Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 5
TEKBF Á UM LAUNIN Hrun atvinnulífsins varpar skugga á viðræður. Kvennalistinn meldarsig aftursti Frysting launa og samningafrelsi eru enn heitu málin. Steingrímur segir línur skýrast halda áfram? Úrslit liggja fyrir í dag kkfrí. Erunntað Skilar Steingrímur Hermanns- son af sér umboði til stjórnar- myndunar í dag? Fær Þorsteinn Pálsson þá umboð til myndunar meirihlutastjórnar og mun hann telja sig þess umkominn að mynda slika stjórn? Þetta eru þær spurningar sem pólitík á íslandi snýst um í dag. Samningaviðræð- ur stjórnmálamanna og vanga- veltur almennings fara fram í dimmu skuggaskýi sem þyrlast upp af hruni undirstöðuatvinnu- veganna. Hvert fyrstihúsið af öðru iokar. Nú Þingeyri, þá Grindavík, þar næst Olafsfjörð- ur. Fólkið á Húsavík bíður með öndina í hálsinum líkt og ibúar fjölmargra sjávarplássa. Og hrunið er ekki bundið við físk- verkun og útgerð því að vestur i Búðardal reikna flestir með að sláturhúsinu verði lokað nú um helgina og kaupfélagið þar getur oltið hvenær sem er. Lítill tími liðinn Yfirstandandi stjórnarmynd- unarviðræður hafa ekki staðið yfir í langan tíma. Það var á mán- udaginn var sem forseti íslands veitti Steingrími Hermannssyni umboð til að mynda meirihluta- stjórn. Það tók margar vikur og jafnvel mánuði að mynda þær ríkisstjórnir sem hér hafa setið að völdum þennan áratug. Það á einnig við um ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar, Steingríms Her- mannssonar og Jóns Baldvins, sem nú hefur sungið sitt síðasta eftir langvinnt og erfitt dauðast- ríð. En víkjum að fyrstu spurning- unni: Hvað gerir Steingrímur Hermannsson í dag? í gærkvöldi og nótt var komið að tímamótum í þeim viðræðum sem Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur hafa átt í við Alþýðubandalag um myndun stjórnar þessara flokka, stjórnar sem nyti stuðnings Stef- áns Valgeirssonar og hugsanlega einhverra annarra ótiltekinna þingmanna. Enn reynt við kvenfólkið Þegar Steingrímur Hermanns- son fór fram á það við Alþýðu- bandalagið að það tæki þátt í við- ræðum við Framsókn og krata um myndun meirihlutastjórnar, var ljóst að fleiri aðilar yrðu að koma til því að þessir þrír flokkar hafa samtals ekki nema 31 af 63 þingmönnum. Því samþykkti þingflokkur Alþýðubandalagsins að farið yrði fram á það við Kvennalistann að hann tæki þátt í viðræðunum. í gær kom aftur og endanlega í ljós að Kvennalistinn setur kröfuna um kosningar ofar öllum öðrum málum. Eftir að Kvennalistinn hafði á þriðjudags- kvöld sent frá sér ályktun sem bent gat til að hann hefði endur- skoðað þá stefnu sína að krefjast þjóðstjórnar, þá varð Steingrím- ur Hermannsson við þeirri ósk Alþýðubandalagsins að kalla aft- ur á fulltrúa Kvennalistans til fundar við sig í gær. En þar ítrek- aði Kvennalistinn það skilyrði að kosningar færu fram á næstu mánuðum og setti með því enn og aftur endapunkt við allar hug- leiðingar um að hann færi í stjórn með Framsókn, Alþýðubanda- lagi og Alþýðuflokki. I fréttum af yfirstandandi til- raunum Steingríms Hermanns- sonar hefur kastljósið mjög Þessa dagana hefur verið fundað mikið á bak við luktar dyr víða um bæ. Fyrir utan bíða fjölmiðlarnir í ofvæni eftir tíðindum, en forsvars menn flokkanna tala í ráðgátum. „Jú, ég er ennþá bjartsýnn," sagði Steingrímur í gær og lokaði svo hurðinni. Mynd: E.ÓI. beinst að Alþýðubandalaginu. Framsókn og Alþýðuflokkur hafa komið fram sem samvaxnir tvíburar og lagt sameiginlegar hugmyndir sínar fyrir Alþýðu- bandalagið. Öllum var ljóst að engar líkur voru til að Alþýðu- bandalagið gæti samþykkt þessar hugmyndir óbreyttar enda voru þær upphaflega málamiðlunartil- lögur fyrir ráðherra í fráfarandi ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Það fer ekki milli mála að tillögur tvíflokkanna hafa tekið stakka- skiptum eftir að umræðurnar við Alþýðubandalagið hófust. Þeir, sem gerst fylgjast með málum, þykjast þekkja í þeim breyting- um eitt og annað sem rekja má til þess