Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGSFRETTIR Fiskvirmslan Uppsagnir og lokanir Forráðamennfiskvinnslufyrirtœkja búa sig undir að loka í nœstu viku. Fiskvinnslan tapar 35 miljónum í viku hverri. Vonir bundnar við nýja ríkisstjórn. Kosningar versti kosturinn Forráðamenn fiskvinnslufyrir- tækja um land allt búa sig undir að loka fyrirtækjunum á næstunni og eru þegar farnir að leita upplýsinga um það hjá sam- tökum sínum hvernig best sé að standa að uppsögnum starfs- manna. Jafnhliða eru opinber þjónustufyrirtæki eins og Raf- magnsveitur ríkisins farin að herða á innheimtuaðgerðum með tilheyrandi hótunum um lokanir. Að sögn Arnars Sigurmunds- sonar formanns Sambands fisk- vinnslustöðva eru forráðamenn fiskvinnslufyrirtækja um land allt þegar farnir að grennslast fyrir um það hvernig best sé að standa að uppsögnum starfsmanna sinna og sum hafa þegar sagt upp laus- Þingeyri Alltí sjálfheklu Fjármálaráðuneytið hyggst ekki gefa fyrirmæli til sýslumanns um að opnafyrir starfsemi Kaupfélags Dýrfirðinga Fjármálaráðuneytið hyggst ekki gefa sýslumanninum á Isa- firði fyrirmæli um að opna fyrir starfsemi Kaupfélags Dýrfirðinga að sinni hvað sem síðar kann að verða og lítur skuldir fyrirtækis- ins við ríkissjóð alvarlegum augum. Þung viðurlög eru við undanfærslu á sölu-og stað- greiðslusköttum sem getað varð- að fangelsisvist. Að sögn Stefáns Friðíinns- sonar aðstoðarmanns fjármála- ráðherra hafnaði ráðuneytið beiðni stjórnenda Kaupfélags Dýrfirðinga um skuldbreytingu á skuldum þess en þeir fóru fram á það við ráðuneytið fyrr í mánuð- inum að fá þær lánaðar til 12 ára og afborgunarlaust. Stefán sagði að í sjálfu sér hefðu stjórnendur fyrirtækisins engar málsbætur sér til handa í þessu máli séð frá sjón- arhóli fjármálaráðuneytisins. í gær ákvað sýslumaðurinn á ísafirði að opna fyrir starfsemi skipaafgreiðslunnar á Þingeyri þar sem vörur lágu fyrir skemmd- um. Þá ákvað sýslumaður einnig að hleypa Framnesinu ÍS á veiðar í fyrradag en skipið landaði þá afla sínum á ísafirði. Þó má búast við að togarar fyrirtækisins verði stöðvaðir næst þegar þeir koma inn frá veiðum sitji allt við hið sama þá. í fyrrinótt snjóaði niður í miðj- ar hlíðar í Dýrafirði og ef hann snjóar meir getur það torveldað aðflutninga heimamanna á mat- vörum til ísafjarðar. Aðeins ein lítil matvörubúð er á Þingeyri fyrir utan búð Kaupfélagsins og er hún engan veginn í stakk búinn til að mæta þeirri þörf sem skapast hefur við lokun Kaupfé- lagsbúðarinnar. Því verða Þing- eyringar að aka til ísafjarðar til innkaupa með tilheyrandi óþæg- indum sem því fylgir á þessum árstíma þegar allra veðra er von. En til ísafjarðar verða íbúarnir að fara yfir tvo fjallvegi, Gemlu- fjallsheiði og Breiðadalsheiði. -grh ráðnum starfsmönnum. Arnar sagði að menn væru orðnir langþ- reyttir á að bíða eftir efnahagsað- gerðum stjórnvalda enda óðs manns æði að reka hraðfrystihús með 8% tapi sem þýðir um 13- 1500 miljóna tap á ársgrundvelli samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar. Sjálfir