins og sjálfsagt er a.m.k frá sjónar- hóli áhugamennskunnar- en það þýðir náttúrlega að þeir peningar dreifast mjög víða sem hægt er með einu ráði eða öðru að hafa út úr fyrirtækjum og samfélagi til ól- ympíuvígvæðingar. Áuðveldast er náttúrlega að segja að ólympíuberin séu súr, og Ieggja það til að við höldum áfram að busla í sundlaugum og skokka á morgnana okkur til hugarhægðar en hvorki til lofs né frægðar. En það barasta dugir ekki, ólympíufiðringurinn er staðreynd - eða hver var ekki að glápa á tíu þúsund sportmenn hinum megin á hnettinum langt fram á nótt fyrir skemmstu? Þjóðrembu- veislan mikla En þegar allt kemur til alls er Sá sem hæst stökk kom niöur í gryfju fulla af seölum. 24 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.