efnahagsprógrams sem þing- flokkur Alþýðubandalagsins lagði fram að loknum vinnufundi austur á Egilsstöðum í síðasta mánuði. En fróðir menn sáu líka í hendi sér að eitt ákveðið mál yrði mjög fljótt að ásteytingarsteini í við- ræðum þessara þriggja flokka. Það var afstaðan til kjaramál- anna. Þegar þingflokkur Alþýðu- bandalagsins samþykkti síð- astliðinn þriðjudag að hefja við- ræður undir forystu Steingríms Hermannssonar um myndun meirihlutastjómar, samþykkti hann að sérstök áhersla skyldi m.a. á það lögð að afnumin yrðu bráðabirgðalög sem banna frjáls- an samningsrétt verkalýðsfélaga og einnig að afnumin yrði lög- bundin kaupfrysting. Þá gerði þingflokkurinn einnig kröfu um að matarskatturinn yrði tekinn til endurskoðunar. Þetta eru án efa þau atriði, sem viðræðuaðilum gengur verst að ná samstöðu um. Orð Steingríms Hermannssonar við fréttamenn í gær í þá veru að línur í viðræðunum hafi skýrst, geta því ekki þýtt nema eitt: Kjaramálin eru komin í brenni- depil umræðnanna og geta orðið til þess að binda enda á þær. Þessi orð, og önnur sem fallið hafa, sýna einnig glöggt að kratar og Framsóknarmenn haf a ekki verið tilbúnir til að ganga að þeirri kröfu Alþýðubandalagsins að af- nema bráðabirgðalög síðustu ríkisstjórnar. Fyrsti ásteytingar- steinninn Búast má við því að mikið hafi verið rætt um þessi mál í gær- kvöldi, bæði innan flokkanna og ekki síður á milli þeirra. Það að ekki slitnaði fljótlega upp úr við- ræðum, bendir til að flokkarnir vilji ekki afskrifa alla von um að geta náð fram nægjanlega miklu af kröfum sínum á þessu sviði. Talið er víst að einhverjar miðl- unartillögur hljóti að hafa verið settar fram, þótt um slíkar til- iögur hljóti að verða deildar meiningar innan hvers þingflokks þar sem hvert smáatriði, sem hugsanlega væri gefið eftir, er vegið og metið í ljósi hugsanlegs ávinnings á öðrum sviðum við- ræðnanna. í öllum þremur flokk- um velta menn fyrir sér spurning- unni um það hvort slíta eigi við- ræðunum á þessu atriði. Að farir fráfarandi ríkisstjórnar gagnvart samtökum launamann og kjarasamningum þeirra koma fram í tvennum bráðabirgða- lögum sem borin verða upp til staðfestingar á alþingi eftir að það kemur saman nú í haust. í fyrsta lagi er um að ræða bann við kjarasamningum sem ekki fylgja ákveðinni forskrift. Með bráðabirgðalögum, sem sett voru í maí, var íslensk verkalýðs- hreyfing svipt samningsfrelsi þar til í apríl á næsta ári. í öðru lagi hafa allar launa- hækkanir verið frystar með bráðabirgðalögum. Launahækk- un um 2,5%, sem samkvæmt samningum átti að koma ofan á kaup um síðustu mánaðamót, hefur ekki enn bæst við taxta- kaupið. Önnur launaákvæði kjarasamninga, sem launafryst- ingin mun hafa áhrif á, verði hún ekki afnumin, eru þannig: Þann 1. desember n.k. á taxtakaup að hækka um 1,5% og þá kemur einnig til svokallað rautt strik sem hefur það í för með sér að hafi verðlag hækkað umfram ák- veðin mörk skal taxtakaup hækka hlutfallslega jafnmikið. Samkvæmt verðlagsspám er ekki áætlað að slíkar verðbætur gætu orðið nema 2-3%. Þann 1. febrú- ar á taxtakaup síðan að hækka um 1,25% ef kjarasamningar væru í gildi. Verður fyrsta lotan sú síðasta? Meginþunginn í stjórnarmynd- unarviðræðum Framsóknar, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags virðist hafa legið á þessum at- riðum. Hvaða boðskap mun Steingrímur Hermannsson færa forsetanum í dag? Fari hann fram á lengri frest verður að álíta að einhvers konar niðurstaða hafi fengist um þessi mál og aðilar ætli sér að reyna að ná samkomulagi um aðra þætti í hugsanlegum stjórnarsáttmála. En skili hann af sér umboðinu, hlýtur það að merkja að aðilar hafa ekki verið tilbúnir að gefa eftir á þessu sviði og að ekki er að sinni grundvöllur til myndunar ríkisstjórnar Al- þýðubandalags, Framsóknar, Al- þýðuflokks og Samtaka jafnréttis og félagshyggju (Stefán Valgeirs- son) með eða án stuðnings eins eða fleiri þingmanna Borgara- flokksins. ÓP NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.