segja fisk- vinnslumenn að heildartapið yfir eitt ár við þessar aðstæður sé nær 2 miljörðum króna. Hertar innheimtuaðgerðir þjónustustofnana, auk fjármála- ráðuneytisins, hafa þegar leitt til stöðvunar fyrirtækja á Þingeyri, Vopnafirði og víðar á landinu, fyrir utan þau fyrirtæki sem hafa lokað af sjálfsdáðum, svo sem á Suðurnesjum. Þá er kvóti víðast hvar að verða búinn og á næsta ári er búist við samdrætti í þorskveiðum um 30- 50 þúsund tonn en ákvörðun þar að lútandi hefur þó ekki enn ver- ið tekin. Þá bætir það ekki úr skák að samkvæmt nýjustu stofn- mælingum Hafrannsóknastofn- unar eru yngstu þorskárgangarn- ir með þeim rýrustu sem hafa komið fram á liðnum árum. Árni Benediktsson hjá Vinnu- málasambandi Sambandsins sagði að hjá Sambandsfrystihús- unum væru menn þegar farnir að draga saman seglin, ýmist af sjálfsdáðum eða af völdum utan- aðkomandi aðila eins og fjár- málaráðuneytisins. Árni sagði ástandið vera alveg djöfullegt og spáði því af viðtölum sínum við forsvarsmenn húsanna að mörg- um þeirra yrði lokað í næstu viku. Bæði Arnar og Árni sögðust vonast eftir að stjórnarmyndun- arviðræður drægjust ekki á lang- inn og að sterk stjórn kæmi út úr þeim sem þyrði að takast á við efnahagsvandann og koma með aðgerðir sem dygðu. Þeir voru sammála um að það versta í stöðunni í dag væri að boðað yrði til kosninga án nauðsynlegra að- gerða. Ef það yrði ofan á þyrfti ekki að fara í grafgötur með afl- eiðingarnar. Fiskvinnsluhúsun- um yrði lokað, fjöldaatvinnuleysi yrði um allt land með tilheyrandi byggðaröskun. -grh *lilpi ** |«ill Jp H# jik 1;|r i (lllll fi i?ii i® ii B Í Í r æÍ III m i jf ilij Bergljót Guðmundsdóttir, Kristín Dýrfjörð, Sigurhanna Sigurjónsdóttir og Fanný Jónsdóttir kynna niður- stöður úr könnun Kjaranefndar Fóstrufélagsins frá í vor um atvinnuþátttöku fóstra. Mynd: Jim Smart. Fóstrufélagið Margar í aukavinnu Könnun á atvinnuþátttökufóstra frá í vor leiðir í Ijós að fleirifóstrur skila sér til starfa en talið hefur verið Sjötíu af hundraði útskrifaðra fóstra hér á landi eru í fóstru- störfum, samkvæmt könnun kjaranefndar Fóstrufélagsins frá því í vor, og sinna 70% þeirra beinu uppeldis- og kennslustarfi með börnum, en 30% eru í stjórn- unarstörfum. - Þetta er í fyrsta sinn sem slík- ar tölur liggja fyrir, en hingað til hefur eingöngu verið byggt á á- giskunum þegar reynt hefur verið að meta hvort fóstrur skiluðu sér vel eða illa til starfa, sagði Sigur- hanna Sigurjónsdóttir, formaður kjaranefndarinnar, er hún og fleiri starfandi fóstrur kynntu blaðamönnum niðurstöður könnunarinnar. Kristín Dýrfjörð sagði að það kæmi á óvart hve hátt þetta hlutfall væri, þar sem klifað hefði verið á því undanfar- in ár að fóstrur skiluðu sér mjög illa til starfa. Rúmlega helmingur allra fóstra í fóstrustörfum eru í fullu starfi, en 45% þeirra eru í hluta- störfum. Þá leiðir könnunin í ljós að 19.5% starfandi fóstra vinnur launaða aukavinnu með fóstru- starfinu, og sagði Fanný Jóns- dóttir að það væri mikið áhyggju- efni að fimmta hver fóstra yrði að vinna aukavinnu, og hlyti slíkt að koma niður á starfinu með börn- unum. Tæplega helmingur „auka- vinnuhópsins" er í verkamanna- vinnu, og þá fyrst og fremst ræst- ingum. Spurt var um viðhorf til menntunar fóstra, og í Ijós kom að yfirgnæfandi meirihluti telur tímabært að gera stúdentspróf að inntökuskilyrði í Fósturskólann. 46% þeirra sem könnunin tók til töldu að skólinn ætti að vera á háskólastigi, en um 31% taldi að skólinn ætti að vera sérskóli með stúdentspróf sem inntökuskil- yrði. Kjaranefnd Fóstrufélagsins leitaði til fjölda fóstra til að að- stoða við undirbúning og gagna- söfnun, en Fanný Jónsdóttir, fóstra, og Elías Héðinsson, fé- lagsfræðingur, sáu um tölvuúr- vinnslu gagna. HS 32.000MANNS hafa séð Foxtrot! S.V. Morgunblaðiö GKr. Dagblaðið Ferskfisk- útflutningur Dregist saman um 1200 tonn Heildarútflutningur fyrstu 7mánuði ársins var um 55 þúsund tonn fyrir3.410 miljónir króna Á fyrstu 7 mánuðum ársins var flutt út af ferskum fiski alls 55 þúsund tonn fyrir um 3.410 milj- ónir króna. Þetta er minnkun um 1200 tonn eða 3% en verðmæta- aukning um 10% miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í síðasta tölublaði Fiskifrétta. Samkvæmt Fiskifréttum var meðalverð á öllum fiski sem flutt- ur var út á þessum tíma 61,96 krónur fyrir kxlóið sem er um 13% hækkun í íslenskum krónum frá fyrra ári. Það segir þó ekki alla söguna því erlend mynt hefur örlítið lækkað bæði í Bretlandi og í Þýskalandi og svo hefur gengi krónunnar verið tvívegis fellt, samtals um 16%. Hæsta meðalverð fyrir ein- staka tegund hefur fengist fyrir ýsu eða 74,41 kr. kílóið. Flestar tegundir fisks hafa hækkað á milli ára nema verð á ufsa sem hefur lækkað um 6 krónur. Mestur hefur samdrátturinn orðið á Þýskalandsmarkaði eða um 24%. Útflutningur þangað fyrstu 7 mánuði ársins nam tæp- um 15 þúsund tonnum og verð- mæti hans 797 miljónum króna sem er 19% lægri upphæð f krón- um talið en 25% minna sé miðað við þýsk mörk. Á sama tíma varð hins vegar um aukningu að ræða á útflutningi til Bretlands um 9%. Þangað voru flutt tæp 40 þúsund tonn fyrir tæplega 2,6 miljarða króna. -grh „Mér kveður við nýjan tón í íslenskum kvikmyndum." „Foxtrot er skref framávið í íslenskri kvikmyndagerð.“ j „Mynd sem gengur ÚPP."n!iniiif«M^IIII»t3j„Foxtrot er nýtískulegur þriller, það stendur af henni ferskur mistur.“lt01Wiiml«!ÞWw..Eftir að ég sá fyrstu klipptu útgáfu myndarinnar, var það aldrei spurning hvort ég gerði titillagið.4'[3303320 J22E9 ”Góð mynd, sjáið hana.“ SBBW“Cnnpratiilations Frost Film.“ “Foxtrot is a thriller that works on all levels.'T Laugalæk 2. simi 686511. 656400 HAKK Á ÚTSÖLU Nautahakk á 399 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eöa meira Kindahakk á 199 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eða meira TIL HAGSÝNNA Naut í heilu og hálfu 395,- kr. kg - frágengið Svín í hálfu og heilu 383,- kr. kg - frágengið Laugalæk 2, sími 686511. 656400 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.